Tíminn - 18.01.1987, Qupperneq 11

Tíminn - 18.01.1987, Qupperneq 11
Tíminn 11 Sunnudagur 18. janúar 1987 Eins og þeir Rowland og Mol- ina óttuðust þegar fyrir tólf árum þá gerist ósonlagið í 35-40 km. hæð æ þynnra, og sýna mælingar gervihnattarins Nimbus 7 að það minnkar um hálft prósent á ári. Ætti það að hafa rýrnað um 15% frá því er notkun spraybrúsa hófst um 1960. Það hefur Crist- oph Bruhl við Max Planck stofn- unina reiknað út. En bægi andrúmsloftið eftir sem áður frá um 99% útfjólu- bláu geislanna, þá er það að þakka því að þetta nýja ósonlag hefur myndast nær jörðu. í um 20 km. hæð hefur ósonlagið á undanförnum 100 árum minnst tvöfaldast. Á það m.a. rætur að rekja til útblásturs bifreiða, verksmiðja og raforkuvera. Þær gastegundir sem frá þessu berast verða til þess vegna flókinna efnafræðilegra breytinga að hlaða upp miklu magni af nýju ósoni. Umskiptin á ósonlögunum hafa nýjar hættur í för með sér. Hinir öflugu útfjólubláu geislar komast nú lengra inn í andrúms- loftið og hita þannig upp neðri loftlögin. Vegna þessa óttast menn að hitastig á jörðinni hækki. Þessar breytingar geta orðið enn meiri af völdum sömu efnanna og eru orsök röskunar- innar á ósonjafnvæginu. Mörg þeirra efna, svo sem klór- flúorkolefnin telja vísindamenn til „gróðurhúslofttegundanna,“ þ. e. til lofttegunda sem stuðla að hækkuðu hitastigi. Þær loft- tegundir hleypa sólarljósinu óhindrað niður til jarðar, en hindra aftur á móti að hita- streymið komist út í geiminn aftur. Tölvuútreikningar hafa sýnt að um miðja næstu öld gæti hitastigið á jörðinni hafa hækk- að um tvær eða þrjár gráður. Pað mundi valda miklum breyt- ingum á loftslagsbeltum jarðar og tilflutningi á þeim. Ósonhjálmurinn Enn áþreifanlegri er sú hætta sem stafar af þeim ógurlega mikla ósonhjálmi sem hvelfist yfir mestu iðnaðarsvæði heims- ins. Þessi lofttegund, sem ólíkt súrefni er samsett úr þrem atóm- um, en ekki tveimur, er afar eitruð. Þannig nægir aðeins ör- lítið af ósoni til þess að stöðva ljóstillífun í plönturíkinu. Nú er algengast að ósonmagn- ið sé 40 til 80 af milljón úr grammi í hverjum rúmmetra í loftinu á iðnaðarsvæðum. Það er helmingi meira en var fyrir 100 árum. þetta hlutfall getur orðið 300 af milljón á sumrum, þegar sólin hvetur innbyrðis efnabreytingar í mengunarefn- um í loftinu. Jurtir verða fyrir áhrifum af þessu. í Sviþjóð og í Hollandi hafa menn tekið eftir skemmd- um á matjurtum af völdum ósons. Það eru brúnir flekkir á blöðunum, svonefndir veður- flekkir og sjást mjög oft á blöð- um tóbaks og spínats. Talið er að uppskerurýrnun vegna þessa nemi um 80 milljörðum ísl. króna í Hollandi árlega. Skóga- dauðinn í Evrópu er ekki aðeins súru regni að kenna, heldur ósoni líka. Læknar þykjast vera farnir að sjá fyrstu merkin um ósoneitran- ir hjá mönnum í formi truflana á slímhúð, ekki síst í augum. Þeir sem iðka hlaup mæðast fyrr. Einkum getur óson þó leitt til erfiðra asthmasjúkdóma. Má stöðva þróunina? Höfuðorsök uppsöfnunar ós- ons eru köfnunarefnisoxíðin, sem þegar þau blandast saman við önnur skaðleg efni, einkum þó kolmónoxíð og kolvetni mynda óson. Þó er árlega, t.d. í V-Þýskalandi, hleypt meira en þrem milljónum tonna af köfn- unarefnisoxíðum út í andrúms- loftið. Þar valda bílar um helm- ingi skaðans. Ekki er að sjá að köfnunarefn- isoxíðsframleiðsla muni minnka mikið á næstunni. Þó væri eng- inn vandi tæknilega séð á því. Hreinsibúnaður sá sem settur er í bíla í Japan og í Bandaríkjun- um skilur einmitt frá þau efni sem auka ósonmyndun. En vegna þess að lög um mengun eru mjög slök í Efnahagsbanda- lagslöndunum er ekki mikillar breytingar að vænta þar. En þótt gripið verði til allra tiltækra ráðstafana munu klórflúor- kolefnin eyða efra ósonlaginu hraðar, en hægt yrði að minnka ósonmagnið í neðri lögunum. í síðasta lagi um miðja næstu öld verður ástandið því orðið óheill- avænlegt. Bandarísk stjórvöld þrýsta nú á um að alþjóðlegt samkomulag náist um að draga úr framleiðslu Náttúrulega ósonlagið í 40 km. hæð er að eyðast, en nýtt ósonlag hleðst upp nær jörðu vegna mengunarefna. Þar með komast útfjólubláu geislarnir nær jörðu og gætu valdið stórfelldum breytingum á hitastigi á jörðinni og piöntudauða vegna eituráhrifa osonsins. Athuganir breskrá vísindamanna og gervihnatta hafa sannað að gat hefur myndast yfir suðurskautinu, sem fer æ stækkandi og er nú á stærð við Bandaríkin. á klórflúorkolefnum og njóta þar verulegs stuðnings margra þjóða. En tíminn er naumur. Þótt komið yrði í veg fyrir framleiðslu á efninu nú þegar mundu efnin halda áfram að herja á ósonlagið í tíu ár enn. Það tekur klórflúorkolefnismól- ekúlin nefnilega tíu ár að berast frá jörðu 40 km út í geiminn. 1979 Ameríka landiö 1982 1985 að óson er meira en gerist víða annars staðar. Það er minna við pólana en meira á þeim breiddargráðum sem ég nefndi áðan og svo minnst við mið- baug.“ Ef taflan er skoðuð kemur í ljós að ósonið er mest snemma vors en minnkar svo fram undir áramót en fer þá að aukast aftur. „Svona gengur þetta einfaldlega fyrir sig hér á þeim breiddargráðum sem við erum.“ - En hvað með mælinguna sjálfa, hvernig fer hún fram? „Það er nú dálítið flókið að útskýra það í stuttu máli. Tæk- ið heitir „spectrophotometer" og hefur verið kallað „litrofs- ljósmælir“ á íslensku þó óþjált sé. Tækið mælir styrk ljóss á mismunandi bylgjulengdum. Þegar það er notað til óson- mælinga eru það bylgjulengdir á útfjólubláa sviðinu sem verið er að mæla. Það er svo að óson gleypir ljósið mjög vel á vissum lengdum en aftur mjög illa á öðrum. Það sem gert er er þá að bera saman niðurstöður á milli bylgjulengda og þannig reiknað út magn ósons. Magn- ið er reiknað út við ákveðin stöðluð skilyrði eins og það væri allt við yfirborð jarðar, hitastigið væri 0° og loftþrýst- ingur 1013 mb.“ - Hvað með gatið í ósonlag- inu yfir Svalbarða sem fréttir hafa borist af? „Ég hef nú verið að skoða gögn frá mælistöð þar í norsku byggðinni sem þar er, en ég gat nú ekki séð að þær tölur væru mjög uggvænlegar. Skýringar á þessum fréttum þykja mér líklegastar að séu að þessar tölur séu eitthvað lægri en venjulega, en óson er mjög mikið á þessum slóðum eimitt í mars og apríl sem eru þeir mánuðir sem um er talað. Hins vegar eru þessar tölur, eða frávikin, hreint hverfandi mið- að við það sem hefur verið að gerast á suðurpólnum." - Nú hefur komið fram hver lárétta dreifingin er, en hvað með lóðrétta dreifingu ósons- ins? „Það hafa víða verið gerðar mælingar á því með þessu sama tæki. Osonið er mest á okkar slóðum í ca 20 km hæð, yfir pólunum er það í 17 km hæð en 26-27 km hæð yfir miðbaug. Síðan er það minna allt niður að jarðaryfirborði og minnkar svo aftur frá þessari hæð og uppúr. Það sem við mælum hér er einungis heildarmagnið í cm miðað við að það væri allt komið niður að yfirborði jarðar, um lóðrétta dreifingu þess getum við ekkert sagt.“ ’78 '79 '80 '81 ’82 '83 ’84 ’85 ’86 Meðaltal Febrúar 0,362 0,413 0,365 0,399 0,435 0,303 0,351 0,377 0,307 0.368 cm Mars 0,407 0,451 0,404 0,445 0,419 0,399 0,411 0,386 0,411 0,415cm Apríl 0,396 0,431 0,422 0,392 0,412 0,397 0,421 0,384 0,392 0,405 cm Mai 0,406 0,419 0,411 0,387 0,404 0,367 0,381 0,373 0,388 0,393 cm Júní 0,369 0,361 0,368 0,367 0,375 0,356 0,358 0,359 0,350 0,363 cm Júlí 0,337 0,358 0,364 0,338 0,347 0,342 0,340 0,350 0,334 0,346 cm Ágúst 0,305 0,341 0,330 0,326 0,348 0,319 0,313 0,325 0,318 0,325 cm September 0,291 0,327 0,316 0,296 0,338 0,297 0,306 0,317 0,292 0,309 cm Október 0,299 0,298 0,289 0,316 0,304 0,292 0,281 0,320 0,300 cm Nýjustu tíðindi af ósongötum Sérfræðingar sem fylgst hafa með ósonlaginu yfir suðurskautinu gefa nú andað léttar. Á hverju vori þar suöur frá (sem er í okt. og nóv.) hefur konrið t Ijós „gat“ í ósonlaginu sem virðist hafa farið stækkandi ár frá ári. Á síðasta ári stöðvaöist sú þróun og gatiö var ekki stærra en að meöaltali frá 1977, þegar það fór aðstækka. Ótti manna um að þetta gat haldi áfram að stækka virðist því ckki reistur á eins miklum rókutn og áður hefur veriö talið. Vandamáliö við þessar rann- sóknir er það að ekki hefur tekist að finna haidbæra skýringu á því hvers vegna þetta gat er til staðar og hefur farið stækkandi. Hvort gatið er til marks um eyðingu ósons unt heim allan er því ennþá hulin ráðgáta. Bcstu upplýsingarnar koma frá gervitunglinu NIMBUS-7. Sattt- kvæmt upplýsingum frá því hafði óson ekki minnkað eins ntikið yfir pólnum í okt. 1986 og það hafði gert f okt. 1985, þegar það féll um 50% miöað við ágústmánuð. í Ijósi þcssa m.a. hafa ýmsir vísindamenn látið t Ijós þá skoðun að gatið 1985 hafi verið óvenjustórt ef til lengri tíma sé litið. Þó það sé ekki eins þekkt, Itafa ntælingar gervihnattarins leitt í Ijós uppsöfnun ósons t kringum gatið. Þannig myndast eins konar kleinu- hringur úr ósoni í kringym suður- pólinn í október ár hvcrt. Sé heild- armagn ósons mælt frá 44° suðlægr- ar breiddar kctnur í Ijós að það liefur verið nánast það sama ár frá ári. Margir telja líklegustu skýring- una á þcssu þá að vindar blási ósoni frá póinum á vtssunr árstím- urn. Þá hafa verið uppi kcnningar um að rekja megi þctta til uppsöfnunar köfnunarefniseinda fyrir áhrif sól- arljóssins, cn þæreyða ósoni. Ýnr- islegt hefur þó komið fram sem drcgur úr trúverðuglcika þeirrar kenningar, m.a það að santkvæmt henni á eyðingin að eiga sér stað í yfir 20 km hæð cn mælingttr hafa sýnt að hún virðist nánast bundin við 12-20 km hæð. Lengi heíur verið talið að cfna- fræöilcgar skýringar væru á þessari eyðingu og þar borið hæst kenning- ar utn að klórsambönd leyst úr læðingi af mannavöldum séu helsti skaðvaldurinn. Nýjar rannsóknir virðast staðfesta að um einhvers konar efnafræðileg ferli sé að ræða, þó mönnum hafi ekki tekist að þróa kenningtt sem skýrt gæti hvað á sér stað. Það er öruggt aö hlutirnir eiga eítir að verða flóknari áðttr en gátan leysist. Menn eru þó sam- ntála um það að loftslag yfir suður- skautinu geri efri lög lofthjúpsins sérstök, sem aftur gæti þýtt að skýringarnar á gatinu væru veður- fræöilegar og eitt af furðum náttúr- unnar en ekki eitthvað scm maður- inn getur haft áhrif á. Fréttir sem borist Itafa af svipuðu gati yfir Svalbarða vöktu nokkra athygli. Við fyrstu sýn viröist sent svo aö þar séu svipaðir hlutir að gerast og á suðurpólnum. Gatið kemur t Ijós að vori en hverfur á öðrum árstímum. Bíða menn nú spenntir eftir því að sjá hvað gerist v yfir Svalbarða næsta vor. RR Niðurstöður ósonmælinga hérlendis frá 1978-1986. Eins og sés er ósonmagnið mest snemma vors en fer svo minnkandi alit fram undir áramót, en þá fer það að aukast aftur. Eins og fram kemur í viðtalinu við Barða er ekki hægt að stunda mælingarnar í svartasta skammdeginu og því vantar tölur frá nóv.-jan. Niðurstöðureru miðaðarvið það að allt ósonmagnið sé komið niður að jörðu og hitinn 0°C og loftþrýstingur 1013 mb. Tölurnar sýna þykkt ósonsins í cm en til samanburðar má geta þess að ef allur lofthjúpur jarðar væri kominn niður að yfirborði við sömu aðstæður myndi hann mælast u.þ.b. 8 km þykkur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.