Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 24

Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 24
CLIVE ALLEN getur ekki hætt aö skora í ensku l.deildar- keppninni í knattspyrnu. Um helg- ina skoraði hann tvö mörk fyrir liö sitt Tottenham og hefur hann nú komið tuðrunni 28 sinnum í netið það sem af er þessu tímabili. Gott hjá honum. lan Rush lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Hann skoraði fyrir Liv- erpool um helgina og hefur nú gert 22 mörk á tímabilinu. Sjánánar ábls. 10 T Tíniiiin Þriðjudagur 30. desember 1986 Tankskipið Syneta strandar við Skrúð og tólf manna áhöfn ferst: Höfðu rétta hnattstöðu en töldu sig við Seley - skipið var á hálfri ferð vegna vélarbilunar en ekkert var að sjálfstýringu Tankskipið Syneta, sem er breskt og skráð á Gíbraltar fórst við eyjuna Skrúð í mynni Fáskrúðsfjarðar rétt fyrir miðnætti á jóladag. Öll áhöfnin, 12 manns fórst og er þetta mann- skæðasti skipsskaði við ísland í aldarfjórðung. Syneta var á leiðinni til Eskifjarð- ar til að taka lýsi, en kl. 23.20 sendi skipið út neyðarkall þar sem sagði að skipið hefði strandað við Seley í mynni Reyðarfjarðar. Nærstöddum skipum var þegar snúið í átt að staðnum og björgunarsveitir ræstar út. Syneta hafði hins vegar ekki strandað við Seley eins og skipverjar héldu í fyrstu, heldur við Skrúð í mynni Fáskrúðsfjarðar og var þetta orðið Ijóst kl. 0.50 um nóttina. Togarinn Hólmatindur hafði þá fjar- lægðarmælt fjarskipti Synetu við land. Áður höfðu skipverjar á Syn- etu talað unt það við Nesradíó að skjóta upp flugeldum kl. 1:00 til að hjálpa til við staðarákvörðun skipsins. Flugeldunum var hins veg- ar skotið upp fimm mínútum fyrir eitt og telja menn að það hafi verið þá sem skipið var í þann mund að velta alveg á hliðina. Fyrsta björgunarskipið kom á vettvang um 1:30 og var það Þorri frá Fáskrúðsfirði og síðan kom hvert skipið á fætur öðru. Skipin röðuðu sér norður af Skrúð og reyndu að fylgjast með því sem rak úr Synetu en suðvestan átt var. Mikið brak rak úr Synetu og sáust m.a. brotnir og sundurtættir björgunarbátar, mann- lausir. Fyrsta líkið fannst um 2:40 og síðan fundust þau hvert af öðru, en alls fundust lík 9 manna. Sjö líkum tókst að ná upp f báta en lík tveggja skipverja runnu úr björgunarvestun- um og sukku í djúpið. Einn mann- anna var með lífsmarki þegar hann náðist um borð í Sæljónið en hann lést síðar um nóttina. Flugvél Land- helgisgæslunnar TF-SÝN flaug með líkin sjö til Reykjavíkur áföstudags- kvöld. Leit að líkum þeirra fimm sem ekki hafa náðst hefur engan árangur borið og að sögn Hj alta Sigurðssonar formanns björgunarsveitarinnar Brimrúnar á Eskifirði er eiginlegri leit nú hætt þó fylgst verði með fjörum áfram. Ekkert var leitað t' gær, einkum vegna þess hve veður var slæmt auk þess sem sjópróf fóru fram á Eskifirði. Sjóprófin hófust í fyrrakvöld og stóðu fram á nótt og var þeim framhaldið í gærmorgun. Fulltrúi eigenda og tryggingafélags Synetu komu hingað til lands vegna sjópróf- anna og síðdegis í gær fóru þeir fram á að sjóprófunum yrði framhaldið um borð í loðnuskipinu Eskfirðingi sem færi út að Skrúð sem næst flakinu. Þegar er ljóst að skyggni á jóla- dagskvöld var lítið sem ekkert og að vegna vélarbilunar var skipið á hálfri ferð. Fregnir um að sjálfstýring skipsins hafi verið biluð hafa hins vegar hvergi verið staðfestar og ekki mun hafa verið fjallað um sjálfstýr- inguna í bréfi því sem fannst á einum skipverjanna og skrifað var á að- fangadagskvöld. Þar mun hafa verið á ferðinni persónulegt bréf. Þrátt fyrir að Syneta hafi gefið upp að hún væri strand við Seley til að byrja með, virðist það hins vegar hafa verið mistök sem áttu sér stað í „hita leiksins" eftir að skipið hafði „Ef það kemur í ljós að okkar viðsemjendur, þ.e.a.s. Landssam- band íslenskra útvegsmanna, stend- ur beinlínis að því að hvetja útgerð- armenn til að koma sínum skipum á veiðar nú fyrir áramótin í skjóli ákvæðis í okkar kjarasamningi um að sé skip á veiðum fyrir erlendan markað geti það verið á veiðum um áramót, til þess að komast hjá verk- falli okkar, þá munum við gera alvöru úr þessari hótun okkar,“ sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands í gær þegar hann var spurður hvort þeir myndu fara fram á það við Alþjóð- lega flutningamannasambandið að það stöðvaði íslensk skip í erlendum höfnum. „Við erum þegar búnir að hafa samband við okkar félaga í strandað. Að sögn Hjalta Sigurðs- sonar á Eskifirði var sú staðará- kvörðun eða hnattstaða sem Syneta gaf upp í lengdar og breiddargráðum rétt upp á metra. Eftir því sem næst - segir Óskar Vigfússon. Alþjóða flutningaverkamannasam- bandinu ITF og það verður ábyggi- lega hægt áður en að kvöldi kemur að sýna ykkur staðfestingarskeyti frá þeim þar sem þeir heita okkur öllum stuðningi," sagði Óskar enn- fremur. Hann sagði að Sjómanna- sambandið liti svo á að ekki yrði kallað á ITF nema í ítrustu neyð því þar væri um þungt kerfi að ræða og dæmi þess að skip væru stöðvuðv.úti ú heimi löngu eftir að deilur hefðu verið leystar. „Við munum meta þetta með þeim hætti að þau skip sem sannan- lega áttu löndunardag áður en við boðuðum verkfall verða látin af- verður komist kom fram við sjópróf- in að góð kort voru í skipinu. Því bendir flest til þess að mistök hafi verið gerð þegar hnattstaðan og kortin voru samræmd. -BG skiptalaus," sagði Óskar. Jónas Haraldsson skrifstofustjóri hjá LÍÚ sagði í samtali við Tímann í gær að útgerðarmenn hefðu samn- ingsbundna heimild til þess að fara út fyrir áramót og sigla með fiskinn. Sagði hann að það væru takmörk á því hversu löngu fyrirfram menn gætu pantað söludaga og ef skip yrðu stöðvuð erlendis af hálfu ITF þá væri um að ræða ólögmæta athöfn sem bryti gegn gildandi kjarasamn- ingum. Hann sagði að fjölmörg skip hefðu fengið söludaga hjá LÍÚ sfðan á Þorláksmessu þegar Sjómanna- sambandið boðaði verkfall sitt. „Það er mannlegt að menn reyni að halda sínum atvinnutækjum gangandi eftir því sem hægt er,“ sagði Jónas. -BG Aðgerðirnar gegn mynd- bandaleigunum: Beðið eftir úrskurði Hæstaréttar um lögmæti Eigendur myndbanda- leiga telja margt athugun- arvert við aðgerðir lögregl- unnar „Það er komið fram við eigend- ur myndbandaleiga á suð-vestur horni landsins eins og glæpa- menn,“ sagði Ingimundur Páls- son í viðtali við Tímann, þegar hann var inntur álits á aðgerðum lögreglunnarþann22. desember. En það var Ingimundur sem kærði húsleitarheimild þá, sem lögreglan studdist við í aðgerðum sínum til Hæstaréttar. Hann sagði að eigendur myndbanda- leiga á svæðinu væru bæði undr- andi og reiðir vegna þessara að- gerða sem væru meira en umdeil- anlegar. Það er ljóst að margir eigendur myndbandaleiga munu kæra þessar aðgerðir, þó svo að menn ættu þarna mismikilla hagsmuna að gæta. Ingimundur Pálsson sagðist nú aðeins bíða úrskurðar Hæstarétt- ar um lögmæti aðgerðanna í myndbandaleigu sinni og ætti hann von á honum á hverri stundu. Síðan yrði ákveðið um frekari gjörðir í málinu. Það væri hins vegar ljóst að tíminn til aðgerðanna væri vel valinn, því nú væri réttarhlé og margir viðkomandi aðilar í fríum. Það væri því ljóst að eigendur myndbandaleiga yrðu að bíða talsvert eftir að mál þeirra yrðu tekin fyrir. ÞÆÓ Noregur: KRÍTAR- KORT ÚR SÖGUNNI? Notendur greiðslukorta í Noregi eru ókátir yfir þeirri ákvörðun ráð- herra síns Gunnars Berge, að nú frá áramótum skuli korthafar sjálfir bera kostnaðinn af þeirri þjónustu sem kortafyrirtækin veita þeim en ekki kaupmennirnir. Neytendasam- tökin og kaupmenn hafa hins vegar fagnað þessari ákvörðun - enda var talið víst að kortin leiddu til hærra vöruverðs, auk þess sem kaupmönn- um þótti súrt í broti að lána vörur, - og greiða síðan fyrir það úr eigin vasa. Ákvörðun þessi olli miklu fjaðra- foki. Að því er fram kemur í Versl- unartíðindum, kærðu kortafyrirtæk- in ráðherraúrskurðinn til dómstóla, en féllu síðan frá málaferlum um sinn þar sem við var að búast að langt yrði að bíða úrskurðar sein- virks dómskerfis. Síðan munu Visa og Diner’s hafa kært að nýju. Jafn- framt hafa a.m.k. sum kortafyrir- tækin hótað að loka fyrir öll viðskipti í Noregi frá og með áramótum, sem leiða mundi til þess að Noregur yrði ásamt Albaníu einu Evrópulöndin án krftarkorta. Fjöldi skipa hyggur á veiöiferð fyrir áramót og selja síðan úti: STÖDVUM SKIP ERLENDIS EF Á ÞVÍ REYNIST ÞÖRF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.