Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 30. desember 1986 Anton Sigþórsson, skipbrotsmaöur af Suðurlandi: Björgunarvestislaus í jökulköldum sjónum Mikil orka fór í vonlausan vatnsaustur úr bátnum Ráðherra ber saman bækur sínar við nýráðinn framkvæmdastjóra LÍN, Þorbjörn Guðjónsson. Tímamynd Sverrir Menntamálaráöherra: Námslán frá 1982/ ’83 ofreiknuð um 25 milljónir Fastar afborganir 339 kr. of háar á þessu ári „Heilsan er furðanlega góð. Lappirnar dálítið kalnar, en maður er farinn að geta staulast um. Það voru kalblöðrur komnar á tærnar, en þetta á allt saman að lagast," sagði Anton Sigþórsson, einn fimmmenninganna sem björguðust af Suðurlandinu, í samtali við Tím- ann í gær. „Þetta gerðist allt nokkuð snöggt. Ég var kominn í koju þegar ég finn skipið halla á bak- borðssíðuna. Þá dreif ég mig í létt föt og inniskó og hljóp upp í brú. Þá er þetta bara farið að gerast og atburðarásin eftir það hröð,“ sagði Anton, þegar hann var inntur eftir aðdraganda slyssins. Hallinn á skipinu var þá orðinn yfir 45 gráður og við fórum út á næsta dekk fyrir neðan brúna. Þar útbýtti 2. stýrimaður björgunar- vestunum sem allir fóru í. Þá var gúmmíbáturinn blásinn upp, en hann rak til hlés við skipið. Menn voru að bíða eftir að hann kæmi að þegar skipið dettur bara yfir og allur mannskapurinn fer í sjóinn. Það gerðist alveg eldsnöggt. Mjög góð afkoma varð hjá Hrað- frystihúsi Hofsóss hf. á síðasta ári. Hagnaður af rekstri félagsins nam rúmum 6 milljónum króna og var það þriðja árið í röð sem fyrirtækið er rekið með hagnaði. Á aðalfundi Hraðfrystihússins sem haldinn var fyrir skömmu var samþykkt að greiða hluthöfum eina milljón króna í arð. Hraðfrystihúsið tók á síðasta ári á móti um 3000 tonnum af fiski og var framleiðsluverðmæti þess afla tæpar 100 milljónir króna. í desember á síðasta ári var ein milljón króna greidd starfsfólki frystihússins sem launauppbót á árið 1985. Þessi góða afkoma hjá frystihús- inu er mjög athyglisverð, ekki síst fyrir það að árið 1985 var mörgum frystihúsum mjög erfitt fjárhagslega. Mikinn þátt í þessari góðu afkomu taldi Gísli Kristjánsson fram- kvæmdastjóri vera góða eiginfjár- stöðu fyrirtækisins, sem væri með lítið af erfiðum lánum og hefði auk þess ágætu starfsfólki á að skipa. Hinsvegar er ljóst að afkoma frystihússins verður mun lakari á yfirstandandi ári, enda um 1000 Þegar ég kem í sjóinn þá hefur tæst af mér björgunarvestið. Ég sá einhverja ljóstýru á sjónum dálítið langt frá mér svo það var ekkert annað að gera en synda þangað. Það var náttúrlega björgunarbátur- inn. Við reyndum að ausa bátinn en eftir allt of mikið erfiði þá kom- umst við að því að það var gat á botninum, það lækkaði aldrei í honum. Það þýddi ekkert annað en að standa uppréttur. Manni var í fyrstu kalt á löppunum. en cftir það var maður bara dofinn. Maður var alltaf í sjó upp á mið læri og upp í klof, jafnvel ofar þegar sjór gekk yfir bátinn. Það var nafnakall mcð stuttu millibili og menn reyndu að hughreysta hver annan." - Hvenær urðu þið varir við leitarvélar? „Við heyrðum fyrst í Nimrodin- um um klukkan 4 og urðum þá náttúrlega bjartsýnir því við héld- um að þetta myndi fara að ganga svona fljótlega. Þá skýtur l.stýri- maður upp rakettu og þegar Nim- tonnum minna af fiski sem þar var unnið í ár en árið 1985. Allt frá árinu 1976 hafa staðið yfir miklar breytingar og endurbætur á húsakynnum og tækjabúnaði frysti- hússins á Hofsósi, meðal annars voru 9 milljónir notaðar til fram- kvæmda á síðasta ári. Er nú svo komið að húsið er vel útbúið til að taka á móti miklu hráefni, komnar eru tvær vinnslurásir óháðar hvor annarri, t.d. er nú hægt að vinna samtímis fyrir Bandaríkjamarkað og Evrópumarkað. Hraðfrystihúsið er stærsti vinnu- veitandi á Hofsósi, að jafnaði vinna þar 50-60 manns, en nú er svo komið að þar gætu unnið mun fleiri. Á þessu ári hefur hinsvegar skort hrá- efni. Kemur það til af bilunum á togurum útgerðarfélags Skagfirð- inga og sérlega óstilltu tíðarfari í haust, sem hefur tafið togarana veru- lega frá veiðum. Hluthafar í Hraðfrystihúsinu á Hofsósi eru um 100. Þeir stærstu eru Hof, Fells og Hofsóshreppar. Tals- vert af fólki úr nærliggjandi sveitum sækir vinnu til Hofsóss og hefur gert um árabil. Stafar það nokkuð af samdrætti í hefðbundnum búskap, sem hefur orðið undanfarin ár. -ÖÞ rodinn kemur til baka þá kveikti hann á blysinu. Þá henda þeir niður grænu merki og þá vitum við að við erum fundnir. Þeir voru alltaf að fljúga yfir okkur, nema á milli klukkan 8 og 10 heyrðum við ekki í neinni vél. Þá kom Nimrod- inn sem henti niður nýjum björg- unarbát. Okkur fannst í fyrstu hann helst til langt frá okkur, en þeir hentu honum þannig að okkur rak að honum, auk þess sem við rérum að honum. Við náðum þó bátnum og vorum að vonum mjög fegnir að komast í þurran bát.“ Það var síðan um klukkan eitt að þyrla frá danska varðskipinu Vædderen bjargaði skipsbrots- mönnunum úr bátnum. „Ég vil sérstaklega þakka þess- um dönsku mönnum í Væddcren. Þeir tóku okkur alveg eins og kóngum. Það var allt gert fyrir okkur, sama hvað það var. Þá vil ég þakka öllum þeim sem áttu hlut að máli í að koma okkur í land," sagði Anton að lokum. Eldur laus í barnaherbergi Siökkviliðið í Reykjavík var kallað út vegna elds í fbúð að Vesturbergi 99, um klukkan 23.00 sl. laugardagskvöld. Hafði kviknað í gluggatjöldum í barna- herbergi, út frá logandi kerti og höfðu gluggatjöldin síðan fallið ofan í rúm og kviknað í rúmdýn- unni. Sendi slökkviliðið tvo reykkaf- ara inn í íbúðina sem réðu niður- lögum cldsins á skömmum tíma. Var lítilsháttar reykur t íbúðinni, cn allir íbúar höfðu komið sér út úr íbúðinni áður cn slökkviliðið kom á staðinn. Enginn slys urðu á fólki. Um 25 milljónir króna, miðað við vísitölu nú í desember, er sú upphæð að mati Lánasjóðs ísl, námsmanna sem lán sjóðsins hafa verið ofreikn- uð vegna þess að tilskipun ríkis- stjórnarinnar frá í september 1983 - um að reikna þá með 5,1% hækkun lánskjaravísitölu í stað 8,1% hækk- un hefur ekki verið hlítt. Mjög lítið hefur verið greitt af þessum lánum, þannig að bcinar endurgreiðslur nú yrðu lítil upphæð, en fyrst og fremst er um að ræða að uppfærður 874 milljóna króna höfuðstóll þessara lána ætti að vera um 25 millj. kr. lægri. Þess má geta að þessar 25 millj. króna eru innan við þriðjungur þeirrar upphæðar sem fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍN hefur látið fjölmiðla hafa eftir sér að um væri að ræða, bannig að cnn virðast menn reikna þetta vísitöludæmi út frá mismunandi forsendum, ekki síður en húsnæðismálalánadæminu. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um 3% vísitölulækkun náði til lána verð- tryggðra með lánskjaravísitölu, sem aðeins hafði verið notuð á námslán skólaárið 1982/83, þegar ákvörðunin var tekin. Heildarlánin sem veitt voru það skólaár námu um 298 millj. að nafnverði til 4.256 námsmanna. Uppfærður höfuðstóll þeirra í sept- ember 1983 var um 457 millj. kr., en hefði þá átt að vera um 444 millj. kr. miðað við 3% vísitölulækkun. Mun- urinn var tæpar 13 millj., sem fram- reiknað til desember 1986 væri um 25,1 millj. króna sem fyrr segir. Fyrstu greiðslur af þessum lánum - þ.e. hjá þeim sem luku námi vorið 1983 - hófust í mars nú á þessu ári. Föst afborgun var þá 12.124 kr. en hefði verið 339 kr. lægri ef 3% lækkunin frá september 1983 hefði verið látin hafa áhrif. September- greiðslurnar af þessum lánum miðast hins vegar við laun greiðenda, þann- ig að umrædd 3% hefði ekki haft áhrif á þær. Um það hvort þessar 339 krónur sem ofteknar voru af lánunum í mars s.l. verða endurgreiddar eða dregnar frá höfuðstól lánanna vildi Sverrir Hermannsson, menntamála- ráðherra og talsmenn LÍN ekkert fullyrða á fundi með fréttamönnum í gær - né heldur með hvaða hætti 3% vísitölulækkunin verður framkvæmd. Hins vegar kvaðst ráð- herra ákveðinn að komast til botns í þessu máli og sjá til þess að lántak- endur LÍN yrðu ekki látnir bera skaða af því þótt dráttur hafi orðið á framkvæmd tilskipunarinnar frá 1983. Ekki kvaðst ráðherra kunna að gefa neinar skýringar á þessum 3ja ára drætti. Fram kom að ráðuneytið hafði sent LÍN fyrirmæli um þessa 3% lækkun á sínum tíma - LÍN síðan óskað nánari skýringa í bréfi til ráðuneytisins nokkru síðar og að þar með virtist málið hafa sofnað þar til nú. HEI Fjölda fólks dreif að þegar barist var við eldinn í Vesturbergi. Tímamynd: Svenír Hraöfrystihús Hofsóss hf.: Rekstrarhagnaður þriðja árið í röð Urvalið aldrei fjölbreyttara Ananaustum Grandagarði Símar 28855 og 13605

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.