Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.12.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 31. desember 1986 Lánasjóður íslenskra námsmanna: Greiðslustaða sjóðsins allt önnur og betri - en oftast áður í sögunni segir stjórnarformaður sjóðsins Stjórnarformaður Lánasjóðs ísi. námsmanna segir greiðslugetu sjóðs- ins nú með allt öðrum og betri hætti en oftast áður í sögunni og jafnframt að það sé út í bláinn að tala um að frystingin á lánsupphæðum í ársbyrj- un 1986 hafi verulega rýrt kjör námsmanna, að því er fram kom á fundi með fréttamönnum í gær. Áætlaðar lánveitingar á yfirstand- andi skólaári eru áætlaðar um 1.366 millj. króna til á 7. þúsund náms- manna. Þar af voru rúmlega 364 millj. greiddar í haustlán til 3.637 námsmanna, eða um 100 þús. kr. að Vinningstölurnar 27. desember, 1986. 4-19-23-30-32 • 1. vinningur var kr. 1.562.046,- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, flyst hann yfir á fyrsta vinning í næsta útdrætti. • 2. vinningur var kr. 468.237,- og skiptist á milli 93ja vinningshafa, kr. 5.034,- á mann. • 3. vinningur var kr. 1.092.553,- og skiptist á milli 4858 vinningshafa, sem fá 224 krónur hver. Áætlað er að fyrsti vinningur næsta laugardag verði 3,5 til 4 milljónir króna. Upplýsingasími: 685111 meðaltali til hvers námsmanns. Árdís Þórðardóttir benti á að þarna væri urn 25% hækkun að ræða á meðalláni frá haustinu 1985, eða um 7% umfram hækkun verðbólg- unnar milli tímabila. Það þýddi raunhækkun lánanna. Fulltrúi SINE á fundinum vildi á hinn bóginn meina að hækkun meðallána væri vegna breyttra úthlutunarreglna. Ótvírætt væri að kjör námsmanna flestra hefðu skerst verulega. Áætlað er að þær 1.002 milljónir kr. sem eftir er að lána til vors skiptist á milli um 6.240 námsmanna, þannig að um 144 þús. komi í hlut hvers að meðaltali. Af þeim 3.637 sem lán fengu í haust voru 1.229 í Háskóla íslands, 1.421 erlendis og 987 í sérskólum hér á landi. Fjöldi 1. árs nema sem sóttu um lán í haust var tæplega 2 þús., sem skiptust nær jafnt á hina þrjá framangreindu hópa. Um bætta stöðu Lánasjóðs kom það m.a. fram hjá Sverri Hermanns- syni menntamálaráðherra, að sjóð- urinn mundi nú fyrir áramótin endurgreiða fjármálaráðuneytinu þær 50 millj. króna sem ráðuneytið útvegaði í desember 1985 vegna þess fjárskorts sem LÍN stóð þá frammi fyrir vegna haustlána þess árs. -HEI Sjóöur Ásu Wright verðlaunaði: Guðmund Pálmason jarðeðlisfræðing - fyrir víðtækar jarðhitarannsóknir og kannanir á eðli jarðskorpunnar Heiðursverðlaun Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright veitti verðlaun sín í fyrradag. Verðlaunin hlaut í þetta sinn dr. Guðmundur Pálmason fyrir víðtækar jarðhita- rannsóknir sínar og kannanir á eðli jarðskorpunnar. Dr. Guðmundur fæddist 11. júní 1928 á Oddsstöðum í Miðdala- hreppi, Dalasýslu. Hann varð stúd- ent frá Menntaskólanum t' Reykja- vík árið 1949 og lauk prófi í eðlis- fræði við Konunglega tækniháskól- ann í Stokkhólmi árið 1955 og hlaut MS gráðu í eðlisfræði eftir nám við Purdue University í Indiana í Bandaríkjunum árið 1957. Guð- mundur varði doktorsritgerð við Háskóla íslands 1971. Hann hefur unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði jarðhitarannsókna, m.a. fyrir Sameinuðu þjóðirnar á Filippseyj- um, í Taiwan, N-Kóreu og E1 Salva- dor. Guðmundur tekur við verðlaunun- um úr hendi dr. Sturlu Friðriksson- 3r* Tímamynd Pjetur Samtök sykursjúkra - Neytendasamtökin: „Sykursnauður“ segir Iftið um innihaldið „Útilokað er fyrir neytendur að átta sig á merkingum eins og sykur- skertur, sykursnauður og sykur- minna, þegar ekkert annað er til- greint“ segir m.a. í niðurstöðum könnunar á kolvetnainnihaldi nokkurra matvæla sem Neytenda- samtökin og Samtök sykursjúkra gengust fyrir, vegna ítrekaðra kvart- ana út af ónógum merkingum á vörum með framangreindum merk- ingum, og gruns um meira sykurinni- hald sumra þeirra en merkt er, en slíkt er sérstaklega bagalegt fyrir þau hundruð landsmanna sem sykur- sjúkir eru og einnig fyrir fólk í megrun. Við sykurmælingu kom m.a. í ljós að litlu minna kolvetnishlutfall getur um heldur en venjulegum, eða allt upp í 18% á móti 24% í þeim venjulega. Svipaður munur reyndist á „sykurminna" maltöli og venjulegu og allt frá 1,4% upp í 5% sykur fannst í „sykurskertum" ávaxta- drykkjum, Hi-C, Svala og Gosa. Sykur í venjulegum tegundum af þessum drykkjum er um 11-12%. Vörumerkingar á sykurlausum gosdrykkjum reyndust réttar, þ.e. enginn sykur fannst í þeim, né heldur í sykurlausum djúsum. Könnunin er talin sýna að merk- ingar á umbúðum fyrir ávaxta- drykki, djúsa og grauta séu ófull- nægjandi. Sjálfsögð krafa sé að þær verði tafarlaust endurbættar og eðli- legt að þar sé tekið fram um magn kolvetna og fjölda hitaeininga. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.