Tíminn - 25.01.1987, Síða 8
8 Tíminn
Sunnudagur 25. janúar 1987'
Oróaseggur á
fræðimannsstóli
Farinn að heilsu, þótt ekki sé nema 46 ára að aldri, lýtur hann yfir skrifpúltið
í kamesi sínu í Stokkhólmi með beiskjurúnir í svipnum og rembist við að ríma.
Ekki er nú skáldskapurinn lipur, en hatrið knýr hann áfram. Hann knosar
saman hverju erindinu á eftir öðru, logandi bölbænum sem stefnt er að óvinum
hans á íslandi. Hann biður Guð að liðsinna sér við að koma fram hefndinni:
„Jerúsalem nauða nægð, nógleg yfir þá drífi,“ skrifar hann og áfram er párað
og brakar í fjöðurstafnum við hvert orð, - „og heimsæki ÖU óhægð, eymd
kvöl téð, hungri með, þorsta fáðu Guð þeim léð...“ Þótt hann megi gruna
að ævistundunum fækki, finnur hann þeim ekki betur varið en til þessara
myrku hugrenninga.
Nokkru síðar er hann allur, og Svíar gera útför hans á ríkisins kostnað.
Þegar þarna við andlát Jóns Eggertssonar - fyrir þrjú hundruð og tveimur
árum - og raunar oftar á ævi hans sannaðist að Svíar voru misskildum
snillingum af íslandi betri en engir. Slíks hafa gerst mörg dæmin seinna.
Hann var fæddur árið 1643 og
átti góða að, en faðir hans var
Eggert lögréttumaður Jónsson á
Ökrum í Blönduhlíð og afi og
langafi sýslumenn, langafinn
Magnús hinn prúði. Skugga bar
þó á uppvaxtarárin þegar faðir
hans drukknaði, en þá var Jón 13
ára. Tuttugu og tveggja ára er.
honum fengin veiting hjá höf-^
uðsmanni danska valdsins fyrir
Möðruvallaklaustri og hans get-
ið meðal lögréttumanna sama ár
úr Vöðluþingi og hann hefur,
kvænst mektarkonu, Sigríði
Pálsdóttur frá Sjávarborg, sem
nefnd var hin stórráða, en hún I
hafði verið síðari kona fyrir-.
rennara hans í klausturhaldara-
embættinu.
Byrjar málastapp
Þetta var ekki óblómleg byrj-
un og hefði framtíðin mátt telj-
ast blasa við unga manninum.
En ekki hafði hann notið klaust-
ursins nema í tvö ár, þegar
sonur Þorláks biskups Skúlason-
ar, Jón, kom til landsins með
konungsveitingu fyrir klaustr-
inu. Mátti Jón Eggertsson
standa upp fyrir honum og mjög
nauðugur sem von var. Gísli
Hólabiskup, bróðir Jóns Þor-
Iákssonar, gekk mjög hart fram
í því að láta Jón Eggertsson gera
full skil fyrir klaustrinu og lenti
hann nú í miklum illindum við
þá bræður og drógust fleiri inn í
þau. Þá lenti hann í málaferlum
við ýmsa aðra heldri menn og
varð mest hatrið í viðskiptum
þeirra Björns sýslumanns Páls-
sonar, en þau illindi spruttu af
því hve illa Björn talaði um
Sigríði stórráðu og þá hún um
hann, ef hún hefur borið nafn
með rentu.
Á konungsfund
Árið 1668 sigldi Jón Eggerts-
son til Kaupmannahafnar, til
þess að reyna að fá leiðréttingu
sinna mála hjá konungi og aftur
sigldi hann 1679. í síðara skiptið
fékk hann á ný veitingu fyrir
klaustrinu, en var þá raunar
þegar búinn að fá því framgengt
að hrekja Jón Þorláksson burt
frá því. Þegar hann er í Kaup-
mannahöfn sumarið 1680 semur
hann langa kæruskrá gegn and-
stæðingum sínum og ber upp á
þá ýmsar vammir og skammir.
Þeir brugðust illa við og óvinur-1
inn Björn Pálsson brá á það ráð
að ákæra Jón fyrir galdra, sem
var ekki neitt hégómamál á
þessari tíð. Hafði hann komist
yfir kver með hendi Jóns, þar
sem dregnir voru upp ýmsir
galdrastafir, svo sem „Að vita
hver stelur,“ „Ef þú vilt þjófur
afsaki sig ekki,“ „Áð spilla geðs-
munum ríkra manna," „Viljir
þú óvildarmanni þínum nokkru
launa,“ og svo framvegis. Varð
af þessu feikna rekistefna, votta-
leiðslur og stefnur (m.a. stefndi
Jón Eggertsson lögmanninum,
sem dæma átti í málinu fyrir
sextán sakir) og urðu málalyktir
þær að aldrei var dæmt í málinu.
Þó gleymdu íslenskir valdsmenn
ekki galdraáburði þessum, þeg-
ar þeir síðar söfnuðu glóðum
elds að höfði Jóns, til þess að
koma honum í ónáð hjá kon-
ungsmönnum.
Á snærum Svía
Jón var í Höfn til 1682 og lét
kærum rigna yfir dönsku emb-
ættismennina í kanselíi og í
rentukammeri, á hendur ís-
Jóni var það mikil sárabót að
auðnuleysinginn
Guðbrandur, sonur
hataðasta óvinar hans, gekk
í lið með honum og sigldi
ólöglega með honum utan
með Hollendingum.
Jón Eggertsson
sankaði saman
íslenskum
handritum handa
Svíum í trássi við
kónginn og íslenska
valdsmenn, sem
hann hataði
ógurlega. Kannske
var það samt hann
sem vakti
fornfræðaáhugann
hjá Árna
Magnússyni, sem
dáði hann og mat
fyrir þá mörgu kosti
sem honum voru
gefnir.
lenskum höfðingjum og munu
þeir dönsku hafa orðið leiðir á
þessu þjarki hans, þótt eftir sem
áður ætti hann marga velvildar-
menn í þeirra hópi.
En það gerist á þessum tíma
að hann kemst í kynni við erind-
reka sænsku fornfræðastofnun-
arinnar. Svíar þóttust hafa orðið
nokkuð afskiptir í eltingaleik
við að þefa upp ýmis gömul
fræði, enda áttu þeir ekki mjög
margt heimilda um eigin fornu
sögu. Vildu þeir nú gjarna bæta
hér úr og Jón var þeim innan
handar við að skrifa upp ýmis
forn íslensk rit. Þar á meðal
skrifaði hann upp Heimskringlu-
handrit sem háskólabókasafnið
danska átti og síðar brann með
öðrum bókum safnsins. Fékk
Jón þó nokkurt fé fyrir þetta og
mun ekki hafa veitt af vegna
allra siglinganna og málastapps-
ins. En auk þessa gerði hann
samning við Svía um að útvega
þeim handrit frá íslandi.
Þegar til íslands kom á ný hóf
Jón þegar að safna handritunum
og varð hann þó að gæta nokk-
urrar varúðar, því þá var líka á
landinu staddur Hannes Þor-
leifsson, umboðsmaður Dana-
konungs í sömu erindagjörðum.
Hafði hann meðferðis bréf sem
kvað á um að alls óheimilt væri
að láta handrit af hendi við aðra
en sig og yfirvöldum boðið að
styðja hann í hvívetna.
Jón Eggertsson gekk þó að
söfnuninni af feikna atorku og
sendi út menn um allar sýslur
landsins. Hafði honum sérstak-
lega verið falið að hafa uppi á
Flateyjarbók og bók Snorra
Sturiusonar, sem svo var nefnd.
Ekki var um það að ræða að
hann fengi Flateyjarbók, því
eina eintakið hafði Brynjólfur
biskup sent Friðrik konungi
þriðja að gjöf nokkru áður.
En „bók Snorra Sturlusonar“,
fékk hann hinsvegar keypta á
Skarði á Skarðsströnd fyrir mik-
ið fé, þótt ekki færi sem best
fyrir gripnum. Sendimaðurinn
sem bókina sótti féll nefnilega á
hesti sínum á leið yfir á eina og
var nær drukknaður, tapaði
bæði hesti sínum og hettu. Hvort
bókin fór líka er þó ekki ljóst af
frásögninni, en margt bendir til
þess, því hennar er ekki getið í
skrá um bækurnar sem Jóni
tókst að afla, en þær voru um 52
talsins. Ekki þorði Jón að senda
bækurnar utan haustið 1682, þar