Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.01.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn SPEGILL lllllllllll! v«« kvöUna scm a s*tari. KVENSAMI KRÁAREIGANDINN H YRIR ári eða svo voru fram- haldsþættir í sjónvarpinu hcr á landi sem kallaðir voru „Allt í hers höndum". I’etta voru breskir gam- anþættir. Þeir gerðust í stríðinu í frönskuni smábæ, þar sem eigandi vcitingahúss þurfti að leika tveim skjöldum: Hann rak veitingastað sem var vinsæll hjá foringjum í þýska hernámsliðinu - og hann hýsti oft andófsmenn og flótta- mcnn, svo scm lallhlífahermenn bandamanna og njósnara. Úr þessu varð auðvitað mikil flækja. Kráareigandinn í myndinni er liinn mcsti kvennamaður og er ýmist í kcleríi við litlu og sætu gengilbeinuna, eða að blikka Helgu, ljóshærðu píuna úr þýska hernámsliðinu. - Þctta eru fyrst og fremst grín- þættir, scgir Gorden Kayc, scm leikur kvensama kráareigandann. Hann tekur fram í blaðaviðtali, að nafnið Gorden hafi orðið til fyrir prentvillu. Hann var skírður Gordon, en þegar hann var að byrja í leiklistinni, 27 ára gamall, varð þessi prentvilla, og hún hefur fengið að standa síðan, segir leikar- inn. Nú er verið að taka upp þriðju syrpuna af sjónvarpsþáttunum „Allt í hers höndum" , og þeir njóta mikilla vinsælda í Englandi og víðar. I fyrstu komu fram gagnrýnis- raddir, þar sem heyrðist að ekki væri viðeigandi að hafa að gaman- málum sögur um þýska hernáms- liðið, sem hefði orðið heilum þjóð- um svo mikil skelfing. Og svo væru sumir Þjóðverjarnir í myndinni gerðir allt of manneskjulegir, - og sumir bara góðir. En eins og Gor- den Kaye sagði, þá eru þættirnir ekki hugsaðir sem sögulegar heim- ildir - heldur er gamanið í fyrir- rúmi. -Ég leik víst aldrei Hamlet úr þessu, segir Gorden í fyrrnefndu viðtali, en cg er ánægður með hlutskipti mitt. Sérstaklega segist hann vera ánægður nieð þessa nýjustu þætti. Annars hefur Kaye leikið í mörg- um flciri sjónvarpsþáttum, svosem Coronation Street, sem gengið hef- ur árum, eöa áratugum saman, í Bretland. Gorden býr einn í íbúð sinni nálægt Thames í London, en hefur haldið húsi foreldrá sinna sem þau bjuggu í í Yorkshire. Móðir hans dó áður en Gorden hafði unnið sér frægð og frama, en pabbi hans fylgdist vel með framgangi hans. Þeir feðgar bjuggu saman þarna í Yorkshire, þar til faðirinn lést. Philippe einbcitir sér að jafnvægislistinni, og má ekki láta fossniðinn trufla sig, I drynjandi fossniði Niagara b lAÐ AÐ fer áreiðanlega hrollur um flesta sem sjá loftfimleika- manninn Philippe Petit tneð jafn- vægisstöng ganga á vír yfir gjána við Niagarafossa. Jafnvægis- stöngin gerir Philippe mögulegt að vinna þetta frægöarverk, en frá botni fossgljúfursins heyrist dynur eins og af lóíaklappi gífur- legs fjölda hrifinna áhorfenda. Philippe er frægur fyrir að liafa sýnt loftfimleikalistir sínar við skýjakljúfa New York borgar, en þó dynur frá umferðinni heyrist upp í háloftin, þá er það ekkert hjá hinum yfirþyrmandi fossniði Niagara. Föstudagur 16. janúar 1987 SVEITARSTJÓRNARMÁL Fjórðungsþing Norðlendinga Á laugardag birtist hér í dalknum ályktanir frá Fjórðungsþingi Norð- lendinga. Nú munum við halda áfr- am þar sem frá var horfið með samþykktar tillögur frá atvinnumála- nefnd þingsins. Fiskirækt og nýting jarðhitans Fjórðungsþing Norðlendinga telur brýnt að stuðlað sé að uppbyggingu fiskeldis í landinu, m.a. með tilliti til jarðhitans. Mælir þingið með fram- komnum hugmyndum Orkustofnun- ar um skipulegar rannsóknir á möguleikum til fiskeldis á Norður- landi og telur eðlilegt að ‘sveitarfé- lögin eða aðrir hagsmunaaðilar leggi fram 15% kostnaðar við það verk- efni að því tilskildu að 65% fáist á fjárlögum og 20% sé framlag Orku- stofnunar. Strjálbýlis- og grunnskólanefnd Á þinginu starfaði sérstök nefnd er fjallaði um sérmálefni strjálbýlis og grunnskóla. Hér á eftir fara tillögur þær sem komu frá þeirri nefnd og samþykktar voru sam- hljóða. Málefni grunnskólans Fjórðungsþing Norðlendinga fagnar ákvörðun menntamálaráð- herra um endurskoðun grunnskóla- laga. Við endurskoðun laganna er varað við hugmyndum um að færa stjórn grunnskólans með einum eða öðrum hætti úr höndum sveitar- stjórna. Þingið beinir því til þeirrar nefndar sem annast endurskoðun laganna, að þegar á næsta Alþingi fáist leiðréttingar á fjármálaskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi rekstur grunnskólans og bendir á í því sambandi: 1. Kostnaðarskipting á viðhalds- kostnaði skólamannvirkja fari eftir skiptingu á eignarhlutum ríkis og sveitarfélaga. 2. Ríkiö taki þátt í greiðslu orku- kostnaðar í þeim skólahverfum sem þurfa að búa við óhagkvæma orku- gjafa. 3. Ríkið greiði að öllu leyti kostnað við akstur grunnskólanemenda í dreifbýli. 4. Fræðsluskrifstofum og fræðslu- ráðum verði falin ábyrgð og umsjón með fjárhagsviðskiptum ríkis og sveitarfélaga um rekstur grunnskóla svo tryggja megi hagkvæmt skipu- lag. Hlutverk menntamálaráöuneyt- isins verði einkum fólgið í yfirstjórn og eftirliti með framkvæmd skóla- mála í landinu. 5. Sett verði skýr ákvæði í grunn- skólalögin um samstarf sveitarfé- laga um skólarekstur m.a. með tilliti til ákvæða sveitarstjórnarlaga um byggðasamlög. Framleiðslustjórn í landbúnaði Fjórðungsþingið telur að á meðan framleiðslustjórnunin í landbúnaði er nauðsynleg, þá verði hún að ná til allra búgreina þannig að sam- ræmis verði gætt um fjölbreytt fram- boð landbúnaðarvara og heildar- markmiði framleiðslustjórnunar verði náð. Jafnframt lýsir þingið stuðningi við setningu svæðisbúmarks. Landnýtingaráætlun Fjórðungsþingið beinir þvi til fjórð- ungsstjórnar að fram fari ítarleg kynning á áliti landnýtingarnefndar fyrir næsta fjórðungsþing. Dreifbýlisnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga Fjórðungsþingið beinir því til Sambands íslenskra sveitarfélaga að á vegum þess starfi áfram dreif- býlisnefnd, sem tilnefnd er af lands- hlutasamtökum sveitarfélaga. - HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.