Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 31. desember 1986
Tíminn 15
Engu að síður lýstu báðir leið-
togarnir því yfir áður en þeir fóru að
árangurinn væri meiri en búast hefði
mátt við jafnvel þó ekki hafi verið
undirritað samkomulag.
Alþýðuf lokkur stækkar um B J
1 byrjun mánaðarins boðuðu Al-
þýðuflokkurinn og Bandalag jafnað-
armanna til blaðamannafundar þar
sem þeir greindu frá þeirri ákvörðun
að þingflokkur og þeir aðrir sem
gegndu trúnaðarstörfum fyrir BJ
hefðu gengið í Alþýðuflokkinn. Á
þessum fundi sögðu BJ menn að þeir
hefðu í bili a.m.k. fallið frá kröfum
sínum unr stjórnkerfisbreytingar ss.
um beina kosningu forsætisráðherra.
Formaður Alþýðuflokksins boðaði
jafnframt að flokkur sinn væri tilbú-
inn til að fara annað hvort í viðreisn-
arsamstarf með Sjálfstæðisflokki eða
nýsköpunarsamstarf með Alþýðu-
bandalagi og Sjálfstæðisflokki.
Gefist upp á
frjálsum kartöflum
Neytendasamtökin lýstu því yfir í
byrjun mánaðarins að þau hefðu
gefist upp á frjálsri verðlagningu á
kartöflum. þar sem verð kartaflana
hafi hækkað tvöfalt til þrefalt um-
fram hækkun vísitölunnar.
Sólmyrkvi
Sólmyrkvi varð þann 3. október.
Klukkan 17:58 varð myrkvinn 85%
í Reykjavík. Myrkvinn varð þó
mestur fyrir norðan og um 99%
myrkvi sást á hafinu milli íslands og
Grænlands.
Slæmt útlit með síldina
Síldarvertíðin hófst þann 7. okt-
ober þegar Snæfari landaði síld á
Eskifirði sem fryst var í beitu. Síldar-
söltun hófst síðan á Fáskrúðsfirði.
Frarnan af var útlit fyrir að ekkert
yrði af síldarsöltun í neinu magni
þar sem samningar höfðu ekki tekist
við Sovétmenn um síldarsölu. Þess
vegna fór vertíðin hægt af stað og
nær eingöngu saltað upp í Skandin-
avíusamninga. Viðræður hófust við
Sovétmenn undir lok mánaðarins
aftur og og á endanum tókust samn-
ingar við Rússana um 200 þúsund
tunnur í nóvember.
Steingrímur fram
á Reykjanesi
Þann fjórtánda október tilkynnti
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra að liann myndi bjóða sig
fram á Reykjanesi í komandi kosn-
ingum. Sagði formaðurinn nauðsyn-
legt að styrkja flokkinn í þéttbýli og
þó að sér væri óljúft að fara frá
Vestfjarðakjördæmi yrði hann sem
formaður flokksins að gera það sem
flokknum væri fyrir bestu.
Albert 1 .sætið í Reykjavík
Albert Guðmundsson iðnaðarráð-
herra bar sigur úr býtum í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík 18.-
19. október. Friðrik Sóphusson
varaformaður flokksins lenti í 2. sæti
og Birgir ísleifur Gunnarsson í því
þriðja.
NÓYEMBER
Hvalbátum sökkt
Það vakti heimsathygli þegar frétt-
ist að hryðjuverkamenn hefðu sökkt
tveimur hvalbátum í Reykjavíkur-
höfn aðfaranótt mánudagsins 10.
nóvember. Það voru menn úr sam-
tökunum Sea Shepherd, sem telja
sig vera málsvara náttúruverndar.
sem stóðu að spellvirkinu. Mennirn-
ir unnu einnig skemmdarverk á tækj-
um hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. f
tengslum við málið yfirheyrði rann-
sóknarlögreglan einn fslending sem
er félagi í Sea Sheperd samtökunum,
en hann var þó ekki talinn eiga hlut
að máli.
Flokksþing
Framsóknarflokksins
„Ný öld í augsýn" voru kjörorð
19. flokksþings Framsóknarflokks-
ins sem haldið var dagana 7.-9.
nóvember. Þingið var jafnframt af-
mælisþing, en Framsóknarflokkur-
inn var stofnaður árið 1916. Á
þinginu sátu nær 600 fulltrúar víðs
vegar af landinu sem mótuðu þar
framtíðarstefnu flokksins.
12-14 ára stúlkubörn
kæra kynmök
Krafist var gæsluvarðhalds yfir 27
ára gömlum manni þann 12. nóv-
ember. Manninunt var gefið að sök
Bankamálaumræða
Mikil umræða var um framtíð
bankamála á íslandi í nóvember-
mánuði. Þann 11. varbirt rannsókn-
arskýrsla vegna Útvegsbankans og
Hafskips. Þar mátti finna harðorða
gagnrýni á yfirstjórn bankans.
Daginn eftir skilaði bankastjórn
Seðlabankans viðskiptaráðherra til-
lögum sínum um framtíð Útvegs-
bankans. Lagði Seðlabankinn til að
Útvegsbanki, Verzlunarbanki og
Iðnaðarbanki yrðu sameinaðir í einn
hlutafélagsbanka.
Steingrímur Hermannsson taldi
Seðlabankaskýrsluna ckki nógu vel
unna, og þann 19. nóvember sam-
þykkti þingtlokkur Framsóknar-
flokksins að rétt væri að Búnaðar-
bankinn yfirtæki Útvegsbankann.
Því voru sjálfstæðismenn andvígir
og varð því að lokum samþykkt að
ríkisstjórnin léti athuga báða mögu-
leikana til hlítar.
að hafa átt kynmök við barnungar
stúlkur í einkasamkvæmum er hann
hélt á billjardsstofu sinni f Garðabæ.
Það voru 12-14 ára stúlkubörn sem
kærðu manninn fyrir kynferðisaf-
brot, en í varðhaldskröfunni var
einnig talað um brot við áfengislög-
gjöf og fíkniefnalöggjöf.
Listaverkaskemmdir að
Korpúlfsstöðum
Miklar skemmdir urðu á verkum
nokkurra listamanna sem geymdu
verk sín í geymslum Myndhöggvara-
félags Reykjavíkur að Korpúlfsstöð-
um, þegar heitavatnsleiðsla þar brast
og heitt vatn streymdi um húsið
helgina 16.-17. nóvember.
Sala Olís á síðum Tímans
Þann 18. nóvember birtust fréttir
um leynilegar viðræður milli Skelj-
Tveimur hvalbátum var sökkt í Reykjavíkurhöfn aðfaranótt 10. nóvemb-
er. Það voru menn úr Sea Sheperd samtökunum sem unnu spellvirkin.
19. flokksþing Framsóknarflokksins var haldið dagana 7.-9. nóvember.
Hér má sjá æðstu embættismenn flokksins fagna kjöri Halldprs Ásgríms-
sonar til varaformanns.
DESEMBER
Framsóknarf lokkurinn 70 ára
Framsóknarflokkurinn varð 70
ára þann 16. desember og héldu
þingmenn tlokksins afmælishóf að
því tilefni að Hótel Sögu. Fjöldi
manns mætti í hófið og minntist
þessa merka áfanga.
Eru íslendingar hýrudregnir í
skreiðarsölu?
Um miðjan mánuðinn birti Tím-
inn fréttir af stórvandræðum í sölu
skreiðar til Nígeríu. Þar kom fram
að til Nígeríu hefur verið flutt skreið
fyrir 70 milljónir en engin greiðsla
borist. Þá tengjast máli þessu dular-
fullar mútugreiðslur og virðist málið
allt vera hið skringilegasta, en nokk-
uð ljóst að íslenskri skreiðarfram-
leiðendur hafa tapað gífurlegunt
fjárhæðum á þessum viðskiptum.
Fjölmiðlafárviðri
Aðfaranótt 15. desember geisaði
sannkallað fjölmiðlafárviðri. Þá
gekk djúp lægð yfir landið og höfðu
fjölmiðlar varað fólk mjög kröftug-
lega við náttúruhamförum. Þegar til
kom var veðrið langt frá því að vera
eins slæmt og fólk átti von á og var
mál manna að hvassviðrið hafi mest
verið í fjölmiðlum.
Samningar
Samningamál í desember byrjuðu
með því að þann fyrsta gekk Dagsbr-
ún út úr samningaviðræðunum.
Verkamannasambandið og aðrir að-
ilar héldu hins vegar áfram. Þeir
uppskáu síðan laun erfiðis síns að-
faranótt 6. desember, cn þá var
kjarasamningur undirritaður. Það
sem sérstaklega einkenndi samning-
inn var mikil hækkun lægstu launa.
Fjölmiðlafárviðri gekk yflr landið. Hér má sjá trillu sem er við það að
sökkva í veðrinu.
Eitthvað virðist vera maðkað í skreiðarviðskiptum við Nígeríumenn. Hér
má sjá nokkrar skreiðar, sem bíða þess að komast til Nígeríu.
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins heldur ræðu í 70 ára afmælishófl Framsóknarflokksins
ungs og Olíuverslunar íslands, Olís,
um að Skeljungur keypti hlutafé
Olís á tvöföldu nafnverði. Tíminn
fékk síðan staðfest af einum stjórn-
armanni Olís þann 21. að skuldir
félagsins væru um 1,1 milljarður
króna og að yfir stæðu viðræður um
kaup Skeljungs. Daginn eftir birtist
frétt um að Olís hefði hafnað sam-
einingu og var málið þá úr sögunni í
yrsta malbikaða sveitin
• mánuðinum birti Tíminn frétt
um fyrstu malbikuðu sveitina á land-
inu. Það voru íbúar Þykkvabæjar
sem í sumar lánuðu ríkinu 18 mill-
jónir og létu malbika hvern vegar-
spotta í sveitinni í stað þess að bíða
í 20 ár eftir varanlegum vegi.
Banaslys við Hrífunes
Fullorðinn maður lést og fullorðin
kona komst í mikla lífshættu, eftir
harðan árekstur sem varð í grennd
við bæinn Hrífunes í V- Skaftafells-
sýslu þann 27. nóvember.
Samningar hefjast
Samningar milli aðila vinnumar-
kaðsins hófust þann 25. Töldu menn
stemmningu fyrir að samningar tækj-
ust á viku. Hins vegar olli stjórnar-
samþykkt Dagsbrúnar þann 26.
nokkrum taugatitring, því hún gerði
ráð fyrir öðrum leiðum en ASÍ.
Dagsbrún hélt þó áfram samn-
ingaviðræðum við hlið ASÍ.
Eru tannlæknar stórskatt-
svikarar?
„Vantar 450 milljónir í skattfram-
tölin?" var forsíðufyrirsögn Tímans
þann 4. desember. í fréttinni var
fjallað um skattframtöl tannlækna
og kom í Ijós að a.m.k. 450 milljónir
króna af tekjum tannlækna á íslandi,
eru ekki taldar fram til skatts. Þá
kemur í Ijós að tannlæknakostnaður
íslendinga er 950 milljónir króna.
Rangar forsendur afurðalána
Steingrímur Hermannsson fors-
ætisráðherra sendi Seðlabankanum
ítarlegar athugasemdir vegna útreik-
inga sem Seðlabankinn framkvæmdi
vegna afurðalána til sláturleyfishafa
í byrjun desember. í viðtali við
Tímann 5. desember segir Stein-
grímur að útreikningarnir hafi virst
gerðir af manni sem liafi vitað akaf-
lega lítið um málið.
Hagvöxtur sá mesfi á Vestur-
löndum
í nýrri þjóðhagsspá sem birt var í
desember kemur í ljós að hagvöxtur
á Islandi á árinu 1986 verði sá mesti
á Vesturlöndum. Þjóðartekjur gætu
aukist um 8%, sem þýðir 6% hag-
vöxtur. Þá er gert ráð fyrir að
verðbólga verði um 12% á árinu, en
verði 7-8% á því næsta.
Borgarspítalamálið
Mikil ólga skapaðist meðal starfs-
fólks Borgarspítalans 2. desember,
þegar fréttist að borgarstjórinn hefði
farið fram á við heilbrigðisráðherra
að ríkið yfirtæki hlut borgarinnar í
spítalanum. Mál þetta var á döfinni
allan desembermánuð og sýndist sitt
hverjum. Þann 19. desember sendu
forsætisráðherra, fjármálaráðherra
og heilbrigðisráðherra borgarstjóra
bréf, þar sem þeir lýstu eindregnum
vilja ríkisstjórnarinnar til að verða
við óskum borgarstjóra og taka yfir
hlut borgarinnar og mælst til að
lokasamningar færu fram eftir ára-
mótin.
Óli kaupir Olís
Olís málið fékk óvæntan endi
þann 1. desember þegar heildsalinn
Óli Kr. Sigurðsson gerði sér lítið
fyrir og keypti 74% hlutafjár í fyrir-
tækinu, öllum að óvörunt. Skeljung-
ur hafði guggnað á kaupum á
skuldabréfum Olís vegna slæmrar
skuldastöðu Olís, en Óli sagðist
mundi grynnka á skuldunum með
harðari innheimtuaðgerðurn á úti-
standandi skuldum.