Tíminn - 10.02.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. febrúar 1987
Tíminn 3
Vöruskiptajöfnuðurinn í desember:
INNFLUTNINGUR
JÓKST UM 42%
- miðað við desember 1985
Norrænni skólaskák lokið:
Margfaldur sigur
íslensku strákanna
unnu þrjá flokka af fimm
Norðurlandamóti í skólaskák er
lokið og unnu íslendingar þrjá
flokka af fimm og slógu þannig
glæsilegt met. í A-flokki tefldu
Þröstur Þórhallsson og Davíð Ólafs-
son og áttu við harða andstæðinga
að etja. Þröstur varð Norðurlanda-
meistari þeirra sem fæddir eru á
árunum 1966 til 1969 og Davíð lenti
í öðru sæti. f C-flokki fæddra á
árunum 1972 til 1973 vann Hannes
H. Stefánsson og annað sætið
hreppti Þröstur Ámason. Hann er
er nú fimmfaldur Norðurlandameist-
ari.
Þá sigruðu íslendingar D-flokk
þeirra sem fæddir eru 1974 til 1975 og
varð Héðinn Steingrímsson sigur-
vegari þriðja sinni.
Islenskir keppendur unnu ekki til
verðlauna í B og E flokki.
„Það er ógurlega gaman að stríða
Skandinövunum," sagði Þráinn
Guðmundsson, forseti Skáksam-
bands íslands. „Þeir leggja svomikið
í skólaskákina, eru með menn á
launum og í kringum þetta er helj-
armikið fyrirtæki hjá þeim. Þetta er
mjög glæsilegur árangur okkar
stráka."
Einu sinni áður hefur ísland átt
sigurvegara í þremur flokkum af
fimm og var það þegar keppnin fór
fram hér á landi. Að þessu sinni
unnu fimm keppendur af tíu frá
fslandi til verðlauna. Þá er vert að
minnast þess að Seljaskóli sigraði
Sveitakeppni Norðurlanda í skóla-
skák í haust sem leið. þj
Almennur innflutningur til
landsins varð nær 42% meiri í
krónum talið í jólamánuðinum síð-
asta en árið áður. Reiknað á föstu
gengi varð aukningin rúmlega 33%
eða tæplega 900 milljónir, en alls
nam almennur innflutningur 3.572
millj. króna nú í desember. Mán-
uðina nóvember og desember var
almennur innflutningur um 18%
meiri en að meðaltali hina 10
mánuði ársins.
Alls nam innflutningur desem-
bermánaðar 5.732 milljónum
króna. Þar af voru tæplega 800
millj. vegna kaupa til stóriðju,
virkjana og annarra sérstakra liða
og 354 millj. vegna olíukaupa. Um
930 millj. sem greiddar hafa verið
á árinu vegna lenginga og endur-
bóta á fiskiskipum voru færðar á
desembermánuð. Án þessa síðast-
talda liðar hefði heiidarinnflutn-
ingurinn verið um 23% meiri mið-
að við fast gengi, í desember sl. en
sama mánuð 1985.
Utflutningur í desember var
samtals fyrir 4.830 millj. króna,
sem er tæplega 15% aukning milli
ára. Fast gengi er miðað við með-
algengi á viðsk.iptavog og á þann
mælikvarða er verð erlends gjald-
eyris talið 6,4% hærra í desember
sl. en á sama tíma 1985. -HEI
Félag vélstjóra á Suðurnesjum hefur skrifað
undir samning:
Iðnlærður maður
fær33-34 þús. kr.
- sératriði kosta „ekki krónu“. - Fyrirvari
VSÍ formsatriði segir Þórarinn V. Þórarinsson
„Málið er það að við erum skuld-
bundnir með það gagnvart vinnu-
veitendum að upplýsa ekki um
innihald samningsins fyrr en í fyrsta
lagi 20. febrúar,“ sagði Jón Kr.Ólsen
hjá Vélstjórafélagi Suðurnesja, þeg-
ar Tíminn innti hann eftir innihaldi
kjarasamnings sem félagið hefur ný-
verið samþykkt, jafnframt sem sam-
þykkt var að fresta boðaðri vinnu-
stöðvun.
Sagði Jón að VSf hefði ekki gefið
skýringu á af hverju þessi háttur væri
hafður á, hins vegar væri VSÍ ekki
búið að samþykkja samninginn fyrir
sína parta, en mun gefa svar fyrir
20. febrúar. Sagði Jón aðspurður, að
það væri óhætt að staðfesta að
samningurinn væri innan ramma jóla-
föstusamninganna. Hins vegar væri
samið um nokkur sératriði en „ekk-
ert sem kostar peninga."
' Þórarni V.Þórarinssyni, frkvst.
VSÍ þótti það ekki fréttnæmt að
samningur hefði verið gerður við 13
manns. Sagði hann þó að samningur-
inn yrði tekinn fyrir nk. þriðjudag.
„Iðnlærður maður fer uppi í 33-34
þús. kr. skv. þessum samningi og
yfirvélstjóri fær 10% álag á það.
Við erum búnir að undirrita samn-
inginn,en með fyrirvara um sam-
þykki framkvæmdastjórnar. Við
höfum ákveðna launapólitík á hverj-
um tíma og þeir starfsmenn sem fara
með ákveðin mál, undirrita ekki
kjarasamninga án þess að hafa heim-
' ild til þess. Þannig að þessi fyrir-
vari er miklu frekar formlegur en
• efnislegur í 99,9% tilvika, einfald-
lega af því samningaráðið hér hefur
gefið efnislega heimild til að ganga
til samningsins,“ sagði Þórarinn V.
Þórarinsson. -phh
Jafnvel ólæstar hurðir voru brotnar með slökkvitækjum sem innbrotsþjófarnir rifu af veggjum. Slík var aðkoman í
gærmorgun þegar fólk mætti til vinnu. (Tímamyndir: pjeiur)
Stöðnuð klukka segir til um innbrotstímann:
HERVIRKIUNNIN GEGNT
SÍÐUMÚLAFANGELSINU
Bræla á loðnunni
Bræla var á loðnumiðunum um helgina og í gær tilkynntu 14 skip um samtals 6.400 tonna afla og var aðeins eitt
skipanna með fullfermi.
Skipin hafa verið á svipuðum slóðum og í síðustu viku austur af Hvalbak.
Þessi mynd var hins vegar tekin á Sigluflrði fyrir helgi þegar loðnuskipið Grindvíkingur kom þangað inn í
blíðskaparveðri. TímamyndÖÞ
Spjöll unnin
en litlu stolið
Mikil hervirki voru unnin á skrif-
stofum í Síðumúla 29 í fyrrinótt.
Litlu var stolið, innbrotsþjófar
höfðu á brott með sér um það bil
5.000 krónur í reiðufé, en létu tölvur
og önnur verðmæti afskiptalaus.
Hins vegar veltu þeir um skrifborð-
um, brutu hurðir með slökkvitækj-
um sem þeir rifu af veggjum, og
brutu gler. Slóðin nær frá brotinni
rúðu á bakgafli hússins, þar sem
þjófarnir hafa komist inn, og þaðan
upp eftir þremur hæðum. Ekki er
ljóst hve mikið tjón hefur verið
unnið en í gær var unnið við bráða-
birgðaviðgerð.
Líklegt er að innbrotið hafi átt sér
stað klukkan 3:10 aðfaranótt mánu-
dagsins, en þá staðnaði klukkan í
húsnæði Læknaþjónustunnar. í
bókaforlagi Vöku var peningum
stolið og unnin spjöll á hurðum. Þar
var meðal annars brotin hurð inn á
salerni sem var ólæst. Skemmdar-
fýsn virðist hafa ráðið gjörðum
ólánsmannanna, slíkur er böðuls-
skapurinn, frekar en tilraun til stór-
auðgunar. Mestar skemmdir hafa
orðið á húsnæði Verkstjórasam-
bands Islands og Læknaþjónustunn-
ar. Þar voru brotnar hurðir með
þeim afleiðingum að karmarnir hafa
hrokkið úr dyrunum.
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur
málið til athugunar.
þj