Tíminn - 10.03.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 10. mars 1987
Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalags:
Stefna ASÍ yfirleitt
önnur en okkar stef na
„Stefna ASÍ hlýtur yfirleitt aö
vera önnur en stefna Alþýðubanda-
lagsins," sagði Svavar Gestsson
form. Alþbl. á fréttamannafundi í
gær. í Ijósi þess hve formanninum
hefur verið tamt að setja samasem-
merki á milli verkalýðshreyfingar-
innar og Alþýðubandalagsins og
framboðs forseta ASÍ í baráttusæti á
lista flokksins virðist þessi yfirlýsing
Svavars gcta bcnt til að eitthvað sé
þar þó grunnt á hinu góða um þcssar
mundir. Ólafur Ragnar Grímsson
áréttaði að alls ekki mætti rugla
saman stefnu Alþýðubandalagsins
og stefnu ASÍ, sem eðli samkvæmt
byggðist á ýmisskonar málamiðlun-
um bæði milli pólitískra flokka og
við vinnuveitendur og ríkisvald.
Varðandi það hvort þetta gæti
ekki valdið nokkrum vanda, m.a.
vegna framboðs forseta ASÍ fyrir
flokkinn, varð ekki annað skilið á
þeim Svavari og Ólafi en að það væri
þá vandi Ásmundar cn ekki Alþýðu-
bandalagsins.
„Hringdu í Ásmund sjálfan í síma
83044," var svar Svavars þegar
Tímamaður lét í Ijós efasentdir um
að Ásmundur væri sammála þeirri
gagnrýni sem forystumcnn Alþýðu-
bandalagsins settu fram á nýja hús-
næðiskerfið og m.a. það aö taka upp
jafnan húsnæðisafslátt til allra í stað
vaxtafrádráttar af skatti, sem var eitt
atriðið í kjarasamningum á sínum
tíma og ætlað að jafna milli fólks
þeirri húsnæðisaðstoð scm hið opin-
bera veitir í gegn um skattakerfið.
Ressi orðaskipti fóru fram á fundi
sem fjórir forystunienn Alþýöu-
bandalagsins, Svavar Gestsson,
Ólafur Ragnar Grímsson, Kristín
Ólafsdóttir og Ragnar Arnalds, boð-
uöu til í gær til að kynna helstu
áherslupunkta flokksins eftir mið-
stjórnarfund sem Alþbl. hélt um
helgina. í stuttu máli leggur Alþbl.
áherslu á stórhækkun lágmarks-
launa, aukna samneyslu og félags-
legar úrbætur ásamt verulcgum
skattaíækkunum, scm þeir áætla að
minnkuðu tekjur hins opinbera um
1.200 millj. króna.
Efst á blaði eru þó málefni fjöl-
skyldunnar sem sérstök ályktun var
samþykkt um á miðstjórnarfundin-
um. Helstu stefnumálin eru: Aö
fjórðungur dagvinnulauna dugi til
að tryggja öllum gott og heilsusam-
legt húsnæði - launahækkun og stytt-
ing vinnutíma - dagheimili fyrir öll
börn - samfelldur skóladagur og
máltíðir í skólum - lenging fæðingar-
orlofs í eitt ár - og að öll fjölskyldu-
form verði jafn rétthá.
Jafnframt samþykkti miðstjórn-
arfundurinn kröfu til tíkisstjórnar-
innar um ráðstafanir til þess að
búvörur hækki ekki umfram almennt
verölag þó bændur fái að íullu og án
tafar þær kjarabætur scm þeim ber.
Látinn er
Þórir Bergsson
tryggingastærðfræðingur
bórir Bergsson, trygginga-
stærðfræðingur, lést í Landsspít-
alanum 7. marz s.l... Þórir var
fæddur 2. júlí 1929, sonur hjón-
anna Bergs Jónssonar, sýslu-
manns og síðar bæjarfógeta í
Hafnarfirði, og Guðbjargar Lilju
Jónsdóttur. Þórir lauk prófi í
tryggingastærðfræði og statistik
frá Hafnarháskóla árið 1959.
Hann starfaði unr skeið hjá Al-
mennunr tryggingum h.f., en frá
1961 starfaði hann sjálfstætt við
tryggingafræðilega og statistiska
útreikninga. Jafnframt var hann
um skeið skólastjóri Trygginga-
skólans.
Þórir sat í stjórn Lánasjóðs ísl.
námsmanna sem fulltrúi Sam-
bands ísl. stúdenta erlendis á 7.
áratugnum og hann var formaður
Félags íslenskra tryggingastærð-
fræðinga frá 1984 til dauðadags.
Þórir ritaði margar greinar í blöð
og tímarit um trygginga-, lána-
og lífeyrissjóðamál.
Þórir var kvæntur Björgu
Hermannsdóttur og áttu þau
fjögur börn.
Börkur NK 122 kemur drekkhlaðinn að landi.
(Tímamynd: S.H.)
Neskaupstaður:
Frysting hafin á loðnuhrognum
Frá Svanfríði Hagwaag, fréttaritara Tímans á
Ncskaupstaö
Frysting loðnuhrogna er nú hafin
á Ncskaupstað. Búið cr að frysta
um 120 tonn af hrognum úr nóta-
skipunum Berki og Beiti. Á mynd-
inni má sjá þegar verið var að
landa unt 1200 tonnum af loðnu úr
Berki nú fyrir helgi, sem veidd var
í Brciðafirði.
Sagði Már Lárusson, verkstjóri
hjá SVN, að hrognatakan gengi vel
og hrognin væru fersk. Það er
unnið við hrognafrystinguna á
vöktum frá klukkan fjögur að nóttu
til ellefu á kvöldin. Þó cru hrognin
þvegin allan sólarhringinn.
Mjög mikil vinna hefur verið
undanfarið hjá SVN þar sem áður
en farið var að frysta hrogn var
verið að frysta loðnuhrygnu. Voru
fryst um 180 tonn og var einnig
unnið að þeirri frystingu á vöktum.
Ný stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar kosin:
„Vekja þarf aftur traust
til Hjálparstofnunarinnar“
- Greiðslustöðvun á næsta leiti
Árni Gunnarsson, nýkjörinn stjórnarformaður Hjálparstofnunar kirkjunnar,
Haraldur Ólafsson stjórnarmaður og Pétur Sigurgeirsson, biskup.
(Tímamynd: Svcmr)
„Hjálparstofnun kirkjunnar er að
hefja nýjan áfanga eftir erfið þátta-
skil,“ sagði Pétur Sigurgeirsson,
biskup, við kynningu nýrrar stjórnar
í gær. „Stofnskrá stofnunarinnar,
sem nú veröur unnið eftir, hefur
hlotið samþykki Kirkjuráðs."
Ný stjórn Hjálparstofnunar kirkj-
unnar hefur verið kosin og skipulags-
skrá stofnunarinnar endurbætt í
kjölfar umræðu um að ekki hafi ver-
ið heiðarlega staðið að uppgjöri
reikninga. Stjórnarmenn eru Arni
Gunnarsson, ritstióri, stjórnarfor-
maður, Haraldur Olafsson, alþingis-
maður, og séra Þorbjörn Hlynur
Árnason. Varamenn cru séra Sól-
veig Lára Guðmundsdóttir og séra
Úlfar Guðmundsson.
Helstu verkefni aðalfundar Hjálp-
arstofnunarinnar voru afgreiðsla árs-
reikninga 1986, breytingar á reglu-
gerð stofnunarinnar og loks kosning
stjórnar og félagskjörinna endur-
skoðenda, sem nú eru Hanna Páls-
dóttir, aðalféhirðir, og séra Guðni
Þór Ólafsson.
Allt fyrrverandi starfslið hefur
sagt stöðum sínum lausum að eigin
ósk. Hjálparstofnunin er févana og
nánast komið að greiðslustöðvun,
þar sem hætt var við alla fjársöfnun á
tekjuhæstu mánuðum stofnunarinn-
ar á síðasta ári vegna gagnrýni á
rekstur hennar.
„Skuldir eru miklar," sagði Árni
Gunnarsson, nýkjörinn stjórnarfor-
maður. „Meðal annars er það vegna
kaupa á húseign við Engihlíð 9. Hún
verður nú seld hið snarasta. Hjálpar-
stofnunin á ekki lengur bifreið og
mun ekki eignast. Þar að auki er um
milljóna króna skuldbindingar að
ræða, sem stefnt er að að standa við.
Það eru verkefni í Kenýa og Súdan,
en stærsta verkefnið er bygging mun-
aðarleysingjahælis í Haik í Eþíópíu.
Þegar voru hafnar framkvæmdir og
systurstofnanir í Finnlandi og Noregi
hafi lýst yfir vilja til að taka þátt í því
verkefni. Áfall stofnunarinnar má
ekki bitna á skjólstæðingum
hennar."
Með nýrri skipulagsskrá eru tengsl
stofnunarinnar við kirkjuna efld til
muna og valddreifing meiri. Leita
skal heimildar Kirkjuráðs vegna
meiriháttar skuldbindinga. Fyrir-
tækið verður allt opnara og undir
strangara eftirliti en verið hefur.
Ársreikningar þess verða birtir í
Stjórnartíðindum. Allt til að „berja í
trúnaðarbrestina og auka traust
þjóðarinnar á Hjálparstofnuninni
aftur,“ eins og Árni Gunnarsson
orðaði það.
Stjórnarmenn töldu gagnrýni á
fyrrverandi stjórn að nokkru rétt-
mæta, - til dæmis að ekki hefði verið
heiðarlega staðið að uppgjöri, en að
sumt hefði ekki átt við rök að
styðjast. „Gáleysislega var farið með
tölur um rekstrarkostnað, því að
ekki var reiknaður inn í allur kostn-
aður við íslenskt hjúkrunarfólk f
þróunarlöndunum," sagði Árni.
„Við biðjum þjóðina um brautar-
gengi," sagði Haraldur Ólafsson
stjórnarmaður. „Hjálparstofnunin
innir merkilegt starf af hendi og
stjórnin biður um annað tækifæri
henni til handa."
Tekjumöguleikar hennar eru
framlög styrktaraðila, tekjur af
söfnunum og vaxtatekjur. Til rekst-
urs og stjórnar verður að jafnaði var-
ið 8% af öllu söfnunarfé. „Við byrj-
um frá grunni," sagði Árni að
lokum. „Þrátt fyrir að trúnaðar-
traustið hafi hlotið hnekki býst ég við
að það heppnist. Ég leyfi mér að
segja, að fáar, ef nokkur sjálfseign-
arstofnun búi við jafn stranga skipu-
lagsskrá og eftirlit og Hj álparstofnun
kirkjunnar nú.“ Þj
FRÉTTAYFIRLIT
NÝJA JÓRVÍK - Sérstak-
ur ákærandi í hneykslismálinu
í sambandi við vopnasöluna til
Irans mun líklega birta form-
lega ákæru um glæpsamlegt
athæfi á hendur háttsettum
ráðamönnum í Reaganstjórn-
inni.
RÓM - Francesco Cossiga
forseti (talíu boðaði hinn
reynda stjórnmálamann Giulio
Andreotti á sinn fund og mun
þessi leiðtogi kristilegra demó-
krata eiga næsta leik í að
reyna að leysa úr hinni flóknu
stjórnmálakreppu í landinu.
JÓHANNESARBORG-
Háttsettur ráðherra í suður-afr-
ísku stjórninni sagði hugmynd-
ir hins ráðandi Þjóðarflokks um
réttindi til handa svörtum vera
í molum og væri ekki hægt að
hrinda þeim í framkvæmd.
PEKÍNG - Kínversk stjórn-
völd sökuðu vestræna stjórn-
málasérfræðinga um að mis-
skilja baráttuna gegn pólitísk-
um hugmyndum að vestan og
sögðu að kínverskir fræði-
menn þyrftu ekki að óttast
ofsóknir.
MANILA — Hin pólitíska bar-
átta fyrir þingkosningarnar á
Filippseyjum er þegar hafin
með viðvörun frá herforingja
sem sakaður er um að hafa
verið í forystu einnar byltingar-
tilraunarinnar gegn Corazon
Aquino forseta og stjórn
hennar. Herforinginn sagði til-
raunir til að velta ríkisstjórninni
úr sessi ekki vera úr sögunni
fyrr en Aquino tækist að bæta
siðferðisþrekið og baráttuhug-
inn innan hersins.
MOSKVA - Pravda, dag-
blað sovéska kommúnista-
flokksins, hafði eftir Georgy
Arbatov háttsettum Kremlverja
að stefna Bandaríkjastjórnar í
afvopnunarmálum væri eins
hugmyndasnauð og vanalega.
TEL AVIV - Yitzhak Shamir-
forsætisráðherra (sraels neit-
aði að verða við kröfum um að
ísraelsk rannsókn færi fram á
njósnamálinu í Washington
sem olli verulegum samskipta-
örðugleikum milli þjóðanna
tveggja. Shamir sagði þá sem
bæru ábyrgð á málinu þegar
hafa goldið þess nóg að viður-
kenna þátt sinn í því.
STOKKHÓLMUR
Sænski ráðherrann sem gefur
leyfi fyrir vopnaútflutningi sagði
að stjórnvalda biði nánast
vonlaust verkefni að reyna að
komast til botns í ásökunum
um vopnasmygl til Mið-Austur-
landa.