Tíminn - 11.01.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn
'Sv^daC
LEIÐARI
í „frjálsu“ þjóðfélagi
Það er með ólíkindum hvað allur vindur er
fljótur að fara úr „stóru“ málunum hér á landi.
Undanfarin ár hafa komið upp mál sem við fyrstu
sýn hafa virst hin umfangsmestu og menn búist við
að þeir sem í hlut ættu yrðu nú að taka út sína
refsingu. Hafskipsmálið er líklega besta dæmið um
mál af þessu tagi. Stórfyrirtæki fer á hausinn og
dregur með sér í fallinu einn af bönkum landsins
og hver veit nema blað eitt hér í bæ eigi eftir að
riða til falls í kjörfar fársins. Blessaðir fjölmiðlarn-
ir hafa keppst um að flytja fréttir af málinu og
fyrrverandi forsvarsmenn fyrirtækisins og banka-
stjórar bankans hafa keppst við að bera af sér allar
sakir um gáleysi, hvað þá refsivert athæfi. En hvers
er almenningur vísari - hvað hefur gerst? Líklega
verður þekking hins almenna borgara á málinu
alltaf yfirborðskennd, varla við öðru að búast í svo
flóknu máli. Hitt er svo alvarlegra að þegar upp er
staðið er líklcgt að ósköp lítið hafi gerst - menn
hafi einungis orðið vitni að stormi í vatnsglasi eina
ferðina enn.
Svo virðist a.m.k. um „umfangsmesta fjár-
svikamál seinni ára“ eða hið fræga okurmál. Eftir
mikla rannsókn lögregluyfirvalda og umfjöllun
dómstóla kemur á daginn að ekkert okur hafi átt
sér stað. Og hvers vegna? Vegna þess að Seðla-
banka íslands láðist að birta auglýsingar um hæstu
lögleyfðu vexti á þeim tíma er viðskiptin fóru fram.
Já hann er mikill máttur auglýsinganna! í kjölfar
þessa ætlar embætti ríkissaksóknara svo að „taka
upp nýja heildarlínu í öllum okurmálunum“. Sú
nýja lína mun væntanlega taka við af öðrum
„línum“ í þjóðfélaginu og vera „frjáls“.
Frelsi hefur verið eitt aðal lausnarorðið hjá
ákveðnum öflum í þjóðfélaginu undanfarið. Vextir
eru meðal þess sem telst frjálst í þjóðfélagi okkar í
dag og eiga þeir að ráðast af framboði og
eftirspurn. 1 slíku draumaástandi er ekkert til sem
heitir okur - hin ósýnilega hönd markaðarins hefur
einfaldlega alræðisvald yfir mönnum. Fetta er
raunar sú staða sem upp virðist komin hér á landi
ef marka má orð Jónatans Pórmundssonar laga-
prófessors. Samkvæmt því sem hann segir geta
menn nú tekið þá vexti sem um semst svo fremi að
ekki sannist á þá svokölluð misneyting samkvæmt
samningalögunum. Ákvæðið um misneytingu bein-
ist gegn því að menn notfæri sér einfeldni,
fákunnáttu, bágindi eða vald yfir öðrum til að knýja
fram sér hagstæða samninga. í ljósi þeirrar túlkun-
ar sem virðist hafa ráðið ferðinni í meðferð
okurmálsins hingað til má telja líklegt að túlkun
misneytingarákvæðis samningalaga verði heldur
„frjálsleg“. í takt við tíðarandann yrði einfeldni,
fákunnátta eða bágindi túlkuð sem slæm markaðs-
staða og þar með væri það fyrir utan verksvið
stjórnvalda að skipta sér af þeim málum. Pá væri
nú loksins runninn upp blómatími okrara og brask-
ara sem vísast myndu verða taldir til betri borgara
þó hingað til hafi landinn nú haft heldur lítið álit á
þeim, a.m.k. opinberlega.
Umsjón Helgarblaðs:
Atli Magnússon
Þór Jónsson
Reinhard Reynisson
_____________________ERLEND, Sunnudagur 11.janúar1987
Þórarinn Þórarinsson skrifar um: MALEFNI.
Urslit þýsku kosninganna radas
af fylgi Frjálslynda flokksins
Haldi hann velli,
helst núverandi
stjórnarsamstarf
áfram
HINN 25. þ.m. fara fram
þingkosningar í Vestur-
Þýskalandi og benda
allar sídustu skoðanakannanir
til þess, að ríkisstjórnin muni
halda velli. Þetta þótti hins veg-
ar óráðið fyrir nokkrum mánuð-
um, því að Kohl kanslari hafði
orðið fyrir hverju áfallinu á
fætur öðru.
Það hefur hingað til verið
talið eftirsótt af Þjóðvcrjum að
hafa svokallaða sterka leiðtoga,
en Kohl er fjarri því að fullnægja
þeirri myncl. Ef til vill er þessi
ímynd Þjóðverja að breytast.
Kohl er í senn manneskjulegur
og landsföðurlegur í framkomu,
en bersýnilega enginn afburða-
maður. Má vcra að Hitler hafi
átt þátt í að breyta þessu.
Núverandi ríkisstjórn byggist
á samstarfi þriggja flokka.
Tveggja kristilegra flokka, sem
skipta þannig með sér verkum,
að annar þcirra, CSU, starfar
aðeins í Bæjaralandi undir for-
ustu Franz Josefs Strauss, en
hinn, CDU, íöllumöðrum fylkj-
um landsins og er Kohl formað-
ur hans. Þriðji flokkurinn er
Frj álslyndi flokkurinn, FDP.
Kristilegu flokkarnir hafa kosn-
ingabandalag í þingkosningun-
um. CSU býður cinn fram að
þeirra hálfu í Bæjaralandi, en
ekki í öðrum fylkjum. CDU
býður fram í öðrum fylkjum, en
þar býður CSU ekki fram.
í stjórnarandstöðu nú eru sós-
íaldemókratar (SPD) og Græni
flokkurinn eða græningjar, eins
og flokkurinn er venjulega
nefndur.
SAMKVÆMT stjórnarskrá
Vestur-Þýskalands fær enginn
flokkur þingsæti, nema hann fái
minnst 5% greiddra atkvæða.
Þetta er gert til að útiloka smá-
Kohl er ekki jafningi hinna
„sterku“ fyrirrennara sinna
sósíaldemókratar ná ekki því
fylgi, sem þeir höföu 1980, en
Græningjar auka fylgi sitt.
SAMKVÆMT skoðanakönnun
kemst Frjálslyndi flokkurinn vel
yfir 5% rnarkið, en þó er því var-
lega treyst. Hann hefur síðan
1969 sveiflast á milli 5,8% og
10,6%. Fyrir kosningarnar 1983
bentu skoðanakannanir lengi til
þess, að hann myndi lcnda innan
við 5% markið, en útkoman var
sú, að hann fékk 7% eins og
áður segir.
Sigurvonir hans nú byggjast á
því, að talsverður hluti af kjós-
endum CDU veiti honum braut-
argengi til að treysta þannig
meirihluta stjórnarinnar. Margir
forustumenn CDU eru lítið
hrifnir af því að vinna eingöngu
með CSU eða flokki Strauss.
Strauss muni þá gerast of
heimtufrekur og vilja bæði verða
Kosningaúrslit í Þýskalandi 1949-1983.
flokka, en þeir voru býsna marg-
ir í tfö Weimarlýðveldisins og
eru taldir hafa átt þátt í falli
þess. Þá giltu hlutfallskosningar
án nokkurra takmarkana.
Síðan 1961 hefur 5%-reglan
leitt til þess, að ekki hafa átt sæti
á þinginu nema fjórir flokkar
eða þeir, sem eru áður nefndir.
í síðustu þingkosningum, sem
fóru fram í mars 1983, bættist
fimmti flokkurinn við eða Græni
flokkurinn. Þá urðu úrslítin þau,
að CDU fékk 38,2% greiddra
atkvæða, CSU 10,6%, SPD
38,2%, FDP 7% og Græni
flokkurinn 5,6%. SPD hrapaði
þá úr 42,8%, sem hann fékk
1980 og Frjálslyndi llokkurinn
úr 10,3%. Þeir misstu fylgi sitt
til CDU og Græningja.
Samkvæmt skoðanakönnun
nú mun þessi þróun halda áfram.
varaforsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra en þeim störfum
gegnir Genscher, formaður
Frjálslynda flokksins nú.
Strauss er talinn eiga enga ósk
heitari en að Frjálslyndi flokkur-
inn hverfi úr sögunni, enda gerir
hann það sent hann getur til að
spilla fyrir honum. Þetta rekur
m.a. rætur til þess, að Strauss
var kanslaraefni kristilegu flokk-
anna 1980, en þá fengu kristilegu
flokkarnir fleiri atkvæði saman-
lagt en sósíaldemókratar og
hefði Strauss þá orðið kanslari,
ef Frjálslyndi flokkurinn hefði
ekki fengið oddastöðuna á þingi
og myndað stjórn með sósíal-
demókrötum. Sústjórn klofnaði
haustið 1982 og myndaði Frjáls-
lyndi flokkurinn þá stjórn með
kristilegu flokkunum sem staðið
hefur síðan.
L.___________________
Strauss telur Frjálslynda
flokkinn ótraustan bandamann,
en siðan 1961 hefur hann unnið
á víxl með sósíaldemókrötum
og kristilegu flokkunum, nema
á árunum 1965-1969, þegar
kristilegu flokkarnir og sósíal-
demókratar fóru með stjórn
saman. Á árunum 1970-1982
vann Frjálslyndi flokkurinn með
sósíaldemókrötumi. cn síðan
með kristilegu flokkunum.
Hann stefnir nú opinberlega að
því að halda þeirri samvinnu
áfram og er Kohl kanslari þess
mjög hvetjandi, en Strauss er á
öðru máli.
EINS og nú horfir mun Frjáls-
lyndi flokkurinn halda velli og
óbreytt stjórn haldast áfram.
Strauss mun þó gera ákveðnari
kröfur um utanríkisráðherra-
embættið, cn sennilega mun
Kohl ekki fallast á það.
Fari hins vegar svo, að Frjáls-
lyndi flokkurinn heltist úr lest-
inni, virðist um tvo möguleika
að ræða. Annar er sá að kristi-
legu flokkarnir fái meirihluta á
þingi og myndi stjórn saman
með Kohl sem forsætisráðherra
og Strauss sem utanríkisráð-
herra. Slík stjórn yrði sennilega
mun meira til hægri en núver-
andi ríkisstjórn.
Hinn möguleikinn er sá, að
sósíaldemókratar og græningjar
fái meirihluta vegna mikillar
fylgisaukningar hinna síðar-
nefndu, en Ijóst þykir, að þeir
munu auka fylgi sitt. Leiðtogar
sósíaldemókrata hafa lýst yfir
því að þeir muni ekki mynda
stjórn með græningjunum. Þá er
ekki nema um tvennt að ræða.
Annað er að efnt verði til nýrra
kosninga, en hitt að kristilegu
flokkarnir og sósíaldemókratar
taki höndum saman líkt og á
árunum 1966-1969. Það þykir
þó heldur ótrúlegt.
Þótt það þyki nú líklegast, að
núverandi ríkisstjórn Vestur-
Þýskalands haldi velli, eru úrslit-
in engan veginn ráðin. Fyrir
kosningar getur margt breyst á
síðustu stundu. Sósíaldemókrat-
ar geta rétt hlut sinn í lokasókn-
inni, en þeir eru að hefja hana.
Þá gætu græningjar bætt við sig
fylgi, einkum meðal yngri kjós-
enda, vegna baráttu sinnar gegn
kjarnorku og öðrum mengunar-
völdum. Umhverfismálin virð-
ast hafa vaxandi áhrif á stjórn-
málabaráttuna í flestum löndurn
heims, en þó mest í svonefndum
vestrænum löndum. Þau geta
m.a. leitt til þess, að núverandi
flokkaskipun riðlist.
Hingað til þykir kosningabar-
áttan hafa verið dauf og litlítil.
Þannig kann að breytast á loka-
stiginu.