Tíminn - 16.01.1987, Side 3

Tíminn - 16.01.1987, Side 3
Föstudagur 16. janúar 1987 Tíminn 3 Samningar sjómanna á fiskiskipum: Skiptahlutfall verður 75% af aflaverðmæti - hækkar í 75% 1. júní og er tengt olíuverðsbreytingum í þeim samningum sem tókust snemma f gærmorgum milli sjó- manna og útgerðarmanna var meg- in ágreiningsefnið hversu stór hluti heildaraflaverðmætis átti að koma til skipta. Samkvæmt samkomulag- inu verður þetta hlutfall nú 75% í stað 71% áður, sem er hækkun upp á 5,6%. Þetta skiptahlutfall á að gilda frá 1. janúar 1987 til 30. maí. Hlutfallið hækkar síðan aftur úr 75% í 76% eða um 1,3% frá og með 1. júní 1987. Heildarhækkun- in á árinu vegna þessa nemur því 7%. Þessi hækkun á skiptaverði er þó háð ákveðnum skilyrðum sem tengjast breytingu á olíuverði og hækkar eða lækkar til samræmis við breytt olfuverð. Þessi breyting á skiptaverðinu hefur þó ákveðinn ramma þannig að það fer aldrei upp fyrir 80% og aldrei niður fyrir 70%. Annað helsta ágreiningsefnið í sjómannadeilunni snerist um afla sem fluttur er út ísaður í gámum. Samkomulag varð um að 76% af heildarverðmæti kæmu til skipta þegar búið er að draga frá þeirri upphæð flutningskostnað, erlenda tolla og kostnað við söluna erlend- is. Aðal breytingin við þessa niður- stöðu er sú að þegar lágt verð fæst fyrir fiskinn, eða undir 50 kr. rýrnar það sem í hlut sjómanna kemur en ef gott verð fæst fá sjómenn betri hlut. I þessum nýja samningi eru enn fremur fjölmörg önnur ný atriði og eru þessi helst. Á frystitogurum hækkar fob- verð til skipta úr 71% í 74,5% frá og með 15. janúar 1987 og upp í 75% frá og með 1. júní. Cif-verð hækkar á sama tíma um úr 65,5% í 69% frá 15. janúar og upp í 69,5% frá og með 1. júní. Á skipum sem frysta rækju um borð hækkar fob-verð um úr 71% í 71,5% og cif verð úr 65,5% í 66% frá 15.janúar og síðan hækkar fob-verð upp í 72% og cif-verð upp í 66,5% frá 1. janúar. Auk þessara breytinga eru í samningnum ákvæði um starfsald- ursálag, þeir sem ekki höfðu fatap- eninga áður fá þá nú og ýmis ákvæði um hafnarfrí. Almennt má segja að hásetahlut- ur hækki um 9000 kr. fyrir hvert prósent sem skiptaverð hækkar, en kostnaður útgerðar á ári vegna þessa sama prósents nemi um 50 milljónum. -BG Sigfinnur Karlsson Alþýðusambandi Austurlands: „ Eftir atvikum ánægður“ „Jú ég verð að segja að eftir atvikum er ég ánægður með þessa niðurstöðu. Hins vegar er því ekki að neita að það voru ýmis atriði sem við Austfirðingar reyndum að koma inn í samninginn en tókst ckki. Ég nefni t.d. löndun á loðnu, fría lönd- un á loðnu. Það kom þvert nei við þeirri kröfu og það getur skapað vissa ónánægju þegar við komum austur," sagði Sigfinnur Karlsson formaður Alþýðusantbands Austur- lands við Tímann í þann mund sem gengið var til undirritunar samninga í gær. Hann sagði að fyrir austan væru margir farnir að bíða eftir því að deilan leystist, einkum loðnusjó- menn þar sem loðnan rýrnaði og yrði verðminni með hverjum degin- um sem liði. Sigfinnur sagði að í Ijós hafi komið að santningsvilji væri fyrir handi og rnenn hafi lagt sig fram um að semja, þó niðurstaðan væri ekki eins og mcnn hefðu helst viljað. Hann sagði að 75% til skipta væri vitaskuld ekki nóg cn menn yrðu að gefa eftir þegar tveir deila. Aðspurð- ur taldi hann að þessi niðurstaða væri svipuð og ef málið hefði farið í kjaradóm. -BG Óskar Vigfússon, formaður SSÍ: „Góður árangur við erfiðar aðstæður“ skák. Benti hann á að hækkunin hefði nánast engin verið á þorski undir tveimur kílóum og að til dæmis þýddi 100 tonna túr af þorski hækkun upp á 386 kr fyrir háseta. „Ég tel að mínir félagsmenn geri sér grein fyrir þeirri erfiðu stöðu sem samninganefnd sjómanna stóð frammi fyrir í þessari kjarabaráttu," Því hafi menn verið ákveðnir í því að fá rneira af aflamagninu til skipta. -BG sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands við Tímann í gær þegar hann var spurð- ur hvort hann héldi að samningarnir fengjust samþykktir. „Það eru af- skaplega erfiðar aðstæður þegar menn hafa svipu laga yfir höfði sér og við bætast aðrar uppákomur í þessari samningagerð, sem gera okk- ur erfitt um vik að ná til okkar því sem við hefðu helst óskað,“ sagði Óskar ennfremur. Hann sagði að árangurinn hefði þó verið mciri en búast hefði mátt við og því væri einkum að þakka samheldni og sam- hug í hinni stóru og mislitu 25 manna samninganefnd sjómanna. „Ég er stoltur af því að hafa unnið með svona mönnum undanfarna daga og vikur," sagði Óskar ennfremur. Aðspurður um hvort það hafi verið fyrst og frcmst lagasvipa stjórnmálamanna á Alþingi sem knúði fram samninga sagði Óskar: „Um þetta vil ég sem minnst segja annað en það að þessa dagana virðast margir vilja Lilju kveðið hafa, og læt ég þá um það sem eru í kosningabaráttunni. Þó get ég sagt það eitt að það voru ýmsir menn sem lögðust á það að þessir samningar gætu tekist og verð ég að scgja að sjávarútvegsráðherra hafi gengið þar framarlega í flokki við að berja á mönnum.“ Óskar sagði að eitt af því sem gæti markað tímamót og væri í þessum samningum væri verkfallsgreinin sem myndi binda enda á verkfalls- brot af því tagi sem viðgengist hafa í þessari deilu. -BG Sveinn Kristinsson, Sjómannafélagi Eyjafjarðar: Ekki ánægðir með þessa niðurstöðu “Nei okkur líst nú ekkert of vel á þetta. Mínirfélagsmenn hafasagt að þeir gætu ekki sætt sig við minna en að 77% komi til skipta og að það væri þá ekki tengt olíuverði. Því reikna ég með að það verði nokkur óánægja. Málið er hins vegar það að við hefðum örugglega ekki fengið meira ef sett hefði verið á okkur sáttatillaga. Ef hún hefði ekki verið samþykkt þá hefði komið til laga- setning sem ekki hefði verið betra,“ sagði Sveinn Kristinsson samninga- nefndarmaður frá Sjómannafélagi Eyjafjarðar. Sveinn sagði ennfremur að almenn óánægja væri með kjörin hjá sjómönnum nyrðra og fiskverðs- ákvörðunin síðasta bætti ekki úr Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ: „Viðunandimálalok“ "Já, ég tel að þetta vcrði að teljast viðunandi málalok," sagði Guðján Á. Kristjánsson forseti Farmanns- og fiskimannasambands íslands við Títnann t gær. Hann sagði að þessi niðurstaða væri tvímælalaust betri en ef deilan hefði verið leyst með lögum. „Við tökum upp það nýmæli að tengja olíuverð því hversu há prósenta kemur til skipta og það má líta á það sem svo að með því ættum viö að tryggja að enginn hvati ætti að vera hjá löggjafanum að fara að skipta sér af okkar kjarasamningum ef olíuverð brcytist," sagði Guðjón. Aðspurður um hvað hcfði brcyst frá því á sunnudagskvöld þegar allt virtist komið í hnút sagði Guðjón að erfitt væri að segja um slíkt. Hitt væri þó Ijóst að mikill þrýstingur hafi skapast með vitncskjunni um að löggjafinn myndi grípa inn í deiluna. Það hafi hins vegar vcrið Ijóst að mikill vilji var fyrir því að ná sam- komulagi hjá öllum aðilum. Varðandi ávinninga scm tengdust yfirmönnum sérstaklega nefndi Guðjón tvær kröfur sem þeir hefðu fengið í gegn, en þær eru varöandi 4 sólarhringa frí á mánuði á öllum veiðum og hins vegar cftir siglingar, í hafnarfríi ættu menn lágmark 48 stundir frí. "Já, ég mun hiklaust mæla með því að þessir samningár verði samþykkt- ir," sagði Guðjón að lokunt. -BG Einar K. Guðfinnsson útgerðarmaður Bolungarvík: Vissan um lagasetningu ýtti við mönnum á ný “Við crum tiltölulega ánægðir nteð þetta og þá fyrst og írcmst aö tekist hafi að lciða þetta til lykta mcð samningum án þcss að til af- skipta löggjafans þyrfti að koma," sagði Einar K. Guðfinnsson útgcrð- arstjóri á Bolungarvík. „Nú hclur vcrið ákveðið mcð hvaða hætti kostnaðarhlutdeildinni vcrður skip- að í framtíðinni cn það hefur verið umdcildasti þáttur í kjarabaráttu sjómanna undanfarin ár og viö telj- um að með þcssu samkomulagi hafi málinu verið komið í þann farveg að allir aðilar eigi að gcta við unað," sagði Einar. Aðspurður um liver væri mégin munurinn milli vcst- firskra samninga og annarra sagði Einar: „Það eru fjölmörg minnihátt- ar atriði sent hafa verið öðruvísi hjá okkur, cn stærsta atriðið undanfarin ár er það að skiptaprósentan á togurum okkar hefur verið 0,5% hærri en annars staðar." Einar sagði að vitneskjan um það að lagasctning væri í sjónmáli hafi ýtt viö mönnum og sagöist hann telja að þrátt fyrir þann hnút sem málin hafi verið komin í á sunnudagskvöld liafi verið einlægur vilji manna að leysa málið mcð samningum. -BG Kristján Ragnarsson framkv. LÍÚ: »Utgerðii i áf ram rekin með 1 hagnaði“ "Við erum mjög ánægðir mcð að það tókst að ljúka þessu með sam- komulagi. Við gerðum samkomulag við undirmenn til eins árs og yfir- menn til tveggja ára sem bendir til batnandi samskipta. Þeir hafa tekið tillit til okkar sjónartniða og við til þeirra. Þannig hafa þeir fallist á að tengja olíuvcrðið skiptahlut og einn- ig hafa þeir komið til móts við okkar megin sjónarmið varðandi gámaút- llutningsmál," sagði Kristján Ragn- arsson framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna í gær. Aðspurður um hvort ekki hefði verið nær fyrir útgcrðarmcnn að halda stíft í sín fyrri tilboð og treysta þvt' að lagasetning myndi færa þeim betri hlut sagði Kristján: „Nei, og við höfðum aldrei áhuga fyrir því vegna þess að þegar slíkt gerist lifir deilan með aðilum og mönnum finnst sjálfgefið að rísa upp til ágreinings um leið og slíkri lagasetn- ingu er lokið. Þessi lagasetning átti ekki að standa nema til 1 .júlí og við hefðum allir illa mátt til þess hugsa ef ný rekstrarstöðvun kæmi til fram- kvæmda aftur á þessu ári.“ Aðspurður um þá tilslökun sjó- manna að tengja olíuverð skiptahlut fannst Kristjáni líklegt að það myndi gera lagasetningar óþarfar í fyrirsjá- anlegri framtíð ef breytingar yrðu á olíuverði. Kristján sagði að þessir samningar myndu kosta útgerðina í heild um 250-300 mílljónir á ári og „þetta skilur útgerðina eftir, eins og upp- gjör þjóðhagsstofnunar lítur út, með smá hagnaði." Hann vildi ekki segja hversu miklum hagnaði heldur ein- ungis að þeir væru ekki „neðan við strikið eins og svo oft áður.“ -BG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.