Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 20
SAMBANDSFÓÐUR WiW' PíWW?'y^ý-TT^TpTív T$^^:' \\ 'f ',", *?T '<: Lánasjóöur íslenskra námsmanna: “Rangt hjá ráðherra að samkomulag hafi náðst“ - segir Finnur Ingólfsson, sem lýsir undrun á yfirlýsingum Sverris Hermannssonar „Það er alrangt hjá Sverri Her- mannssyni að eitthvert samkomulag sé fyrir hendi milli fulltrúa stjórnar- flokkanna og ég er alveg hlessa á ráðherranum að koma með svona yfirlýsingar þar sem hann lætur að því liggja að komin séu fram loka- drög sem taka eigi til umræðu í ríkisstjórninni, þegar viðræður við námsmenn eru á mjög viðkvæmu stigi og margt benti til að samkomu- lag gæti náðst,“ sagði Finnur Ingólfs- son við Tímann í gær þegar hann var spurður út í fullyrðingar Sverris Hermannssonar í Morgunblaðinu í gær um að Finnur væri sáttur við frumvarpsdrög um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna eins og þau liggja nú fyrir, þrátt fyrir að óvíst væri hvort samkomulag næðist við námsmenn. Finnur Ingólfsson sagði hins vegar í samtali við Tímann fyrr i þessum mánuði að hann teldi unnt að ná samkomulagi við námsmenn um ný drög að lögum fyrir LÍN, en hann ásamt Friðrik Sóphussyni hefur verið í sérstakri samráðsnefnd með námsmönnum frá því í byrjun mán- aðarins. Finnursagði að fullyrðingar Sverris Hermannssonar um að kom- ið væri fram samkomulag um þessi drög væru hreinlega rangar og „ég lít svo á að þessu samráði við náms- menn sé einfaldlega ekki lokið.“ Finnur sagði að hann hefði staðið í þeirri meiningu þar til hann hafi lesið Morgunblaðið í gær, að málinu hafi verið frestað fram yfir áramót meðan námsmenn kynntu í sinn hóp þær hugmyndir sem uppi væru. „Ég hef aldrei sagt að það sem í þessum drögum stendur séu sameiginlegar tillögur okkar Friðriks Sóphussonar,. það er rangt hjá Sverri, enda hefur Sverrir aldrei rætt þessi mál við mig,“ sagði Finnur. „Til þess að mmm JÓN PÁLL SIGMARSSON var mættur á Opna Reykjavíkurmótið í kraftlyftingum sem fram fór um helg- ina, ekki þó til að keppa heldur mynd- aði kappinn í gríð og erg. Fjöldi íslandsmeta var settur á móti þessu en nánar má lesa um úrslitin á bls. 7 í Tímanum í dag. Tímamynd - Pjetur r.-:; . 1111111111 Miðvikudagur31. desember 1986 hann átti sig á því hverjar mínar tillögur eru, mun ég senda honum og forsætisráðherra þær skrjflega strax eftir áramót,“ sagði hann ennfrem- ur. Kvað hann þær tillögur talsvert frábrugðnar þeim tillögum sem nú hafa komið fram í veigamiklum atriðum, ss. að tekjutengingu endur- greiðslnanna yrði breytt þannig að hún yrði á bilinu 3,5 - 4,5% , að 3ja manna nefndin sem gert er ráð fyrir í drögunum og skipuð er fulltrúa námsmanna, menntamálaráðuneyt- isins og hagstofustjóra yrði að sam- þykkja breytingar á framfærslu áður en menntamálaráðuneytið gæti breytt henni en ekki einungis að fá álit nefndarinnar eins og nú er gert ráð fyrir, og að sá þröskuldur sem miðað væri við í sambandi við náms - lán verði 1,9 milljón en ekki 1550 þúsund. Foreldrar, systkini og nánustu ættingjar Hauks Más þegar minningargjöfin var afhent fulltrúum Slysavarnafélagsins. Innfelld mynd er af Hafþóri Má Haukssyni. Minningargjöf til SVFÍ: Hálf milljón til minningar um Hafþór Má Hjónin Sigrún Steinsdóttir og Haukur Harðarson, börn þeirra og nánustu ættingjar afhentu nýlega Slysavarnafélagi íslands hálfa millj- ón króna að gjöf til minningar um son þeirra og bróður Hafþór Má. Hafþór Már hefði orðið tvítugur daginn sem gjöfin var afhent, þann fjórða dcsember, en hann hvarf af heimili sínu 20. janúar 1985 en fannst síðan í Sundahöfn 30. mars 1986. í gjafabréfi sem fylgdi með gjöf- inni segir að upphæðinni skuli varið óskiptri til kaupaá köfunarsímakerf- um. Ijósabunaði fyrir kafara og næt- ursjónauka, en þessi búnaður á það sameiginlegt að auðvelda og flýta fyrir leitar- og björgunarstörfum og auka öryggi þeirra, sem fást við þau. Óskum landsmönnum öllum árs og íriðar. Þökkum samstarfið á liðnum árum og vonum að árið 1987 verði íarsœlt ílutningaár. DALVÍK SIGLUFJÖRÐUR ÍSAFJÖRÐUR ÓLAFSFJÖRÐUR SUÐUREYRI SAUÐÁRKRÓKUR FLATEYRI BOLUNGARVÍK NORÐURFJÖRÐUR ÞINGEYRI BÍLDUDALUR TÁLKNAFJÖRÐUR PATREKSFJÖRÐUR HRISEY AKUREYRI GRIMSEY HÚSAVÍK ÞÓRSHÖFN VOPNAFJÖRÐUR RAUFARHÖFN BAKKAFJÖRÐUR BORGARFJÖRÐUR EYSTRI SEYÐISFJÖRÐUR MJÓIFJÖRÐUR NESKAUPSTAÐUR ESKIFJÖRÐUR REYÐARFJÖRÐUR FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR STÖÐVARFJÖRÐUR RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.