Tíminn - 10.02.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn
NÁMSGAGNASTOFNUN
PÓSTHÓLF 5192-125 REYKJAVÍK • SÍMI28088 ^
SAMKEPPNIUM RITUN BARNABÓKA
Námsgagnastofnun hefur ákveðið að hefja útgáfu nýrra
lesbóka handa 6-9 ára börnum og efnir íþvískyni til sam-
keppni um gerð slíkra bóka.
Samkeppninni verður þannig hagað að hún mun standa
næstu tvö til þrjú ár með þeim hætti að skil handrita
verða þrisvar á ári, 1. maí, 1. september og 1. janúar. f
fyrstu verður lögð áhersla á bækur handa 6-7 ára
börnum. Allt aðþrenn verðlaun verða veitt hverju sinni,
fyrir texta og/eða myndefni, að upphæð kr. 30.000.00
hver. Auk þessa verða veittar sérstakar viðurkenningar
fyrir verk sem þykja álitleg. Ráðgert er að dómnefnd skili
áliti eigi síðar en mánuði eftir skiladag hverju sinni.
Handritum skal skila með tillögum að myndeþú en einnig
kemur til greina að myndlistarmenn og höfundar texta
vinni saman að samningu.
Námsgagnastofnun áskilur sér rétt til að gefa útþau verk
sem verðlaun og viðurkenningu hljóta og verðurþá gerð-
ur um það sérstakur samningur.
Ýtarlegar upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir vænt-
anlega þátttakendur, m.a. um lengd, þyngd, hlut mynd-
efnis og efnissvið, er að finna í fjölriti hjá Ingibjörgu
Ásgeirsdóttur, Námsgagnastofnun, Laugavegi 166
Reykjavík og Guðmundi B. Kristmundssyni, Æfinga-
og tilraunaskóla K.H.Í.
1. skiladagur erl. maí 1987.
IlúsnæÓisstofnun ríkisins
Auglýsing
um dráttarvexti
Af lánum, sem verðtiyggð eru
með lánskjaravísitölu, eru
reiknaðir dráttarvextir á 15. degi
frá gjalddaga.
Af lánum, sem verðtryggð eru
með byggingarvísitölu, verða
reiknaðir dráttarvextir einum
mánuði eftir gjalddaga.
Reykjavík, 7. nóvember 1986.
1 Iúsnæöisstofnun ríkisins
HROSSABÆNDA
BÆNDAHÖLLINNI HAGATORGI
107 REYKJAVlK ISLAND
Bændur,
hestamenn!
Norskt ræktunarfélag óskar eftir að kaupa ættbók-
arfærðan stóðhest frá íslandi með fyrstu eða góð
önnur verðlaun. Til greina kemur líka efnilegur
ungur stóðhestur. Líklegir hestar verða skoðaðir í
byrjun mars.
Skriflegt tilboð sendist til Búvörudeildar SÍS,
Sölvhólsgötu 4,101 Reykjavík merkt „Stóðhestar"
eigi síðar en 25. feb. nk.
(tilboðinu skal tilgreind ætt, dómsorð, skapgerð,
litur, aldur, mál og verð. Ath. heimilt er að selja
eldri hesta en 10 vetra og jafnframt að 20% af
verði renni til stofnverndarsjóðs.
Félag hrossabænda Reykjavík
llllllllllllllllllll ARNAD HEILLA :. A - '
Sextugur
Þriðjudagur 10. febrúar 1987
Hjörtur Þórarinsson
1 dag er Hjörtur Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra
sveitarfélaga á Selfossi sextugur.
Hann mun vera fæddur að Miðhúsum
í Reykhólasveit 10. febrúar 1927.
Hér er vegna ókunnugleika ekki tök
á að rekja ættir Hjartar, svo gagn sé
að. Eitt er víst að hann er vaxinn frá
sterkum stofni, sem á sér djúpar og
safamiklar rætur. Um það vottar
manngerðin og lífsstíllinn á liðnum
sextíu árum. Hann er fæddur í
sveitinni, sem Jón Thoroddsen
gerði landskunna, með ljóði sínu um
hlíðina fríðu. Þessi undurfagra
sveit, sem var fyrsti vettvangur
Hjartar, með hinu víðfeðma útsýni til
Breiðafjarðar, hefur á sinn hátt sett
mark á manninn. Órofa tengsl við
hið bjarta í lífinu, með ívafi af
draumhyggju, þrátt fyrir að borið
geti af leið í daglegri önn. Trúin og
hin þögla íhygli, gerir manninn í
senn raunsæjan og ódeigan baráttu-
mann, sem ekki missir sýn af leiðar-
ljósinu í lífinu.
í samræmi við þetta valdi Hjörtur
sér lífsstarf og viðfangsefni. Um þrjá
áratugi helgaði hann sig kennslu-
störfum og mannbótastörfum.
Lengst af meðal Borgfirðinga, en
síðar hjá Árnesingum. Ekki er vafa-
mál að á þessu sviði var Hjörtur á
réttri hillu. Svo fór samt, að Hjörtur
valdi þann kost að skipta um starf,
enda eru kennslustörf lýjand, þegar
til lengri tíma er talið.
Leiðir okkar Hjartar lágu saman
eftir að við urðum starfsbræður.
Hann tók við starfi framkvæmda-
stjóra Samtaka sunnlenskra sveitar-
félaga í febrúarbyrjun 1980. Það var
mikið í húfi að vel tækist til með
starfi Hjartar hjá Samtökum sunn-
lenskra sveitarfélaga. Undanfarin ár
hafði gengið á ýmsu hjá samtökun-
um og stundum jafnvel hætta á að
starfsemi þeirra lognaðist út af. Það
var áhyggjuefni okkar landshluta-
manna, ef hlekkurbilaði í keðjunni.
Verkin bera merkin. Starf sunn-
lenskra sveitarfélaga stendur nú með
meiri blóma, en oftast áður. Það er
komin festa í starfsemina og mörg
járn eru höfð í eldinum, þótt starf-
semin berist ekki á með hávaða
nútíma áróðurstækni. Víða leggur
Hjörtur hönd á plóg og er víðar
ræktunarmaður, en í garði sveitar-
félagasamtakanna. í því efni má
nefna uppbyggingu fjölbrautaskól-
ans á Selfossi, sem öðru fremur er
að gera Selfoss að eiginlegum höf-
uðstað Suðurlands. Nú er Hjörtur
með pálmann í höndunum þegar
fyrsta áfanga er náð. Allt gerist
þetta, svo sem með vinstri hendinni,
á meðan hægri hendin stjórnar um-
svifum í Samtökum sunnlenskra
sveitarfélaga. Þetta einkennir verk-
lag Hjartar öðru fremur, sem nefna
má hljóðláta elju. Allt stefnir með
taktföstum hraða að mörkuðum
áföngum, með þrauthugsuðum
drifkrafti. Þarna koma fram hæfi-
leikar læriföðurins, sem leiðir bekkja-
deildirnar og skólann í heild að
markmiðinu, eðlilega og af sjálfu sér,
án allra jakahlaupa og leikrænna
tilburða.
Slíkir menn verða ekki dæmdir
eftir vopnaglamri, en heldur eftir
leikslokum. Þeirra er að sigra, án
þess að svíða jörðina undir fótum
sínum. Þeirra sigrar eru að græða og
bæta. Ræktun lands og lýðs í bestu
merkingu þeirra orða.
Ljóst er að verklok eru ekki á
stundaskrá Hjartar Þórarinssonar.
Dagsins önn fer vaxandi. Byggða-
málin kalla að og margvísleg mann-
bótastörf í arfagarði sveitarstjórnar-
málanna.
Þjóðin eldist að meðalaldri, þó
eru engin ellimerki að sjá á starfi
Hjartar. Hann hefur náð áfanga og
stendur nú í blóma starfs síns. Seinni
hálfleikur bíður og stutt er til að
kallað verður til leiks á ný. Eftir
örlítið hlé, til að minnast áfangans í
dag, kallar skyldan og lífsköllunin á
manninn á ný til nýrra verkefna.
í samstarfi forystumanna lands-
hlutasamtakanna er margs að
minnast, en þar sem annars staðar er
margt Hirti að þakka. Hann er
okkar skemmtilegastur. Færir fund-
argerðir, þegar við liggur, í bundnu
máli og er okkar orðfærastur, þegar
svara þarf fyrir hópinn á tyllistund-
um.
Ég vil fyrir hönd okkar félaga
hans og þjáningarbræðra í dagsins
striti færa honum þakkir okkar allra.
Heill sé honum og hans fólki á
leiðinni til næsta áfanga. í dag mun
hann taka á móti gestum milli kl. 5-7
að Hótel Selfossi.
Áskell Einarsson.
liiillllllll MINNING
Sigurjón Ingvarsson
frá Dölum
Traustir skulu homsteinar
hárra sala.
í kili kjörviður.
Bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi,
því skal hann virður vel.
Höf. Jónas Hallgrímsson.
„Vertu sæl frænka mín og góða
ferð heim.“ Ekki kom mér til hugar
að þessi kveðjuorð frænda míns
yrðu þau siðustu. Við höfðum hist
nokkrum sinnum í Reykjavík sl.
vetur. Sem börn og unglingar áttum
við góð kynni er héldust, þó lífið
hagaði því svo til að við sæjumst
ekki árum saman. Ætíð sama hlýlega
kveðjan „sæl frænka mín“. Þannig
var Bói eins og hann var stundum
kallaður af sínum nánustu, tryggur
og góður félagi. Veturinn sem hann
var á Eiðaskóla kom hann af og til
og leitaði aðstoðar móður minnar
við námið. Ég dáðist mjög að hans
fallegu rithönd og hversu vel hann
var að sér um menn og málefni. Okk-
ur sem þekktum Bóa vel kom skyndi-
legt fráfall hans mjög á óvart,
en hann hafði þó fundið lítillega til
lasleika. Hlífði sér ekki við vinnu og
leitaði lítið læknis. Hann lést af
hjartaáfalli á heimili sínu 18. jan. s.l.
+
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma
Ingibjörg Sigurðardóttir
frá Bæjarstæði
Höföagrund 1, Akranesi
lést á Landspítalanum sunnudaginn 8. febrúar sl.
Guðjón Bjarnason
Sigurður Bjarnason
Vigdís Guðjónsdóttir
Bjarni Guðjónsson
Ástríður Guðjónsdóttir
og barnabörn
Gígja Garðarsdóttir
Kristján Jóhannesson
Margrét Grétarsdóttir
Margeir Þorgeirsson
Hugur Sigurjóns heitins stóð alla
tíð til landbúnðar og var han verðug-
ur fulltrúi bændastéttairnnar. Góður
bóndi, fjölhæfur verkmaður og
snyrtimenni í umgengni. Haustið
sem ég var í sláturhúsinu á Reyðar-
firði var hið versta í manna minnum,
sökum illviðra og snjóa. Þó voru
lömb Sigurjóns frá Dölum væn og
falleg. Það sannaði, að hann átti
sterkan fjárstofn og var glöggur
fjármaður.
Sigurjón var þriðji elstur af sex
börnum hjónanna Helgu Magnús-
dóttur og Ingvars Guðjónssonar
bónda í Dölum í Hjaltastaðaþinghá.
Þau hjón sjá nú á bak öðrum syni
sínum, en elsti sonur þeirra, Gunnar
Hafdal lést af slysförum 1979. Öll
eru þau börn Helgu og Ingvars
duglegt og myndarlegt fólk.
Sigurjón kvæntist Sigurbjörgu
Reymarsdóttur frá Kelduskógum í
Berufirði og reistu þau nýbýlið
Hjarðarhvol út úr Dölum, árið 1958,
bjuggu þar myndarbúi og voru höfð-
ingjar heim að sækja. Eignuðust þau
fjögur börn: Víðir býr á Reyðarfirði,
Arnheiður Ásdís við nám í Reykja-
vík, Sigríður Laufey býr á Nes-
kaupstað og Smári býr á Reyðar-
fírði.
Enginn flýr örlög sín. Árið 1982
brugðu þau hjón búi og fluttust til
Reyðarfjarðar. Árið eftir slitu þau
samvistum og fluttist Sigurjón til
Reykjavíkur og vann hjá Sambandi
ísl. samvinnufélaga. Þar kynntist
hann eftirlifandi sambýliskonu sinni
Jessy Jensen, en þau höfðu búið
saman í þrjú ár.
Ég votta fjölskyldu hins látna,
| öldruðum foreldrum og öðrum ást-
I vinum innilegustu samúðarkveðjur.
Vertu sæll frændi minn.
Sigríður Laufey Einarsdóttir.
Mýnesi Eiðaþinghá.