Tíminn - 18.01.1987, Side 8
8 Tíminn
Sunnudagur 18. janúar1987
Ekkja Hemingways látin:
Erfðaskráin vekur undrun
Ernest Hemingway, rithöfundur. Ekkja hans mismunar barna-
börnunum í erfðaskránni.
Giiridevananda Avadhuta jógi, sem var hér á landi og starfar
við að auka velferð allra á jörðinni, verður að sætta sig við að
skilja Sovétr íkin útundan. Þar gætir annar velferðar þegnanna.
Jógar ofsóttir
af kommúnistum
UÍnDRUN laust niðja hins
fræga rithöfundar, Ernest Hem-
ingway, þegar erfðaskrá ekkju
hans, sem nú er nýlátin, var
opnuð.
í ljós kom, að hún hafði
aðeins arfleitt aðra af tveimur af
afadætrum hans sem hafa lagt
kvikmyndaleikinn fyrir sig.
Margaux var nefnd til skjalanna,
en Mariel ekki.
Erfðaskráin, sem opnuð var í
hæstarétti í Manhattan í byrjun
desember síðastliðnum, gerði
ráð fyrir að meginhluti arfsins,
sem liggur eftir hana og mann
hennar, Ernest, sem skaut sig til
dauða árið 1961 á heimili þeirra
í Idaho, rynni til lækna-,
mennta- og náttúruverndunar-
stofnana.
Margaux Hemingway, sem
fræg er fyrir leik í kvikmyndinni
„Lipstick“ og hefur getið sér
orðs sem fyrirsæta, eftir að hún
tókst á hendur stranga megrun,
hlaut testell frá 19. öld og forna
hálsfesti í sinn hlut. Önnur tvö
barnabörn rithöfundarins hlutu
einnig einhverja skartgripi.'
Systir Margaux, fyrrnefnd
Mariel, sem lék aðalhlutverk í
kvikmynd Woody Allens „Man-
hattan“ auk hlutverka í „Person-
al Best“ og Star 80“, fékk engan
arf.
Hún vildi ekkert láta eftir sér
hafa, eftir að ljóst var hver
hugur ekkjunnar var, þá erfða-
skráin var opnuð. Mariel þarf
þó ekki að örvænta um framtíð-
ina, því að auk þess að vera
vinsæl leikkona er hún hluthafi í
veitingastað sem rekinn ér í
Manhattan.
Mary Hemingway, sem dó
hinn 27. nóvember sl., 78 ára að
aldri, var fjórða kona rithöf-
undarins. Þau höfðu gift sig árið
1946, en hjónabandinu lyktaði
sem fyrr segir með sjálfsmorði
bóndans. Hús þeirra í Idaho var
ánafnað samtökum sem bera
hag villidýra fyrir brjósti.
Stofnun Ernest Hemingway
hlaut einnig hlut úr dánabúinu,
200.000 dollara, til að stofna
sjóð sem veitt yrði úr árlega til
efnilegra rithöfunda sem aldrei
hefðu fengið gefin út verk eftir
sig.
RtÍKISDAGBLAÐ í Sovét-
ríkjunum varaði fyrir nokkru
við Yoga-kennslu þar sem hug-
myndir að baki hugleiðslunnar
væru hættulegar hugmyndafræði
kommúnismans.
Sovetskaya Kultura taldi að
Yoga, þar sem ræktuð er inn-
hverf íhugun og æfingar byggðar
á heimspeki hindúa sem telja
að með því nálgist menn hinn
sanna og fullkomna anda, gæti
leitt til geðklofnings, varanlegr-
ar afbökunar líkamans og
skemmda á mænu.
Tilgangur Yoga, að renna
saman við sjálfið í hafsjó hinna
helgu markmiða, er andstætt
hugsunarhætti kommúnista og
þeirra hugmyndafræði, segir í
blaðinu.
Einn Yoga kennaranna í
Sovét, YA. Koltunov, var rek-
inn úr kommúnistaflokknum
fyrir að vera leiðtogi flokks sem
væri orðinn „hreiður dularfullra
skoðana andstæðra hugmynda-
fræði okkar“, stendur ennfrem-
ur í því merka menningarriti
Sovétmanna.
„Enn eru til hópar og félög
sem eiga leiðtoga sem í Yoga
æfingu sinni, Kóbrastellingunni,
snú öfugir á haus og spúa eitri á
kerfi okkar,Hand og þjóð. Við
verðum ætíð og alls staðar að
berjast gegn þessu hávum and-
legrar farsóttar,“ segir blaðið að
lokum.