Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 31. desember 1986 Miðvikudagur 31. desember 1986 Tíminn 11 INNLENDUR ANNÁLL JANÚAR Það er skemmst frá því að segja að Tíminn hóf aftur göngu sína föstudaginn þriðja janúar, eftir að NT hafði starfað í tvö ár. Stofnað var nýtt útgáfufélag í eigu Fram- sóknarflokksins og Framsóknarfé- laganna í Reykjavík. Mikill slysamánuður Flugmaður af Keflavíkurflugvelli lést þegar vél hans, F-15 hrapaði í sjóinn suð-vestur af Reykjanesi. Fyrstu helgi janúar lést karlmaður í umferðarslysi á Vesturlandsvegi. í eldsvoða sem upp kom á Kópa- vogshæli lést einn vistmaður af reyk- eitrun. Málið fékk mikla umfjöllun vegna þeirra staðreynda að eldvarn- arkerfi var ekki sem skyldi. Ungur Grindvíkingur lést við köfunaræfingar um miðjan mánuð- inn. Maðurinn var vanur kafari, en talið er að slysið hafi orðið með þeim hætti að maðurinn hafi farið inn í helli og ekki ratað úr honum aftur, þar sem mikið grugg komst á hreyf- ingu þar inni og varð myrkt af þeim sökum. 31 árs gamall Keflvíkingur drukknaði í Bláa lóninu í grennd við Grindavík. Dýr áramótadansleikur Tuttugu og átta rúður voru brotn- ar í Laugardalshöllinni í Reykjavík, á meðan áramótadansleikur fór þar fram. Varðstjóri sem Tíminn ræddi við sagði að þetta ball hefði betur ekki verið haldið. eftir. Lánasjóðsmenn létu ekki þar við sitja. í fyrirsögn Tímans sjöunda janúar er spurt: Stangast ummæli Sverris á við lög? Starfsmenn LÍN sendu áskorun til forsætisráðherra þar sem þess var farið á leit við ríkisstjórnina að hún kannaði hvort embættisfærsla Sverris stangaðist á við lög. Málið tók óvænta stefnu þegar Sverrir Hermansson neitaði að sam- þykkja afsögn eins af Vökumönnum úr stjórn sjóðsins. Vökumenn vildu skipta um fulltrúa en Sverrir var ekki á því. Brot á áfengislöggjöf? Tíminn skrifaði mikið um hugsan- leg brot á áfengislöggjöfinni, sem stunduð væru á vel flestum börum landsins. Þar var átt við krítar- kortaviðskipti, en eins og segir í áfengislögum má aðeins afhenda áfengi gegn staðgreiðslu. Ágrein- ingur var uppi um skilgreininguna á krítarkortaviðskiptum. Þrotabú Hafskips selt Eimskipafélag íslands keypti þrotabú Hafskips fyrir 315 milljónir króna snemma í janúar. Svo samdist um að fyrsta afborgun verður 1989 og verður helmingur kaupverðsins greiddur á átta árum. Innifalin í kaupsamningnum voru þrjú skip, Rangá, Hofsá og Selá. Einnig keypti Eimskip ýmsa rekstrarfjármuni fyrirtækisins. AIDS hræðsla Fréttir af eyðni voru nokkrar í janúar og sögðu fjölmiðlar frá hraðri útbreiðslu hér á landi sem annars- staðar. Lánasjóðsdeilur Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra komst í sviðs- Ijósið í janúar, en hann vék fram- kvæmdastjóra lánasjóðsins, Sigur- jóni Valdimarssyni úr starfi. Hrafn Sigurðsson var settur í starfið daginn Draugagangur fældi fjölskyldu af heimili sínu og skýrði Tíminn frá sérstarki reynslu fjölskyldunnar í lok janúar. Vopnuð víkingasveit Víkingasveitarmenn á Keflavík- urflugvelli voru vopnaðir í byrjun janúarmánaðar og brá mörgum ís- lendingnum í brún þegar hann kom heim og mætti lögregluþjónum grá- um fyrir járnum. Ástæða þessarar auknu gæslu með umferð um Kefla- víkurflugvöll voru upplýsingar sem bárust gegnum Svíþjóð að því er talið er í gegnum ísraelsku leyni- þjónustuna Mossad. Samningar undirbúnir Fyrsti fundur samninganefnda, fyrir gerð svokallaðra febrúarsamn- inga var haldinn 15. janúar. Þar setti ASÍ fram sína meginkröfu sem var krafa um átta prósent kaupmáttar- aukningu á árinu. Akærur í kaffibaunamálinu Fimm manns voru ákærðir í kaffi- baunamálinu svokallaða, seinnipart janúar. Þessir voru ákærðir: Erlend- ur Einarsson fyrrverandi forstjóri, Gísli Theodórsson fyrrverandi for- stöðumaður skifstofu Sambandsins í London, Hjalti Pálsson fram- kvæmdastjóri verslunardeildar, Sig- urður Árni Sigurðsson forstöðumað- ur skrifstofunnar í London og Arnór Valgeirsson deildarstjóri verslunar- deildar. Áramótadanslcikurinn í Laugardalshöll hefði hetur ekki verið haldinn sagði lögregluvarðstjóri í samtali við Tímann. Eins og þessi mynd ber með sér var umgengnin ekki til fyrirmyndar. 28 rúður voru brotnar. f ákærunni var fimmmenningun- um gefið að sök að hafa á árunum 1980 og ’81 náð undir Sambandið með refsiverður hætti samtals um 200 milljónum króna af innflutnings- verði kaffibauna sem Kaffibrennsla Akureyrar hf. flutti inn fyrir milli- göngu Sambandsins á þessum árum. „Þrýstings“ félagið Davíð Scheving Thorsteinsson sagði af sér formennsku í Þróunar- félagi íslands hf. Ástæðan fyrir af- sögn Davíðs var ágreiningur um ráðningu á framkvæmdastjóra fé- lagsins. Taldi Davíð sig hafa verið beittan pólitískum þrýstingi frá for- sætisráðherra. Gekk félagið lengi vel undir nafninu „Þrýstingsfélagið". Sérkennilegasta fréttin Sérkennilegasta frétt janúarmán- aðar og þó víða væri leitað var frétt Tímans um megna reimleika í ný- legu steinhúsi í Reykjavík. Skýrði Tíminn frá þessu sérstæða máli, þar sem fjölskylda hrökklaðist undan ágangi draugs og varð að flýja íbúð sína. FEBRUAR Flugslys Það hörmulega slys átti sér stað þegar lítil einkaflugvél hrapaði í Bláfjöllum, með þeim afleiðingum að tveir menn létu lífið. Febrúarsamningarnir Febrúarsantningarnir svokölluðu, settu óneitanlega einna mestan svip á fréttaflutning í þessum mánuði. Gengu samningsaðilar á fund ríkis- stjórnarinnar þann 3. febrúar og óskuðu eftir upplýsingum um stefnu stjórnvalda í efnahagsmálum á kom- andi misserum. Var því lýst yfir af hálfu ASÍ að stefna og framhald viðræðnanna mótaðist af viðbrögð- um ríkisstjórnarinnar. Þann 4. fe- brúar átti BSRB viðræður við ríkis- stjórnina. Þann 11. febrúar voru loforð ríkisstjórnarinnar tíunduð og kom þá fram að talið var unnt að draga svo úr verðbólgu að „almenn verðhækkun frá janúar 1986 til 1987 verði innan við 9 af hundraði". Stóðu samningaviðræður út mánuð- inn og voru samningar loks undirrit- aðir þann 26. febrúar. Hækkuðu allir kauptaxtar um 5% við gildistöku samningsins, 2,5% 1. júní, 3% 1. september og 2,5% 1. desember. Þá féllst ríkisstjórnin á hugmyndir samningsaðila um lausnir í húsnæðiskerfinu. Þann 28. febrúar skrifaði BSRB síðan undir hliðstæða samninga. Kjarabarátta kennara Félagar Kennarasambands íslands efndu dagana 10.-15. febrúar til sérstakrar baráttuviku. Tilefnið var að ekki hafði verið lagfærður launa- mismunur milli félaga KÍ og HÍK upp á 5%. Felldu kennarar niður kennslu að hluta af þessum sökum. Samningsréttarmál voru einnig í brennidepli en Bandalag kennara- félaga var um miðjan mánuðinn viðurkennt sem samningsaðili fyrir hönd Kf og HíK. Þann 13. febrúar var launamunur HÍK og KÍ síðan jafnaður. Námsmenn Málefni námsmanna og LÍN voru nokkuð til umræðu í mánuðinum. Framsóknarmenn voru óhressir með ARGUS/SlA Vinningar í H.H.Í 1987: 9 ákr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 2.160 á kr. 20.000; 10.071 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Vœnlegast til vinnings skipan endurskoðunarnefndar um málefni LÍN og töldu að verið væri að fara á bak við flokkinn. Ingvar Gíslason fullyrti að engin heimild væri um það í stjórnarsáttmálanum að vinna skuli að breytingum á lögum um námslán og námsstyrki. Þann 11. febrúar héldu samtök námsmanna síðan fjölmennan fund í Háskólabíói að viðstöddum menntamálaráðherra. Var óbirtum hugmyndum ráðherrans uni breyt- ingar á LÍN harðlega mótmælt. Einnig létu fulltrúar allra flokka utan Sjálfstæðisflokks í Ijós efa- semdir um breytingar á lögum LÍN. En Sverrir stóð einnig í deilu við starfsmenn LÍN og lét þung orð falla í þeirra garð. Baðst hann síðar afsökunar á orðum sínum í bréfi þann 4. febrúar. Hærri laun lækka launakostnað Hækkun launa hjúkrunarfræðinga á Akureyri lækkaði launakostnað Fjórðungssjúkrahússins um 50 þús. kr. á mánuði. Sparnaðurinn náðist fram fyrst og fremst vegna þess að stór hluti hjúkrunarfræðinga fór í 100% vinnu í stað hlutastarfa, sem leiddi til minni vaktavinnu. Ávinn- ingur tilraunarinnar þótti ekki síst betra skipulag og bættur vinnuandi. Reykjavíkurskákmótið Reykjavíkurskákmótinu lauk þann 23. febrúar með sigri Predrag Nikolic, sem hlaut 8 vinninga. Sjö skákmenn urðu jafnir í 2.-8. sæti með IVi vinning og var Jóhann Hjartarson einn íslendinga þeirra á meðal. Davíð Ólafsson, 16 ára, náði 1. áfanga að alþjóðlegum meistara- titli. Mjólkurstuldur og önnur mál Lögreglumenn fóru sér hægt vegna óánægju með launakjör og var haft eftir Einari Bjarnasyni, formanni Landssambands lögreglu- manna að hann „hvetti til leiðinda”. Þá komst upp að nokkrir starfs- menn Mjólkursamsölunnar höfðu tekið mjólk áfrjálsri hendi og selt kaupmönnum. Varð sá eftirmáli að starfsfólk MS efndi til verkfalls til að knýja á RLR um að birta nöfn þeirra verslana sem tekið höfðu við þýfinu. Taldi starfsfólk að kaupmenn væru ekki síður sekir en þeir starfsmenn MS sem vikið var úr starfi. Varð RLR að lokum við óskum starfs- manna og var forsvarsmanni þeirra leyft að kynna sér lista yfir þá kaupmenn er ntálinu tengdust. MARS ÁsREfórst Ás RE 112, tólf tonna netabátur, fórst skammt undan Melrakkaey á Grundarfirði að morgni 3. mars. Tveir skipverjar komust í gúmbjörg- unarbát skömmu eftir að báturinn sökk og var bjargað um borð í Kristján S. en skipstjóri Ás RE fór niður með bátnum og drukknaði. Eldsvoði á ísafirði Fimm manns var bjargað úr brennandi húsi á ísafirði um kl. 6 aðfaranótt sunnudagsins 2. mars. Það voru vegfarendur sem veittu eldglæringum f glugga hússins at- hygli og brugðu skjótt við, björguðu tveimur stúlkum og manni út úr húsinu og kölluðu til slökkvilið sem bjargaði síðan tveimur litlum stúlk- um út úr húsinu. Bensín lækkar um 6% , Lækkun olíuverðs á heimsmark- aði skilaði sér loks til íslenskra bifreiðaeigenda 6. mars með 6% lækkun bensínverðs úr 34 kr. lítrinn í 32 kr. Fokkervél stórskemmd Árfari, flugvél Flugleiða stór- skemmdist er vélinni hlekktist á í flugtaki þann 10. mars með 41 farþega innanborðs og fjögurra manna áhöfn. Flugvélin fór fram af flugbrautinni og rann út á Suðurgötu og mesta mildi var að vélin skyldi ekki lenda í árekstri, en rétt áður höfðu olíubíll og strætisvagn keyrt um Suðurgötuna þar sem vélin fór. Bjórfrumvarp Björn Dagbjartsson og Stefán Benediktsson alþingismenn lögðu bjórfrumvarpið fram í efri deild. Frumvarpið er samhljóða bjórfrum- varpinu frá í fyrra. Þar er gert ráð fyrir því að gildistaka bjórlaganna verði 1. mars 1987 að lokinni þjóðar- atkvæðagreiðslu. Gleðibankinn í Evrovision Gleðibankinn, lag og ljóð Magn- úsar Eiríkssonar var valið til að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsstöðva af íslands hálfu í ár. Þetta er í fyrsta sinn sem ísland tekur þátt í söngvakeppninni. Skreið á útsölu Ríkisstjórnin samþykkti þann 18. mars að ekki yrði innheimtur gengis- munur af skreið sem framleidd hefði verið fyrir 1. júní 1983 en ekki flutt út fyrir árslok 1985 og að fellt yrði niður útflutningsgjald af þeirri skre- ið sem til væri í landinu 1986 en framleidd hefði verið fyrir árslok 1984. Ríkisstjórnin telur að ráðstaf- anir þessar hafi í för með sér 160 til 200 miljónir kr. til hagsbóta fyrir skreiðarframleiðendur en skuldir þeirra eru áætlaðar um 1100 milljón- ir vegna birgðasöfnunar sem orðið hefur vegna söluhruns á skreið til Nígeríu. Okurmálið Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Hermanni Björgvinssyni og 123 öðrum einstaklingum þann 20. mars. Hermanni er gefið að sök að hafa á árunum 1984-85 veitt 35 aðilum peningalán og jafnframt áskilið sér og tekið við samtals 20.748,469 kr. umfram lögleyfða vexti en hinum 123 er gefið að sök að hafa á þessum árum veitt Her- manni peningalán og jafnframt áskil- ið sér og tekið við samtals 41.853,194 kr. umfram lögleyfða vexti af pen- ingalánum. Fjögurra tonna trilla ferst Sigurður Þórðarson GK 91 fórs að kvöldi 21. mars á Faxaflóa. Tveir skipverjar fórust með trillunni sem talið er að hafi brotnað í smátt því mikið brak rak á fjörur. Foráttusjór var og mikið brim þegar trillan fórst. Lögreglan segir upp Um 90% lögreglumanna í Reykja- vík hafa afráðið að segja upp störf- um sjnum. Ástæður uppsagnanna eru að ekki hefur verið gengið að kröfum lögreglumanna um hækkað fastakaup, betri menntun og réttar- staða lögreglumanna einkum með tilliti til vopnaburðar. Hópuppsagnir þessar ná einnig til lögreglumanna víðar á landinu. Árfari, flugvél Flugleiða sem hlekktist á í flugtaki og rann stjórnlaus fram af brautinni og stöðvaðist á miðri umferðargötu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.