Tíminn - 10.02.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn.
Tímirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvaemdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjóri: NíelsÁrni Lund
Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuömundsson
EggertSkúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-
Hraðfrystihús
Keflavíkur
Ólafur Björnsson útgeröarmaður ritaði grein í DV
s.l. fimmtudag og fjallaði þar um málefni Hraðfrystihúss
Keflavíkur hf. Eins og mönnum er kunnugt og m.a. hafa
birst fréttir um hér í blaðinu, hefur þetta fyrirtæki átt í
verulegum rekstrarfjárerfiðleikum. Það hefur lengi
verið í eigu Kaupfélags Suðurnesja í Keflavík, en
síðustu árin hafa Samband ísl. samvinnufélaga og
samstarfsfyrirtæki þess einnig komið þar inn sem
meðeigendur.
í greininni í DV eru málefni Hraðfrystihússins rædd
og farið um þau mörgum og stórum orðum. Meðal
annars er þess beinlínis krafist þar að Sambandið og
samstarfsfyrirtæki þess leggi fram það hlutafé sem
Hraðfrystihúsið þurfi að fá ef það eigi að halda áfram
starfsemi sinni. Auk þess er þess krafist þarna að hjá
Hraðfrystihúsinu verði skipt um alla stjórnendur.
Hér er að ýmsu að gæta. Meðal annars eru aðeins fáir
dagar síðan það kom fram í fréttum að Sambandið
hyggst einmitt auka hlutafé sitt í Hraðfrystihúsi Kefla
víkur um að minnsta kosti fjörutíu miljónir króna. Þar
er á ferðinni upphæð sem gerir það eiginlega dálítið
erfitt að krefjast þess með offorsi að enn betur verði
gert.
Líka er að því að gæta að það er alls ekki sjálfgefið
að heildarsamtök samvinnufélaganna eigi að koma til
aðstoðar í öllum þeim tilvikum þar sem rekstur
einstakra kaupfélaga á í erfiðleikum. Hins vegar hefur
verið litið svo á að samvinnumenn ættu jafnan að reyna
eftir föngum að aðstoða hver annan þegar á bjátar. í
krafti þess hafa þeir oftar en hitt beitt mætti heildarsam-
taka sinna til aðstoðar þar sem erfiðleikar hafa steðjað
að. Aðstoð samvinnuhreyfingarinnar í heild við
Hraðfrystihús Keflavíkur er af þessari tegund. Þeir sem
til þekkja eru þeirrar skoðunar að þetta fyrirtæki eigi
sér rekstrargrundvöll og geti átt ótvíræða framtíð fyrir
sér. Menn hafa með öðrum orðum trú á fyrirtækinu og
möguleikum þess í framtíðinni.
Það er í slíkum tilvikum sem samvinnuhreyfingin
hefur margoft beitt heildarsamtökum sínum fyrir sig til
þess að koma fyrirtækjum, sem átt hafa í tímabundnum
erfiðleikum, á réttan kjöl aftur. Því miður eru allt of
mörg dæmi um slíkt, víðs vegar af landinu, úr
verðbólgubáli liðinna ára. Stundum hefur ekki verið
talið fært að rétta skúturnar af, en stundum hefur það
verið talið mögulegt.
í Keflavík er talið að möguleikar séu á að ná
skriðnum upp að nýju þótt óvænlega horfi nú um
stundarsakir. Tíminn leyfir sér að lýsa þeirri von sinni
að það megi takast með tilhjálp góðra manna.
En þar sem endranær gildir gamla reglan að betra er
að fara sér hægt en að fara offari. Skætingur, persónuníð
og taumlaus kröfuharka eru ekki það sem bestum
árangri skilar. Oftast er hagkvæmara að menn vinni
saman í óskiptu bróðerni að því að finna bestu lausnina
á vandanum.
Þriðjudagur 10. febrúar 1987
GARRI
Mér varð óglatt
Yflrgenglleg óevrfnl
Manjt hefur maöur acö a prenU
um dagana en aldrei hef é« augum
litiö aöra eina óaviftu og fram Vemur
i viötali við foreaetisráöherra. Stein-
grim Hermannsaon. í Timanum þann
30. jan. gíöaatliðinn
Ekki cr nóg með að flokkur Stein
grirrm hafi i áratujp haft íoryatu um
aö halda Suðumeejaavasöinu af-
tkiptu um alla fyrirgmðalu heldur
hefur Steingrimur sjálfur leitt þeeaa
stefnu undanfarin ár og í tiö hana
sem ijávarútvegBráöherra má aegja
aö boginn hafi endanlega troaUð.
Til 1960 hafði verið algjört bann á
aö hingaö kasrn nýtt fiakiaki^ Þaö
leystist þegar minnihlutaatjóm Al-
þýöuflokksins komst Ul valda en
timabundið þó þvi aftur komat
Framsókn til áhrifa.
Hraölrystlhús Kaflavfcur
Þegar HK hóf gongu rina, aem
hlutafélag i eigu Kaupfélagaina. gat
þaö ekki fengið leyfi til aö byggja
bóL Þe« i staö mátti þaö ajá um
útborgun I nýja báta fyrir ýmaa utan
af landi son i staöinn lofuöu aö
leggja upp hjá HK 9-3 vertiöir wn
i var ataöið misvel við.
KjaUarinn
halda áfram starisemi og auk þeas
þarfað skipta þar um alla atjómend
‘ ^Keflavíkurbter hefur þcgar gefið
þeim 4,8 milljónir króna fyrir kota-
draal sem kœta mun stórfé aö rífa.
Það aetti aö nsegja ecm framlag bæj-
arbúa því þrátt fyrir alft tal um
atvinnuaukningu af atarfsemi nn
er að þeun úr þeim átt sem sist
skyldi. Steingrimur segir, þar sem
hann talar um sólu á Gaut GK, sem
Samvinnuhreyfingin var að kaupa
afSuöumcajum. „Nú rjúka þeir upp.
þeesir mcnn (þingm. Rn.), þegar enn
einn togannn er að hverfa frá Suður-
nesjum. Þeir hefðu þurft að grípa til
aögeröa nuklu fyrr.“ Ég get svo sem
Ólalur Bjömsson
Um áramótin 1981-1982 áttum við 94% 1
fyrirtæki okkar. Um síðustu áramot var
eign okkar í (yrirtækinu komin mður 110
-15%.“
hauiinn . »& flilíiogftu SlS
okkur hann.
Hv*mlg*albi«rgaHK«<vU|l
«rM7
í mörg ár hefur umraeöan um aö
bjarga HK ataöiö. A aama tíma og
dótturfynrta’ki StS hafa d*lt millj-
ónatugum i Þorlákshöfn. Homa-
fjorð, Djúpavog. Patreksfiörö og
Grundarfjorö hefur n*r ekkert venö
gert fyrir HK. Ein aöaluppspreUa
þá er þaö nú svo aö fátt sjómanna
og ekkert yfinnanna á togurum HK
hefur búaetu hér. Ekki einu sinm
framkvasndastjórinn nyi hefur aéö
aAma" sinn í aö búa hér.
Vandamál I ^tv»vtv«gl
Steingrimur aegir „Fiskvinnsla
hér hefúr á undanfómum árum dreg
iat aftur úr.“ Hverjir hafa fariö meö
sjávarútvegsmál á Islandi þeasi ár
setn Steingrimur er aö tala um? Er
tekiö undir að þingmenn okkar hafa
veriö slakir i kjoftUemapounu. En í
þcssu tilfelli og ýmsum öðrum eiga
þeir málsbætur.
Þaö sem skiptir sköpum varöandi
kaupin á Gaut GK til Grundarfiarö-
ar er aö þar er lagt fram fé frá Regin
hf. og Oliufélaginu hf. til þeas að fjár-
magna kaupin.
Þaö eru einmitt félogin sem tettu
aft láu HK hafa forgang. I fyreu
lagi af því aft nær allan sinn gróöa
Otgerð á Suöumesjum hlýtur að
leggjast möur aö óbreyttu kvóu-
kerfi af þeirri einfoldu ástaöu að
aðrir landshlutar. sem hafa miklu
mein kvóu. hljóu aö vera i miklu
betri stöðu til þess aö borga hatt
verö fyrir fiskiskip. að viöb*ttn
séretakri fyrirgreiöslu SlS-fynruekja
þegar þau eiga i hlut sem oftast cr.
Núverandi kvóuskipting er þvi ein-
mitt skipulegt fynrkomulag til þcss
að leggja útgerö hér i nist. Þar meö
er allt útlit fynr að tveir framsokn
ar-sjávarútvegsráöherrar konu i
verk þvi scm byggðastcfnan lagði
grunninn aö. það er að flytja alla
útgerö og fiskvmnslu af þessu sv*ði.
Aö tokum
Eg hef fengvst við útgerö og fisk
vinnslu í Keflavík síðustu þnátíu ar.
Lengst af talið aö viö værum gætmr
i fjárfestingum og sUÖið vel að
rekstri enda vanskil ójmkkt lengsl
af.
Um áraroótin 1981-1962 áttum viö
94% i fyrirtæki okkar. Um siöustu
áramót var eign okkar i fyrirtækinu
komin niöur i 10-15%. Viö ákváðum
þvi að selja allt áöur en viö þyrftum
að sianda frammi fynr þvi aö svíkja
okkar viöskiptamenn endanlega um
Honum varð óglatt
Ólafur Björnsson, aðalspruuta
krata í Kcflavík, er þckktur fyrir
subbulega framkomu og sóöalegt
orðbragö. Sjaldan hefur orðbragð-
ið þó verið sóðalegra en í grein sem
hunn birtir í DV á fimmtudaginn
var, og þar sem segir í fyrirsögn að
honum hafi orðið óglatt.
Ólafur lætur sér sæma að segja
að framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
húss Keflavíkur sé „margreyndur í
að koma fyrirtækjum á hausinn“.
Að sjáifsögðu er þetta rógur.
Frumkvæmdastjórinn hefur aldrei
átt neinn minnsta þátt í að koma
fyrirtæki eða fyrirtækjum á haus-
inn.
Hins vegar hefur hann átt góðan
þátt í því að reyna að rétta við hag
fyrirtækja sem átt hafa í erfiðleik-
um, þar á meðal Hraðfrystihúss
Kcflavíkur. Það er að sjálfsögðu
ekki verra að fá þennan rógburð
upp á yflrborðið, nógu lengi hefur
verið gengið hús úr húsi í Keflavík
og þetta góðgæti borið á borð.
Olafur segir að fy rrvcrandi fram-
kvæmdastjóra frystihússins hafi
verið „bolað frá“. Fyrrverandi
framkvæmdastjóri frystihússins
starfar enn við það og nýtur fullrar
virðingar. Hann hefur skipt um
starfssvið og 'var það með góðu
samkomulagi, vegna breyttra að-
stæðna.
Þessi sami framkvæmdastjóri'
var jafnframt formaður Samlags
skreiðarframleiðenda. Með bak-
nagi og rógi, þeim aðferðum sem
Ólafi Björnssyni eru kunnastar,
var honum bolaö þaðan. Ólafur
Björnsson settist í sæti hans þar.
Fyrirtækiö sem fór
á hausinn
Það kynni að vera að Ólafur
Björnsson sé ekki sá maðurinn
sem best efni hefur á því að
rógbera menn fýrir að rekstur
gangi ekki eins vei og best verður
kosið. Það eru ekki margir marg-
reyndari en hann í að setja fýrir-
tæki á hausinn, svo að notuð séu
hans eigin orð. Hans eigin frásógn
segir allt um það:
„ Um áramótin 1981-1982 áttum
við 94% í fyrírtæki okkar. IJm
síðustu áramót var eign okkar í
fyrírtækinu komin niðuri 10-15%.
Við ákváðum því að selja allt áður
en við þyrftum að standa frammi
fyrir því að svikja okkar viðskipta-
menn endanleea um fé. “
Þetta segir Olafur. Það hlýtur að
vera spurning hvort nokkurn tíma
hafi nokkrum manni tekist að
koma eigin fé fyrirtækis úr 94% í
10-15% á svo stuttum tíma. Sjálf-
sagt á þetta heima í heimsmetabók •
Guinness. Og Ólufur Björnsson
ákvað að selja fyrirtækið. Væntan-
lega i trausti þess að almennilcgir
menn gætu rekið það. Bágt er að
trúa því að hann hafi vitað að ekki
væri hægt að reka fyrirtækið og
þrátt fyrir það hafi hann ætlað sér
að svíkja það inn á aðra mcnn.
Skreiðarsamlagið
En þetta er ekki eina afrek Ólafs
Björnssonar í rekstri fyrirtækja.
Þegar Benedikt Jónssyni hafði ver-
ið bolað burt úr Skreiðarsamlaginu
settist Ólafur við stjórnvölinn.
Skreiðarsamfagið er gamalgróið
fyrirtæki sem hcfur notið trausts
um áratugi. Svo var enn þegar
Benedikt Jónsson lét af forystu
þess.
En nú hefur skipt um. Ólafur
Bjömsson tók sér strax sem for-
maður meiri völd í fyrirtækinu en
stjórnarformenn gera að jafnaði.
Hann tók að sér daglega stjóm
fyrirtækisins og varð því næstum
einráður um rekstur þess. Nú er
svo komiö, á örfáum árum, að
Skreiðarsamlagið nýtur lítils eða
einskis trausts og er komið eins
rækilcga á hausinn og nokkuð
fyrirtæki getur komist.
Ólafi Bjömssyni verður ekki
óglatt af því. Honum verður óglatt
þegar reynt er að halda uppi at-
vinnustarfsemi og styrkja hana.
Honum verður óglatt þegar reynt
cr að byggja upp allt sem hann og
hans líkar hafa verið að rífa niður.
Ólafur Björnsson er enn að rífa
niður. Tilraunir lians á síðasta ári
til þess að koma Hraðfrystihúsi
Keflavíkur á kné sýna það svo að
ekki verður um villst. Garri.
VÍTTOG BREITT
Vörusvik og ábyrgðarleysi
Þeir sem kaupa úr eða vekjara-
klukku hjá úrsmið fá í hendurnar
skírteini, þar sem seljandi ábyrgist
að tímamælirinn gangi áfallalaust í
eitt ár í það minnsta. Ef hann gerir
það ekki telst hann svikin vara, og
úrsmiðurinn gerir annað tveggja,
kemur gripnum í lag eða bætir
skaðann með öðrum hætti.
Ef maður greiðir fyrir hús eða
íbúð svo og svo margar milljónir
króna, í flestum tilvikum aleiguna
og meira til, ábyrgist sá sem byggir
húsið að það standi í eitt ár, án
sýnilegra stórskemmda.
Tímabilið sem ábyrgðin nær yfir
er hin sama á vekjarklukku og
húsi, stóru eða smáu.
Þetta ábyrgðarleysi kemur sér
vel fyrir þá sem selja steinsteypu
og einstaklinga og fyrirtæki sem
byggja hús. Aftur á móti er það
mjög bagalegt fyrir þá sem láta
byggja húsin eða kaupa þau. Svikin
vara í formi steinsteyptra húsa
kemur engum við nema þeim sem
látið hafa prakka henni inn á sig.
Mikill hluti þjóðarauðsins liggur
í steinsteypu og er fjárfestingin í
allri þessari vafasömu verðmæta-
sköpun yfirþyrmandi. Þegar svo í
ljós kemur að húsin eru meira og
minna ónýt vegna steypugalla bera
þeir enga ábyrgð sem sökina eiga.
Það er fáránlegt að ábyrgð á
steypu skuli ekki ná nema til eins
árs. En skemmdirnar koma sjaldn-
ast í ljós fyrr en að þeim tíma
liðnum.
Fyrir allmörgum árum kom í ljós
að öll hús sem voru byggð á löngu
árabili sprungu vegna alkalí-
skemmda. Ráðin var bót á því máli
en önnur vandamál búin til.
Frostskemmdir vegna sparnaður
á sementi og þunnfljótanoi steypu,
ásamt með íblöndum kísilryks
koma í stað alkalískemmdanna en
gera svipaðan óleik. Nýlegar
byggingar grotna niður og járna-
bindingin tærist.
Ónotuð tækniþekking
Ekki vantar það að nóg er til af
þekkingu í landinu til að koma í
veg fyrir stórslys af þessu tagi. En
einhverra hluta vegna er henni
haldið sem lengst í burtu frá bygg-
ingaiðnaðinum, rétt eins og
ábyrgðinni á húsbyggingunum.
Við byggingu virkjana, brúa og
hafnarmannvirkja fer meðferð á
steinsteypu eftir fyrirsögn sér-
fróðra manna, sem fylgjast með
blöndun og framkvæmdum. Með
því móti er vel hægt að koma í veg
fyrir skemmdir sem algengastar
eru í húsbyggingum.
Svo virðist sem steypuskemmdir
séu nokkurs konar tískufyrirbæri.
Á einu tímabili eru það alkalí-
skemmdir og á öðru frostskemmdir
vegna spamaðar á sementi og
mikillar vatnsblöndunar til að hægt
sé að dæla hrærunni á auðveldan
hátt.
íblöndun kísilryks átti að vera
mikil framför á sínum tíma, en nú
eru uppi grunsemdir um að slíkt
geri aðeins illt verra.
Það er einkum tvennt sem sting-
ur í augu í sambandi við sviknar
húsbyggingar. Algjört ábyrgðar-
leysi þeirra sem hræra steypu og
byggja húsin, gagnvart þeim sem
borga þau. Og hitt, að annað
tveggja skortir þessa aðila tækni-
þekkingu til að fara með stein-
steypu, eða að þeir spara efniskaup
og tíma með því að nota fljótvirkar
aðferðir, sem koma niður á gæðun-
um.
Ekki er víst að opinbert eftirlit
verði til neinna bóta þótt komið
verði á fót einhvers konar lögreglu
til að fylgjast með steypuvinnu. En
hitt liggur í augum uppi að það
verður að koma ábyrgð yfir þá
aðila sem blanda steypu og byggja
hús, þegar í Ijós kemur að þeir hafa
selt svikna vöru.
Það er óþolandi að verk- eða
húskaupandi verði einn að bera
ailan skaðann af grotnandi stein-
steypu, en þeir sem sökina eiga
sleppa við öll eftirmál.
Telja má víst að steypuskemmd-
ir munu minnka til mikilla muna ef
byggingamenn væru ábyrgir fyrir
að handaverk þeirra stæðust lág-
marksgæðakröfur. Þeir mundu þá
reyna að nýta þá tækniþekkingu
sem fyrir hendi er til að koma f veg
fyrir að steinsteyptar byggingar
standi eitthvað lengur en hlöðnu
torfbæirnir, sem þurfti að endur-
nýja á hverjum mannsaldri. OÓ