Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 31. desember 1986 Góðir íslendirtgar Nú þegar líður að lokum kjörtímabilsins og kosningar til Al- þingis eru skammt undan, er margs að minnast. Núverandi ríkisstjórn hefur þegar setið í tæplega fjögur við,burðarík ár. Þessi áramótagrein mín verður því einskonar annáll þessara fjögurra ára, ekki aðeins yfirlit yfir það árið, sem nú cr að líða. Eðlilega verð ég þó að stikla á stóru. Auk þess er mér kappsmál að fjalla nokkuð um það sem framund- an er. | Stjórnarmyndun Eftir síðustu kosningar töldu margir framsóknarmenn rétt, að flokkurinn yrði utan ríkisstjórnar. Hann hafði þá verið rúman áratug í stjórn og tapað nokkru fylgi í þeim kosningum. í stjórnarmyndunarvið- ræðum kom hins vegar í Ijós, að aðeins framsóknarmenn og sjálf- stæðismenn voru reiðubúnir til þess að taka á þeim gífurlega vanda, sem augljóslega var framundan í taum- lausri óðaverðbólgu. Lcngi verður eftirminnilegt, hve óraunsæir alþýðuflokksmenn reynd- ust í þessum viðræðum. Þcir lögöu til að fresta vandanum í einn mánuð! Þeim átti þó að sjálfsögðu að vera vel Ijóst hvert stefndi. Tillögur þcirra voru kák eitt. Rcyndar hefði þetta ekki átt að koma á óvart eftir allt þjarkið um nauðsynlegar aðgerðir í fyrri stjórn á árinu 1982. Þá gleymist það seint, að Alþýðu- flokkinn brast kjark þegar á hólm- inn var komið. Þeim var ljóst, að róttækra aðgerða var þörf, en hlupu þó af hólmi á síðustu stundu. Stjórnarsáttmálinn var samþykkt-1 ur á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins með öllum atkvæðum gcgn einu. Efnisatriði hans er óþarft að rekja. Þessi ríkisstjórn var fyrst og fremst mynduð til þess að ráða niðurlögum óðaverðbólgunnar, forða þjóðarbúinu frá hruni og koma jafnvægi á efnahagsmálin. Því starfi sýnist mér að skipta megi í þrjú tímabil. | Tímabil hinna hörðu, lögbundnu aðgerða Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum voru bæði óvenju- legar og harðar, því neita ég ekki. Með lögum var vísitölubinding launa bönnuð, hámarkshækkun launa á- kveðin og samningar um aðra hækk- un bannaðir. Þá var verðlagseftirlit stórlega hert og fjölmargar fleiri hliðarráðstafanir ákveðnar, einkurn til aðstoðar þcim, sem erfiðast átt u. Um aðgerðirnar sem slíkar var fullt samkomulag með stjórnar- flokkunum. Hins vegarvoruskoðan- ir nokkuð skiptar unt það, hve lengi þær þyrftu að standa. Sjálfstæðis- menn vildu hafa þær sem allra skemmst og láta þá hinn svonefnda frjálsa markað taka við taumunum. Við framsóknarmenn töldum hins vegar öruggara að lögbinda aðgerð- irnar í a.m.k. eitt ár. Samkomulag varð um átta mánuði. Stjórnarandstaðan réðist á þessar aðgerðir og ncfndi þær flestum illum nöfnum. Rétt er, að þær voru harðar og vikið var til liliðar tímabundið sjálfsögðum mannréttindum, svo sem frjálsum samningum og verk- fallsrétti. Staðreyndin er hins vcgar sú, að slíkt getur í einstökum tilfell- um verið nauðsynlegt og réttlætan- legt um stuttan tíma, þegar bjarga þarf miklum hagsmunum þjóðarinn- ar allrar, í þetta sinni þjóðarbúinu frá hruni. Eg er einnig sannfærður um, að frjálsir samningar í því ástandi, sem þá var, hefðu leitt til átaka, sem ekki væri séð fyrir end- ann á. Við framsóknarmenn höfum aldrei aðhyllst slíkt lögmál frum- skógarins. Það, sem gerði gæfumuninn, var, að fólkið í landinu skildi að ástandið var alvarlegt og studdi í raun efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Því tókust þær og reyndar betur en menn höfðu gert sér vonir um. Verðbólgan hjaðnaði úr um 130 í 20 af hundraði á árinu 1983. Því var talið óhætt að slaka á taumunum og aflétta lögbundnum aðgerðum í upp- hafi ársins 1984. | Tímabil frjálsræðis Eins og fyrr segir, lagði Sjálf stæðisflokkurinn áherslu á frjálsræði og frjálshyggju, og sem fyrst. Á þessu tvennu er þó mikill munur. Frjálshyggjan gerir ráð fyrir óheft- um markaðsöflum og sem minnstum afskiptum ríkisvalds, ekki aðeins í viðskiptum heldur einnig í hvers konar þjónustu, sem hins vegar í velferðarríkjum er talið sjálfsagt að ríkisvaldið tryggi. Með frjálsræði eða frjálslyndi í stjórnmálum er hins vegar átt við að einstaklingar og atvinnufyrirtæki hafi sem mest frelsi til reksturs og athafna hvers konar, en ríkisvaldið setji leikreglurnar og annist þá þjón- ustu, sem velferðarríkið veitir sínum þegnum. í slíku kerfi er ríkið ekki í atvinnurekstri, cn treyst er á atorku og hugvit einstaklinganna. Hið síðara er í raun sú stefna, sem við framsóknarmenn fylgjum. Hið fyrra getum við aldrei stutt. Að sjálfsögðu mætti fara miklu fleiri orðum um þessar stefnur, en þetta verður að nægja til að skýra þann reginmun, sem er á frjáls- hyggju og frjálslyndi í stjórnmálum og leiðrétta þann misskilning, að frjálshyggja hafi ráðið á þessu tíma- bili stjórnarsamstarfsins. Ýmsir sjálfstæðismenn höfðu eflaust vilja til þess, en í veg fyrir það var að mestu leyti komið, þótt nokkur slys yrðu. Átök urðu veruleg um vaxtafrelsi. Við framsóknarmenn töldum fjár- magnsmarkaðinn ekki vera undir slíkt búinn, cn sjálfstæðismenn linntu ckki látum fyrr en látið var lítillega undan í júlí 1984. Þá var samþykkt í ríkisstjórn að vextir hækkuðu um tvo hundraðshluta og visst frelsi yrði veitt, einkum með innlánsvexti. Seðlabankanum bar hins vegar að fylgjast með því að ntismunur innláns- og útlánsvaxta yrði ekki óeðlilega mikill og þar með að ákveða hámark útlánsvaxta. Fljótlega kom þó í Ijós, að við þetta var ekki staðið. Frjálshyggjumenn fengu því komið til leiðar, að há- marksvextir voru ekki ákveðnir. Af- leiðingarnar eru komnar fram. Hæstiréttur hefur nú dæmt, að þar með hafi okur orðið löglegt. Af þessari reynslu má draga mik- inn lærdóm. Vilja menn það þjóð- skipulag, scm leyfir mönnum að gera sér fjárhagsvanda annarra að féþúfu? Þannig er frjálshyggjan. Svar okkar framsóknarmanna er af- dráttarlaust nei. Afskiptaleysi stjórnvalda af kjara- samningum reyndist heldur ekki' tímabært. Að vísu voru gerðir skynsamlegir samningar í upphafi ársins, en stjórnvöld tóku þátt í þeim með því að leggja fram um kr. 350 milljónir til hækkunar á bótum til einstæðra foreldra og aldraðra. Kjarasamningarnir um haustið urðu hins vegar ein mestu mistök, sem gerð hafa verið í tíð þcssarar ríkisstjórnar. Afleiðingarnar létu heldur ekki á sér standa. Verðbólga þaut á ný upp í 60 af hundraði í upphafi ársins 1985. Þessi reynsla varð til þess, að sjálfstæðismenn viðurkenndu að þátttaka stjórnvalda í kjarasamning- um væri nauðsynleg eins og ástatt er í þjóðfélaginu. Með samkomulagi stjórnarflokkanna í septembcr 1985 var þetta staðfest. Ég ræddi þá þegar við aðila vinnumarkaðarins og bauð þeim aðstoð ríkisvaldsins við gerð kjarasamninga. Sumt tókst þó betur en ég þorði að vona. T.d. tel ég, að það frjáls- ræði, sem gefið var í verslun, hafi í flestum tilfellum reynst allvel, a.m.k. þar sem samkeppni er næg. Á þessu tímablili frjálsræðis urðu þannig ýmis mistök, en af þeim var lærdómur dreginn. Þegar á heildina er litið, má vera að sú reynsla og sá lærdómur, sem fékkst, hafi verið nauðsynlegur. | Tímabil jafnvægis Samningarnir um kaup og kjör og um efnahagsaðgerðir, sem gerðir voru af aðilutn vinnumarkaðarins og ríkisvaldinu í febrúar sl., eru tvímælalaust það merkasta, sem gerst hefur í tíð þessarar ríkisstjórn- ar. Þcir réðu úrslitum um það, að viðleitni stjórnvalda til þess að ráða niðurlögum verðbólgunnar og koma jafnvægi á í íslensku efnahagslífi tókst. Áratugum santan hefur það verið skoðun margra stjórnmála- manna, að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldið yrðu að vinna saman, ef vel ætti að fara í efnahags- og atvinnumálum. Yfirleitt hefur þetta ekki tekist nema að litlu leyti. Ég vil taka það fram, að það er ekki mín skoðun, að stjórnvöld eigi stöðugt að vera með fingurna í samningum verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda. Það á að vera undan- tekning en getur verið nauðsynlegt, þegar þannig er ástatt í efnahagsmál- um. Svo var tvímælalaust í upphafi ársins. Athyglisvert cr, að þessi samstaða náðist í rólegheitum á bak við tjöldin, án þess að fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni væri það ljóst. Ég er í engum vafa um, að það skipti sköpum. Tortryggni er það mikil, að heita má útilokað fyrir forystu verka- lýðshreyfingar að ganga til slíkra samninga með fjölmiðla og stjórnar- andstöðu yfir höfði sér. Þessir menn, svo og forystumenn atvinnurekenda, eiga þakkir skildar fyrir framgöngu sína. Samningarnir nú í desember voru hins vegar gerðir án afskipta stjórn- valda, a.m.k. á meðan á samningun- um stóð, enda var þeirra ekki þörf. Staða efnahagsmála var orðin allt önnur og betri. Alrangt er, að aðilar vinnumark- aðarins hafi sett ríkisstjórninn'i ein- hver skilyrði í samningunum nú. í raun var ekki farið fram á annað en að stjórnvöld staðfestu þá stefnu, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Um áramótin sem greinilega hafði komið fram, bæði í þjóðhagsáætlun og stefnu- ræðu minni á Alþingi í október sl. Þetta staðfesti framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins ágæt- lega þegar hann sagði, að samning- arnir væru byggðir á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þessir samningar eru að vísu kostnaðarsamir fyrir ríkissjóð, einkum vegna þess, að tryggingabætur verður að sjálf- sögðu að hækka til samræmis við launahækkun á hinum almenna markaði, eins og ætíð hefur verið gert. Með þeim tvennu kjarasamning- um, sem gerðir hafa verið á þessu ári, og með víðtækri þátttöku ríkis- sjóðs og efnahagsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar, hafa þau markmið, sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabilsins í efnahagsmálum, náðst fullkomlega. | Staðan nú Ég hygg, að allir sem af einhverri sanngirni vilja líta á málin, viður- kenni að staða efnahagsmála nú er allt önnur og bctri en hún hefur verið um langt skeið. Það er rétt, að þrjú síðustu árin hafa verið góð. Góð ár höfum við íslendingar átt fyrr, en því miður hafa þau oft ekki nýst sem skyldi. Það sem gert hcfur gæfumuninn nú er, að góðærið tókst að nýta til þess að bæta stöðu þjóðarbúsins, atvinnuvega og ein- staklinga. Reyndar hefur á sumum sviðum orðið töluvert meiri bati en menn þorðu að vona. Verðbólga er nú orðin minni en hún hefur verið í fimmtán ár og er á niðurleið, ef ckkert óvænt gcrist. Meðalkaupmáttur er meiri en hann hefur verið nokkru sinni fyrr. Við- skiptahalli mun þó verða mjög lítill og minni en spáð var, sem stafar af því að sparnaður hefur aukist og er nú meiri en hann hefur verið um langt skeið. Þó er ljóst, að innkaup einstaklinga hafa verið mikil og mættu að skaðlausu minnka nokkuð. Erlendar skuldir þjóðarinnar eru enn of miklar. Þær eru þó á niðurleið sem hundraðshluti af landsfram- leiðslu og eiga að vérða komnar niður fyrir 50 af hundraði á næsta ári. Greiðslubyrðin hefursömuleiðis lækkað verulega. Á þessum aðlög- unartíma hefur ríkisstjórnin ekki talið óhætt að draga meira úr erlend- um lántökum, cnda hefur full at- vinna verið eitt hennar megin markmið. Nú þegar jafnvægi virðist hafa náðst, verður hins vegar að leggja meiri áherslu á að lækka erlendar skuldir. Ríkissjóði hefur verið beitt mjög til þess að draga úr verðbólgu. Sérstaklega hafa síðustu kjarasamn- ingar verið kostnaðarsamir. Þegar þess er jafnframt gætt, að skattar hafa verið lækkaðir, þarf engan að undra þótt staða ríkissjóðs sé erfið. Mikilvægast er, ef unnt reynist að fjármagna ríkissjóð að mestu innan- lands. Þannig eykur halli ríkissjóðs síður á þensluna í þjóðfélaginu. Öllum má hinsvegar vera ljóst, að ríkisvaldið gegnir ekki hinum ýmsu félagslegu skyldum án öflugs ríkis- sjóðs. Arum saman hafa því miður flestar, ef ekki allar, samþykktir Alþingis um framlög til mikilvægra félagsmála eða til grundvallarstarf- semi eins og æðri menntunar og rannsókna, verið meira eða minna vanræktar. Það dæmi allt verður að gera upp, eins og ég mun ræða síðar. Þótt efnahagsmálin hafi af eðlileg- unt ástæðum verið höfuðverkefni ríkisstjórnarinnar, hefur að sjálf- sögðu fjölmörgu öðru mikilvægu verið sinnt. Ýmsir erfiðir málaflokk- ar komu í hlut okkar framsóknar- manna. Á þeim málum hefur verið tekið af festu, eins og ég mun nú lauslega rekja. | Sjávarútvegur Árin 1982 og ’83 kólnaði sjór við landið og sjávarafli dróst mjög saman. Mikil hækkun dollarans olli auk þess skuldugum fyrirtækjum miklum erfiðleikum. Staðan í sjávar- útvegi var því slæni í upphafi kjör- tímabilsins. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, tók á þeim málum af mikilli festu. Honum tókst að ná víðtækri samstöðu við sjómenn, út- gerðarmenn og fiskvinnsluna. Þótt hlýnandi sjór og aukinn afli eigi að sjálfsögðu stóran þátt í batnandi afkomu í sjávarútvcgi, hafa ýmsar opinberar aðgerðir, t.d. fjárhagsleg endurskipulagning og miklar skuld- breytingar ekki síður skipt sköpun. Miklar kerfisbreytingar hafa jafn- framt verið gerðar. Flókið og um- deilt sjóðakerfi hefur verið lagt niður og síðast en ekki síst, stjórnun fiskveiða gjörbreytt með svonefndu kvótakerfi. Þegar um svo viðamiklar breyting- ar er að ræða, hljóta að vera um þær skiptar skoðanir og að þeim fundið, enda sjaldan gallalausar. Svo er einnig um kvótakerfið. Þess ber þó að minnast, að það er ákveðið í samráði við mikinn meirihluta hags- munaaðila í sjávarútvegi. Ég hygg jafnframt, að almennt muni viður- kennt, að vel hefur verið á málum sjávarútvegs haldið. Þótt afkoman í sjávarútvegi sé yfirleitt allgóð, er hún þó misjöfn. Fjárhagsstaða nokkurra frystihúsa er erfið. Mörg eru þau afar mikilvæg fyrir sitt byggðarlag. Því hafa stjórn- völd lagt drög að fjárhagslegri endurskipulagningu þessara fyrir- tækja. Ríkisstjórnin hefur lagt á það áherslu, að Byggðasjóður, við- skiptabankar og Fiskveiðasjóður leysi slík mál í sameiningu. Ef þessir aðilar gera allir sína skyldu, mun það í flestum tilfellum takast. Ef einn bregst, mistekst aðstoðin. Því er ekki að neita, að ótrúlega oft dregur einhver á eftir sér lappirnar þar til orðið er um seinan. Skreiðarframleiðslan á sér hins vegar varla viðreisnar von. Þegar um slíkt óviðráðanlegt áfall er að ræða, er eðlilegt að þjóðarbúið veiti aðstoð. Fyrir því höfum við fram- sóknarmenn beitt okkur eftir megni. Ýmislegt hefur verið gert af opin- berri hálfu, en fjárhagstjón skreið- arframleiðenda er þó mikið. Landbúnaður í áratug eða jafnvel lengur hefur mönnum mátt vera Ijóst, að í vax- andi vandræði stefndi í hefðbundn- um landbúnaði. Útflutningsbóta- kerfið var og er gengið sér til húðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.