Tíminn - 16.01.1987, Page 9

Tíminn - 16.01.1987, Page 9
Föstudagur 16. janúar 1987' Tíminn 9 VETTVANGUR Úr stríði Dana við drykkjuskapinn II: Áhrif vínandans á líkama okkar í dag er ætlunin aö kynna annan kafla í bók Finns Hardt um áfeng- ið. Leið áfengis frá flösku til heila. Eins og áður er sagt óskum við þess að njóta þægilegra andlegra áhrifa ölvunarinnar, sem verða þegar heilafrumurnar verða fyrir áhrifum vínanda sem blóðið flytur. Fyrri jákvæð reynsla veldur því að yfir okkur hýrnar strax og við sjáum brennivínsflöskuna eða rauðvínsglasið fagurrautt. Við styrkjum þessi andlegu áhrif víns- ins með því að skapa neyslunni hátíðleika. Við þefum af víninu, horfumst í augu og skálum. Þannig erum við andlega undir- búin. Áhrifin styrkjast þegar vín- andinn nær til bragðlauka og munnvatnskirtla og örvar matar- lystina. Þetta veldur því að áfengis- menning okkar er að verulegu leyti tengd matarvenjum og borðsiðum. Við byrjum oft góða máltíð með drykk, að sjálfsögðu til þess að leysa sálrænar hömlur af gestun- um, en jafnframt til að glæða lyst á því sem á borð er borið. Áfengið kemur fljótlega frá maganum og tólffingraþarmi inn í blóðið, gegnum lifrina og þar með í hringrás blóðsins. Það gerist skjótar ef maginn er tómur eða vínið freyðandi. Fáum mínútum eftir að við drekkum úr glasinu getum við fundið að áfengið nær heilanum. Deiling og brennsla vínandans Áfengið berst með blóðinu til allra líkamshluta og blandast vatni því sem við höfum öllí líkamanum. Meira vatn er í körlum, meira en tveir þriðju af líkamsþyngdinni. 1 iíkama kvenna er bara liðugur helmingur vatn. Vínandinn hverfur úr líkaman- um með tvennum hætti; lifrin breytir honum í lofttegund sem við öndum frá okkur um lungun og í vatn sem við losnum við um nýrun. Frumur lifrarinnar eru ríkulega gæddar enzymum sem geta brotið vínanda niður. Það er hægt að stöðva niðurbrot þeirra með ant- abus. Þá myndast efni sem hafa mjög óþægileg áhrif. Karlmaður 80 kg. 68% vatn 54,4 kg. Kona 50 kg. 55% vatn 27,5 kg. Hvort um sig drekkur hálfflösku af víni = 3 staup = 36 gr. vínandi. Ölvunin reiknast svo: grömm af vínanda drukkin Vatn í líkamanum Karlinn Konan 36 36 ----------------------- = 0,7 0/00 ----------------------- = T3 0/00 80 x 0,68 50 x 0,55 Hjá sumum austrænum þjóðum gerist þetta niðurbrot vínandans öðru vísi en hjá okkur. Það er eins og þeir hafi tekið antabus í smáum stíl. Þetta fyrirbæri (kallað aust- ' rænn roði) á meðal annars þátt í því að misnotkun áfengis er fágæt- ari austur þar. Hve miklum vínanda eyðir lifrin á einni klukkustund? Afköst lifrarinnar fara eftir stærð hennar sem stendur í hlutfalli við líkamsþungann. Fyrir hvert kg af þyngd okkar getur lifrin eytt einum hundraðasta úr einu staupi. Það þýðir að sá sem er 50 kg losnar við hálft staup á klukkustund en sá sem er 100 kg eitt fullt. Það er því mjög misjafnt hve fljótt við brenn- um vínandanum og við getum misreiknað okkur hrapalega ef við treystum því sem oft er sagt að eitt staup (10-12 grömm) eyðist á fimm stundarfjórðungum. Það á aðeins við þá sem eru nálægt 70 kg á þyngd. Við getum ekki flýtt niðurbroti vínandans, hvorki með svörtu kaffi, örvandi lyfjum né öðrum húsráðum, sem margir hafa trú á. Hvað er eitt staup? Margar forskriftir tilheyra áfeng- ismenningu okkar og miða allar öðru fremur við það að hjálpa okkur að njóta ölvunar án þess að það eitri okkur. Þar af leiðir m.a. að við látum vínandamagn drykkj- anna ráða stærð glasanna sem not- uð eru. Þegar við tæmum eitt snapsglas, eitt portvínsglas, eitt vínglas eða ölkrús fáum við 10-12 grömm af vínanda, og það áfengis- magn köllum við gjarnan eitt staup. Vínandamagnið er stundum tal- ið eftir rúmmáli í ml. hreins vín- anda í drykknum og verður það hlutfall um það bil 20% hærra en þyngdarhlutfallið. Það er mjög erfitt að hafa reiður á hve mikið áfengi er drukkið þegar við í samkvæmum drekkum sterka drykki eins og wisky, gin, vodka o.þ.h., sérstaklega ef það er borið fram ýmislega blandað í kokteilum eða blandað með sóda- vatni. A veitingastöðum nota menn bikarmál til að fylgjast með áfengismagninu en annað er þegar gestgjafinn blandar af örlæti sínu eða neytandinn blandar sjálfur, oft meira og meira eftir því sem líður á kvöldið. Hvað er prómill? Hversu drukknir við virðumst fer eftir því hve mikill vínandi er í blóðinu og berst til heilans en að nokkru fer það eftir því hve vön Þyngri skrokkur, stærri lifur, því meiri brennsla. Hverju kg. líkamsþyngd- ar fylgir að 1/100 úr einu staupi eyðist á klst. Karlinn brennir á klst. 80/100 úr staupi þ.e. 3 staup á liðlega 3 klst. Konan brennir á klst. 150/100 úr staupi þ.e. 3 staup á rúmlega 6 klst. við erum drykkjunni. Enda þótt sumir vanir drykkjumenn kunni að virðast lítt drukknir þó þeir hafi drukkið verulega kemur í ljós við sérstaka athugun að starfsemi heil- ans er verulega lömuð. Þetta hefur sérstaklega þýðingu í umferðinni, þar sem mjög reynir á árverkni og snarræði svo að ekki verði slys. Það er ekki tilefnislaust að þjóð- félagið ieggur þunga refsingu við ölvunarakstri. Margir þeirra sem valda alvarlegum umferðaslysum eru ölvaðir. Það er ekki bara hörmuleg óhöpp, þegar fólk sem sjaldan drekkur er ógætið einstakt kvöld. Hjá mörgum dauðaslysbíl- stjórum hafa fundist einkenni lang- vinnar ofdrykkju, t.d. skorpulifur. Tölfræðin sýnir að nálega þriðjung- ur þeirra sem farast í umferðaslys- um fellur í tengslum við áfengis- neyslu. Það nær til fleiri en þeirra sem sjálfir eru ölvaðir. Hættan af refsingu verður mörg- um hvöt til að reikna hvar hann sé staddur og hvað sé óhætt eftir drykkjusamkvæmi. Það er svo erf- itt reikningsdæmi að rétt er að fylgja heilræðinu: Sértu í vafa, láttu þá vera. Skynsamlegast er að taka ákvörðun um akstur áður en drykkjan byrjar meðan maður er nógu klár í kolli til að meta af- leiðingar gjörða sinna. Blóðrannsókn leiðir í ljós hve mörg grömm vínanda eru D'hverj- um blóðlítra. Vínandinn er þar, eins og annars staðar í líkamanum, blandaður vatni. Hvernig þetta mælist fer eftir þessu: * Hve mörg staup höfum við drukkið. Oft er örðugt að reikna hvað drukkið er á einu kvöldi. Á að meta fyrsta drykkinn 1 eða 2 staup? Drakk ég 3, 4 eða 5 glös af rauðvíni? Hellti ég ekki ríflega wisky í síðasta drykkinn? * Hvað langan tíma höfum við fengið til brennslu? Venjulega er auðveldara að vita hvenær við hófum drykkjuna en að finna út hvenær seinasti sopinn var meðtekinn. * Hversu fljótt eyðist vínandinn í hverjum einstökum? Eins og áður er sagt er það mjög breytilegt frá einum til annars. * Hvaðmikiðvatnerímanninum? Grannur maður hefur í ser meira vatn en feitur maður jafnþungur og karlmaður meira en kona af sömu þyngd. Umferðarlög og áfengismagn í umferðarlögum eru ákveðin föst takmörk. Gerður er greinar- munur á prómilluakstri þar sem hlutfalið er 0.81-1.20 0/00 og fylli- akstri þar sem mælist meira áfengi en 1.20 0/00. Fyrir prómilluakstur fá menn venjulega sekt og skilorðs- 1 bundinn missi ökuskírteinis. Mæi- , ist áfengi yfir 1.50 0/00 er dómurinn oft fangelsi og skilyrðislaus missir ökuskírteinis. Auk þess kunna menn að fá dóm fyrir brot á umferðarlögum sem ekki snerta áfengisneyslu. Ef lögreglan stöðvar okkur hefur hún vald til þess að mælast til að við blásum í blöðru. Sé áfengi í blóðinu er það líka í loftinu sem við öndum frá okkur. Þegar við blásum blöðruna upp kemur í ljós gulleit rönd sem verður græn ef vínandi er í loftinu. Þegar svo reynist lætur lögreglan taka sýnis- horn af þvagi eða blóði svo að fram komi nákvæmlega hvert hlutfallið er. Þar að auki má þá reikna hvað því hefur liðið þegar aksturinn var hafinn. Hér langar þýðanda til að bæta við endursögn á litlu ljóði úr dönsku dagblaði. Það var lesanda- bréf en ritstjórinn segir að efni þess leiði að því sem kallast megi daglegur viðburður í Danmörku: Pað var maður sem drakk og harm dó. En það var annarsem ekki drakk og hann andaðist líka. Samt varð það ekki samtímis. Sá sem drakk ekki dó fyrri þar sem hinn sem drakk 1 ók yfir hann. H.Kr. TÓNLIST Strengleikar í Áskirkju Á listahátíð 1982 var margt frægra snillinga, svo sem endranær, en þó þótti mér einna mest koma til Strengjasveitar Tónlistarskólans, sem Mark Reedman stjórnaði en Sigrún Eðvaldsdóttir lék einleik. Á þeim tíma var mikið einvalalið strengleikara í Tónlistarskólanum, og nú er margt af því unga fólki, sem þá skipaði Strengjasveitina, í fram- haldsnámi í útlöndum. Nú um jólin heyrðum við a.m.k. fimm fiðlustúlk- ur frá þessum árum, sem allar komu heim í frí frá Bandaríkjunum yfir hátíðarnar, Sigrúnu og Sigurlaugu Eðvaidsdætur sem spiluðu í kvartett hjá Kammermúsíkklúbbnum, og Auði Hafsteinsdóttur, Bryndísi Pálsdóttur og Svövu Bernharðsdótt- ur, sem spiluðu tríó og dúó í Áskirkju 7. janúar. Svava spilar á lágfiðlu og er lengst komin í fræðun- um þeirra þriggja: hún er búin að ljúka Mastersprófi og stefnir nú á doktor í fiðluleik, en Auður og Bryndís er langt komnar með Bac- helorsnám sitt. Svava hefur óvenju- lega fallegan og syngjandi tón, en tilþrifamestur þótti mér þó leikur Auðar í Serenöðu Kodalys op. 12. Bryndís og Svava eru saman í Juilliu- ard-skólanum og hafa sýnilega spilað mikið saman, þvíþærfluttu tvö dúó, annað eftir Mozart (nr.2 í B-dúr) og hitt eftir Martinu (þrír madrigalar), sem hann samdi eftir að hafa hlýtt á systkinin Fuchs spila B-dúr dúó Mozarts. Martinu er annars sterkur í madrigölum, því fyrr í vetur spilaði Guðný Guðmundsdóttir „Five ma- drigal stanzas" eftir hann á háskóla- tónleikum, en þær „stönzur" samdi Martinu handa Albert Einstein. Tónleika sína byrjuðu þær stöllur annars á Terzettu op. 74 eftir Dvorák. Varla þarf að taka fram að þetta voru mjög fínir tónleikar, stúlkurnar þrjár kunnáttufullar og vel æfðar. Vonandi snúa þær heim til föður- landsins að námi loknu, og munu þá lyfta enn tónlistarlífi voru. Sú var tíð, og ekki fyrir löngu, að heldur illa leit út með strengjamál þjóðar- innar, en nú virðist allt vera að snúast á besta veg í þeim efnum. Sig.St.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.