Tíminn - 11.01.1987, Síða 15

Tíminn - 11.01.1987, Síða 15
! Sunnudagur 11.janúar1987 Tíminn 15 FTIR að Poppsíðan hafði velt því fyrir sér hvernig staðið skyldi að einhverskonar uppgjöri fyrir síðasta ár, komst hún að því að ekki mátti láta ego umsjónarmannsins eitt ráða ferðinni. Poppsíðan brá því á það ráð að setja sig í samband við nokkra músikelskendur og fá þá til að setja niður á blað hvernig listi yfir 10 bestu plötur ársins 1986 gæti litið út. Þar sem DV hafði þegar riðið á vaðið var ekki um marga kunna kappa að ræða. Pví brugðum við á það ráð að blanda þessu örlítið saman og fer hér á eftir listi þeirra sem fengnir voru til og örlítil kynning á persónunni. Listi Halldórs Inga Andréssonar 1. Bruce Springsteen - Live 1975-1985 2. Poul Simon - Graceland 3. Peter Gabríel - So 4. Elvis Costello - King of America 5. Steve Winwood - Back in Highlife 6. Talking Heads - True Stories 7. Paul McCartney - Press 8. Pretenders - Get Close 9. John Fogerty - Eye of the Zombie 10. Bob Dylan - Knocked Out Loaded Halldór Ingi er reyndur poppskríbent. Hann vann hér á árum áður bæði hjá Þjóðviljanum og Vísi en fluttist að lokum á Morgunblaðið þar sem hann hélt úti frábærri poppsíðu sem hann kallaði Slagbrand. í þá daga var Morgunblaðið kevpt til að geta gengið að góðum og réttum poppfréttum. í dag rekur Halldór Plötubúðina að Laugavegi 20, og hefur hann meðal annars sérhæft sig í sérpöntunum fyrir fólk. Listi Kristjáns Kristjánssonar: 1. Peter Gabriel - So 2. Queensrych - Rage for Order 3. Stranglers - Dreamtime 4. Iron Maiden - Somewhere in Time 5. David Lee Roth - Eat Them and Smile 6. Big Country - The Seer 7. Bon Jovi - Slippery When Wet 8. Megas - í góðri trú 9. Status Quo - In the Army Now 10. Talking Heads - True Stories Kristján Kristjánsson er rúmlega tvítugur Reykvíkingur sem nýlega hefur kvatt sér hljóðs í heimi poppskríbenta. Hann sér um athyglisverða poppsíðu í íþróttablaðinu og ef lukkan lofar þá megum við eiga von á enn frekari skrifuin frá honum. Listi Gunnlaugs Sigfússonar 1. The The - Infected 2. Prince - Parade 3. R.E.M. - Lifes Rich Pageant 4. Elvis Costello - Blood and Chocolate 5. Martin Stevenson and The Daintees - Boad to Bolivia - 6. Bobby Womack - Womagic 7. Let’s Active - Big Plans For Everybody 8. Peter Case - Peter Case 9. Kinks - Think Visual 10. Robert Cray - Strong Persuader Gunnlaugur Sigf ússon er eins og Halldór Ingi reyndur og vel skólaður í poppbransanum. Hann skrifaði lengi vel í Helgarpóstinn og á þeim tíma mátti lesandinn vera öruggur um að fínna vel skrifaða gagnrýni sem fullt mark var takandi á. Og eflaust hefur engum tekist eins vel upp í að blanda saman húmor og fróðleik í skrifum sínum. I dag starfar Gulli hjá Ríkisútvarpinu og er með fullri virðingu fyrir öllum, eflaust hæfasti útvarpsmaðurinn í dag. Að minnsta kosti kemst enginn nálægt því að vera með jafn góða almenna músíkþekkingu og Gulli hefur. Um þetta vitna þættir hans og má til dæmis benda á Poppgátuna sem hann hefur stjórnað í félagi við Jónatan Garðarsson. Listi Lovísu Sigurjónsdóttur: 1. Iron Maiden - Somewhere in Time 2. Queensrych - Rage for Order 3. David Lee Roth - Eat ’Them and Smile 4. Bon Jovi - Slippery when Wet 5. Metalica - Masters of Puppets 6. Judas Priest - Turbo 7. Crimson Glory - Crimson Glory 8. Armorede Sainte - Delerious Monad 9. Ratt - Dancing Undercover 10. Peter Gabriel - So Lovísa Sigurjónsdóttir er hvorki þekkt í heimi útvarps né blaðamennsku. Hún er saklaus sveitastúlka sem kemur frá þeim ágæta stað Sauðárkróki, sem í seinni tíð hefur fengið orð á á sig fyrir að ala upp hina hörðustu þungarokksaðdáendur. Og Lolla er engin undantekning. Hún setur þessa ágætu tónlist á oddinn og er verðugur fulltrúi hennar í vinsælda og gæðavali. Að minnsta kosti hefur stúlkan ekki fengið nafnbótina „þungarokksdrottning íslands“ fyrir ekki neitt. Lolla er liðlega tvítug og stundar nám í félagsfræði við Háskóla íslands. Stressaðar kartöflur! Svíar hafa tekið af markaðnum kartöflutegund eina vegna þess að hún er talin of stressuð. Telja sérfræðingar að álagið við að vaxa hafi reynst henni um megn. „Þessi kartöflutegund er mjög viðkvæm fyrir stressi. Við telj um að uppskeran í ár hafi orðið fyrir of mikilli geislun frá sólu. Miklar rigningar skoluðu yfirborðsjarðvegi burt þannig að kartöflurnar voru nánast ofan jarðar,“ sagði Ulla Hagman næringarfræðingur sem starfar við matvælaeftirlitið þar í landi. KROSS- GÁTAN Nr. 523 LAUSN A SIÐUSTU GATU c: 4 CQ C3 ct. <X 3 E o: & JD 'O m s □ j* <C 2 Lti t- £ oc 4 CL <3 £ a r <r £ o a[_ 'uj ra V vO já 2 o p co 4 B ra W 4 u. 'Q U | u Q x >cc c* & JD £ D 0 m ktí u o: 0c CL ■ </> □ a ‘d j* ct X <r ■ EE - oi □ -5 "0 4 tA X. X 5 - £ u oc a 4 'UJ CE PQ « <r b ‘O i — 4 *-* <1 4 hzW □ a ■ Z £ T 3 tS? L- ct o: o 2 Z fc- X- □ B Æ O cc z 1 tn £ K tc n 2: V K t- a 3 Œ O z Œ CA .-o £ O 1 tL > <r >< UJ 0 <N rN 01 w - Z Æ j4 f JX z — 2 <3 T fö «. LO o? ö: u

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.