Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Við áramót Árið 1986 er senn á enda runnið. Árið hefur verið gjöfult til lands og sjávar, sannkallað góðæri. Framund- an er nýtt ár, - hvað það ber í skauti sér er ekki hægt að segja til um á þessari stundu, en vonandi reynist það þjóðinni farsælt. Efnahagsmál þjóðarinnar hafa verið í brennidepli allt árið. Verulegur árangur hefur þar náðst sem sumpart má þakka góðæri svo og að þeim málaflokki hefur verið stjórnað af festu og ábyrgð. í byrjun ársins náðist víðtækt samkomulag meðal aðila vinnumarkaðarins um kaup og kjör. Þeir samning- ar mörkuðu þáttaskil í samningum þessara aðila og voru réttnefndir tímamótasamningar. Svo víðtækir sem þeir voru reyndist nauðsynlegt að ríkissjóður væri aðili að samningagerðinni og legði sitt af mörkum. Enginn vafi er á að þessir kjarasamningar eiga stóran þátt í hagstæðri þróun efnahagsmála þjóðarinnar. Verðbólga er á hraðri niðurleið, hagvöxtur meiri en búist hafði verið við og kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aldrei verið meiri. Áfram þarf að halda á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar setti svip sinn á árið. Margt var gert til að minnast þessara tímamóta, m.a. mikil hátíðarhöld á afmælisdeginum 18. ágúst. Einstök veðurblíða var þann dag og safnaðist gífurlegur mannfjöldi saman í miðborginni til að fagna afmælis- barninu, - höfuðborginni Reykjavík. Innlend stjórnmál hafa vissulega verið mikið til umfjöllunar á árinu. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í vor og fljótlega upp úr því fóru stjórnmálaflokkarnir að huga að prófkjörum vegna komandi alþingiskosninga og ákveða framboðslista sína. Flest framboð hafa nú verið ákveðin en þó er eftir að ganga endanlega frá nokkrum þeirra sem verður gert upp úr áramótum. Árið 1986 verður í hugum margra minnisstæðast fyrir leiðtogafund þeirra Ronald Reagans og Mikael Gorbat- sjovs, sem fram fór í Höfða 8.-9. október. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðarvegna komu leiðtoganna og gífurlegur fjöldi erlendra fréttamanna kom til að fylgjast með fundinum. Enda þótt fyrirvari fundarins hafi verið mjög skamm- ur tókst framkvæmd hans í alla staði vel og varð íslendingum til mikils sóma. ísland var í brennidepli heimsins á meðan á fundum þeirra stóð og fylgdi þeim mikil landkynning sem vonandi verður landi og þjóð til góða. Enda þótt árið sem er að líða hafi verið gjöfult, hafa íslendingar einnig fært miklar fórnir. Á árinu hefur látist af slysförum 71 íslendingur sem er 20 manns fleira en á síðasta ári. Öryggismál sjómanna verður að lagfæra nú þegar og sömuleiðis þarf að stórbæta umferðarmenn- ingu okkar. Stöndum saman í slysavörnum á nýju ári. ' Tjipinn. þakkar- lesendum sínum og velunnurum samstarf og stuðning á árinu sem er að líða og óskar þeim og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Miðvikudagur 31. desember 1986' ÚTLÖND Stórveldasamskiptin: Engin skipti á nýárskveðjum Moskva-Reuter Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Rónald Reagan Bandaríkjafor- seti munu ekki skiptast á nýársá- vörpum að þessu sinni. Þetta var haft eftir Gennady Gerasimov tals- manni utanríkisráðuneytisins so- véska í gær. Reagan flutti ávarp til sovésku þjóðarinnar og Gorbatsjov gerði slíkt hið sama í bandarísku sjónvarpi um síðustu áramót eftir leiðtoga- fundinn í Genf í nóvember. Gerasimov sagði sendiherra Bandaríkjanna í Sovétríkjunum Arthúr Hartman hafa lagt fram Japanska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að hætta að fara eftir ákveðnum takmörkun- um á útgjöldum til varnarmála sem verið hafa í gildi síðustu tíu árin. Yasuhiro Nakasone forsætisráð- herra sagði hinsvegar við þetta tæki- færi að Japanar hefðu ekki í hyggju að verða hernaðarveldi á ný. Nakasone sagði við fréttamenn að ákvörðunin um að hækka fjármagn til varnarmála yfir 1% að þjóðarf- ramleiðslunni hefði verið tekin til að ná lágmarksherstyrk. Stjómin ákvað á fundi sínum að hækka fjárlög til varnarmála um 5,2% á næsta fjárlagaári sem hefst þann 1. apríl. J>að þýðir að um 22 milljörðum dollara verður varið til hermála og það sem er meira um vert; fjárhæðin mun skríða upp fyrir 1% af gildi þjóðarframleiðslunnar og verður 1,004% samkvæmt opin- berum spám. Varnarmál eru viðkvæmt málefni í Japan og helsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, Jafnaðarmannaflokkur- inn, gagnrýndi í gær harðlega þessa ákvörðun ríkisstjórnar Nakasone og sagði í yfirlýsingu flokksins að ákvarðanir sem hefðu verið teknar á eftirstríðsárunum og miðuðu að því að koma í veg fyrir að Japan yrði beiðni um að leiðtogarnir kæmu fram í sjónvörpum hvors annars en Sovétstjórnin teldi það ekki við hæfi við þessi áramót. „Við trúum því að slík skipti séu af hinu góða en þau verða að vera í samræmi við anda núverandi sam- búðar," sagði Gerasimov og bætti við: „... svo það verða engin slík skipti á nýárskveðjum núna.“ Gerasimov tók fram að Banda- ríkjastjórn hefði ákveðið að virða ákvæði Salt-2 samkomulagsins að vettugi og vildi ekki taka þátt í alþjóðlegu banni á tilraunir með kjarnorkuvopn. hernaðarveldi á nýjan leik, hefðu verið gróflega brotnar. Bretland: Macmillan látinn Lundúnir-Reuter Harold Macmillan fyrrum for- sætisráðherra Bretlands lést í fyrradag að heimili sínu í Sussex í Suður Englandi 92 ára að aldri. Það var Macmillan sem tók við forsætisráðherraembættinu eftir deiluna um Súezskurðinn og það var hann sem sagði í ræðu fyrir 25 árum að Suður-Afríkubúar þyrftu að búa sig undir „vinda nýrra tíma“. Macmillan bar titilinn Jarlinn af Stockton. Hann var forsætis- ráðherra íhaldsflokksins á árun- um milli 1957 og 1963 og var einn af áhrifamestu stjórnmálamönn- um Breta á þessari öld. Jarlinn af Stockton réði ríkjum þegar Breska heimsveldið var að líða undir lok í Afríku og hann kom sér í sögubækur með ræðu á suður-afríska þinginu árið 1960 þar sem hann mælti gegn aðskiln- aðarstefnu og sagði Afríku vera á breytingaskeiði. Macmillan leiddi þjóð sfna einnig til áhrifa í Evrópu og var mikils metinn í stjórnmálaheim- inum fyrir viðmótsþýða og fyrir- mannlega framkomu. Ævisaga Genghis Khan rituð á mongólísku Pekíng-Reuter Loks munu íbúar Mongólíu geta lesið allt um Genghis Khan á sínu eigin máli. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá því nýlega að fyrsta sagnfræði- lega heimildabókin á mongólísku um ævi mongólíska stríðsmannsins og stjórnandans Genghis Khan (1162-1227) myndi koma út í apríl á næsta ári. Saixiyerl heitir höfundur þessa rits og er hann 56 ára gamall. Það hefur tekið hann tíu síðustu árin að skrifa þessa 600 þúsund orða ævi- sögu stríðsmannsins mikla. f bók- inni er að finna myndir af ýmsum rústum og öðrum menjum sem ekki hafa birst áður. Fréttastofan sagði að minnsta kosti fjörtíu bækur um ævi Genghis Khans vera til á hinum margvísleg- ustu tungumálum en þetta væri í fyrsta skipti sem mongólískur fræðimaður skrifaði sögu frægasta landa síns. Kína: Stefnuljósin munu koma upp um fulla ökumenn Pekíng-Reuter Kínverjar hafa hannað nýtt tæki til að mæla alkóhólmagn í blóði með greiningu á loftinu sem menn anda frá sér. Tæki þetta er hinn versti óvinur drukkinna ökumanna því það kveikir sjálfkrafa á stefnu- ljósunum að aftan sé ökumaðurinn með meira alkóhólmagn í blóði en þarlend lög gera ráð fyrir. Fréttastofan Nýja Kína sagði tæki þetta hafa verið hannað af rannsóknarstofnun Pckíngborgar og hefðu yfirvöld samþykkt noktun þess. Tækið mun gera lögreglu kleyft að finna og elta uppi fulla bílstjóra. Ekki var frá því greint hvenær og hvernig tæki þessu yrði komið í kínverska bíla. Lög við ölvunarakstri eru mjög ströng í Kína en fréttastofan sagði þó nokkra tugi manns farast á ári hverju í Pekíngborg vegna slysa er drukknir ökumenn yllu. Reagan og Gorbatsjov: Ætla ekki að láta gaminn geysa í sjónvörpum hvor annars að þessu sinni. Japan: ÚTGJÖLD TIL HERMÁLA AUKIN Tokyo-Reuler

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.