Tíminn - 25.01.1987, Síða 7
Sunnudagur 25. janúar 1987
Tíminn 7
ENSKUR VEIÐIMAÐUR SEGIR FRÁ REYNSLU SINNI AF FYRSTU
VEIÐIFERÐINNI
TIL ÍSLANDS:
Mark Robinson,
greinarhöfundur með fjóra
fallega urriða veidda í Laxá í
Mývatnssveit. Margir breskir
veiðimenn myndu gefa
hægri handlegginn fyrir
slíkan afla segir Mark.
I hinu fagra umhverfi
Laxár. „Það var búið að
vara mig við ofsafengri
töku urriðans, en samt
brenndi ég mig á
línunni."
M.
>ark Robinson útlits-
teiknari frá Englandi var einn
fjölmargra útlendinga sem naut
veiðimöguleika íslands á síðasta
ári. Til þess að gefa öðrum veiði-
mönnum á Englandi kost á að
upplifa það sem Robinson kallar
stórkostlegt ævintýri ritaði hann
grein um ferð sína í virt veiðitíma-
rit í Englandi. Greinin sem ber
fyrirsögnina „Silungur norðursins"
birtist í blaðinu „Trout and
Salmon“- silungur og lax.
Bæði lax og silungur
í þessari grein verður lauslega
sagt frá grein Robinson. Ferð hans
lá í tvær veiðiár. Fyrst fór hann í
Hvítá og renndi við Iðu. Sfðan var
ferðinni heitið í Laxá í Mývatns-
sveit þar sem ævintýrið hófst.
Mark Robinson segir frá því að
Þorgeir Jónsson verkstjóri á
Tímanum hafi boðið sér að koma
með veiðifélögum sínum síðastlið-
ið sumar.
Grein sína byrjar Robinson á
tilvitnun í bók Katherine
Scherman, „Dætur eldsins", en
þar segir eitthvað á þá leið að
ísland sé ungt og breytingum háð.
Breytingum vinda.sjávar og hinnar
ólgandi kviku í iðrum jarðar. Ro-
binson rekur aðeins jarðsögu
Tandsins og tölulegar staðreyndir
en vindur sér síðan í veiðifrásögn-
ina. Gefum Mark Robinson orðið.
Fyrsti „íslenski“ laxinn
Ferð mín hófst á dagsveiði t'
Hvítá í Árnessýslu. Hvítá þýðir
hvíta áin og er nafn hennar dregið1
af jökulbráðinni sem litar hana.
Tæra vatnstauma er þó að finna í
ánni og þar tekur laxinn.
Meðalþungi laxa í íslenskum ám
er um sjö pund. Hvítá er undan-
tekning frá þeirri reglu og státar af
mun hærri meðalþyngd. Árið 1946
veiddist metfiskurinn, sem vó 38,5
pund, við Iðu í Hvítá. Það met
stendur enn óslegið.
Þorgeir veiddi fyrsta laxinn við
Iðu þetta sumar. Fallegan lax sem
vó 20 pund.
Iða við Hvítá, er raunverulega
ekki þorp heldur þyrping sumar-
bústaða sem eru flestir í eigu
stangaveiðimanna. Eftir að við
komum að Iðu og höfðum rætt við
nokkra veiðimenn fórum við í
gallann og undirbjuggum átökin.
Áður en mér hafði tekist að væta
línuna voru tveir félagar okkar
búnir að fá fisk. Úlfar tók einn
fallegan 18 pundara á tíu feta
carbon stöng. Ég vakti nokkra
athygli með tæplega sextán feta
stöngina mína. Þorgeir sagði þetta
hlyti að vera þríhenda.
Eftir nokkur árangurslaus köst
stakk Þorgeir upp á því að ég
^IV***- PÁST\
REYNSLA AÐ
VIÐ SILUNG Á ÍSLANDI
MARGIR BRETAR GÆFU HÆGRI HAND-
LEGG FYRIR
NOKKRA
FJÖGURRA
PUNDA
URRIÐA
renndi í brúarhylinn og sagðist
hann fullviss að þar fengi ég fisk.
Hann benti mér nákvæmlega á
staðinn sagði að þarna tæki hann.
Það stóðst. Ég veiddi minn fyrsta
lax á fslandi eftir góðar leiðbein-
ingar Porgeirs. Petta reyndist vera
átta punda fiskur.
En hvað um silunginn?
En ég ætlaði á silungsveiðar. Við
hvíldum okkur dagstund í Reykja-
Ræs klukkan sjö
Fyrsta veiðidaginn var ræs klukk-
an sjö og þótti það gott eftir að hafa
skoðað vodkabirgðirnar kvöldið
áður. Við skiptum okkur í þrjú holl
sem hvert réði yfir tveimur stöng-
um. Ég veiddi með Þorgeiri. Við
hófum veiðina við Brotaflóa. Við
byrjuðum með straumflugur og
sökkvandi línu. „Stórkostlegt“ er
eina orðið. í hverju kasti urðum við
varir við áhuga. Brot, skvettur,
og högg. Ég hafði verið varaður
við snöggri og æðisgengri töku
Laxár urriöans, og að ég skyldi því
ekki taka of þétt um línuna þegar
hún rynni út. Samt gleymdi ég mér
og brenndi mig á línunni þegar sá
fyrsti gein við agninu. Eftir svipt-
ingar landaði ég mínum fyrsta
íslenska urriða. Þó nokkrir urriðar
gáfu sig við Brotaflóa og allir voru
milli þrjú og fjögur pund.
Eftir hádegi skiptum við um
svæði og héldum niður eftir ánni og
byrjuðum veiðina aftur við Hof-
staðaey og gekk vel. Nokkrir gáfu
sig við Skriðuflóa en þeir voru
heldur minni eða á bilinu eitt til tvö
pund. Engu að síður ánægjuleg
veiði. Flestum slepptum við því
þeir náðu ekki lágmarksstærð sem
sett er í ánni. Undir lok dagsins,
rétt fyrir klukkan 21, -komum við
að Vörðuflóa og þar bættust við
tveir þriggja punda urriðar. Ég hef
ekki átt betri dag við silungsveiðar.
200 vænir eftir túrinn
Reykhúsið þar sem urriðinn var
reyktur er sérstakur kapítuli.
Sauðatað er notað sem eldsneyti,
en það skapar einmitt sérstakt
bragð af fisknum sem er miklu
sterkara en ef reykt er með hinni
hefðbundnu aðferð í Bretlandi,
þar sem reykt er með eikareldiviði.
Við áttum um 200 fiska í reyk-
húsinu þegar upp var staðið frá
veiðum eftir þrjá og hálfan dag.
Við slepptum öðru eins. Ég veit að
margur sportveiðimaðurinn myndi
gefa hægri handlegginn á sér fyrir
slíka veiði.
í þessari grein hef ég aðeins
getað gefið óljósa spegilmynd af
því ævintýri sem veiðar á íslandi
eru. Menn verða einfaldlega að
reyna sjálfir.
f niðurlagi greinar Marks getur
tímaritið „Trout and Salmon" um
umboðsmann Flugleiða í London
og bendir veiðimönnum á að hafa
samband við hann hafi þeir áhuga
á íslandsferð.
Þýtt og endursagt/ES
• .- /r. ..
Reykkofinn vakti athygli Marks,
og ekki síst sú staðreynd að
sauðatað er notað sem
eldsneyti.
vík og héldum þá norður í land.
Við vorum tólf tíma á leiðinni. Sex
ferðafélagar mínir voru Þorgeir,
Svenni, Egill og Viggi. Tveir Norð-
menn voru einnig með í förinni.
Samtölin á leið norður snerust
aðallega um veiðar og beindust
hverju sinni að þeirri á sem var í
nágrenni okkar. Má þar nefna
Grímsá, Norðurá, Laxá í Kjós og
drottninguna Laxá á Ásum. Ein-
mitt daginn eftir að við fórum
framhjá áttu tveir kunningjar
veiðihópsins að veiða í þeirri á og
borguðu fyrir það ótrúlega upphæð
eða tæplega fimmtíu þúsund
krónur.
Þegar við loksins komum að
Laxá í Mývatnssvpit var hún allt
öðruvísi én ég hafði átt von á.
Landslagið var hreint út sagt stór-
kostlegt. Við ókum upp eftir ánni
og komum að Skútustöðum, litlu
þorpi á bökkum Mývatns, sem
Laxá fellur úr. Fengum við inni í
skóla sem lokaður var yfir sumar-
tímann. Kennslustofan sem við or9eir Jónsson verkstjóri á Tímam
höfðum út af fyrir okkur var full af 9re,n sinni að Þorgeir hafi bent c«ír • T me^ vænan lax tekinn við Iðn M=rL..
veiðistöngum, vodka og öðrum bent Ser a hvar 'ax,nn tæki og það háfi stad^st LT^ ÍSð ,ram f
útbúnaði. pp a m,,,,metra.