Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn | FRÉTTAYFIRLIT PEKING — Stúdentar viö kennaraháskólann í Pekíng fóru í kröfugöngu þrátt fyrir bann stjórnvalda viö ósam- þykktum mótmaelaaögeröum. Þetta var fyrsta kröfugangan sem farin hefur verið í höfuð- borginni síöan á föstudaa er yfirvöld vöruðu stúdenta við aö safnast saman á götum úti til aö hafa upp kröfur um aukið lýðræði. JÓHANNESARBORG - P.W. Botha forseti Suöur-Afr- íku lét menntamálaráðuneyt- inu þar í landi í hendur víðtæk völd til að berja niður óróa í skólum blökkumanna. Nýja reglugerðin var enn einn liður- inn í að herða neyðarástands- lögin sem komið var á í júní- mánuði. CANDIGARH, Indland - Átök brutust út í Punjabhéraði á Indlandi þar sem mikil þátt- taka var í verkfalli sem aðskiln- aðarsinnar úr hópi síkha höfðu kallað til. Verkfallið var sett á til að mótmæla dauðadómunum yfirmorðingjum Indíru Gandhi. TELAVIV — YitzhakShamír forsætisráðherra ísraels var sýknaður af öllum ákærum um að vera viðriðinn morð á tveim- ur aröbum. Menn þessir létust er þeir voru í haldi hjá leyni- þjónustu landsins Shin Bet og biðu réttarhalda fyrir að hafa rænt strætisvagni árið 1984. MANILA — Ríkisstjórnin á Filippseyjum fyllti út kröfuskjal upp á 750 milljónir dollara á hendur Ferdinand Marcos fyrr- um forseta. Stjórnin í Manilu hyggst komast yfir eignir í New York sem forsetinn fyrrverandi er sakaður um að hafa komist ólöglega yfir. PARIS — Francois Mitter- rand forseti Frakklands hvatti ríkisstjórnina til að reyna að binda enda á verkfall járnbraut- arstarfsmanna sem nú hefur staðið yfir í tæpar tvær vikur. Samkvæmt heimildum Reut- ers fróttastofunnar hvatti for- setinn Jacques Chirac forsæti- sráðherra til að skipta sér beint af þessu verkfalli sem hefur lamað járnbrautarsamgönqur í landinu. Illlllllllllllllll ÚTLÖND Þriðjudagur 30. desember 1986 Suður-Afríka: Andstæðurnar skarpari þrátt fyrir fögur orð í byrjun árs - Botha forseti sagði aðskilnaðarstefnuna vera orðna úrelta í janúarmánuði - Neyðarástandslögin aldrei strangari en nú Jóhannesarborg - Reuter P.W. Botha forseti Suður-Afríku sagði á þingi í byrjun þessa árs að aðskilnaðarstefnan væri orðin úrelt. Þrátt fyrir þessi orð endar árið þar í landi með strangari neyðarástands- lögum en nokkru sinni hafa þekkst og stjórn Botha má eiga von á enn frekari alþjóðlegum efnahagslegum refsiaðgerðum. í byrjun ársins höfðu 2000 manns látist í pólitískum ofbeldisátökum í Suður-Afríku en nú í lok ársins, eftir tveggja og hálfs árs nær stöðugan ófrið, er tala látinna kominn í 2200. Ríkisstjórnin skerti fjölmiðlafrelsi verulega í þessum mánuði og sagði slíkt vera nauðsynlegt til að mæta ráðagerðum Afríska þjóðarráðsins, hinna bönnuðu skæruliðasamtaka sem berjast gegn stjórn hvíta minnihlutans, um ofbeldisaðgerðir yfir jólin. Adriaan Vlok lögreglumálaráð- herra dvaldi þessi jól að mestu á frekar ólíklegum stöðum þ.e.a.s. í blökkumannahverfum landsins þar Sovéskir útlagar snúa heim Moskva - Reuter Sovéskir útlagar, fimmtíu og fimm að tölu, snéru aftur til síns heima í gær frá Bandaríkjunum og sögðu að þeir gætu ekki lengur afborið hið harða líf í Bandaríkjunum ogglæpa- ölduna þar í landi. Það var hin ríkisrekna útvarpsstöð í Moskvu sem frá þessu skýrði. Útvarpið hafði eftir útlögunum að þeir hefðu átt erfitt með að samlag- ast bandarísku þjóðlífi sem ein- kenndist af „ruddalegri samkeppni, peningaæði og glæpum og eiturlyfja- neyslu". Útvarpið sagði mörg hundruð fyrrum sovéska borgara nú vilja snúa heim aftur frá Vesturlöndum. Engar nánari skýringar voru gefnar á heimkomu hópsins sem virðist vera sá stærsti af nokkrum heimkom- um sem sagt hefur verið frá að undanförnu. Svo virðist sem sovésk stjórnvöld séu hér með andsvar við ásökunum frá Vesturlöndum um víðtæk brot á mannréttindum í Sov- étríkjunum. Suður-Afríka: Andstæðurnar hafa skerpst á viðburðaríku ári sem hann reyndi að berja kjarkinn í öryggissveitir stjórnarinnar. Talið er að um tíu þúsund manns hafi dvalið í fangelsum um jólin og hafi þeim verið haldið þar án þess að réttar- höld í máli jreirra hafi farið fram. Samkvæmt neyðarástandslögunum er stjórnvöldum heimilt að gera slíkt. Suður-Afríkustjórn býr sig nú undir það sem Botha forseti kallar efnahagslegt stríð á hendur landinu. Viðskiptafrömuðir og efnahagssér- fræðingar gera ráð fyrir að viðskipta- þvinganir muni aukast á næsta ári og muni bandarískir aðilar þar vera fremstir í flokki. I byrjun janúarmánaðar komu sjö fulltrúar ríkja Samveldisbandalags- ins til Suður-Afríku til að reyna að koma á viðræðum milli stjórnar hvíta minnihlutans og leiðtoga blökkumannahópa í landinu. Botha forseti tilkynnti á þessum tíma um ráðagerðir til að fella úr gildi lög þau er takmarka ferðafrelsi blökkumanna í landinu. Forsetinn og stjórn hans afléttu í marsmánuði neyðarástandslögunum sem komið var á í júlí árið 1985 og í aprílmánuði kallaði Reagan Bandaríkjaforseti Botha mann nýrra tíma. í byrjun maímánaðar vonuðust sendimenn Samveldisbandalagsins, sem í eru Bretland og flestar fyrri nýlendur þess, eftir að nýtt skref yrði stigið í samkomulagsátt og Pik Botha utanríkisráðherra sagði að það væri „verulegur möguleiki" á að tilraunir sendimannanna myndu bera árangur. Allar slíkar vonir um samkomulag milli Afríkana og blökkumanna runnu út í sandinn nokkrum dögum síðar er hérir Suður-Afríku gerðu árásir á Zambíu, Zimbabwe og Botswana, allt Samveldisbandalags- ríki. Botha forseti kom að nýju á neyðarástandslögum í júnímánuði og voru þessi lög mun strangari en þau sem hann hafði aflétt í marsmán- uði. í ágúst var svo öllum áformum um endurbætur á stjórnarfarinu í landinu frestað á sérstakri ráðstefnu hins ráðandi Þjóðarflokks. Fyrir árásirnar á nágrannaríkin í maí höfðu flestir talið að rætt yrði um valdaskiptingu hvítra og svartra á þingi þessu. Bæði Margrét Thatcher forsætis- ráðherra Bretlands og Rónald Reag- an Bandaríkjaforseti reyndu að fá Evrópubandalagið og bandaríska þingið ofan af ráðagerðum um efna- hagslegar refsiaðgerðir gegn stjórn Suður-Afríku en allt kom fyrir ekki og í októbermánuði hafði efnahags- líf landsins orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna alþjóðlegra við- skiptaþvingana. Og nú þegar nýtt ár er að ganga í garð hafa andstæðurnar í pólitísku lífi í Suður-Afríku sjaldan verið skarpari, bæði milli hvíta minnihlut- ans og blökkumanna svo og milli mismunandi róttækra hópa blökkumanna. Tarkovsky var íslendingum að góðu kunnur. Hér sésf hann ásamt Thor Vilhjálmssyni og Lárusi Ymi Óskarssyni á Keflavíkurflugvelli. Búlgaría: Tímamynd: Sverrir Alþýðan drekkur síst minna þrátt fyrir hertar reglur yfirvalda Belgrad - Reuter Búlgarar halda áfram að drekka áfengi af sama krafti og áður þrátt fyrir mjög hertar reglur yfirvalda í sambandi við áfengisneyslu. Kommúnistastjórnin tilkynnti um nýjar reglur í síðasta mánuði þar sem meðal annars var bannað að bera fram áfengi í veislum á vegum hins opinbera og neyta þess á almenningsstöðum á borð við íþróttavelli og skemmtigarða. Búlgörsk alþýða hefur hinsvegar lítið mark tekið á þessum reglu- gerðum. Áfengi er enn selt fyrir klukkan sex á daginn, sem er ólöglegt samkvæmt hinum nýju reglum, og börum fjölgar frekar en hitt. Búlgarska stjórnin ætlar hins- vegar ekki að gefast upp og hyggst minnka áfengisframleiðslu um 10% frá því sem hún nú er fyrir lok þessa áratugs. Tarkovsky látinn París - Reuter Sovéski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovsky lést af völdum krabbameins í Parísarborg í gær 54 ára að aldri. Hann var einn af risunum í kvikmyndaheiminum og gagnrýnendur lofuðu hann mjög fyr- ir myndir sínar sem hann gerði í Moskvu og á Vesturlöndum. Talsmaður kvikmyndafyrirtækis Tarkovskys, Argos, sem átti þátt í framleiðslu á síðustu mynd meistar- ans „Fórnin“, sagði fjölskyldu leik- stjórans ekki vilja tjá sig nánar um dauða hans. Tarkovsky kom til Ítalíu árið 1984 til að kvikmynda „Nostalgíu“ en neitaði að snúa heim aftur til Sovét- ríkjanna þar sem hann taldi frelsi sitt sem listamaður ekki vera nóg þar í landi. Sovésk yfirvöld sviptu hann ríkisborgararétti vegna þessarar á- kvörðunar. Síðar fengu sonur hans og tengdamóðir að koma yfir til Vesturlanda fyrir tilstilli franskra stjórnvalda. Meistarastykkið „Andrei Ro- ublev“ er talin besta mynd Tarkov- skys en þessa þriggja tíma löngu mynd, sem unr margt minnir á ævi Tarkovskys sjálfs, gerði hann árið 1966. Tarkovsky gerði einnig myndir á borð við „Sólaris", „Bernska ívars“, „Spegillinn" og nú síðast „Fórnin" sem íslenska leikkonan Guðrún Gísladóttir lék stórt hlutverk í.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.