Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 11
Tíminn 11 ARNAÐ HEILLA Guttormur Oskarsson sjötugur Pann 29. desember verður Gutt- ormur Óskarsson á Sauðárkróki sjö- tugur. Það eru merk tímamót, lang- ur áfangi að baki, en vonandi drjúg- ur spölur framundan. Guttormur er Skagfirðingur, fæddur í Hamarsgerði í Lýtingsstaða- hreppi en þá bjuggu þar foreldrar hans, Sigríður Hallgrímsdóttir og Óskar Þorsteinsson, en þau fluttu síðar að Kjartansstöðum í Staðar- hreppi. Þau hjón voru barnmörg og er af þeim kominn mikill ættbogi hins merkasta fólks. Guttormur stundaði nám í Reyk- holti og síðar í Samvinnuskólanum 1942-1944. Þar var hann lærisveinn Jónasar Jónssonar og fleiri mikil- hæfra manna. Ég hygg ekki ofmælt að Jónas hafi haft mikil áhrif á Guttorm og alla tíð síðan hefur hann verið trúr þeim hugsjónum, sem hann tileinkaði sér ungur. Guttormur réðist til Sambands íslenskra samvinnufélaga strax að prófi loknu og var þar starfsmaður fræðsludeildar. Árið 1946 fluttist Guttormur aftur norður í sína heimabyggð og gerðist þar gjaldkeri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og þeim starfa hefur hann gegnt í fjörutíu ár. Það var engin tilviljun að Guttormur tileinkaði samvinnuhreyfingunni starfskrafta sína. Hann neíur aiia tíó verið hinn einlægasti samvinnu- og félagshyggjumaður og haft á því ríkan skilning að svo best yrðu einstaklingarnir frjálsir og hamingju- samir að þeir hjálpuðust að. Gutt- ormur hefur flestum betur skilið eðli samvinnunnar og samhjálparinnar. Það hefur ekki ætíð verið auðvelt að vera gjaldkeri Kaupfélags Skag- firðinga. Starf gjaldkerans var lengi öðrum þræði starf fjárhaldsmanns fólksins í héraðinu Reikningsviðskipti voru tíðkuð og tíðkast raunar enn í miklum mæli. Alla tíð hafa margir, of margir, ekki haft úr nógu að spila og búið við þröngan fjárhag. Gutt- ormur hefur öllum tekið af ljúf- mennsku og hlýju og reynt að leysa hvers manns vanda, þó oft væri ekki mikið svigrúm til þess. Þó mun því svo farið að flestir hafi farið sæmi- lega glaðir af fundi Guttorms. Hann benti mönnum á björtu hliðarnar, enda dvelur hugur hans sjálfs fremur við þær og fæstir efuðust um það að hann hefði veitt þá úrlausn sem frekast var unnt. Þannig hefur hann ætíð verið fátækum mönnum í Skagafirði heillakarl. Jafnvel þótt hann gæti ekki klyfjað þá meö peningum gaf hann þeim bjartsýni og kjark og það er ekki svo slæmt veganesti. Guttormur hefur ekki staðið einn í lífinu. Hinn 15. október 1944 giftist hann Ingu Rögnvaldsdóttur verk- stjóra á Sauðárkróki Jónssonar. Inga er einstök mannkostamanneskja og eru þau hjón mjög samvalin. Þau hjón eignuðustu tvær dætur, Sigríði, sem gift er Pétri Skarphéðinssyni og Ragnheiði sem gift er Sigurði Frosta- syni. Þá fóstruðu þau bróðurdóttur Guttorms, Elsu, en hún missti móð- ur sína barnung. Allar eru dætur þeirra ágætustu konur. Gottormur hefur allt frá unglings- árunum verið í forustusveit fram- sóknarmanna og gegnt fyrir flokkinn fjölmörgum trúnaðarstörfum. For- maður Félags ungra framsóknar- manna var hann á Reykjavíkurárum sínum. Þegar hann fluttist norður var hann strax kjörinn í stjórn Fram- sóknarfélags Sauðárkróks og sat þar í tuttugu ár, lengst af formaður. Þá situr hann í stjórn Framsóknarfélags Skagafjarðar og hefur setið lengi. Þegar framsóknarmenn á Norðurlandi vestra stofnuðu kjördæmissamband sitt var hann strax kjörinn í stjórn þess og formað- ur kjördæmissambandsins var hann í yfir 20 ár. í miðstjórn Framsóknar- flokksins hefur hann setið fjölda ára. Þá hefur Guttormur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir bæjarfélag sitt og stéttarfélag svo og samvinnu- hreyfinguna. Hvarvetna þar sem Guttormur hefur komið hefur hann haft mikil áhrif, glæsilegur ræðu- maður og óþreytandi baráttumaður fyrir hugsjónum sínum og ávallt geislandi af bjartsýni og góðvild. Þau hjón Inga og Guttormur hafa á heimili sínu á Sauðárkróki í fjörutíu ár haldið nokkurs konar félagsheimili fyrir framsóknarmenn. Gestrisni þeirra er alveg einstök og þar hefur verið samkomustaður fjölda manna, bæði úr kjördæminu og af landinu öllu og æviniega allir velkomnir. Á heimili þeirra hafa framsóknarmenn löngum ráðið ráð- um sínum og ætíð hefur Guttormur haft gott til málanna að leggja. Þegar Guttormur kom norður aft- ur var Steingrímur Steinþórsson al- þingismaður framsóknarmanna í Skagafirði. Þeir Guttormur urðu miklir vinir. Þegar Steigrímur Stein- þórsson var kominn á efri ár þá réði Guttormur því að Skagfirðingar leit- uðu eftir því við Ólaf Jóhannesson að hann tæki sæti á lista flokksins. Það mun hafa verið nokkuð torsótt í fyrstu að fá Ólaf, sem þá var í góðu starfi og á mikilli framabraut sem vfsindamaður við Háskólann, til þess að taka að sér forystuhlutverk í stjórnmálum, en það tókst Guttormi og á þjóðin honum mikið að þakka að hann skyldi koma Ólafi til þing- mennsku. Guttormur var nánasti vinur og ráðgjafi Ólafs í kjördæminu og mat Ólafur hann umfram aðra menn. Þegar ég valdist til þingmennsku var það meðal annars fyrir tilverkn- að Guttorms. Hefur hann ætíð reynst mér ráðhollur svo sem fyrir- rennurum mínum og ætið sýnt mér frábæra vináttu og drengskap. Guttormur hefur unnið að út- breiðslu viðhorfa framsóknarmanna mjög ötullega. Hann var um mjög langan aldur umboðsmaður Tímans á Sauðárkróki og hefur hvorki spar- að tíma sinn né fyrirhöfn í þágu blaðsins. Þá hefur hann um langan aldur verið fréttaritari Tímans í Skagafirði og leyst það vel af hendi eins og annað, enda ágætlega riftfær. Guttormur er víðlesinn, hefur yndi af skáldskap og hefur ánægju af hestum. Guttormur hefur átt nokkra gæðinga og einn þeirra stóð efstur alhliðagæðinga á Fjórðungsmótinu á Einarsstöðum. Starfsemi stjórnmálaflokka byggist ekki hvað síst á fórnfúsum baráttumönnum. Ég vil fyrir hönd framsóknarmanna þakka Guttormi hans ötula starf og farsæla forystu og árna honum allra heilla. Við Helga þökkum þeim hjónum órofa vináttu þann tíma sem leiðir okkar hafa legið saman. Það er dýrmætt að hafa kynnst svona manni. Guttormur er maður sem bætir allt í kringum sig. Páll Pétursson. — (BUMM...) Verðlækkun á flestum áramótavörum okkar er sprengja ársins! í ár verða flugeldar okkar ódýrari en nokkru sinni fyrr. Jákvæð gengisþróun og hagstæð innkaup gera okkur kleift að lækka verðið á flestum áramótavörum svo um munar. Nú geta allir kvatt árið á glæsilegan hátt, með flugeldum frá okkur. LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA L.H.S Þriðjudagur 30. desember 1986

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.