Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 31. desember 1986 LEIKLIST Tíminn 5 Elsku peningarnir Þjóðleikhúsið: AURASÁLIN eftir Moliére. Þýðandi og leikstjóri: Sveinn Einarsson. Tónlist: Jón Þórarinsson. Leikmynd: Paul Suominen. Búningar: Helga Björnsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. í leikskrá Aurasálarinnar skrifar Sveinn Einarsson stutta grein „um Moliére og stíl“. í>ar og í viðtölum við Svein í fjölmiðlum að undan- förnu kemur fram að hann hefur leitast við í sviðsetningunni að fara eins konar milliveg eða í senn leið hreins skopleiks og skapgerðargam- anleiks, enda er Aurasálin hvort tveggja. Og svo er alltaf þessi spurning: hvernig á að leiða klassík upp á við samtímans, án þess að hún verði eins og þjóðminjasafn? Aura- sálin er vissulega verk sem hefur sígilt og sammannlegt erindi að rækja - enda væri hún ekki klassík að öðrum kosti. Þess vegna finnst mér fátt heimskulegra í fjölmiðlum, þegar leikhús rækja þá skyldu sína að yngj a upp slík verk, en spurningin sem hver leikstjóri fær í hausinn: Á þetta eitthvert erindi við nútíma- fólk? Það er nú svo: hvað á erindi við nútímann? Af hlustendakönnunum og öðrum könnunum mætti ætla að það væri fátt annað en popp og kjaftagangur, aumlegasta afþreying. En vonandi láta helstu menningar- stofnanir okkar, Þjóðleikhús og Rfkisútvarp, ekki undan slíkri ásókn. Og það sýndu þessarstofnan- ir báðar um jólin að þær eru ekki á þeim buxum. Leiklistardeild út- varpsins flutti Rómeó og Júlíu í vandaðri uppfærslu, og Þjóðleikhús- ið sýnir leik Moliéres. Og eins og allar sviðsetningar Sveins Einarsson- ar var þetta smekkleg og fáguð sýning. En kannski ekki mjög fersk eða gustmikil. Meira um það síðar. Bessi Bjarnason má heita eðlilega valinn í hlutverk Harpagons. En Bessi er fyrst og fremst skopleikari. Þess vegna orkar hann ekki til hlítar að skila því tvísæi sem leikstjórinn stundar eftir, samkvæmt yfirlýstri stefnu. Bessi hefur einfaldlega ekki til að bera þann hljómbotn skap- gerðarleikara sem til þes þarf. En þótt á það verði að benda er jafnskylt að játa hitt að Bessi gerði margt vel í hlutverkinu undir öruggri stjórn Sveins. Hann fór til að mynda einkar skilmerkilega með einræðu Harpag- ons, ástarjátninguna til peninganna, einu vinanna sinna. Annað atriði sem ég vildi nefna er samleikur Bessa og Sigríðar Þorvaldsdóttur þegar hún er að gylla hann til eiginorðs handa Mariane. Þar var fyrsta flokksskopleikur á ferðinni. Og er þá um leið að geta afburða- leiks Sigríðar sem var í rauninni stjarna kvöldsins. Hér væri mörg nöfn að þylja ef nefna skyldi alla leikendur, og stund- um láta leikhúsmenn, aðallega leikarar, í ljós að þeim þyki þunnur þrettándi að lesa einkunnir okkar gagnrýnenda. Mér finnst aftur á móti minna um vert að klappa atvinnumönnum á öxlina fyrir það að skila vinnu sinni áfallalaust. Heildarmynd sýningarinnar er það sem máli skiptir. Þeirri mynd ræður Sveinn Einarsson. Hann hefur bæði fært texta Moliéres í íslenskan bún- ing og leitt sýninguna til sjónrænnar heildar. Ég nefni þetta í senn þar sem hvorttveggja er mætavel af hendi leyst. Þýðing Sveins fór einkar vel í munni og komst yfirleitt ágæt- lega til skila. Svo var hin sjónræna umgerð sem Paul Suomin en hefur mótaðí samráði við leikstjóra svo heppileg að hún trullaði hvergi. Þetta kunna að þykja litlir lofstafir. En ég tel að það sé aðal leikmyndar að áhorfandinn gefi henni ekki of mikinn gaum. Með því að setja Aurasalina í umgerð sem var jafn hógværleg og hlédræg og mér þótti þessi leikmynd er hinn klassíski kjarni leiksins dreginn fram, orðræð- an nýtur sín til hlítar. Þetta svið þjónaði því sem best mátti verða fágaðri túlkun leikstjórans. Sama má segja um tónlist Jóns Þórarinssonar sem ég annars ætla mér ekki að gefa einkunn, þó ekki væri. En barrokkstíll hennar var í rauninni jafnprúð „hljóðmynd" eins og nú er stundum sagt, smekkvíslegt verk í alla staði. Búningar Helgu Björnsson eru vandað verk, nokkuð íburðamiklir, sumir í stílfærðara lagi, sbr. húfu Flosa Ólafssonar. Þar ræður skopið ferðinni. Hér hefur verið talað um smek- kvísi, prúðmennsku, hógværð. Auð- vitaðmætti taka þetta verk allt öðr- um tökum en Sveinn Einarsson hef- ur gert. Það mætti mála miklu sterk- ari litum. Þaðmætti yfirleitt taka miklu fastar á viðfangsefninu, stíl- færa meira. Þaðm ætti leggja mest uppúr ærslum og grófu gantni, ýkja manngerðir leiksins, blása í glæðurn- ar, auka hraðann. Allt þetta mætti sem best gera og það hefði leikstjóri sem ekki er jafn trúr klassískunt kúltúr og Sveinn Einarsson vafalaust gert. Með því móti hefðum við fengið bragðmeiri og hressilegri sýn- ingu en gat að líta í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. Sjálfurtel ég raunar að dálitlu meiri gustur í sýninguna hefði ekki sakað, einkum framan af: sýningin fór nokkuð hægt af stað. En hún fjörgaðist þegar á leið og eftir hlé bar ekki á öðru en salurinn tæki vel við sér. Leiksýning er sjálfstæður heimur, - og þeirri sýn sem Sveinn Einarsson hefur til þessa verkefnis fylgir hann vissulega eftir í verki. Hann hefur að mér virðist fengið það út úr áhöfn sinni sem honum hentar - með þeim takmörkunum sem ekki verða yfir- stignar, samanber það sem áður var sagt um leik Bessa Bjarnasonar. Aðrir leikendur, svo að farið sé út í þá þulu, skiluðu sínu fyllilega ámælislaust en enginn framúrskar- andi vel nema Sigríður Þorvaldsdótt- ir. Börn Harpagons voru Pálmi Gestsson og Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Jóhann Sigurðarson var Val- ére ráðsmaður, skörulegur leikur, og Guðlaug María Bjarnadóttir fór með hlutverk Mariane, smekkvís- lega, og hefði maður gaman af að sjá hana glíma við stærri verkefni. Sig- urður Sigurjónsson er léttvígur skopleikari og naut sín vel sem meistari Jakob, fjörugur var og leik- ur Randvers Þorlákssonar sem La Fléche. Læt ég svo lokið upptaln- ingu. Aldrei mun ást manna á aurum hafa verið betur lýst en hér í þessu verki Moliéres. Og á tímum sem ýta undir óhefta gróðafíkn á þetta leikrit líklega brýnna „erindi" en oft áður. Vissulega þarf enginn að vera svik- inn af þessari sýningu í Þjóðleikhús- inu: þar hefur í þetta sinn verið vel unnið. Gunnar Stefánsson. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar h.f. ÓSKAR STARFSFÓLKl VIÐSKIPTA VINUM, SVOOG LANDS- MÖNNUM ÖLLUM gleðilegs nýárs OG ÞAKKAR SAMSTARF OG VIÐSKIPTI Á LIÐNUM ÁRUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.