Tíminn - 10.03.1987, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS1987-57. TBL. 71. ÁRG.
í STUnU MÁLL.
HEIMILISIÐNAÐARfélag
íslands hefur sent frá sér tilkynningu
sem lýst er þungum áhyggjum vegna
þess ófremdarástands sem ríkir í meö-
ferö og vinnslu íslensku ullarinnar. Var
eftirfarandi ályktun samþykkt á félags-
fundi 4. mars síðastliðinn: „Fundurinn
styöur framkomna ályktun frá stjórn
Stéttarsambands bænda, þar sem
óskaö er eftir að landbúnaðarráðherra
láti fara fram hlutlausa rannsókn á
málefnum íslensku ullarinnar."
í SKOÐANAKÖNNUN
sem DV birti í gær kemurfram nokkur
breyting á fylgi flokkanna frá síðustu
könnun blaðsins. Alþýðubandalag
bætir við sig 3,9 prósentustigum og
hefði fengið 15,9% ef kosið væri í dag,
samkvæmt könnuninni. Framsóknar-
flokkurinn tapar tveimur prósentustig-
um frá síðustu könnun og er með
15,9% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn tap-
ar tæpum tveimur prósentum frá síð-
ustu könnun blaðsins, er nú með
38,2%. Alþýðuflokkur fékk 19,5% fylgi
samkvæmt könnuninni eða um 0,5%
meira fylgi en í síðustu könnun. Þetta
voru helstu niðurstöður DV.
FRAMBOÐVEGNAaiþino
iskosninga verða að hafa borist hlutað-
eigandi yfirkjörstjórn eigi síðar en 27.
mars næstkomandi. Ný samþykkt
breyting á lögum um kosningar gerir
það að verkum að frestur til að skila
inn framboðum er fjórum vikum fyrir
kjördag.
UTANKJÖRSTAÐAat-
kvæðagreiðsla hefst að öllum líkindum :
hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og i
sendiráðum á morgun, 11. mars. Þá
mun utankjörstaðaatkvæðagreiðsla j
hefjast hjá borgarfógeta í Reykjavík íj
sama dag. í frétt frá dómsmálaráðu- ‘j
neytinu segir að kjörstjórar muni að j;
öðru leyti auglýsa hvar oa hvenær j
atkvæðagreiðslan getur farið fram.
SÁLFRÆÐINGAFÉLAG
íslands hefur boðað verkfall þann 24.
mars hafi samningar ríkisstarfsmanna ;j
og fjármálaráðuneytis ekki tekist fyrir
þann tíma.
FÉLAG ÍSLENSKRA
fræða hefur boðað til verkfalls meðal 1
þeirra félagsmanna sinna sem vinna
hjá ríkinu. Síðastliðinn fimmtudag fór j
fram atkvæðagreiðsla í félaginu um
boðun verkfallsins og voru 33 á !
kjörskrá, en 29 (87,8%) greiddu at-
kvæði. Þar af voru 72,4% fylgjandi :
verkfallsboðun en 20,6% voru á móti
en 2 seðlar (6,8%) voru auðir. I
framhaldi af þessu hefur verið boðað
til verkfalls frá og með 23. mars n.k.
hafi samningar ekki tekist fyrir þann
tíma. Komi til þessa verkfalls mun það '
raska starfsemi Landsbókasafns, ,
Þjóðskjalasafns og Þjóðminjasafns.
TOGVEIÐIBANNI var aflétt
á svæðinu austur af landinu kl. 12:00
á hádegi í gær. Veiðieftirlitsmenn sjá-
varútvegsráðuneytisins könnuðu þetta
svæði sl. mánudag og niðurstöður
þeirrar könnunar bentu til þess að
smáfiskur væri genginn af svæöinu og
afli víðast tregur nema syðst á svæð-
inu.
KRUMMI
j „Nægir þeim ekki
| þriggja daga versl-
( unarmannahelgi?"
Útsvarsprósentan
verður 7,5 prósent
- og gjaldheimta ríkisins vegna innheimtu fyrir sveitarfélög lækkar úr 1 % í 0,5%
Það hefur orðið niðurstaðan í
félagsmálanefnd efri deildar að
þak það, sem frumvarpið um tekju-
stofna sveitarfélaga í staðgreiðslu-
pakkanum lagði til að yrði 7%, er
hækkað um hálft prósent, í 7,5%.
En eins og fram hefur komið, þá
bentu útreikningar Þjóðhagsstofn-
unar til þess að skattkerfisbreyting-
in mundi hafa í för með sér veru-
lega tekjuskerðingu fyrir sveitar-
félögin eða allt að 900 milljónum.
En talið var í sömu útreikningum
að útsvarsprósentan þyrfti að vera
a.m.k. 7,2% til að tryggja tekjur
sveitarfélaga.
Þá var einnig ákveðið í nefndinni
að fjármálaráðuneytinu verði að-
eins heimilt að taka 0,5% í þóknun
fyrir að innheimta útsvar fyrir
sveitarfélögin, en í frumvarpi Þor-
steins Pálssonar fjármálaráðherra
hafði verið lagt til að þessi þóknun
næmi 1% af innheimtu. Mikil
andstaða við þessa þóknun til
fjármálaráðuneytisins hafði komið
fram hjá sveitarfélögunum.
Þrjú af fjórum frumvörpum í
staðgreiðslukerfispakkanum komu
til umræðu í efri deild í gær, en það
voru frumvörp um staðgreiðslu
opinberra gjalda, um gildistöku
staðgreiðslu opinberra gjalda og
um tekju- og eignarskatta. Utan
álits meiri hluta fjárhags- og við-
skiptanefndar skiluðu stjórnar-
andstöðuflokkarnir þrír hver sínu
áliti.
Helsta breytingin sem meiri hlut-
inn leggur til er að sjómannaafslátt-
ur verði hækkaður úr 150 kr. á dag
í 200 kr. Ekki treysti meiri hlutinn
sér til að leggja fram fullmótaðar
breytingartillögur en lagði áherslu
á að tíminn fram að gildistöku
staðgreiðslukerfisins um næstu ára-
mót, sérstaklega sumarið, yrði nýtt
til að fara ofan í saumana á þeim
atriðum, sem nánari athugunar
þurfa, þannig að haustþing gæti
tekið á þeim málum.
Þarna er um að ræða atriði eins
og endurskoðun ýmissa ákvæða
þcgar niðurstöður álagningar opin-
berra gjalda í ár liggja fyrir, athug-
un ákvæða laganna um húsnæðis-
bætur og vaxtaafsiátt, og hvort
taka skuli sérstakt tillit til náms-
manna sem eru að ljúka námi og
verða af því hagræði eftirágreiðslu-
kerfisins að þurfa ekki að greiða
skatt fyrr en ári eftir nántslok.
ÞÆÓ
Vestmannaeyjar:
ÞRIGGJA MILNA
TOGVEIDIHELGI
Sjávarútvegsráöuneytiö hyggst loka svæðum tímabundiö
„Við hyggjumst loka tímabund-
ið ákveðnu svæði í kringum Vest-
mannaeyjar fyrir togveiðum vegna
þess eindregna vilja sem fram hefur
komið um það frá heimamönn-
um,“ sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra í samtali við
Tímann í gær. Halldór sagði að við
Vestmannaeyjar væru togveiðar
heimilaðar upp í harðaland, en
slíkt væri ekki heimilt annars stað-
ar á landinu. Forsaga málsins er sú
að í fyrrahaust samþykkti atvinnu-
málanefnd Vestmannaeyja að óska
eftir því við sjávarútvegsráðuneyt-
ið að fá 3 mílna „fiskveiðiland-
helgi“ þar sem togveiðar yrðu
bannaðar með ákveðnum undan-
tekningum fyrir heimabáta undir
ákveðinni vélarstærð, eins ogTím-
inn greindi frá á sínum tíma. Að
sögn Halldórs Ásgrímssonar er nú
verið að vinna að útfærslu togveiði-
bannsins í sjávarútvegsráðuneyt-
inu, en til grundvallar er lögð
heimild í lögum um veiðar í fisk-
veiðilandhelgi íslands frá 1976 þar
sem segir að: „Ráðherra er heimilt
að skipta veiðisvæðum milli veið-
arfæra og takmarka þannig veið-
iheimildir þær, sem veittar eru í
lögum þessum, með því að banna
notkun ákveðinna gerða af veiðar-
færum á tilteknum veiðisvæðum í
takmarkaðan tíma.“
Aðspurður sagði Halldór að ekki
yrði hægt að gera neinar undan-
tekningar frá togveiðibanninu sam-
kvæmt lögunum og því kæmi for-
gangur heimamanna eins og talað
er um í tillögu atvinnumálanefndar
ckki til. Sagði hann að þessi ráð-
stöfun væri tímabundin en síðan
væri meiningin að beita öðru
ákvæði laganna um heimild til að
auglýsa ný friðunarsvæði að undan-
gengnum tillögum Hafrannsóknar-
stofnunar um slíkt. Hafrannsókn-
arstofnun hefur þegar hafið rann-
sókn á svæðinu í kringum Vest-
mannaeyjar í þessu skyni. Varan-
leg lausn á fiskveiðilandhelgi Vest-
mannaeyinga fæst þó ekki nema
nteð breytingu á lögum, og mun
það bíða nýs þings að afgrciða
slíkt.
-BG
Ekkert
ákveðið enn
í því efni
Ríkisstjómin vill fá rúm-
lega þrjátíu mál afgreidd
fyrir þingslit
Það liggur nú fyrir að þing-
haldi lýkur ekki fyrr en í næstu
viku, en ætlunin hafði verið að
Ijúka þingi fyrir miöjan ntars-
mánuð. Hins vegar standa stóru
málin svokölluðu nú þannig að
fyrirsjáanlegt er að þau verða
ekki afgreidd næstu daga.
Hér er unt að ræða fruntvörpin
fjögur sem fcla í sér að stað-
grciðslukerfi skatta veröi komið
á, frumvarp til tollalaga og frum-
varp til vaxtalaga.
Ríkisstjórnin hcfur áltuga á
að koma vel á fjörða tug mála í
gegn fyrir þinglok. Þar má til
viðbótar ofangreindu nefna
frumvörp um frídag sjómanna.
veitingu prcstakalla, uppboðs-
markað sjávarafurða, líý jarð-
ræktarlög, flugmálaáætlun
vegaáætlun. Þ/IÓ
Verkfall trésmiða hefst á miðnætti
í kvöld. Svona verður líkast til um-
horfs í flestum nýbyggingum á
morgun. Tímamynd Pjctur
Verkfall á
miðnætti
Allt bendir nú til þess að Trésmíða-
félag Reykjavíkur, ásamt þremur
öðrum félögum innan Sambands
byggingarmanna, hefji verkfall á
miðnætti. Sáttafundur í deilunni
hjá Sáttasemjara ríkisins hófst í
morgun. Tíminn hafði samband
við Guðlaug Þorvaldsson ríkissátt-
asemjara í gær. Hann sagði að
óformlegar þreifingar deiluðaila
hefðu verið í gangi en ástæða væri
til svartsýni frekar en hitt. -ES