Tíminn - 10.02.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.02.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn. Þriðjudagur 10. febrúar 1987 Farmannaverkfalli lokið: Grunnkaup hækkar um 16% og yfirvinnuálag í 73% - áætlanir skipafélaganna komast í eðlilegt horf í þessari viku Starfsfólk í húsgagnaiðnaði: SAMNINGAR SAMÞYKKTIR Á FÉLAGSFUNDI í GÆR - 70 samþykkir, 20 á móti og 83 sátu hjá Samtök starfsfólks í húsgagna- iðnaði samþykkti á félagsfundi í gær nýgerðan kjarasamning. Voru 70 meðmæltir,20 á móti en 83 sátu hjá. í samningnum er gengið út frá sama grunni og í jólaföstusamn- ingunum þó tölur séu aðrar. Byrj- unarlaun ófaglærðra eru 27.500 kr. en faglærðir fá 39.800 kr. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, frkvstj. VSÍ kemur það til af því að áfanga- hækkunum 1. mars og 1. maí er flýtt og koma til strax, þannig að þeir fá enga áfangahækkun fyrr en í október. Það er hins vegar nýtt í þessum samningi að það er ákveðið ákvæði um menntun ófaglærðra, þannig að hægt er að taka sveinsprófið í áföngum og er samið um að fyrsti hluti sveinsprófsins gefi rúmlega 6% launahækkun.í samningnum er ekki gert ráð fyrir starfsaldurs- hækkunum. -phh Samningar tókust í farmannadeil- unni aðfaranótt síðasta laugardags og voru samningarnir undirritaðir hjá sáttasemjara þá um nóttina. Þeir voru síðan samþykktir á félagsfundi í Sjómannafélagi Reykjavíkur á laugardag með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. í samningnum er kveðið á um að grunnlaun háseta hækki um 16 % eða úr 23.612 kr. í 27.401 kr. Samningurinn er til tveggja ára og hækka laun farmanna á samnings- tímanum um 2% 1. mars, l.júní, og 1. október, en verði hækkanir á almennum vinnumarkaði umfram þetta þá hækka laun farmanna einnig sem því nemur. Gert er ráð fyrir að laun farmanna á næsta ári hækki hliðstætt hækkunum verkamanna í landi. Þá hækkar yfirvinnuálag úr 60% í 73%, sem sjómenn hafa sagt mikilvægan áfanga. Uppstokkun vinnuramma verður jafnframt nokk- ur en þó minni en vinnuveitendur höfðu óskað eftir. Með því að samningar tókust lauk um 5 vikna löngu verkfalli farmanna sem farið var að hafa víðtæk áhrif á atvinnulífið. Ekkert varð heldur af boðuðu samúðarverkfalli Dagsbrún- ar, en Dagsbrúnarmenn höfðu þrýst á Sjómannafélagið að reyna til þrautar að ná samningum. Sam- komulagið tókst eftir langar óform- legarviðræðuríhúsakynnum Vinnu-' á laugardag, en það var Eyrarfoss, áætlanir skipafélaganna verði komn- veitendasambandsins á föstudag. og síðan hefur hvert skipið af öðru ar í eðlilegt horf strax í þessari viku. Fyrsta kaupskipið lét úr höfn strax látið úr höfn og er búist við að -BG ' Tilraunasendingar skólaútvarps- ins, Útrásar FM 88,6 hófust í dag eftir hádegi. Seinkun varð á útsend- ingu af tæknilegum ástæðum. Mikil spenna var í loftinu auk útvarpsins og vildi svo óheppilega til, að á meðan verið var að tengja síðustu tækin, hófust útsendingar öllum að óvörum: „Það hlýtur að vera hægt að stöðva þetta. Við erum í loftinu,“ hljómaði fyrsta samfellda . setningin sem nemendur MS sendu út í þessari tilraunasendingu. Það kippti sér svo sem enginn upp við það heldur kipptu menn málum í liðinn hið snarasta. En taugarnar voru spenntar til hins ítrasta, eins og berlega kom í ljós þegar roðnuðu kinnar eins aðstandenda Útrásar og hann sagði í hálfum hljóðum um leið og hann leit á fætur sér: „Ég hef nú verið vankaður í höfðinu í morgun. Ég hef farið í sitthvorn skóinn.“ þj Samningarnir samþykktir í gær. Fleiri sátu hjá en voru meðmæltir. Tímamynd Pjeíur Útvarp framhaldsskólanema: Útrásin ræst Kindakjötsútsala: 10-12 prósent verðlækkun - á birgðum frá haustinu 1985 Útsala hófst í gær á kindakjöts- birgðum sem til eru frá haustinu 1985. Vcrð á dilkakjöti í heilum og hálfum skrokkum svo og pört- um lækkar uin 10% en 15% lækkun er á kjöti af fullorðnum kindum. Sem dæmi um verð, má nefna að kílóverð dilkakjöts í fyrsta flokki er nú kr. 181,26 en var áður 201,40. Verð þetta gildir fyrir heiia og hálfa skrokka og samsvarandi lækkun er á pörtum. Heildarbirgðir kindakjöts frá haustslátrun 1985 eru eitthvað á bilinu 6 til 700 tonn, en útsalan mun standa út þennan mánuð og eitthvað fram í næsta mánuð. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir fólk að kaupa kjöt á lágu verði. Þetta kjöt hefur verið geymt í plastpokum frá því í sláturtíð í fyrra og er í góðu ástandi þótt það sé orðið þetta gamalt,“ sagði Steinþór Þorsteinsson hjá Afurðasölu Sambandsins. ABS FRÉTTAYFIRLIT JÓHANNESARBORG— Víst þykir að hófsamir menn í röðum hvítra í Suður-Afríku eigi eftir að fylgja eftir gagnrýni sinni á P.W. Botha forseta eftir að Denis Worrall sendiherra sagðist hafa sagt starfi sínu lausu vegna þess að umbætur á aðskilnaðarstefnunni hefðu ekki orðið neinar. MOSKVA - Sovésku geim- faramir Yuri Romanenko og Alexander Laveikin kveiktu á hitastigs- og lífstuðningskerf- um í sovésku geimstöðinni Mir en þeir eru nú komnir um borð í stöðina. BEIRÚT - Bílsprengja sprakk í þéttbýlu hverfi í suðurhluta Beirútborgar sem stjórnað er af sjítum. Að minnsta kosti fimmtán manns biðu bana. JERÚSALEM - Israelskar hersveitir skutu og særðu fimm Palestínumenn er þátt tóku í mótmælum gegn ísraelstjórn á hinum hertekna Vesturbakka MOSKVA - Stjórnvöld í Sovétríkjunum og Kína hófu að nýju viðræður um ianda- mæradeilu ríkjanna tveggja eftir nærri níu ára hlé. Svo virtist sem sovéska stjórnin hefði gefið eftir í kröfum sínum ummarkalínueftirtveimurfljót- um við landamærin. LUNDÚNIR — Bresk stjórn- völd skýrðu í gær frá nýjustu tölum yfir þá sem fengið hafa sjúkdóminn eyðni. Alls hafa 686 tilfelli verið skráð, þar af hafa 355 manns látist. Frá lokum desembermánaðar til janúarloka voru 76 ný tilfelli skráð í landinu og hefur mán- aðarleg fjölgun ekki verið meiri hingað til. NAIROBI - Filippeyskur byssubátur skaut vióvörunar- skotum að dráttarbát frá Kenya sem dró flutningaskip á alþjóð- legu hafsvæði. Dráttarbáturinn var síðan fluttur til hafnar á Filippseyjum en ekki fengust fullnægjandi skýringar á at- burðinum í gær. PORT MORESBY -Jarð- skjálfti olli miklu tjóni á eynni Umboi í norðurhluta Papúa Nýju Guineu. N'DJAMENA - Ríkisút- varpiÓ í Chad sagöi heri stjórn- arinnar hafa fellt tólf líbýska hermenn og tekiö sjö til fanga í átökum Líbýumanna og stjórnarhersins í norðurhluta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.