Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Þriðjudagur 30. desember 1986 ÚTVARP/SJÓNVARP Stórstjörnur syngja í uppfærslu Scala óperunnar á Aida sem sýnd verður í Sjónvarpinu á nýársdag, þ.á m. sjálfur Pavarotti. Heimildaþáttur um Kristján Jóhannsson óperusöngvara verður á nýársdagskvöld á Stöð 2. Kristján Jóhannsson á Stöð 2 M Kl. 20.30 /—' að kvöldi nýársdags ^ verður á Stöð 2 íslenskur heimildaþáttur um Kristján Jóhannsson óperusöngvara, líf hans og list. M.a. syngur Kristján nokkur lög af nýútkominni plötu sinni, Með kveðju heim. LIF TIL EINHVERS — eftir Nínu Björk Árnadóttur trx Kl. 21.40 á nýársdag sýnir Sjónvarpið leikritið Líftil einhvers eftir Nínu Lj* Björk Árnadóttur. Marta félagsráðgjafi býr með Haraldi sem er sjö árum yngri en hún. Sif, dóttir Mörtu, er einmana og brestur oft raunsaei. Sama máli gegnir að vissu marki um Birnu ömmu hennar, móður Mörtu. Milli mæðgnanna eru átök og Haraldur hrærist í ástríðuþrungnum draumum þeirra. Bryndís er ein með ungt barn sitt og lifir í heimi strits og fíknar. Marta verður í starfi sínu að láta dæma af henni barnið. Vegna þessa sækir Bryndís að Mörtu með ýmsum ógnum sem að lokum ganga of langt. Það ríkir ekki einu sinni friður við matborðið. AIDA með Pavarotti o.fl. stjörnum Kl. 14.45 á nýársdag verður óperan Aida eftir Giuseppe Verdi sýnd í Sjónvarpinu í flutningi La Scala óperunnar í Mílanó. Hljómsveitarstjóri er Lorin Maazel. Það er sjálfur Luciano Pavarotti sem syngur þar í aðalhlutverki ásamt mörgum öðrum stórstjörnum, s.s. Ghena Dimitrova, Paata Burchuladze, Maria Chiara, Nicolai Ghiaurov, Juan Pons, Ernesto Gavazzi og Francesca Garbi. Benda má áhorfendum á að nú gefst þeim kostur á að heyra og sjá sovéska bassasöngvarann Paata Burchuladze, sem vonir stóðu til að syngi hér á Listahátíð í sumar, en eins og menn muna brugðust þær vonir. Óperan Aida er einmitt næsta verkefni íslensku óperunnar og verður frumsýnd innan fárra daga. Seinna bindið af bréfum Bjarna Thorarensen er í þann mund að koma út. Úr því verður lesið í útvarpsþættinum. „Ungum áður songvar 200 ára afmæli 0 Bjarna Thorarensen Kl. 15.15 á nýársdag verður á 'sí*' Rás 1 dagskrá í tilefni þess að 30. des. eru liðnar tvær aldir frá fæðingu Bjarna Thorarensen skálds og amtmanns. Dagskráin nefnist Ungum áður söngvar og er í samantekt Þorleifs Haukssonar sendikennara í Uppsölum. Nýársgleði 0 útvarpsins Kl. 13.30 á nýársdag verður nýársgleði á Rás og þar leggur fólk úr öllum landsfjórðungum til efni í mæltu máli, söng og hljóðfæraleik. Einar Kristjánsson tengir saman dagskrána sem er klukkustundar löng. Hugmyndin að baki þáttarins er að sameina útvarpshlustendur vítt og breitt um landið fyrir framan viðtækin, þaðan sem á öldum ljósvakans berast nýárskveðjur, talað mál og tónar frá þáttagerðarfólki Ríkisútvarpsins í Borgarnesi, á ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi undir kjörorði Ríkisútvarpsins: Útvarp allra landsmanna. Kl. 00.15 á nýársnótt, að lokinni áramótakveðju útvarpsstjóra, lenda sjónvarpsáhorfendur inni á áramótadansleik á veitingahúsinu Broadway, en þar leikur Glenn Miller hljómsveitin. Margt fleira verður til skemmtunar og stjórnar Marianna Friðjónsdóttir útsendingunni sem stendur til kl. 4. Áramótadansleikur í Sjónvarpinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.