Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn ERLENDUR ANNÁLL 1986 um á óvart er þau samþykktu áætlun sem gerði ráð fyrir verulegri fram- leiðsluminnkun og hækkaði þá olíuverð strax um tvo Bandaríkja- dali á tunnu. Fyrri hluti ársins var nefnilega hin mesta raun fyrir OPEC samtökin, verðið á olíu hríðféll og mikil misklíð einkenndi allt starf þeirra. Með þessari samþykkt í Genf(og öðrum sem eftir fylgdu) tókst hinsvegar aðeins að klóra í bakkann þó samtökin mættu muna fífil sinn fegri frá árunum milli 1973 og 1980 er þau réðu að mestu heimsmarkaðsverði á olíu. Ný útvarpsstöð í Róm á Ítalíu var gagnrýnd fyrir dagskrá sína en hún bauð upp á þjónustu þar sem ónafn- greindir einstaklingar gátu hringt inn og ausið skömmum, hótað reyndar sagt hvað sem var í eina mínútu. Notaði fólk sér þessa þjón- ustu óspart og nokkrir margoft, meðal annars einn sem hrópaði klúr- yrði með rödd Jóhannesar Páls páfa og annar sem hermdi eftir Mússolini. Afmæli Berlínarmúrsins var minnst en í ágúst voru liðin 25 ár frá því austur-þýsk yfirvöld létu hefja byggingu hans. Helmut Kohl kansl- ari Vestur-Pýskalands kallaði inn minnismerki um miskunnarleysi en hinum megin hans var haldin hersýning í tilefni dagsins. Sovétstjórnin tilkynnti að hún myndi framlengja einhliða tilrauna- bann sitt með kjarnorkuvopn til áramóta. Reagan og Gorbatsjov áttu fund í Reykjavík og komu mikið við sðgu á árinu, sérlega sá fyrrnefndi Á Filippseyjum gerðust miklir atburðir í febrúarmánuði þegar Marcos forseti hrökklaðist frá völdum og við tók Corazon Aquino Deng Xiaoping valdamcsti maður Kína hélt upp á 82 ára afmæli sitt en þrátt fyrir aldurinn voru stjórnmála- sérfræðingar flestir sammála um að hann væri en ótvíræður leiðtogi fjölmennustu þjóðar heims. SEPTEMBER Þing samtaka óháða ríkja var haldið í Harare í Zimbabwe í byrjun mánaðarins. Par var ásamt fleirum mættur til leiks Kaddafi Líbýuleið- togi sem reyndi að vinna stuðning þriðja hcims ríkja við afstöðu fjand- samlega Bandaríkjunum. Á Svartahafi rakst farþegaskipið sovéska „Nakhimov flotaforingi" á flutningaskipið Pyotr Vasev og sökk flotaforinginn á skammri stundu og fjöldi manns fórst. í Chile gerðu samtök vinstrisinn- aðra skæruliða tilraun til að ráða einræðisherrann Pinochet af dögum. Sú tilraun mistókst, umsátursástandi var lýst í landinu og fjöldahandtökur á stjórnarandstæðingum hófust. Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seti og Símon Peres forsætisráðherra ísraels á þessum tíma áttu saman viðræður um miðjan mánuðinn og lauk þeim með sameiginlegri yfirlýs- ingu þar sem árið 1987 var lýst ár friðarumleitana í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sprengjutilræðin í Parísarborg vöktu ótta í borginni og óhug víða um lönd. Hver sprengingin rak aðra og létust margir og enn fleiri áttu um sárt að binda. Talið var að hryðju- verkamenn frá Mið-Austurlöndum stæðu að baki sprengingunum. Afvopnunarráðstefnunni í Stokk- hólmi lauk formlega eftir nærri þriggja ára samningaviðræður. Ár- angurinn lá í Stokkhólmsskjalinu ’86, fyrsta samningnum í Evrópu um vopnatakmörkun og vopnaeftirlit síðan í lok heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Stórveldasamskiptin voru mjög áberandi í septembermánuði. Bandaríski blaðamaðurinn Nicholas Daniloff var handtekinn í Moskvu sakaður um njósnir en áður hafði sovéskur eðlisfræðingur verið hand- tekinn í Nýju Jórvík fyrir sömu sakir. f kjölfar handtöku Daniloffs fylgdu svo hótanir og gagnhótanir, samningaviðræður utanríkisráð- herra ríkjanna Shultz og Shervadna- dze og í lok mánaðarins fæddist svo samkomulag þar sem meðal annars var kveðið á um að leiðtogafundur yrði haldinn í Reykjavík. OKTÓBER Reykjavík varð nafli alheimsins í mánuðinum. Fréttamennska varð að fári þegar Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Rónald Reagan Bandaríkjaforseti komu til borgar- innar og ræddu saman í Höfða eina kuldalega helgi. Að afloknum við- ræðunum lýstu fjölmiðlar út um allan heim vonbrigðum með að ekki tókst að ná neinu samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar. Hinsvegar var slégið á jákvæðar nótur í flestum löndum heims enda voru ræddar djarfar lausnir á vígbúnaðarkapp- hlaupinu þó ekki tækist samkomu- lag. Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands og fleiri háttsettir ráða- menn þar í landi sluppu ómeiddir úr skotárás sem byssumenn hófu á meðan á bænargjörð undir beru lofti stóð. Atvik þetta vakti enn á ný upp efasemdir um indverska öryggis- gæslu og sögðu vitni að Gandhi sjálfur hefði þurft að benda örygg- isvörðum sínum á hvaðanskothríðin kom. Miklir jarðskjálftar urðu í San Salvador, höfuðborg E1 Salvador, sem urðu um 900 manneskjum að bana og skildu 200 þúsund aðra eftir heimilslausa. í Tanzaníu fór forseti landsins Ali Hassan Mwini fram á asnalegan sparnað er hann bað bændur um að notast við asna og uxakerrur til að flytja uppskeru sína á markaði. For- setinn sagði beiðnina stafa af því að þjóðin hefði ekki efni á að sóa erlendum gjaldeyri í flutningabíla og bensín. Corazon Aquino forseti Filipps- eyja ræddi við leiðtoga kommúnista um möguleika á vopnahléi. And- staða gegn slíku vopnahlé var mikil og hæst lét Enrile varnarmálaráð- herra sem gagnrýndi forsetann mjög. f Suður-Afríku var róstusamt og stjórn hvíta minnihlutans lá stöðugt undirgagnrýni. Ekki batnaði ástand- ið þegar Samora Machel forseti Mósambik lét lífið í flugslysi innan landamæra Suður-Afríku og sökuðu Þriðjudagur 30. desember 1986 margir þarlend stjórnvöld um að eiga sök á dauða hans. Breska stjórnin rauf stjórnmála- samskipti sín við Sýrlandsstjórn í kjölfar þess að Jórdani var fundinn sekur um tilraun til að lauma sprengju inn í ísraelska farþegaflug- vél á Heathrowflugvelli. Jórdaninn sagði fyrir rétti að Sýrlendingar hefðu aðstoðað hann í þessari til- raun. NÓVEMBER Demókratar náðu yfirráðum yfir báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn síðan árið 1980. Kosning- ar fóru fram í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins og voru kosn- ingaúrslitin, og þá sérstaklega sigur demókrata íöldungadeildinni, ósig- ur fyrir repúblikana og Reagan Bandaríkjaforseta, sem fórum land- ið þvert og endilangt til að afla flokksmönnum sínum fylgis. Úrslit aukakosninga í Vestur- Þýskalandi bentu til að Helmut Kohl kanslari og flokkur hans, Kristilegir demókratar, nytu mikils fylgis en Jóhannes Rau kanslaraefni jafnað- armanna og flokkur hans hlaut þar slæma útreið. Vyacheslav Mólotov fyrrverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna og einn af nánustu samstarfsmönuum Jósefs Stalíns lést fyrrihluta nóvem- bermánaðar 96 ára að aldri. Ástandið í Suður-Kóreu var á síðum blaða í þessum mánuði sem og öðrum. Þar sakaði leiðtogi stjórn- arandstöðunnar Chun Doo Flwan forseta og stjórn hans um að traðka á lýðræðinu og hafa komið á „óyfir- lýstum herlögum1'. Og enn um Kóreu. „Platfrétt" ársins barst frá Suður-Kóreu og Japan og var hún þess efnis að Kim 11-Sung leiðtogi Norður-Kóreu væri látinn og valdabarátta ætti sér stað innan þessa lands þar sem ein sér- stæðasta persónudýrkun síðari tíma ríkir. Daginn eftir kom þó í ljós að fréttir þessar hefðu ekki verið á rökum reistar, „hinn mikli leiðtogi1' var við hestaheilsu og birtist sprelllif- andi í kínversku sjónvarpi. Líbanon hélt áfram að vera stríðs- hrjátt land. Palestínumenn og músl- imar úr hópi shíta börðust þar hatr- ammlega í svokölluðu búðastríði. Corazon Aquino forseti Filipps- eyja lék sterkan leik í flókinni stöðu er hún lét sinn helsta gagnrýnanda, Juan Ponce Enrile, varnarmálaráð- herra segja af sér. Afsögnin fylgdi í kjölfar uppljóstrana um fyrirhuguð byltingaráform stuðningsmanna Enriles. Sögur um vopnasölu Bandaríkja- stjórnar til frans og peningasending- ar til Contra skæruliða í Nicaragua fyrir ágóðann af henni fóru að leka út í nóvembermánuði og það var fljótlega ljóst að hér var á ferð mesta hneykslismálið sem mætt hafði Re- agan Bandaríkjaforseta og stjórn hans á valdaferlinum. Forsetinn skipaði rannsóknarnefnd í málið í kjölfar afsagnar John Poindexters, helsta öryggismálaráðgjafa síns, og brottvikningar Olivers North úr starfi sem lykilmanns innan Þjóðar- öryggisráðsins. Suður-Kórea: Stjórnarandstæð- ingur fyrirfór sér í Seoul. DESEMBER Þrátt fyrir að árið væri alþjóðlegt friðarár Sameinuðu þjóðanna kom í ljós í desembermánuði að útgjöld til hermála myndu enn aukast og verða um 900 milljarðar dollara á árinu í samanburði við 810 milljarða í fyrra. Þetta kom fram í skýrslu sem alþjóð- legir friðarhópar gáfu út. Á Indlandi og í Pakistan var heldur ófriðlegt. Aðskilnaðarsinnar úr hópi síkha höfðu sig nokkuð í frammi í Punjabhéraði og átök milli síkha og lögreglu brutust út í Nýju Delhi. IKarachi, stærstu borg Pak- istan, börðust svo pashtúnar og mo- hajirar í blóðugum ættflokkaátök- um. Stúdentar í Frakklandi mótmæltu harðlega áætlunum stjórnvalda um breytingar á starfsemi háskóla og fengu sitt fram að lokum. Ríkisstjórnin í Suður-Afríku skerti enn fjölmiðlafrelsið í landinu og hóf fjöldahandtökur á stjórnar- andstæðingum fyrir jólin. fransmálið hélt áfram að stjórna öllum fjölmiðlaskrifum vestur í Bandaríkjunum, margvíslegar rann- sóknanefndir voru skipaðar og margir lögðu hart að Reagan forseta að bera sjálfur vitni frammi fyrir þingnefndum til að hjálpa við að komast til botns í flóknu vopnasölu- máli sem sífellt tók á sig fjölbreyttari myndir. Á Filippseyjum samdi stjórn Corazonar Aquino forseta um sextíu daga vopnahlé við skæruliða kom- múnista og þar með skal punktur settur við nokkra helstu viðburði úti í hinum stóra heimi árið 1986. Eyðnisjúkdómurinn var inönnum ofariega í huga allt árið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.