Tíminn - 25.01.1987, Page 12
12 Tíminn
Sunnudagur 25. janúar 1987
móður-
kviði
Myndin sýnir níu
vikna gamalt fóstur,
en ýmislegt bendir til[
þess að veran í móð-.
urkviði hafi meira að,
segja um líkamlegtj
og andlegt atgervi
okkar síðar meir, en
hingað til hefur verið!
haldið.
IÐURSTÖÐUR ýmissa
rannsókna í læknisfræði og
geðlæknisfræðum virðast
benda til þess að sá tími sem
við eyðum í móðurkviði hafí
afgerandi áhrif á líkamlegt
og andiegt atgervi okkar
síðar meir.
Mary Radcliffe sem er hjúkr-
unarkona hafði þann undarlega
ávana að vera stöðugt að kroppa
skinnið af fótum sér. Það endaði
með því að hún hafði samband
við þekktan geðlækni, dr. Frank
Lake, því hún hafði reynt að
venja sig af þessu, en tókst ekki.
Eftir miklar rannsóknir komst
Lake að því að rætur vandamáls-
ins lágu ekki í reynslu æskunnar,
heldur mátti rekja það til fyrstu
mánaða meðgöngunnar. Lake
var fyrstur í sífellt stærri hópi
lækna og geðlækna sem telja að
rætur margra þeirra viðvarandi
vandamála sem við eigum við að
etja megi rekja til þess tíma er
við vorum í móðurkviði. Pað
sem kemur kannski meira á
óvart er það að þeir telja að
þessi tími skipti öllu máli, ekki
bara hvað varðar líkamlega
heilsu okkar, heldur einnig
hvernig persónuleikinn kemur
til með að þróast.
Tilfelli Mary Radcliffe var
sérstaklega áhugavert vegna
þess að í ljós kom að æska
hennar hafði verið einstaklega
gæfurík. Móður hennar þótti
afar vænt um hana og það hafði
aldrei borið neinn skugga á sam-
band þeirra mæðgna. Flins vegar
hafði lífið verið erfiðara á þeim
tíma er hún var í móðurkviði.
Fyrstu mánuði meðgöngunnar
hafði móðir hennar annast veik-
an föður sinn sem svo lést úr
krabbameini þegar hún var á
fjórða mánuði. Fóstrið hafði
orðið fyrir áhrifum af álagi og
sorg móðurinnar. Niðurstaða
Lake var sú að það sem Mary
hafði gert var að fá einhvers
konar útrás fyrir ákveðið þung-
lyndi með því að kroppa fætur
sína af þvílíkum ákafa. Þetta
var semsagt rót vandans og þeg-
ar það lá ljóst fyrir var unnt að
hjálpa Mary að losa sig við
þennan skrýtna ávana.
Áður en hann dó 1982 hafði
Lake fengist við nokkur tiífelli
þar sem áhrifa frá fósturskeiði
gætti á andlega heilsu fólks.
Hann áleit að mörg þeirra
vandamála sem við eigum við að
etja megi rekja til reynslu af
afneitun og ofbeldi fyrstu mán-
uðina í móðurkviði. Þó Lake
hafi verið mikilsvirturfræðimað-
ur þóttu þessar hugmyndir hans
heldur skrýtnar hér í eina tíð.
Svo er þó ekki lengur. Þeir sem
fást við fæðingarrannsóknir, auk
margra lækna og geðlækna, telja
nú að aðstæður okkar í móður-
kviði hafi afgerandi áhrif á lík-
amlega og andlega heilsu okkar
síðar meir. í anda Lake vinnur
ný kynslóð geðlækna nú að því
að leysa geðræn vandamál sem
rót sína eiga að rekja til verunn-
ar í móðurkviði. Sumt af því
athyglisverðsta sem út úr þessu
hefur komið hefur komið frá
læknum sem reynt hafa að koma
í veg fyrir vandamálin með því
að fræða þungaðar konur
Kanadískur geðlæknir,
Thomas Verny að nafni, hefur
skoðað málin útfrá þessu sjónar-
horni. Meðvíðtækumrannsókn-
um á óléttum konum og ófædd-
um börnum þeirra hefur hann
komist að því að ófædd börnin
eru skynverur sem bregðast við
umhverfinu og lifa virku tilfinn-
ingalífi strax frá sjötta mánuði
(ef ekki fyrr). Fóstrið hefur
sjón, takmarkað bragðskyn og
heyrn. Það sem kannski skiptir
mestu er það að fóstrið hefur
tilfinningar - kannski ekki eins
þroskaðar og fullvaxta mann-
eskja - sem þrátt fyrir einfald-
leika sinn hafa mjög mikil áhrif
á viðhorf og sjálfsmynd einstakl-
ingsins seinna meir. Verny og
fleiri sem fengist hafa við þessar
rannsóknir telja það komið und-
ir reynslunni í móðurkviði hvort
fólk er glaðlynt eða ekki, hvort
það er sjálfsöruggt eða ekki og
jafnvel hvernig því gengur að
fást við verkefni sín á lífsleið-
inni.
Afneitun
Eitt algengasta vandamálið er
það að börnum hefur verið af-
neitað. Þegar móðirin ætlar sér
að láta eyða fóstrinu, eða faðir-
inn leggur hart að henni að gera
það, sem hefur áhrif á tilfinn-
ingalíf hennar, þá hefur það
áhrif á fóstrið - ekki síst ef
þessar tilfinningar eru viðvar-
andi allan meðgöngutímann.
Dr. Peter Fedor-Freybergh við
háskólann í Uppsölum í Svíþjóð
hefur rifjað upp tilfelli sem kom
upp hjá honum fyrir nokkrum
árum þegar fullkomlega heil-
brigt barn fékkst ekki til að taka
brjóst móðurinnar. Hins vegar
drakk barnið úr pela eins og
ekkert væri. Dr. Peter datt fyrst
í hug að um einhver veikindi
hefði verið að ræða á meðgöngu-
tímanum, en svo var ekki. Að
lokum spurði hann móðurina
hvort hún hafi einhverntímann
haft í huga að eyða fóstrinu.
Svarið sem hann fékk var það að
móðirin hafi aldrei ætlað sér að
eignast barnið og hefði ætlað að
láta eyða því. Niðurstaðan er
því sú að fóstrið hafi skynjað
afneitun móðurinnar og barnið
væri því að afneita móður sinni
á þann eina veg sem það gat.
í Bretlandi eru þær skoðanir
uppi meðal þeirra sem fást við
meðferð geðrænna vandamála
að því djúpstæðari sem þau eru
því líklegra sé að þau eigi rætur
að rekja til verunnar í móður-
kviði. Dr. Sand, einn þessara
sérfræðinga, telur að þeir níu
mánuðir sem við öll eyðum í
móðurkviði séu mikilvægasti
tíminn í öllum þroska okkar -
ekki aðeins líkamlegum heldur
einnig andlegum.
Talið er að bestu aðstæðurnar
séu þær að móðirin sé í farsælu
ástarsambandi. Séu foreldrarnir
í andlegu jafnvægi og ástfangin
hvort af öðru er talið að barnið
eigi meiri möguleika á því að
verða hamingjusamur einstakl-
ingur. Einn af sjúklingum Sand,
sem reyndar var kennari hafði
sérstaklega lítið sjálfsálit. And-
LAMAR HYALURINN BRÁÐ
SÍNA MEÐ HÁTÍÐNIHUÓÐUM?
HVERNIG fara stórir og
þungir tannhvalir að því að
veiða viðbragðsfljóta bráð
sína? Árhundruðum saman
hefur þetta verið ráðgáta.
Nú telja sumir vísindamenn
að gátan hafi verið ráðin. Hvalirnir lami
bráð sína með hátíðnihljóðum.
Hvölum er venjulega skipt í
tvo megin flokka, eftir því hvort
þeir hafa tennur eða skíði, þ.e.
nokkurs konar kamba sem
hanga neðan úr efri gómi þeirra.
Menn hafa lengi vitað að skíðis-
hvalir fylla munninn af sjó og
þrýsta honum síðan út á milli
skíðanna. Fiskar og annað æti
sem er í sjónum verður þá eftir.
Hvernig hinar 67 tegundir tann-
hvala sem til eru fara að því að
ná bráð sinni hefur verið mönn-
um ráðgáta.
Búrhvalurinn lifir t.d. aðal-
lega á kolkrabba. Kolkrabbi sem
fundist hefur í maga hans hefur'
þó ekki borið þess nein merki að
hafa verið tugginn. Hvernig fer
þetta dýr að því að koma þessari
viðbragðsfljótu bráð sinni á
óvart?
Vísindamenn sem hafa fengist
við hvalarannsóknir eru líka
undrandi hvað varðar náhval-
inn. Með einum eða öðrum
hætti tekst honum að gleypa
þorsk og lúðu þrátt fyrir skög-
ultönn sem skagar 2,5 m niður
úr efri skolti.
Notar hátíðnihljóð
sem vopn
Tilraunir til að útskýra hvern-
ig tannhvalir fara að við veiðar
sínar eru ekki nýjar af nálinni.
Þegar á fjórtándu öld skrifaði
munkurinn Bartholomeus Ang-
Iicus um það að hvalurinn fram-
leiddi ljós sem ginnti fiskinn
upp í gin sér. I hundruð ára
trúðu hvalveiðimenn því að
bráðin laðaðist að ljósum lit
hvalginsins.
Á seinni árum hefur komið
fram ný kenning. Margir vís-
indamenn telja nú að tannhval-
irnir lami bráð sína með hátíðni-
hljóðum.
1946 uppgötvuðu menn að
marsvín, líkt og leðurblökur og
kafbátar, notuðu hljóðbylgjur
og endurvarp frá þeim til að
gera sér grein fyrir umhverfinu.
Seinni tíma rannsóknir hafa sýnt
að höfrungar og aðrir tannhvalir
geri það sama og að einstök