Tíminn - 16.01.1987, Side 5

Tíminn - 16.01.1987, Side 5
Föstudagur 16. janúar 1987 Tíminn 5 Valur Valsson, bankastjóri lönaöarbankans: Okkur hefur ekki verið settur neinn frestur Fargjaldafrumskógur hjá SVR: Þrír verð- flokkar full- orðinsgjalda BJ birtir framboð í Reykjavík Bandalag jafnaðarmanna sló í gær þrjár flugur í einu höggi. Kynnti framboðslista BJ í Reykja- vík, hélt uppá 4ra ára afmæli Bandalagsins og sendi lögmann á fund fógeta með innsetningar- beiðnir til endurheimtu á fjármun- um, bókhaldi og öðrum gögnum, sem fyrrum þingmenn flokksins tóku með sér þegar þeir yfirgáfu BJ og gengu í aðra flokka. Meðal þess sem BJ býst við að endur- heimta með innsetningu er spari- sjóðsbók sem inná var rúmlega 1 millj. króna en nú nær helmingi minna að því er heimildir segja. Um innheimtu á hinum horfna helmingi mun fara eftir því hvað fram kemur um ráðstöfun þeirra peninga samkvæmt bókhaldinu, að sögn BJ manna. Hafi peningarnir verið notaðir til einhvers/hverra sem ekki kemur Bandalaginu við yrðu þeir innheimtir á annan hátt. Bandalagsmenn bentu á það að Bandalag jafnaðarmanna hefði aldrei verið lagt niður, og bæði bókhald og fjármunir tilheyrðu því þótt fyrrum þingmenn hafi haldið á braut. Að þeir skyldu taka allar eignir og gögn Bandalagsins með sér væri álíka og það ef einn íbúi fjölbýlishúss legði hald á hússjóð- inn um leið og hann skipti um verustað. „Við stóðum hér uppi allslaus nema hvað þeir skiídu eftir nokkur plaköt.“ Hvað stefnu flokksins sncrti kváðust þeir bandalagsmenn halda áfram að vinna að þeim kerfis- breytingum sem Vilmundur Gylfa- son mótaði upphaflega. Varðandi einstaka málaflokka kom fram að húsnæðismálin eru ofarlega á baugi. í því efni vilja bandalags- menn gera algera kerfisbreytingu, sem leiði til meira öryggis og forði almenningi frá þeim stöðugu upp- boðshótunum sem hann á yfir höfði sér í núverandi kerfi. Hið nýja lánakerfi sem nú er að koma til framkvæmda telja BJ-menn að muni hafa í för með sér uppboðs- bylgju hjá 4-6 þús. manns innan nokkurra ára. Bandalagsmenn setja markið hátt - stefna að því að fá 7 þingmenn á landinu öllu. Ekki drógu þeir þó í efa að baráttan framundan yrði erfið - en hún væri nú að hefjast af fullum krafti. Starfið nú byggðist á kjarna sem staðið hefði með BJ gegn um þykkt og þunnt og við bættust svo nýir félagar og hópar. Lítið fylgi í skoðanakönnunum að undanförnu hafi verið eðlilegt á meðan fólk hafi ekkert heyrt frá Bandalaginu nema í nokkrum blaðagreinum. Fjölmiðlar hafi aðeins fjallað um sprenginguna í flokknum og komið því inn hjá fólki að þingmennirnir hafi verið það sama og Bandalagið. Fram kom að stutt sé í að framboðslistar verði birtir í Suður- landskjördæmi og Norðurlandi- eystra og framboðsmál séu í gangi í öllum hinum kjördæmunum. -HEI Slökkviliðið við störf í kaffistofu starfsmanna gatnamálastjóra við Sævar- höfða. Þar braust út eldur í fyrrinótt í annað sinn á tveimur sólarhringum. Ártúnshöföi: Brennuvargur gengur laus ítrekaöar íkveikjur síðustu daga Flest bendir til að brennuvargur gangi laus og athafni sig í Ártúns- höfða. Síðustu tvo sólarhringa hafa „Fræðslustjóramálið“: Sjálfstæðismenn bíða Sverris - og frekari skýringa á brottrekstrarákvörðun hans Greinilegt er að þingmenn Sjálf- stæðiflokksins bíða heimkomu Sverris Hermannssonar mennta- málaráðherra úr fundarferð um kjördæmi sitt, Austurland, því þeir telja þörf nánari skýringa í málinu. Þetta kom skýrt fram í máli tveggja þingmanna flokksins, þegar Tíminn ræddi við þá. „Ég veit ekki til þess að störf Sturlu Kristjánssonar séu með þeim hætti að veita eigi honum lausn frá embætti" sagði Halldór Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi eystra í viðtali við Tímann. Halldór bíður þess nú að hitta menntamálaráðherra þegar hann kemur úr ferðalagi sínu um Austur- land og sagðist vilja ræða þessi mál við Sverri augliti til auglitis. Þetta væri stærra mál en svo að það verði rætt í gegnum síma. Friðrik Sóphusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist ekkert hafa um málið að segja. „Ég bíð eftir því að menntamálaráðherra geri frekar grein fyrir málinu" sagði Friðrik. Ekki tókst að ná sambandi við Ólaf G. Einarsson formann þing- flokks Sjálfstæðismanna til að fá upplýsingar um hvort þinglokkurinn mundi fjalla um málið. ÞÆÓ brotist þar út þrír eldsvoðar og bendir allt til þess að um íkveikju hafi verið að ræða í öllum tilfellum. Aðfaranótt þriðjudags var laus eldur í kaffistofu starfsmanna gatna- málastjóra við Sævarhöfða og einnig var þá á sama tíma laus eldur í húsi Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem er skammt frá. í fyrrinótt kl.00.41 tilkynnti lög- reglan slökkviliðinu að eldur væri á ný kominn upp í húsi Stangaveiðifé- lagsins. Þegar slökkvilið kom á stað- inn var mikill reykur í húsinu. Reykkafarar fóru inn í húsið en enginn eldur var sjáanlegur, þó var mikill hiti í húsinu. Ljóst var að mikill yfirborðseldur hafði leikið um eitt herbergi hússins og er öruggt að um íkveikju var að ræða. -HM Rúmlega 8 kr munur á almennum fullorðinsfargjöldum Eftir síðustu fargjaldahækkun Strætisvagna Reykjavíkur virðast flugfélögin hafa misst einokun sína á hugtakinu fargjaldafrum- skógur. Nú eru í raun í gangi sex mismunandi verðflokkar á stræt- isvagnagjöldum, þar af þrír verðflokkar fullorðinsgjaida. Munar þar rúmum 8 krónum á hæsta og lægsta fargjaldi. Ef fyrst er litið á þessi fullorð- insfargjöld, þá eru 7 miða far- gjaldakort dýrust, en þau kosta 200 krónur eða 28,57 krónur hvert far. Almennt fargjald er 28 krónur, en 26 miða afsláttarkort kostar 530 krónur eða aðeins 20,38 krónur hvert far. Aldraðir 67 ára og eldri og öryrkjar eiga kost á sérstökum afsláttarkortum með 26 miðum á 265 krónur eða rétt rúmlega 10 krónur hvert l'ar. Þá kosta einstök barnafargjöld 8 krónur, en. 28 miða kort 150 krónur eða 5,36 krónur hvert far. Af þessari upptalningu má sjá að öriítil fyrirhyggja í farmiða- kaupum getur sparað þó nokkrar krónur á degi hverjum. -HM Þrir efstu menn á framboðslista Bandalags jafnaðarmanna í Reykjavík: Anna Kristjánsdóttir bankastarfsmaður, Helgi Birgir Schiöth háskólanemi og Guðmundur Óli Scheving vélstjóri. í þrem næstu sætum eru: Aðalheiður B. Sveinbjömsdóttir gjaldkeri, Asmundur Reykdal verkstjóri og Georg Ottó Georgsson nemi. Tímamynd Pjeiur Bandalag jafnaöarmanna heldur upp á 4 ára afmælið: „Það fæst engin niðurstaða í þessu máli í dag, enda hafa okkur aldrei verið settir neinir frestir eða skilyrði í þessum viðræðum af neinu tagi. - skýrar línur í næstu viku nema þau að við reyndum að flýta þessu eins og hægt væri. Hins vegar á ég von á því að línur skýrist í þessu máli strax eftir helgina," sagði Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbank- ans og annar fulltrúi hans í samein- ingarviðræðum bankanna. „Það hefur verið boðaður fundur í Seðlabankanum í dag, þar sem nýjar upplýsingar frá matsmönnum verða lagðar fyrir. Upp úr því munu menn síðan meta stöðuna. - Verður það lokapunktur í upp- lýsingaleit ykkar ? „Á þessu stigi geri ég ráð fyrir því. Eftir það munu allir aðilar nreta stöðuna og taka sína ákvörðun." Aðspurður sagði Valur það rangt, sem ýjað hefur verið að manna á meðal að einkabankarnir hafi dregið við sig svör og annað, vegna þess að það þjónaði þeirra hagsmunum. „Við höfum enga hagsmuni af því. En ég vil segja það, að um | misskilning er að ræða þegar menn I segja að þetta hafi gengið hægt. Hér I er um svo stórt mál að ræða og þess I vegna þörf mikilla upplýsinga, sér- staklega þar sem engar upplýsingar lágu fyrir þegar viðræður hófust. Ég veit heldur ekki til þess að nokkuð hafi strandað á okkur, vegna þcss að I við höfum ekki lagt fram upplýsing- ar.“ - En hvernig metur þú stöðuna.nú þegar málið er komið á lokasprett ? „Ég vil ekkert um það segja. Það er ekki tímabært á þessari stundu, við erum ekki búnir að fá allar upplýsingar," sagði Valur Valsson. -phh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.