Tíminn - 16.01.1987, Qupperneq 2

Tíminn - 16.01.1987, Qupperneq 2
2 Tíminn Föstudagur 16. janúar 1987 Stangaveiöimenn bjartsýnir á laxinn í sumar: Laxveiðileyfi renna út sem heitar lummur Feikilega góð sala hefur verið á veiðileyfum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fyrir komandi laxveiði- tímabil og er þetta algjör kúvending frá síðustu árum. Uppselt er í nokkrar ár félagsins. Leirvogsá er að heita má uppseld. Par kostar dagurinn mest rúmar fjórtán þúsund krónur. Sama má segja um Norðurá, að flest leyfi þar eru búin. Dýrasti tími þar kostar fyrir stöngina ríflega tuttugu þúsund krónur á mánuði. Sama má segja um Uppselt í margar ár SVFR Breiðadalsá, Svartá er uppseld, færri en vildu komast að í Elliðaánum, langt er komið með að selja í Sogið, Langá er uppseld á tíma SVFR, Stóra-Laxá í Hreppum hefur gengið vel út og óhætt er að segja að allar veiðistöðvar sem SVFR hefur á sínum snærum hafi fengið meiri athygli en verið hefur undanfarin ár. Spáð er góðu veiðisumri og ekki dregur úr áhuga nýafstaðið met- veiðisumar. Friðrik Stefánsson framkvæmda- stjóri SVFR sagði í samtali við Tímann í gær að þrátt fyrir að menn væru búnir að panta daga gætu orðið einhverjar tilfæringar þegar liði nær veiðitímanum en hann fullyrti að nú væri gaman að annast veiðileyfasölu félagsins. Verð á veiðileyfum hækkaði nær. undantekningarlaust frá því í fyrra, utan hvað stóra Laxá í Hreppum lækkaði um tíu prósent enda hefur veiði þar verið með afbrigðum dræm, sérstaklega í fyrra. Niðurröð- un stanga í ánni hefur hinsvegar verið breytt. -ES Áfall í norsku fiskeldi: Hinar nýju bækistöðvar Steindórs við Vitatorg. Sendibílastöö Steindórs flutt á Vitatorg: Kurr í íbúum við Vitatorg Borgarráð hefur ekki veitt leyfi fyrir staðsetningunni Fitl'“"BÍWMbtUlp Oveti»nd tll »wji» «>'«' *"* kun*'*nl t h»rdl *'*• . . 4,, fö‘"d« kJSSS* hitdeíi oppdrc'" (fouÍw n*t k0,rtk' 1 •Urlfl fori smfi"c' Jittnkl "PPJH "iVpportcj* •i liVe nctJ.lícn ,J oppdt'"Un' »otn'„v"-; . ‘hrfínj' , «v5S »"'««.hi Noc liVncnac fitt .yViJomtnc rknmnes i sj0en Wrettsn^T- Alvarlegur sjúkdómur veldur milljóna tjóni Veikin hefur stungið sér niöur í 53 stöðvum af 55 í Þrændalögum Nokkur kurr er mcðal íbúa í nágrenni Vitatorgs, þar sem þeir telja nokkuð ónæði af starfsemi sendibílastöðvarinnar Steindórs sem flutt hefur starfsemi sína á Vitatorg. íbúarnirtelja m.a. aðoft á tíðum sé ekki hægt að fábílastæði í nánd við eigin hús þann tíma scm sendibílastöðin cr opin. Sendibílastöðin fiutti starfsemi sína án þess að leyfi borgaryfir- valda lægi fyrir utn staðsetninguna. Sendibílastöðin hefurþó sent borg- arráðí bréf þar sem sótt er um leyfi til að reka sendibílastöðina til bráðabirgða á Vitatorgi. Steindór hefur fengið úthlutaða lóð i Ár- túnshöfða undir framtíðarstarf- semi sendibílastöðvarinnar. Bréf sendibílastöðvarinnar hef- ur verið lagt fyrir borgarráð en ekki verið afgreitt. Á nieðan er starfsemi stöðvarinnar á Vitatorgi rekin í algjöru heimildarleysi. -HM Norskar fiskeldisstöðvar eru nú í heljargreipum nýs sjúkdóms sem skotið hefur upp kollinum og nefnd- ur er „Hitra-syken" í norskum fjöl- miðlum. Hefur sjúkdómur þessi valdið gífurlegum skaða í fjölmörg- um fiskeldisstöðvum allt frá Lofoten til Mæri. Alvarlegast hefur tjónið orðið í Prændalögum en þar hefur orðið vart við hann í hvorki fleiri né færri en 53 af 55 stöðvum. Tjónið er þegar metið á um 500 milljónir íslenskra króna. Norsk blöð hafa mikið fjallað um málið og sjást sýnishorn úr þeirri umfjöllun hér. Norðmenn stefndu að því að verða sjálfstæðir á þessu ári, með tilliti til seiðaþarfar markaðarins. Allt útlit er nú fyrir það að þau markmið verði að frestast um ófyrir- sjáanlegan tíma. Það ætti að verða auðvelt fyrir íslensk fiskeldisfyrirtæki að ná samn- ingum við Norðmenn um sölu á seiðum þegar slík áföll hafa riðið yfir norska fiskeldið. Svo getur jafnvel farið að tveir árgangar fiska detti út og verður markaðurinn því væntan- lega hungraður eftir seiðum. Treg- lega hefur gengið síðustu ár að semja við Norðmenn en dómur Hæstaréttar sem gekk nýlega hefur meinað norska landbúnaðarráðu- neytinu afskipti af seiðainnflutningi en hinsvegar heimilað eftirlit með innflutningi einkaaðila. -ES :z:t xzzzss irSSíSSSV *£ík cn Utlc iKjcn. Hl't»-»>ltn kln Í7l“'0 A,beider-Avis»- .nieRR fr» Sud t Hitr»-»yk«" JJfldUgere h»r opP»*'d- „.m.iw-sskss- æs.""- sr.jsui á..i. «»-fs,-Bssr “ffiSír—yS,'/ sssns^^s.zi ; p«r»U3on,r pimtd *",jíMci/**V, ‘,‘í dadd i'en - iunt*Sr Tk. “ Vl,t ‘c‘í Llt, for oppdrcmrne oo m *an Ca ODniii niang, om, Mlt#',i. 1 He'ftltnd. • "leuei Un , • Vi' tcnon. Trnnjf'", Q| "’PcnJr ,, " Overríic)! Fyrirsagnir úr norskum blöðum um „Hitra“ veikina. Hún á eftir að höggva stór skörð í áætlanir Norðmanna varðandi fiskeldi. Heimilisvörudeild Sambandsins: Rafmagnseftirlitið kærir þvottavélasölu - ólögmætur öryggisstimpill veldur falskri öryggiskennd innflytjanda Rafmagnseftirlit ríkisins hefur ák- veðið að kæra til Rannsóknarlög- reglu ríkisins meint brot Sambands- ins á lögum unt rafföng. Brotið felst í því að Sambandið hefur flutt inn og selt ítalskar þvottavélar af gerð- inni Zerowatt án þess að hafa áður fengið tilskilin leyfi frá Ramagnseft- irlitinu. Allar þvottavéhir eru próf- unarskyldar og því veröur sá sem ætlar að dreifa þvottvélum að fá samþykki Rafmagnseftirlitsins fyrir því áður. Þvottavélar þær sem hér um ræðir hafa verið seldar hér á landi um nokkurra ára skeið en byrjað var að selja þær í einhverju magni árið 1985 og hafa selst á milli 500 og 600 vélar á þessu tímabili. Rafmagnseftirlitið fékk vélarnar til prófunar vorið 1985 en fyrir röð ófyrirsjáanlegra atvika var þeirri prófun ekki lokið lyrr en í fyrra haust. Þá kom í Ijós að vélarnar stóðust ekki kröfur Rafmagnseftir- litsins að öllu leyti. Bergur Jónsson hjá Rafmagnseft- irlitinu sagði í samtali við Tímann að búið væri að ganga frá þessum málum við Sambandið, og þeir væru nteð áfornt unt að gera við þær vélar sem hafa verið seldar. Sagði Bergur að þessi viðgerð sem fyrir dyrunt stæði væri í alla staði fullnægjandi og ekki ncin bráðabirgðaviðgerð. Það flækir þctta mál nokkuð að vélarnar, eða stór hluti þeirra komú til landsins tneð öryggisstimpii frá norska rafmagnseftirlitinu, en síðar hefur komið í ljós að Norðmenn hafa ekki samþykkt þessar vélar hjá sér. Eru það alfarið mistök framleið- enda að hafa þann stimpil á vélun- um. Guðmundur Gunnlaugsson hjá heimilisvörudeild Sambandsins var spurður hvernig stæði á því að Sambandið hafi farið að selja vélarn- ar áður en tilskilið leyfi væri komið og sagði hann að þeir hefðu áður verið með sömu tegund af vél með öðru númcri sent var búin að fá samþykki Rafmagnseftirlitsins. Síð- an þegar þessi vél kemur, með nýtt númer og örlitla útlitsbreytingu, hef- ur hún á sér stimpil frá norska rafmagnseftirlitinu. „Það gerði það að verkunt að menn voru afskaplega afslappaðir fyrir þessu og töldu sjálf- gefið að þetta yrði samþykkt þar sem það hefur aldrei gerst að það sem norska eftirlitið santþykkir sé ekki samþykkt hér," sagði Guð-. mundur. „Það sent málið snýst um í dag er að Sambandið leggur höfuðá- herslu á að breyta öllum seldunt vélum þannig að þær verði eins öruggar og kostur er. Þarna voru gerð rhistök sem strangt tekið eru ekki lögleg. Við telj urn framleiðand- ann bera ábyrgð á því að halda okkur í góðri trú um öryggi vélanna. Því höfum við krafist þess af fram- leiðandanum að standa straum af kostnaöi við þær breytingar sent þarf að gera á vélunum." sagði Guð- mundur ennfremur. -BG Jón Þorsteinsson: Vill ekki svara skýrsl- unni enn - spuming hvort þaö veröi gert Jón Þorsteinsson lögfræðingur og einn nefndarmanna þeirra sem skrifuðu Hafskipsskýrsluna svo- kölluðu, sagðist ekki vera reiðu- búinn að tjá sig um skýrslu banka- stjórnar Utvegsbankans að svo komnu máli, þegar Tíminn ræddi við hann í gær. Sem kunnugt er gagnrýrtir bankastjórn Útvegs- bankans skýrsluhöfunda Haf- skipsskýrslunnar harðlega og sak- ar þá um slæleg og jafnvel villandi vinnubrögð. Sagðist Jón enn ekki hafa lesið skýrsjuna'og auk þess hefði hann ekki ‘rætt innihald hennar við meðnefndarmenn sína. Því hefði ekki einu sinni verið tekin ákvörðun um hvort henni yrði svarað á einhvern hátt og reyndar væri það spurning hvort það yrði •gert. Bjó.st hann við að hann hitti meðneftjdarmenn sína, þá Bryn- jólfl. Sigurðsson og Sigurð Tóm- asson mjög fljótlega og yrði þá tekin ákvörðun í málinu. -phh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.