Tíminn - 10.02.1987, Blaðsíða 1
f B ^ STOFNAÐUR1917
limirm
iþvrvapay
SAMVINNUBANKI
ISLANDS HF.
í Síunu MAU...
BÆJARSTJÓRN Sauðár-
króks hefur lagt til rúmlega 22 milljónir
króna til aukningar hlutafjár Steinullar-
verksmiðjunnar á Sauðárkróki. Eru
þetta rúm 27% fyrirhugaðrar hlutafjár-
aukningar verksmiðjunnar.
Bæjarstjórn samþykkti einnig að inn-
heimta fasteignaskatt verksmiðjunnar
án álags næstu 5 ár. Innheimta að-
stöðu og hafnargjalda verður sam-
kvæmt almennun reglum.
BSRB -félögin munu ekki hafa
samflot í áframhaldandi samningavið-
ræðum félaganna og sýnist sem það
sé nú þrautreynt. Á fundi sem haldinn
var í gær með þeim félögum ríkis-
starfsmanna og Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar, sem hafa haft
samflot í samningaviðræðum, var á-
kveðið að hvert félag fari með sín mál
í framhaldinu.
FRAMBOÐSLISTAR nta
nú dagsins Ijós hver af öðrum. Tveimur
var gengið frá um helgina. Það eru
listar Alþýðuflokksins í Reykjavík og í
fyrsta sinn listi Kvennalistans í Austur-
landskjördæmi. Fimm efstu sæti list-
anna skipa, hjá Alþýðuflokknum: Jón
Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnun-
ar, Jóhanna Sigurðardóttir alþingis-
maður, Jón Baldvin Hanniþalsson al-
Ssmaður, Lára V. Júlíusdóttir lög-
ingur ASÍ og Jón Bragi Bjarnason
lífefnafræðingur. Hjá Kvennalista
skipa fimm efstu sætin: Kristín Karls-
dóttir fóstra, Seyðisfirði. Helga Gunn-
arsdóttir félagsráðgjafi, Eiðum, Anna
M. Pálsdóttir húsmóðir, Vopnafirði.
Raanhildur Jónsdóttir þroskaþjálfi,
Höfn og Bára Bryndís Frímannsdóttir
nemi, Neskaupstað.
BÍLVELTA varð í Kúagerði að-
faranótt sunnudags um fjögurleytið
sem rakin er til hraðakstur á hálum
Keflavíkurveginum.
Fernt var í bílnum, drengur sem ók
bílnum og þrjár stúlkur. Þau voru flutt
á slysadeild en fengu að fara að lokinni
skoðun.
Bíllinn er mikið skemmdur, nánast
ónýtur.
Tíinamynd: Sverrir
KVEIKT VAR í skúr við Húsa-
srhiðjuna við Fífuhvammsveg í Kópa-
vogi laust eftir hádegi á sunnudag.
Skúrinn brann til kaldra kola. Að sögn
lögreglunnar er víst að um íkveikju
hafi verið að ræða. Fyrir um viku var
einnig kveikt í bílum í Kópavogi. Það
þarf þó ekki að vera að sömu menn
hafi verið þar að verki.
NÝLEGA TÓK til starfa nýtt
bókafélag er nefnist BETRI BÆKUR.
Fjögur bókafélög standa að rekstri
félagsins, en þau eru: Svart á hvítu,
Mál og menning, Hið íslenska bók-
menntafélag og Lögberg. Markmið
félagsins er að gefa mönnum kost á
góðum og að minnsta kosti 25%
ódýrari bókum.
I boði eru nýjar og sígildar bækur
sem þegar eru á almennum markaði
ásamt handbókum og uþpflettiritum.
BETRI BÆKUR hefur aðsetur að
Laugavegi 8.
KRUMMI
„Nú verður hann
nefndur Ragnar
fróði."
tammm
Úrskurður Lagastofnunar Háskóla íslands um skólamálaráð Reykjavíkurborgar:
Oheimilt að yfirtaka
verkefni fræðsluráðs
- félagsmálaráðuneytið beinir því til borgarstjórnar að farið verði að lögum
Félagsmálaráðuneytið hefur lát-
ið fara fram úttekt á „lögmæti
skólamálaráðs Reykjavíkur", og í
kjölfar þess mun ráðuneytið rita
borgarstjórn Reykjavíkur bréf þar
sem því verður beint til borgar-
stjórnar, að hún taki til endur-
skoðunar samþykkt borgarráðs frá
15. júlí sl. um stofnun skólamála-
ráðs Reykjavíkur. Jafnframt mun
ráðuneytið fara fram á í bréfi sínu
að borgarstjórn sjái um að
fræðsluráð Reykjavíkur og skóla-
málaráð Reykjavíkur fari að lögum
í störfum sínum.
Álitsgerð félagsmálaráðuneytis-
ins var unnin af Ráðgjafaþjónustu
Lagastofnunar Háskóla íslands, en
utan að komandi aðili var fenginn
til að vinna verkið til viðbótar því
að lögfræðingar ráðuneytisins skil-
uðu ráðherra sínu áliti. Álitsgerðir
ráðuneytismanna og Lagastofnun-
arinnar voru efnislega samhljóða.
Ástæðan fyrir því að álitsgerð þessi
var unnin var, að Kennarafélag
Reykjavíkur, Þorbjörn Broddason
fulltrúi í fræðsluráði, og Áslaug
Brynjólfsdóttir ; fræðslustjóri í
Reykjavík, höfðu öll farið fram á
það við ráðuneytið að það úrskurð-
aði um starfssvið og/eða lögmæti
skólamálaráðs ásamt því hver
staða kennarafulltrúa og fræðslu-
stjóra væri á fundum skólamála-
ráðs. Niðurstaðan í álitsgerðinni er
tiltölulega skýr og er í stuttu máli
þessi. Borgarstjórn var í sjálfu sér
heimilt að stofna skólamálaráð og
sérstaka skólaskrifstofu og fela
þeim ákveðin verkefni. Hins vegar
er þessum stofnunum ekki heimilt
að taka til umfjöllunar verkefni
eða starfsemi sem samkvæmt lög-
! um fellur undir fræðsluskrifstofu
eða fræðsluráð. Þegar skólamála-
ráð var stofnað var ekki um að
ræða sameiningu nefnda sam-
kvæmt skilningi sveitastjórnarlaga
.og geta því skólamálaráð og
fræðsluráð ekki starfað hlið við
hlið að sömu málum, og verkefni
sem fræðsluráði eru falin í lögum
verða ekki tekin frá ráðinu á með-
an lögum hefur ekki verið breytt.
Þá er það niðurstaða Lagastofnun-
ar Háskólans að forntanni fræðslu-
■ ráðs hafi borið lagalcg skylda til að
boða fund í fræðsluráði. Loks segir
í álitsgerðinni að ef um sameiningu
nefnda hefði verið að ræða hefðu
bæði fræðslustjóri og kennarafull-
trúar átt rétt á sæti og sörnu
' réttindum í skólamálaráði og þeir
höfðu í fræðsluráði.
1 Formaður fræðsluráðs, sem er
jjafnframt formaður skólamála-
! ráðs, hefur ekki verið boðaður til
fundar síðan 24. nóvember 1986,
i en mál hins vegar afgreidd í skóla-
! málaráði. Sú afgreiðsla er því ekki
i í samræmi við lög samkvæmt þess-
; ari lögfræðilegu álitsgerð.
-BG
Á miðnætti í kvöld rennur út frestur einstaklinga til að skila skattskýrslum
sínum. Ef einhverjir sjá ekki fram úr skýrslunni sinni fyrir þann tíma er
hægt að biðja um skilafrest en til þess verður að fara á viðkomandi
skattstofu á skrifstofutíma. Þessi mynd var tekin á Skattstofunni í
Reykjavík í gær en þar voru margir að biðja um frest. Síðasti dagur til að
biðja um frest er í dag ABS
Tímamynd Sverrir
Samtök um jafnrétti milli landshluta:
FRAMBODí
STARTHOLUM
- kosið verður í uppstillingarnefnd á
Vestfjörðum um næstu helgi
Menn úr Samtökum um jafnrétti
milli landshluta hafa að undan-
förnu rætt um möguleika þess að
fara á stað með framboð fyrir
næstu Alþingiskosningar.
{ vikunni og um næstu helgi eru
fyrirhugaðir fundir í Vestfjarða-
kjördæmi um þessi mál og um
næstu helgi verður kosin uppstill-
ingarnefnd til þess að raða mönn-
um á væntanlegan lista á Vestfjörð-
um.
Einn viðmælandi Tímans sagði
ástæðuna fyrir þessu framboði
einkum þá, að menn óttuðust nú
, mjög hve fólki fækkar hratt á
1 Vestfjörðum. Menn úr öllum
flokkum virðast áhugasamir um að
koma saman lista og kemur mönn-
um saman um að uppstilling listans
muni verða þannig að ekki vcrði
hægt að tengja hann neinum einum
pólítískum flokki fremur en
öðrum. Greinilegt sé að allra
flokka menn verði á listanum.
Fregnir herma að meðal þeirra
manna sem ofarlega verði á vænt-
anlegum lista séu Jón Gústi Jóns-
son í Steinadal og Karl Guðmunds-
son Bæ í Súgandafirði.
Samtökin hafa einnig kannað
grundvöll framboðs víðar á landinu
og mun sterk umræða vera komin
af stað um framboð í Austurlands-
kjördæmi, Norðurlandi eystra og
jafnvel á Norðurlandi vestra.
ABS
Fræðslustjóramálið:
Frumvarpið
komið fram
Lag’t hefur vcrið fram frum-
varp á Alþingi um skipun
nefndar utanþingsmanna, sem
hafi það hlutverk að rannsaka
deilur menntamálaráðuneytis-
ins og fræðsluyfirvalda í
Norðurlandsumdæmi eystra.
Flutningsmenn eru þing-
mennirnir Ingvar Gíslason og
Guðmundur Bjarnason Fram-
sóknarflokki, Steingrímur J.
Sigfússon Alþýðubandalagi og
Kristín Halldórsdóttir Kvenna-
lista.
Frumvarpiö kveður á um að
Hæstiréttur skipi fimm manna
nefnd utan Alþingis til að rann-
saka deiluna og hvort mennta-
málaráðherra hafi haft fullgild-
ar ástæður til að víkja fræðslu-
stjóranum úr starfi.
Þá cr í frumvarpinu ákvæði
um að fræðslustjórinn fyrrver-
andi haldi öllum réttindum sín-
um sem opinber starfsmaður
og a.m.k. hálfum launum á
meðan rannsókn stendur.
Þótti flytjendum frumvarps-
ins ekki stætt að liíða með
flutning málsins eftir að ljóst
varð um hádegið í gær að
Sverrir hugðist ekki koma á
móts við Fræðsluráð Norður-
liinds eystra.
Þú hyggst Jóhanna Sigurðar-
dóttir þingmaður Alþýðu-
flokks leggja fram sérstaka til-
lögu í málinu, sem byggir á
sáttatillögu menntamálaráð-
herra um tveggja manna nefnd.
Jóhanna vill ncfnd þriggja
manna, einn frú hvorum deilu-
aðila, þ.e. menntamálaráð-
herra og Fræðsluráði, og þriðji
maðurinn vcrði frá Rfkiscnd-
urskoðun, sem heyrir nú undir
Alþingi.
Vitað er að sjálfstæðismenn
munu koma fram með frávís-
unartiliögu við flutning frum-
varpsins og er allsendis óljóst
hvernig atkvæði munu falla,
því þingflokkar Alþýðubanda-
lags og Alþýðuflokks eru
klofnir í afstöðu sinni til
málsins. -ÞÆÓ