Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn
jMiövikudagur 31. desember 1986
INNLENDUR ANNÁLL
1986
ætluðu sér að nýta rúmlega helming
afurðanna innanlands.
Rétt eftir miðjan mánuðinn hófust
hvalveiðar að nýju, eftir nokkuð
óvænt sumarfrí sem starfsmenn
Hvals hf. höfðu fengið, til þess að
veiðar lægju niðri meðan rætt var við
Bandaríkjamenn fyrr á sumarmán-
uðum.
Taugaspenntur
fasteignamarkaður
Nokkurs taugatitrings gætti meðal
aðila fasteignamarkaðarins, vegna
nýrra laga um Húsnæðismálastofnun
sem gengu ígildi í byrjun september.
Samningar og viðræður við lífeyris-
sjóðina stóðu yfir. Snemma í ágúst
birti Tíminn forsíðufrétt undir fyrir-
sögninni: Landssamband lífeyris-
sjóða: Viljum ekki kaupa köttinn í
sekknum. Fréttin greindi frá félags-
fundi lífeyrissjóða þar sem Hús-
næðisstofnun var krafin um lánskjör
þau sem lífeyrissjóðirnir ættu von á.
„Um miðjan mánuðinn verður
þetta fyrirliggjandisagði Alexand-
er Stefánsson félagsmálaráðherra.
Vextirnir voru ákveðnir 6,5%
Reykjavíkurafmælið
Sennilega hcfur enginn farið var-
hluta af því að Reykjavík hélt upp á
tvö hundrað ára afmæli sitt með
miklum glæsibrag. Taldist mönnum
til að um áttatíu þúsund manns
hefðu verið viðstaddir hátíðina sem
fram fór. Beinar sjónvarpsútsend-
ingar voru sendar um land allt frá
Arnarhóli. Stærsta terta í manna
minnum var bökuð og etin upp til
agna.
En ekki var afmælið haldið án
þess að eitthvað færi úrskeiðis, ef
hægt er að segjasem svo. Reykjavík-
urkvikmyndin sem gerð var í tilefni
afmælisins var talin af Sigurjóni
Péturssyni borgarfulltrúa, „illa unn-
in gloría um borgarstjórann". Málið
hélt áfram og var næst niður í
borgarráði. Par spurðu minnihluta-
flokkarnir". „Var frumsýnd röng
Reykjavíkurmynd?" Hrafn Gunn-
laugsson gerði myndina sem ber
nafnið Reykjavík, Rcykjavík.
Ýmislegt fleira
Það gerðist ýmislegt fleira sem
mönnum er minnisstætt. Heimilis-
sýningin ’86 var opnuð seinnipart
mánaðarins og var aðsókn góð.
Jarðskjálftahrina skók Suðurland
seinnipart ágústmánaðar og eina
nóttina mældust tíu skjálftar og var
sá snarpasti ríflega fjögur stig á
Richterskvarða.
Tíminn birti frétt 29. ágúst þar
sem sagt var frá miklum áhuga
Vestmannaeyinga á að eignast sína
eigin fiskveiðilandhelgi. Ekkert hef-
ur gerst í málinu enn og verða menn
að bíða og sjá hverju fram vindur.
SEPTEMBER
Forstjóraskipti hjá SÍS
Forstjóraskipti urðu hjá Samb-
andi íslenskra samvinnufélaga um
mánaðamótin ágúst-september. Erl-
endur Einarsson sem gegnt hafði
þessu embætti um áratuga skeið lét
þá af þessu embætti en við því tók
Guðjón B. Ólafsson sem verið hafði
forstjóri Iceland Seafood, sölufyrir-
tæki Sambandsins í Bandaríkjunum.
Við þetta tækifæri hafi Tíminn eftir
Erlendi: „Mér líður afskaplega vel
og ég er mjög sáttur við að vera
búinn að Ijúka þessum kafla í lífi
mínu.“
Kennara vantar í skólana
f byrjun mánaðarins fór að koma
í Ijós að illa gekk að fá kennara til
starfa í grunnskóla landsins. Þetta
þóttu ekki ný tíðindi víða á lands-
byggðinni, en mörgum þótti það
tímanna tákna að í Reykjavík vant-
aði nú kennara líka. Þannig skýrði
Tíminn frá því þann 5. sept að 75
börn í Hólabrekkuskóla í Breiðholti
í Reykjavík hefðu verði send heim
vegna kennaraskorts. Undir miðjan
mánuðinn var enn vandræðaástand í
skólamálum vegna kennaraskorts og
vantaði þá um 20 kennara í stöður á
Ómar varð að láta setja bönd á Frúna og flytja hana heim, eftir að hann
hafði misst stjórn á henni yfir Esjunni.
landinu öllu og hafði þá bæði kennsla
og sérkennsla verið skorin niður af
þessum sökum.
TF Frú lendir á Esjunni
Ómar Ragnarsson sjónvarps-
fréttamaður með meiru lenti í þvf að
þurfa að nauðlenda flugvél sinni TF
Frú uppi á Esjunni helgi eina í
byrjun mánaðarins. Allt fór vel og1
skemmdist vélin lítið, en hún hafði
misst afl þegar Ómar var að fljúga
henni yfir fjallinu og neyddist hann
til að nauðlenda. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar náði síðan í flugvél Ómars
og flutti hana hangandi neðan í sér
til byggða. Ómar sagði í viðtali við
Tíntann af þessu tilefni að björgun-
arverkið væri „hrein snilld ogfrábær-
lcga unnið starf hjá strákunum í
gæslunni."
Góðærið byrjar
Þjóðhagsspá sendi frá sér endur-
skoðaða þjóðhagsspá þar sem í Ijós
kom að á fslandi stæði yfir mikið
efnahagslegt góðæri. í spánni var
gert ráð fyrir um 5% hagvexti á árinu,
minni viðskiptahalla, hagur botn-
fiskútgcrðar var sagður betri en um
langt árabil og að verðbólgan á árinu
verði undir 10% frá upphafi til loka
ársins.
Skólamálaráð Reykjavíkur
Mikil umræða spannst í Reykjavík
vegna stofnunar skólantálaráðs í
Reykjavík en það ráð tók yfir að
hluta til starfssvið fræðsluráð.
Minnihlutinn taldi hér um gjörræðis-
leg vinnubrögð að ræða hjá meiri-
hlutanum til þess eins að einangra
fræðslustjórann og kennarafulltrú-
ana sem lögum samkvæmt eiga að
sitja fræðsluráðsfundi.
Hættulegir ferðamenn
11. september birti Tíminn frétt
undir fyrirsögninni „Verða ferða-
Útlensk meirihlutaeign
á íslandi
í september var kynnt stofnun
fjárfestingafélagsins Silfurbergs hf.
sem var í meirihlutaeign sænska
auðjöfursins Peter Wallenbergs.
Hugmyndin að stofnun félagsins
mun hafa komið frá Þróunarfélaginu
og er með þessu móti opnuð leið
fyrir erlenda aðila til að fjárfesta í
íslenskum fyrirtækjum. Þó lög banni
að útlendingar geti átt meirihluta í
íslenskum iðnfyrirtækjum er ekkert
sem segir að fjárfestingarfélög sem
eru í meirihlutaeign útlendinga en er
þó íslenskur lögaðili geti ekki fjár-
fest í slíkum fyrirtækjum.
300 þúsund tonna þorskkvóti
Hafrannsóknarstofnun gerði
heyrinkunnar tillögur sínar um há-
marksafla fyrir árið 1987. Lagt var til að
veidd yrðu 300 þúsund tonn af
þorski, 50 þúsund tonn af ýsu, 65
þúsund tonn af ufsa, 75 þúsund tonn
af karfa, 25 þúsund tonn af grálúðu,
10 þúsund tonn af skarkola, 70
þúsund tonn af síld, 2.700 tonn af
humar, og 14.550 tonn af hörp-
udiski.
Hafskip til ríkissaksóknara
Rannsókn rannsóknarlögreglu
ríkisins á Hafskipsmálinu lauk þann
menn meiri land-eyður en rollan?“.
Tilefni fréttarinnar var bæklingur
frá Framtíðarnefnd um það að þess
væri ekki langt að bíða að ásókn
erlendra ferðamanna á suma staði á
hálendinu yrði komin yfir þolmörk
náttúrunnar á viðkomandi stöðum.
Frjálst loðnuverð
Loðnuverðið var gefið frjálst þann
15. desember og hugðust menn sjá
hvernig slík tilraun kænti út. Raunin
hefur orðið sú að loðnuverðið er enn
frjálst. Var þetta í fyrsta sinn sent
samkomulag náðist í Verðlagsráði
um að gcfa verðlagninguna á fiski
frjálsa.
Innflutningur á Kínverjum
Hagkaup kannaði það í september
hvort unnt væri að mæta umframeft-
irspurn eftir vinnuafli í stórmarkaði
sína með því að flytja inn kínverskt
verkafólk frá Hong Kong. Jón Ás-
bergsson sagði við Tímann á þessum
tíma að þetta hafi verið ákveðin
hugljómun, og að ekki yrði ráðist í
að framkvæma hugmyndina að sinni.
Madur grunaður
um manndráp
Fötluð kona finnst látin í íbúð
sinni í Hátúni í Reykjavík sunnudag-
inn 14. september. Síðar í vikunni er
maður handtekinn grunaður um að
hafa orðið valdur að dauða hennar,
en merki um átök sáust í íbúðinni og
við krufningu kom í ljós að áverkar
voru á líkinu sem urðu konunni að
bana. Maðurinn játaði við yfir-
heyrslur að hafa verið í íbúð kon-
unnar um svipað leyti og talið er að
hún hafi látist.
Gorbatsjo v kemur til í slands
Tímamynd Sverrir
24. september og sama dag voru öll
gögn í málinu send til ríkissaksókn-
ara. Málið var mjög umfangsmikið
og voru gögnin sett í pappakassa til
að koma þeim á milli staða. Ríkis-
saksóknari sagði á þessum tíma að
hann ætti von á að það tæki nokkurn
tíma að lesa yfir öll þessi gögn.
Gífurlegur lyfjakostnaður
Lyfjakostnaður landsmanna á ár-
inu 1985 var 1,1 milljarður og er það
meira en kostaði að reka grunnskól-
ana í landinu. Tíminn vakti athygli
á þessu í lok september sem og þeirri
miklu álagningu sent er á lyf hér á
landi. Árið 1985 lét nærri að lyfjak-
ostnaður á hvern landsmann væri
um 4.600 kr.
OKTÓBER
Októbermánuður cinkenndist
fyrst og fremst af þeim stórviðburði
þegar leiðtogar stórveldanna komu
til landsins og freistuðu þess að ná
samkomulagi í stjórnun vígbúnaðar.
Óhætt er að segja að allt hafi farið á
annan endann hér heima um hálfs
mánaðar skeið við undirbúning og
að standa sem best að þessum fundi
sem frekast var kostur.
Fundurinn tilkynntur
Það var um mánaðamótin að til-
kynning kom unt það að leiðtogarnir
Gorbatsjof aðalritari sovéska
kommúnistaflokkins og Reagan
Bandaríkjaforseti höfðu óskað eftir
því við Steingrím Hermannsson
forsætisráðherra að halda leiðtoga-
fundinn í Reykjavík um helgina 11.
og 12. október. Þetta leyfi var veitt
og sagði forsætisráðherra á blaða-
mannafundi þar sem frá þessu var
greint að „þetta væri mikill heiður
fyrir íslendinga".
Gífurleg undirbúningsvinna hófst
þegar í stað á sviði öryggisgæslu,
heilsugæslu, húsnæðismála, tækni-
legra mála fyrir á annað þúsund
frétta og blaðamenn sem hingað
komu af þessu tilefni. Lengi framan
af torveldaði það undirbúning af
Islendinga hálfu að stórveldunum
gekk illa að ákveða hvar leiðtogarnir
myndu búa og jafnframt að fundar-
staður var ekki ákveðinn fyrr en
tiltölulega skömmu áður en fundur-
inn hófst.
Raisa kom en ekki Nancy
Raisa Gorbatsjof eiginkona So-
vétleiðtogans kont með honum til
landsins og þótti ntönnum það snjallt
áráðursbragð hjá Sovétmönnunum,
því Nancy Reagan komst ekki. Þeg-
ar lítið var að frétta af fundinum gat
heimspressan þó fylgst með Raisu
þegar hún ferðaðist um og skoðaði
merkisstaði í Reykjavík og nágrenni
í fylgd Eddu Guðmundsdóttureigin-
konu Steingríms Hermannssonar.
Koma leiðtoganna
Koma leiðtoganna vakti ntikla
athygli eins og vera ber, cn Reagan
kom að kvöldlagi þann 9. október
með flugvél embættisins Airforce 1.
Forsætisráðherra og forseti og utan-
ríkisráðherra tóku á móti Reagan.
Bandaríkjaforseti sagði við kontuna
til landsins að hann vonaðist til að
fundurinn yrði árangursríkur.
Nokkuð klaufalega tókst til með
ákvörðun um komutíma Sovét-
leiðtogans til landsins, en hann kom
upp úr hádeginu þann 10. október á
sama tíma og Alþingi var sett. Af
þessum sökum gátu hvorki forseti
íslands né forsætisráðherra tekið á
móti honum. Utanríkisráðherra fór
þó út á flugvöll ásamt Eddu Guð-
mundsdóttur eiginkonu Steingríms
Hermannssonar en Edda var gest-
gjafi Raisu Gorbastjof á meðan á
heimsókn þeirra hjóna stóð. Við
komu sína hélt Gorbatsjof óvænta
ræðu á flugbrautinni, en slíkt hafði
ekki verið vitað fyrirfram. Ögmund-
ur Jónasson fréttamaður íslenska
sjónvarpsins fékk þar trúlega eftir-
minnilegasta tækifæri ferils síns þar
sem hann var fenginn til að fara með
hljóðnemann út á brautina, bjóða
leiðtogann velkontinn og koma þar
fram sem fulltrúi fjölmiðla heimsins
í beinni útsendingu til milljóna.
Lítill árangur í Höfða
Fundarhöldin þessa tvo daga virt-
ust lengi vel ætla að brjóta blað í
heimssögunni. Síðari daginn drógust
fundahöld nokkra klukkutíma fram
yfir það sem ráð hafði verið fyrir gert
og bjuggust því flestir við stórtíðind-
um. En þegar upp var staðið reyndist
árangurinn ekki eins mikill og menn
höfðu vonað og þó mun hafa verið í
burðarliðnum eitt stórtækasta sam-
komulag sem um getur. Stórveldin
voru að tala um gífurlegan niður-
skurð í bæði langdrægum og meðal-
drægum eldflaugum sem átti að fara
fram á næstu 10 árum, en á elleftu
stundu varð ljóst að stjörnustríðs-
áætlunin hindraði að samkomulag
tækist. Endanlega slitnaði upp úr á
því að Bandaríkjamenn voru ekki
tilbúnir til að takmarka áætlunina
við rannsóknarstofutilraunir, og
sögðu að með því móti hefði áætlun-
in í raun verið drepin.