Tíminn - 10.02.1987, Blaðsíða 2
Seltjarnarnes:
Landsig og landbrot
„Seltjarnarnesið er lítið og lágt,“
þótti Þórbergi Þórðarsyni, en hann
gerði sér líklegast ekki grein fyrir
að það myndi fara minnkandi og
lækkandi. Meðan land rís fyrir
norðan sígur það fyrir sunnan.
Ásgrímur Guðmundsson, jarð-
fræðingur, sagði þó að ekki væri
líku að jafna, þar eð jarðsigið væri
mjög hægfara og lítið. „Það er
nokkuð sem er að gerast í jarðfræð-
inni og á að baki árþúsunda sögu.
Þetta gerist ákaflega hægt og er
byggt á rannsóknum á fjörumó,
plöntum, sem hafa lifað á þurru
landi, en finnast fyrir neðan
sjávarmál nú,“ sagði Ásgrímur.
En alvarlegra er landbrotið á
norðanverðu nesinu, þar sem sjór-
inn étur sig smám saman inn í
landið og upp að veginum Norður-
strönd, sem liggur eftir endilöngu
nesinu. Landbrotið er alltaf að
ágerast og að sögn Einars
Norðfjörð, bæjartæknifræðings,
hefur víða þurft að keyra í fjöruna
grjót og fylla í brotin. „Við ökum
grjóti og jarðvegi í landbrotið við
Norðurströnd á þessu ári. Þar er
það verst og við þurfum að snúa
okkur að því næst.“
Bæjartæknifræðingur sagði enn-
fremur að sífellt væri safnað því
grjóti sem til félli, til að eiga í
varnargarða og smábátahöfnina.
„Þetta er verkefni sem alla tíð
verður til staðar. Sjórinn nagar
sitt,“ sagði Einar.
þj-
Sem sjá má gengur á Seltjarnamesið og mun koma að því fyrr en seinna að keyra verður grjót í strandlengjuna.
2 Timinn Þriðjudagur 10. febrúar 1987
Launamunur kynjanna enn aukist 1983-85
Laun karla hækkað 5%
meira en laun kvenna
Meöallaun giftra karla 622 þús. en kvenna þeirra 361 þús.
Laun kvenna hafa dregist veru-
lega aftur úr launum karla miðað
við unnið ársverk síðustu 2 árin.
Árið 1983 voru meðallaun karla
54% hærri en laun kvenna en sá
munur fór upp í tæplega 59% árið
1985. Enn er það í sorphirðunni
sem konurnar nálgast karlana mest
og munurinn er rúmlega 28%. í
fiskvinnslu hafa karlar að meðaltali
37% hærri laun og hefur sá munur
vaxið úr 31% s.l. tvö ár. í verslun-
arstörfum hafa karlar nú 56% hærri
laun í stað 49% hærri tveim árum
áður, í þjónustu 58,4% hærri sem
er breyting úr 54% árið 1983. í
iðnaði hafa karlar 59% hærri laun
og í bönkum 71% hærri, en þau
hlutföll hafa lítið breyst s.l. tvö ár.
Meðallaun karla á unnið ársverk
voru 568 þús. krónur árið 1985 en
kvennanna 358 þús. Sá er og munur
kynjanna, að meðallaun kvæntra
karla voru 622 þús. kr., en
ókvæntra um 150 þús. kr. lægri,
sem m.a. er talið vegna þess að
mikið af unglingum er í ókvæntra
hópnum, sem dregur meðaltalið
niður. Laun kvenna eru hins vegar
nær þau sömu hvort þær eru giftar
eða ógiftar. Með sömu forsendu
verður þá að álykta sem svo að
konur vinni sig ekki upp í launum
með aldri og starfsreynslu.
Framangreindar tölur hefur
Byggðastofnun unnið uppúr launa-
miðum til skattframtala. Að mati
Þjóðhagsstofnunar eru laun um
þessar mundir um 55% hærri en
Bíll árs-
sins 1987
frá Opel
Um helgina var haldin bílasýning
hjá Bílvangi sf. þarsem kynnt var ný
tegund Opels, sem kemur í stað
Opel Rekords, sem ekki er fram-
leiddur lengur. Er hér um að ræða
Opel Omega, sem varið hefur verið
ómældu fé til að hanna frá grunni.
Hönnun þykir hafa tekist með
slíkum ágætum, að hinn nýi bíll
hefur verið valinn bíll ársins 1987 af
57 bílablaðamönnum frá 17 Evrópu-
löndum, m.a. vegna tæknilegrarfull-
komnunar, minnstu loftmótstöðu í
þau voru aðmeðaltali 1985. Sam-
kvæmt því má áætla að meðaltekj-
ur kvæntra karla séu um 80 þús. kr.
á mánuði um þessar mundir, þeirra
ókvæntu um 61 þús. kr., en með-
sínum flokki, mikils öryggis og
sparneytni.
Þetta er í annað sinn á þremur
árum sem nýr bíll frá Opel hlýtur
allaun allra kvennanna um 46 þús.
krónur. Má því gera ráð fyrir að
meðallaun heimilisfeðranna séu
um 72% hærri á ársverk heldur en
eiginkvenna þeirra. -HEI
þennan heiður, en Opel Kadett var
bíll ársins 1985.
Opel Omega verður áfram til
sýnis í sal Bílvangs sf.
Borgarstjóm:
Úttekt á aðbún-
aði á vinnu-
stöðum SVR
„Það er skylda Reykjavíkur-
borgar að vera í fararbroddi með
góðan aðbúnað á vinnustöðum
starfsmanna sinna" sagði Hallur
Magnússon varaborgarfulltrúi
Framsóknarflokksins í jómfrúar-
ræðu sinni í borgarstjórn á
fimmtudag.
Hallur lagði fram tillögu um að
borgarráð skipi nefnd er geri
úttekt á aðbúnaði á vinnustöðum
starfsmanna Reykjavíkurborgar
og skili borgarráði tillögum um
úrbætur þar sem það á við. Gert
er ráð fyrir að nefndina skipi
fulltrúi frá Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar, meirihlutan-
um og minnihlutanum.
Össur Skarphéðinsson, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir og
Guðrún Ágústsdóttir tóku til
máls um tillöguna og töldu hér á
ferðinni þarft málefni þar sem
ekki væri tryggt að aðbúnaður á
vinnustöðum Reykjavíkurborgar
væri sem skyldi þó yfirstjórn
borgarinnar hefði ekki borist
kvartanir. Sem dæmi um það tók
Össur aðstöðuleysi vagnstjóra á
endastöðvum, sem til umræðu
var í borgarstjórn. Það vandamál
hefði verið til staðar um allnokk-
urt skeið þó yfirstjórn SVR hefði
ekki fengið af því pata fyrr en nú
fyrir stuttu.
Össur og Hallur gerðu að um-
talsefni lélega aðstöðu vagnstjóra
SVR á vissum endastöðvum en
sögðust treysta því að stjórn SVR
leysti farsællega úr þeim málum í
samvinnu við vagnstjóra.
Erla Rafnsdóttir hefur mátt standa í
ströngu til að hljóta viðurkenning-
una og nafnbótina.
Kjör íþróttamanns árs-
ins í Garðabæ:
Erla Rafns-
dóttir hlaut
titilinn
Kjör íþróttamanns ársins í Garða-
bæ hefur farið fram. Að þessu sinni
hlaut Erla Rafnsdóttir þann heiður
fyrir frábæran árangur sinn með
handknattleiksdeild Stjörnunnar.
Erla var einróma valin af íþrótta- og
æskulýðsráði Garðabæjar sem ann-
ast útnefninguna.
Til hófsins voru mættir mjög á
þriðja hundrað manns, íþróttafólk
ásamt vinum og vandamönnum.
Auk kjörs íþróttamanns ársins var
80 íþróttamönnum innan Stjörnunn-
ar og siglingaklúbbsins Vogs veittar
viðurkenningar fyrir íslandsmeist-
aratitla auk/eða þátttöku með lands-
liði. Þá voru ungum afreksmönnum
16 ára og yngri veittar viðurkenning-
ar fyrir góðan árangur á árinu 1986.
Lilja Hallgrímsdóttir, forseti
bæjarstjórnar, ogErlingÁsgeirsson,
formaður íþrótta- og æskulýðsráðs,
afhentu viðurkenningarnar. þj