Tíminn - 25.01.1987, Qupperneq 10

Tíminn - 25.01.1987, Qupperneq 10
10 Tíminn Sunnudagur 25. janúar 1987. ÓRÓA- SEGGUR íslandi. Minna þeir á að Jón hafi „frá unga aldri framið og iðkað sig í aðskiljanlegum þrætum og klögumálum, fátækum landsins inbyggjurum til stórs skaða.“ Jón hafði flutt með sér á hol- lenska skipinu Guðbrand, son Jóns Magnússonar, óvinar síns, og ber Björn í skjalinu að Jón muni hafa lokkað Guðbrand með göldrum og haft hann hjá sér í sinna ókristilegu stráka samneyti í trássi og óhlýðni við foreldrana. Ekki gleymist að minna á baktjaldamakkið með handritin handa Svíum. í dönsku tugthúsi Umskipti höfðu orðið á hög- um Jóns Eggertssonar þegar kæruskjal íslendinga barst í hendur Dana. Hann sat þá í tugthúsi. Það kom til af því að Kristján Bielke, aðmíráll, hafði kært hann fyrir hönd sálaðs frænda síns, Hinriks Bielke, fyr- ir að standa ekki skil á afgjöldum af Möðruvallaklaustri og hafði bæjarþingsréttur í Höfn fundið hann sekan. Gekk hann inn um fangelsisdyrnar í apríl 1684 og átti hann eftir að sitja þar til vors 1687. Hér var illa komið högum þess manns sem ætlað hafði að verða yfirumboðsmaður kon- ungs á Islandi. En segja má að Guð hafi lagt líkn með þraut. Tugthúsið eða „arresthúsið“ var spánnýtt um þessar mundir og herbergin rúmgóð og hin sæmi-, legustu eftir því sem um var að gera. Fyrir vikið slapp Jón við hinn skelfilega Bláturn, þar sem sú fræga kona Leonora Christina Ulfeldt sat í 22 ár. Hún var að afplána síðasta ár fangavistar sinnar, þegar Jóni er stungið inn, en hún var látin laus í maí 1685. Ýmsir íslendingar höfðu kynnst Bláturni og þar á meðal nafni Jóns Eggertssonar, Jón Indíafari, einum fimmtíu árum áður. Var það ekkert gamanmál að lenda í þeirri voðalegu dyfl- issu. í fangelsinu áttu heldri menn í skuldafangelsi nokkuð góða daga, því ráðsmaðurinn seldi þeim veitingar og þeir máttu fá gesti að vild. í fangelsið gat Jón fengið léð íslensk handrit til afritunar og hann hafði meira að segja aðstoðarmenn til þess að aðstoða sig við ritmennskuna. Um sömu rnundir á Guð- brandur, sonur erkifjandans Björns sýslumanns Magnússon- ar, líka kæru yfir höfði sér fyrir að hafa siglt ásamt Jóni Eggerts- syni utan með Hollendingum. Guðbrandur er þá orðinn ó- myndugur, mun hafa verið laus- ingi og drykkjumaður - sem Björn mun auðvitað hafa kennt göldrum Jóns. Jón beitti fyrir sig öllum sínum velunnurum til þess að fá sig lausan úr tugthúsinu og fá mál sitt á ný upp tekið. Varð það til þess að konungur leyfði honum að áfrýja til Hæstaréttar, sem staðfesti gamla dóminn 1686 um haustið. En aftur komu Svíar Jóni til bjargar. Jón hafði fengist við að skrifa upp handrit fyrir þá í arrestinu og gat eftir þeim leið- um komið boðum til sænskra kunningja. Lagði hann málin þannig fyrir sem vandræði hans stöfuðu af handritasöfnuninni fyrir Svía. (Svíar lögðu fram ivottorð 1686 urn að Jón hefði • aldrei útvegað þeim nein íslensk handrit!) Sendiherra Svía í Kaupmannahöfn gekk nú í fyrir- bón fyrir hann og fékk því til leiðar komið að vorið 1687 geng- ur Jón út frjáls niaður. Það hlýtur að hafa staðið sérlega vel á í pólitíkinni milli Svía og Dana um þessar mundir, því ekki var langt um liðið frá því þjóðirnar síðast höfðu borist á banaspjótum í geigvænlegum ófriði. Þessarar þíðu hefur Jón nú notið. Á leið í sænskt embætti Svíar gerðu það ekki enda- sleppt við Jón, því þegar hann kemur úr fangelsinu skrifar Jo- hann Hardorph, forstöðumaður sænsku fornfræðastofnunarinn- ar, Svíakóngi og biður að hann fái styrk úr skánskum sjóði sem uppbætur fyrir kvölina í fangels- inu. Kóngur veitti það fúslega og enn leggur hann fram 400 dali til að kaupa af Jóni handrit fyrir - og í ofanálag fær hann 100 dali að gjöf! Eftir að Jón var látinn laus sat hann þrjú ár í Höfn og mun að líkindum hafa verið kyrrsettur j þar, þar sem ekki var lokið fésektunum sem hann átti að greiða erfingjum Bielkes höfuðsmanns. En árið 1689 í ágúst skrifar Hardorph Oxenstjerna til sænska kanselíforsetans að Jón sé kominn úr Danmörku með tvo böggla af „inkiöpta Böcker“. Hann segir Jón sækja um sænskt embætti, helst sýslumannsemb- ætti ( haradshövding), enda sé hann maður vel að sér í lögum. Samt leggur Oxenstjerna til að Jóni sé veitt embætti við hand- ritaskriftir. Er lagt til að hann ferðist til Noregs og finni þar að máli hinn íslenska fræðaþul, Þormóð Torfason, þar sem hann gæti skrifað upp „manga vackra saker". Þess má geta að þeir Þormóður Torfason voru góðir kunningjar, en ekki var þó Þormóður jafn nærri þeim Svíum og hugað var, því hann bjó til æviloka í eyjunni Körmt við suðvesturströnd Noregs. Skapið óþjált og kappið hóflítið Það var von að Jón hallaði sér að Svíum, því ekki var árenni- legt að fara aftur til íslands, ærunni rúinn og eigandi gnægð fénda rneðal valdastéttarinnar. Draumar hans um yfirumboðs'- mannsembættið voru úr sög- unni og um allt þetta gat hann sakast við íslendinga. Hann var nú kominn rétt á fimmtugsaldur, en þó þreyttur, bitur og heilsu- Síðustu ævidagana orti hann níð um óvini sína og bað Guð að hjálpa sér við að koma þeim norður og niður. Fanginn var nú í þrjú ár í hinu nýja „arresti“ Kaupmannahafnar og skrifaði „fornrit“ fyrir Svía af kappi. tæpur. Hann nærir með sér gló- andi hatur til óvildarmanna sinna og það verður honum örlítil sárabót þegar hann fréttir lát Björns sýslumanns Magnús- sonar og konu hans: „Mótparts dauða eg míns fékk heyrt, með- ur hans kærustu...“ segir hann í reiðidrápu sinni, sem áður er ge.tið. Það átti samt ekki fyrir honum að liggja að gerast sænskur emb- ættismaður. Þar kom dauðinn til skjalanna, en Jón andaðist í Stokkhólmi 16. október 1689. íslendingar, sem þá unnu við fornfræðastofnunina, ortu urn hann eftirmælin og einnig sænsk- ir vinir hans. Johan Hardorph fékk leyfi stjórnarinnar til þess að láta reisa honum minnisvarða á opinberan kostnað, en hann mun aldrei hafa komist upp. Þó segir í einum af eftirmælunum að steinninn standi í Kóngs- hólms kirkjugarði „till ewigt Dö- daminne“. Menn eru sammála um að Jón hafi verið mörgum kostum bú- inn og stórættaður var hann og auðugur. En skapið hefur verið óþjált og kappið hóflítið. Víst er að hann hefur verið ribbaldi og yfirgangsmaður að fornum ís- lenskum höfðingjasið, sem ekki sveifst að gera aðþrengdu föður,- landi sínu illan grikk, til þess að koma sér í mjúkinn hjá hinum erlendu ráðamönnum. En hann færðist of mikið í fang, þegar hann egndi á móti sér alla valds- menn landsins og því varð fall hans mikið. Hélt mikið af viti hans og gjörvileik Þegar Jón sat í tugthúsinu sátu við fótskör hans tveir ungir íslendingar, sem eftir áttu að gera garðinn frægan. Þetta voru þeir Árni Magnússson og Páll Vídalín. Kom Árni til Hafnar 1683, en Páll 1685. Haft er eftir Páli að hann hafi „haldið mikið af viti hans og gjörvileik“ ( þ. e. Jóns Eggertssonar). Segir Páll m.a. að Jón hafi lagt sér góð ráð um það hvernig komast mætti til virðingarembætta. Líklega hefur Árni þó um- fengist Jón mest allra ungra slendinga, enda áttu þeir sam- eiginlegt áhugamál, þar sem voru hin fornu, íslensku fræði. Er það á þessum árum sem Árni hefur handritasöfnun sína og eflaust hefur það verið að ein- hverju leyti vegna kynnanna við Jón. Vitað er líka um sögur og nokkur handritaslitur sem Jón ! hefur útvegað honum. Það sýnir hug Árna til hans að fimmtán árum eftir dauða hans skrifar hann syni Jóns og biður hann að sjá til þess að máðar verði út úr Alþingisbókum „landráðaaðdróttanir“ um hann og segist Árni gera þetta „af rækt við ærlegan dauðan mann og sinn kunningja". Mönnum hefur því sýnst sitt hvað um þennan stríðlundaða mann. Eftirtíminn hefur ekki gert honum hátt undir höfði og kannske er ekki við því að búast. En víst er saga hans merkíleg og sérkennilegur aldar- spegill. Fyrir nákvæmlega þrem öldum þóttust Danir geta tekið hann í sátt og hleypt honum út úr „arrestinu“ - og þá er íslend- ingum varla stætt á að erfa neitt við hann lengur! (Stuöst við ritgerðina „Um Jón Eggertsson" eftir Bjarna Einarsson i “Munnmælasögur 17. aldar.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.