Tíminn - 25.01.1987, Side 13
Sunnudagur 25. janúar 1987
Tíminn 13
úð hans á sjálfum sér var með T
þeim ólíkindum að Sandgrunaði , ' ’
að samband hans við móður
Andleg og líkamleg líðan móður á meðgöngutíma getur haft afleiðingar
fyrir hinn ófædda einstakling síðar meir.
sína hefði aldrei verið eðlilegt.
Það kom svo upp úr dúrnum að
móðirin hafði reynt fóstureyð-
ingu á þriðja mánuði. „Þetta er
hið fullkomna dæmi um afneit-
un,“ útskýrir Sand, „þó fóstrið
sé ennþá mjög óþroskuð vera
hefur það heila og getur fundið
til. Við höfum fengið mörg slík
tilfelli og þau fylgja flest þessu
sama ferli sjálfsáfneitunar."
Stundum getur líkamlegt um-
hverfi fósturs í móðurkviði einn-
ig skaðað barnið. í bókinni „The
Poisoned Womb“ fer höfundur-
inn, John Elkington, ofan í saum-
ana á því hvort ný efni í andrúms-
Loftinu hafi haft slæm áhrif á móð-
urlíf kvenna. Nýlegar skýrslur
benda til þess að fjöldi bama sem
fæðist með einhvern líkamlegan
eða andlegan ágalla hafi tvöfald-
ast á síðasta aldarfjórðungi. Þó
að fylgjan sé undravert fyrirbæri
sem virkar sem sía og tekur
aðeins í gegnum sig það sem
fóstrinu kemur vel, getur hún
ekki fullkomlega útilokað
óæskileg efni. Geislun, lyf og
sígarettureykingar, auk áfengis-
neyslu og alls kyns mengun úr
umhverfinu kemst alltaf í gegn-
um vefinn í einhverjum mæli. í
sumum tilfellum getur slíkt vald-
ið alvarlegum líkamlegum eða
andlegum skaða á hinu ófædda
barni. En það eru líka bjartari
hliðar á málinu. Ýmsar stofnanir
sem hafa beitt sér fyrir verndun
lífs í móðurkviði hafi ekki að-
eins beint sjónum sínum að nei-
kvæðum þáttum, heldur einnig
því hvernig hjálpa megi fóstrinu
með rétta næringu. Hafa menn
komist að því að ákveðin efni,
s.s. sink og C-vítamín vinna
ákaflega vel gegn skaðlegum
áhrifum ýmissa eiturefna.
Endurminningar frá
því fyrir fæðingu
Líkamleg áreynsla móður á
meðgöngutíma getur líka haft
áhrif löngu eftir að barnið er
fætt. Einn sjúklinga dr. Sand
hafði þjáðst af martröð síðan í
barnæsku. Martraðirnar voru
ekki alveg eins alltaf, en honum
fannst hann alltaf upplifa mikinn
þrýsting á magann á sér og
þessu fylgdi einhverskonar lam-
andi ótti. Hann vaknaði upp í
angist, með hjartslátt og gat
ekki gefið frá sér neitt einasta
hljóð. Hann var beðinn um að
spyrja foreldra sína hvort eitt-
hvað hefði komið fyrir á meðan
hann var í móðurkviði. Svo
virtist ekki vera, en þó mundi
faðir hans eftir einu. Þegar kona
hans var komin langt á níunda
mánuð þurfti að færa til eitthvað
af húsgögnum á heimilinu. Hann
hafði ætlað að gera það þegar
hann kæmi heim úr vinnu, en
þegar hann kom heim hafði hún
fært húsgögnin. Par með hafði
Sand skýringu á martröðum
Franks. Ófrísk kona sem er að
færa húsgögn hlýtur að þurfa að
leggja þau fast að maga sér.
Vegna þess hve seint á með-
göngunni þetta var hefur fóstrið
ekki merkt muninn á sjálfu sér
og móðurinni. Þrýstingurinn og
hið líkamlega álag virðist hafa
ógnað lífi þess. Pegar Frank
heyrði þetta var eins og hann
endurlifði þetta í einhverskonar
trans. Eftir á var sem þungu fari
hefði verið af honum létt. Hann
hefur ekki haft neinar martraðir
síðan.
Ölíkt því sem kann að viðrast
við fyrstu sýn er það ýmsum
erfiðleikum bundið að vinna
með þessa reynslu. Roger Moss,
sem er geðlæknir og hefur tekið
upp þráðinn frá Lake, er þeirrar
skoðunar að fara verði með
mikilli gát að þessu. „Það verður
að vera mjög gott samband á
milli sjúklings og læknis og þeir
verða að vera mikið saman. Sé
á annað borð verið að ná svona
tilfiningum upp á yfirborðið
er eins gott að menn viti hvað
gera skal með þær og hvernig
þær komi sjúklingnum helst til
góða. í rauninni er það svo að
það er ómögulegt að eyða eins
miklum tíma með sjúklingnum
og ég teldi æskilegt og því nota
ég reynslu úr móðurkviði aðeins
í örfáum tilfellum.“
Tjáning
tilfinninganna
Fóstrið er ákaflega flókin vera
sem virðist ekki aðeins skynja
meiriháttar breytingar heldur
einnig duldari tilfinningar móð-
urinnar. I nýlegri rannsókn sem
austurrískur fæðingarlæknir,
Emil Reinhold gerði lét hann
óléttar konur leggjast á borð og
skoðaði þær síðan með sónar-
tæki. Hann sagði þeim að tækið
sýndi að börnin hreyfðu sig ekki
(sem er reynda eðlilegt þegar
móðirin er í þessari stöðu). Um
leið og börnin urðu vör við ótta
mæðranna fóru þau að sparka
kröftuglega. Reinhold telur að
aukið magn adrenalíns hjá mæðr-
unum sé hluti skýringarinnar og
börnin hafi brugðist svona við til
að sýna hluttekningu sína með
mæðrunum.
Nokkuð hefur verið um það
að rannsóknir hafi verið gerðar
á áhrifum tónlistar á fóstur. Það
hefur verið vitað lengi að fóstrið
er komið með heyrn strax á
sjötta mánuði. Hitt er svo líka
staðreynd að mörg börn virðast
hafa hreina unun af að hlusta á
músík, einkum ljúfa klassíska
tónlist, meðan þau eru enn í
móðurkviði. í rannsókn sem
gerð var á konu sem átti von á
tvíburum kom í ljós að annar
þeirra var hrifinn af tónlist en
hinn ekki. Útfrá þessu hafa
sérfræðingar reynt að segja fyrir
um skapgerðareinkenni tvíbur-
anna og hefur gengið það næsta
vel það sem af er. .
Það virðist sem svo að ákveðin
tónlist virki mjög hvetjandi á
allan þroska og þau börn sem
hlusta á hana fari að tala fyrr.
En öllu má ofgera. í Kaliforníu
er rekið „heimili" fyrir þá
ófæddu. Þar ná menn svo sann-
arlega markmiðum sínum - börn
byrja að tala um tveggja mánaða
gömul og eru farin að lesa
tveggja ára - en ekki eru allir á
eitt sáttir um ágæti slíkra „fram-
fara“. Eins og dr. Verny segir:
„Við erum ekki að reyna að búa
til „þróuð“ börn. Ég held að það
sé barninu ekki fyrirbestu, hvert
og eitt á að fá að þroskst með
eðlilegum hætti. Raunar er örv-
un að vissu marki af hinu góða,
en þegar börn læra að lesa
tveggja ára lesa þau eins og
vélmenni, tilfinningalaust. Læri
börn hins vegar að lesa þegar
þau eru orðin eldri, segjum sex
ára, lesa þau af tilfinningu. Barn
sem lærir að lesa tveggja ára les
eins og vélmenni þó það sé orðið
sex eða sjö ára.
Hinn mannlegi þáttur
Meðal þess besta sem fram
hefur komið í rannsóknum á
vexti heilans kemur frá Joseph
Chiltren Pearce. Kenning hans
gengur útá það að heilinn sé
líffæri sem vaxi í erfðafræðilega
ákvörðuðum áföngum. Áfang-
arnir eru þannig að ekki er hægt
að snúa til baka. Barn í móður-
kviði þarf átta til níu mánuði til
að þroska samband sitt við móð-
urina. Að þeim tíma liðnum fer
það að þroska samband sitt við
hinn stærri umheim. Þessi stig
virðast taka við hvert af öðru á
sjálfvirkan hátt og gerast á svip-
uðum tíma hjá öllum. Það sem
gerir kenningu Pearce svo mik-
ilsverða er það að þar sem
undirstöður heilastarfseminnar
eru lagðar á meðan barnið er í
móðurkviði hlýtur að vera þeim
mun mikilvægara að vel sé að
móður og barni búið á meðan
á meðgöngu stendur.
í fyrra kom út bók eftir frægan
fæðingarlækni, Michel Odent.
Þar fer höfundurinn ofan í nýja
kenningu um heilbrigði. Vísar
hann til þessarar kenningar sem
kenningarinnar um „frum-
heilsu“. Hanntelurað raunveru-
legt heilbrigði eigi rætur að rekja
til frumbernsku okkar. Þess
tíma sem við erum í móðurkviði,
á brjósti og erum í einu og öllu
háð móðurinni. Það er á þessu
skeiði sem ónæmiskerfi líkam-
ans, hormónastarfsemi og heil-
inn mótast. Kenning Odents
gengur-á skjön við mikið af því
sem við höfðum hingað til haldið
um heilbrigði og verndun heils-
unnar, en leggur þess í stað
meiri áherslu á það sem hingað
til hefur legið hjá garði. Þau
áreiti og örvun sem fóstur verður
fyrir hefur veruleg áhrif á það
hvers konar einstaklingur fæðist
og vex. Sé konu t.d. sagt að
liggja mikið útaf er líklegt að
barnið skorti næga örvun. Orku-
flæði til heila fóstursins skiptir
verulegu máli. Ekki þar fyrir að
barnið verði endilega seinþroska
ella, heldur vegna þess að fái
það ekki þessa orku er komið í
veg fyrir að það fái að þroskast
til fulls.
Kenning Odents fæst ekki
aðeins við frumbernskuna.
Hann heldur því einnig fram að
þeir sjúkdómar sem við eigum
við að etja á fullorðinsárum eigi
rætur að rekja til þess tíma er
við vorum enn í móðurkviði -
þegar ónæmiskerfið er að verða
til.
Þrátt fyrir allt eru þessar rann-
sóknir enn á frumstigi og þær
niðurstöður sem menn hafa
fengið eru einungis ákveðnar
vísbendingar. Það sem barni í
móðurkviði kemur best hefur
minna með líkamlega vellíðan
að gera en þá mannlegu vænt-
umþykju sem öllum er nauðsyn-
leg til að vaxa og dafna eðlilega.
Ást móður á barni bindur þau
bönd sem eru nauðsynleg bæði
til líkamlegs og andlegs þroska.,
Það væri kannski ráð að við
hugsuðum minna um glæstan
árangur á sviði fæðingarlækninga
en hygðum að hinum mannlega
þætti. Hver veit nema ókomnar
kynslóðir myndu reynast okkur
þakklátar fyrir vikið.
Þýtt/RR
hljóð geti verið nógu kröftug til
að lama smærri sjávardýr.
Rannsóknir sem vísindamenn
við Kaliforníuháskóla hafa gert
virðast styðja þessa kenningu.
Margt bendir t.d. til þess að
höfrungar - sem eru ung hvala-
tegund í þróunarsögunni hafi
þróað með sér hæfileika til að
nota hátíðnihljóðið sem vopn.
Slík hljóðbylgja erforsenda þess
að hægt sé að beita henni að
ákveðnu marki - öfugt við
venjulegar hljóðbylgjur sem
dreifast í allar áttir frá upptök-
um sinum.
Vísindamenn hafa einnig
komist að því að yngri tegund-
irnar meðal tannhvala hafa færri
og minni tennur en eldri tegund-
irnar á meðal þeirra. Tilgáta
þeirra er því sú að hljóðið hafi
komið í stað tanna sem veiðitæki
- sama breyting hafi átt sér stað
og þegar menn fiska með aðstoð
dínamíts í stað önguls og færis.
Ráðgáta:
Hvaðan kemur hljóðið?
Stór spurning hefur vaknað í
kjölfar þessara rannsókna.
Hvalurinn hefur engin
raddbönd, hvernig fer hann að
því aö framleiða hljóðin?
Það lengsta sem menn hafa
komist er það að þeir hafa
fundið út að hljóðið myndast
fremst í höfði þeirra. En hvernig
hljóðin raunverulega myndast
er ennþá ráðgáta. Auk þessara
hljóða fremja tannhvalir ýmis
önnur hljóð sem menn hafa lýst
sem pípi, söng eða öskrum.
Þær mælingar sem hingað til
hafa verið gerðar á hljóðum
hvala hafa ekki leitt í ljós hvern-
ig þeir fara að því að veiða.
Vegna vandamála við að nema
hljóð neðansjávar hefur ekki
tekist að taka upp hljóð sem
myndu nægja til að lama bráð
hvalanna. Eða eins og einn vís-
indamannanna segir: „Að tann-
hvalir geti lamað bráð sína með
hátíðnihljóði er enn sem komið
er einungis tilgáta, en ekki stað-
reynd. I raun er vandamálið
miklu flóknara en áður var talið,
m.a. vegna þess að hvalirnir éta
venjulega á það miklu dýpi að
erfitt er að mæla hljóð. Þannig
er líklegt að þessi ráðgáta verði
óleyst enn um sinn.“ R.R.