Tíminn - 18.01.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.01.1987, Blaðsíða 15
Sunnudagur 18. janúar 1987 Tíminn 15 MORFIS: Dregið í II. umferð Undirbúningur skólanna þegar hafinn ENN hefur verið dregið í MORFÍS, sem er rökræðu- keppni allra frainhaldsskóla á íslandi. Ffafinn er undirbúningur undir II. unrferð, en átta skólar heltust úr lestinni í þeirri fyrstu Það voru Samvinnuskólinn á Bif- röst og framhaldsdeild hans í Reykjavík, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Menntaskólinn í Kópavogi, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn á Ak- ureyri og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. SKÓLARNIR, sem sigruðu í fyrstu umferð, drógust nú hver gegn öðrum í beinni útvarps- sendingu úr Ofanleitinu. Segir sagan að dregið hafi verið úr eldhúsfötu Þorgeirs Ástvaldsson- ar. Keppnisdagur er fimmtudag- urinn 22. janúar, en ræðulið geta í sameiningu hnikað honum til um einn dag. Menntaskólinn í Hamrahlíð keppir í vikunni gegn Verslunar- skóla íslands sem á heimaleik. Er þar að vænta spennandi keppni, enda báðir skólar með efnileg ræðulið. Menntaskólinn í Hamra- hlíð leggur til að samtök, hliðstæð hinunr alþjóðlegu Sea Shephard samtökum, verði stofnuð á ís- landi. Dómarar í þeirri keppni verða Guðmundur Benediktsson, MS, og Guðjón Hauksson, MK. Oddadómari er Gylfi Magnús- son, en hann sat í sigurliði Menntaskólans í Reykjavík í úr- slitum MORFÍS í fyrra. FJÖLBRAUTASKÓLINN á Suðurnesjum dróst gegn Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki og á heimavöll. Takast þar á tvö lið, sem eru ókunn ræðulið- um á höfuðborgarsvæðinu. Það er vitað að þeim stendur uggur af öllu óþekktu og víst er, að í næstu umferð, sem verða undan- úrslit, verður altént ein óþekkt stærð. Fjölbrautaskólinn á Suðurnesjum leggur til að út- lendingar fái í ótakmörkuðum mæli landvistarleyfi á íslandi. Þessu er ræðulið Fjölbrautaskól- ans á Sauðárkróki mótfallið og hvort liðið stendur sig betur er lagt undir dóm Pálu Þórisdóttur, VI, E. Ragnars Sigurðssonar, FB, og oddadómara, Þórs Jóns- sonar. Menntaskólinn í Reykjavík fékk verðuga andstæðinga. Hann dróst gegn Menntaskólan- Birgir Ármannsson er umdeildur ræðumaður en hann keppir fyrir Menntaskólann í Reykjavík gegn Mennta- skólanum við Sund í II. umferð. (Tíminn/Pjetur) um við Sund sem keppir nú fyrsta sinni í II. umferð þessarar rökræðukeppni skólanna. MS hlaut heimaleik með hlutkesti. Menntskælingar við lækinn halda fram að guð hafi skapað heiminn en þeir við Sundin mót- mæla allir. Benedikt Stefánsson er oddadómari í þessari viður- eign og með honum dæma Ragn- hildur Helgadóttir, Kvenna- skólanum, og Sigríður Kris- tjánsdóttir, Verkmenntaskólan- um á Akureyri. AÐ lokum er að telja keppni Menntaskólans á ísafirði sem fær Fjölbrautaskólann í Garðabæ í heimsókn. Leggja ísfirðingar til, að íslenska verði töluð inn á allt erlent sjónvarps- efni. Eiríkur Hjálmarsson, sem eitt sinn var kosinn besti ræðum- aðurinn í mikilli ræðukeppni MH og MR í Háskólabíói fyrir nokkrum árum, áður en MORF- ÍS varð til, og sat jafnframt í sigurliði það sinnið, dæmir viðureign MÍ og FG. Með hon- um dæma Elsa Valsdóttir, MR, og Örn Hrafnkelsson, Flens- borgarskólanum. Það hefur brunnið við, að ræðulið hafi laumað með sér hjálparhellum inn í vinnustofu í hléi, til aðstoðar við samningu mótraka og svara. Fyrir það er komist í þeim umferðum sem eftir eru með því að liðum er frjálst að kjósa eftirlitsmann úr sínum röðum með andstæðinga- liði. Hann fylgir þá líklegast lið- um til vinnustofu og sér til þess að þangað fari enginn óviðkomandi inn með því. Þannig leitar keppni ávallt nær fullkomnuninni með reynslunni, þótt vitað sé að hún náist aldrei. Helgarblað Tímans mun skýra frá úrslitum II. umferðar þegar þau liggja fyrir. þj KROSS- GÁTAN Nr. 524 LAUSN Á SÍÐUSTU GÁTU Ég er á „vandræöaaldrinum“, of gamall til að skæla og of ungur til að bölva

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.