Tíminn - 10.03.1987, Blaðsíða 5
Tíminn 5
Þriðjudagur 10. mars 1987
llllllllllllllillllllllllll ÚTLÖND llllllllllllllllljllllllllllllllllll
Ferjuslysiö á Ermarsundi:
Björgunarmenn halda
áfram leit að líkum
Keuter -
Maður nokkur að nafni Andrew
Parker bjargaði lífi um tuttugu
farþega, um borð í ferjunni Herald
of Free Enterprise, með því að
leggjast eins og brú á milli tveggja
bita í miðju ferjunnar þar sem vatn
ólgaði undir og leyfði skelfdum
mönnum, konum og börnum að
skríða yfir sig. Meðal þeirra voru
kona hans Eleanor og tólf ára
gömul dóttir þeirra.
Þessi frétt og aðrar um hörmung-
aratburðinn á föstudagskvöldið er
breska ferjan sökk rétt utan við
belgísku hafnarborgina Zeebrúgge
birtust í dagblöðunt í gær. Á með-
an reyndu hollenskir og belgískir
björgunarmenn að koma bresku
bílferjunni á réttan kjöl og ná í þau
rúmlega áttatíu lík scm talið er að
enn séu fyrir í henni.
í gær höfðu 53 lík fundist og þar
með er líklegt að 134 manns hafi
farist í þessu versta sjóslysi á
Ermarsundi síðan í seinni heims-
styrjöldinni.
Mikið var af ættingjum þeirra,
sem um borð í ferjunni voru, í
þessari norður-belgísku hafnar-
borg í gær, en eigendur Herald of
Free Enterprise endurtóku skila-
boð sín um að nokkrar vikur gætu
liðið þar til tekist hefði að ná öllum
líkunum. Hvöttu þeir fólk til aö
halda aftur til Bretlands og bíða
þar nánari frétta.
Belgískir björgunarmenn unnu
einnig að því í gær að reyna að ná
í farm af eiturefnum sem flytja átti
með ferjunni. Umhverfismálaráð-
herra landsins Miet Smit sagði að
það væri „algjörlega nauðsynlegt"
að ná upp 61 tunnu af efni blönd-
uðu með blásýrusalti og öðrum
farmi af ónafngreindu eiturefni
Telja má öruggt að björgunarað-
gerðir leiði í ljós hvað olli því að
ferjan lagðist á hliðina á örskammri
stundu. Þá munu skipstjórinn, sem
nú liggur á sjúkrahúsi í Belgíu, og
aðrir áhafnarmcðlimir einnig verða
spurðir um atburðarásina.
Líklegast er talið að dyr á fram-
stafni skipsins hafi ekki verið lok-
aðar og vatn hafi runniö þar inn og
á örskammri stundu ollið slysinu
þar sem 409 manns var bjargað en
134 hafa líklega látist.
Chile:
PINOCHET
FRAMLENGIR
NEYÐARLÖG
Santiago - Reuter
Augusto Pinochet forseti Chile
ákvað í gær að neyðarlög þau sem
gefa honum rétt til að takmarka
ferðafrelsi manna og upplýsingar-
streymi í landinu tækju aftur gildi.
Neyðarástandslögin voru framlengd
um níutíu daga.
Ákvörðunin um gildistöku lag-
anna var birt í opinberu plaggi
stjórnvalda í gær en nú eru aðeins
þrjár vikur í heimsókn Jóhannesar
Páls páfa til landsins og er það fyrsta
páfaheimsóknin til Chile.
Neyðarástandslög hafa verið í
gildi nær allan þann tíma sem Pinoc-
het hefur verið við völd. Hanti leiddi
byltingu hersins gegn Salvador Al-
lende forseta og stjórn hans árið
1973.
Herinn getur samkvæmt lögunum
bannað útifundi og takmarkað
ferðafrelsi. Þá er blöðum meinað að
birta fréttir um aðgerðir marxískra
eða vinstrisinnaðra skæruliða aðrar
en þær sem ríkisstjórnin kemur á
framfæri.
Neyðarástandslögin eru cin af
nokkrum sérstökum lögum sem Pin-
ochet og stjórn getur notað sér. Sem
dæmi um önnur sérákvæði sem í
gildi eru má nefna að stjórnvöldum
er heimilt að handtaka og dæma
stjórnarandstæðinga til fangelsisvist-
ar eða útlegðar án þess að ákæra hafi
verið lögð fram og réttarhöld hafi
gengið eðlilega fyrir sig.
Augusto Pinochet Chileforseti: Lítið bólar á lýðræði
Bretland:
SVART
FYRIR
SORG
Fréttalesarar BBC fá
svört bindi - Æft fyrir
dauða drottningarmóður
Lundúnir - Keuter
Breska ríkissjónvarpið BBC hcfur
keypt scx svört hálsbindi fyrir fólk
það sem les fréttirnar. Fólkið á að
vera með bindi í þessurn lit er það
segir frá sorglegum atburðum.
Framkvæmdastjórn fyrirtækisins
mun hafa gefið sérstakt leyfi til
þessara kaupa því flestir þeirra sem
lesa upp fréttirnar klæðast ekki ein-
ungis skærlitum jökkunt heldur eru
með litskrúöug bindi svo minnir á
ónefnda íslcnska fréttalesara.
Tekið var eftir hinurn móðgandi
bindum er veriö var að æfa frásögn
frá dauða Elísabetar drottningar-
móöur. Nei, hún er ekki látin, er
reyndar orðin 87 ára gömul en viö
hestaheilsu. Forráðamenn BBC
töldu þó ekki ráð nema í tíma væri
tekiö og æfðu frásagnir af dauða
drottningarmóðurinnar. Fjöldi
fréttamanna tók þátt í þessari æf-
ingu, eða öllu heldur undirbúningi.
UTLOND
UMSJÓN: áB^
Heimir
Bergsson
BLAÐAMAÐUR,
Kína:
Eldgamalt
vín finnst
IVkíng * Kculcr
Kínverskir vísindamenn vinna
nú að þvt' að efnagreina þrjú
þúsund ára gamalt vín sem lík-
lega cr elsta vín í heirtti.
Vökvinn fannst í lokaðri brons-
krukku í einu grafhýsa Shangætt-
arinnar í héraðinu Henan í Mið-
Kíntt.
Kínverska dagblaöið skýrði frá
fundi þessum og sagöi aö áfengis-
magn væri enn í víninu.
Eyðniveiran á sér samherja:
Ný tegund veiru
gæti valdið
annarri farsótt
Atlanta - Reuter
Nýr stofn af eyðnivcirunni sem
uppgötvaður var fyrir um ári síðan
gæti komið af stað öðrum eyðnifar-
aldri í Afríku. Það var dagblaðið
Atlanta Journal í Bandaríkjunum
sem frá þessu skýrði um helgina.
Nýja veiran sem kallast HlV-2
virðist valda sömu eyðileggingunni
á ónæmiskerfi líkamans og hin
þekkta eyðniveira en erfðafræði-
lega eru þessar tvær veirur þó ekki
eins.
Dóktor Thomas Quinn við John
Hopkins læknaskólann í Baltimore
sagði í samtali við blaðið að út-
breiðsla HIV-2 veirunar væri enn
bundin við Vestur- Afríku en marg-
ir hefðu áhyggjur af því að hún
myndi breiðast út.
„Veiran hefur eiginleika sem
gætu valdið annarri farsótt," sagði
Quinn.
Hin nýja veira mun vera svipuð
að gerð og Simian veiran sem
smitar apa. Ekki hafa miklar rann-
sóknir verið gerðar á veiru þessari
í Bandaríkjunum þar sem ekki er
vitað til að hún hafi borist þangað.
Það voru vísindamenn við Pasteur
stofnunina í París sem fyrst skýrðu
frá HIV-2 fyrir ári síðan.
Kosningar í Finnlandi um næstu helgi:
Jafnaðarmenn í
stjórnarandstöðu?
Ilclsinki - Keuter
Haft var eftir finnska forsætisráð-
herranum Kalevi Sorsa í gær að færi
svo að Jafnaðarmannaflokkur hans
tapaði í þingkosningununt um næstu
helgi myndi hann jafnvel hætta þátt-
töku í samsteypustjórninni sem nú
fer með völd. Kosið verður í Finn-
landi sunnudaginn 15. og mánudag-
inn 16. mars.
„Ef jafnaðarmenn tapa í kosning-
unum munu þeir skríða inn í skel
sína og viljinn til að vera í stjórnar-
andstöðu verður sterkari... “ sagði
Sorsa í viðtali við íhaldsblaðið Uusi
Suomi.
Samkvæmt niðurstöðum skoðana-
könnunarinnar, sem birtar voru í
blaðinu Helsingin Sanomat, getur
svo farið að Jafnaðarmannaflokkur-
inn, stærsti stjórnmálaflokkur
Finnlands, tapi atkvæðum í komandi
kosningum. Jafnaðarmcnn hafa set-
ið í stjórn mestan hluta síðustu
tuttugu ára.
Jafnaðarmcnn eiga 57 þingmenn
og hinn helsti aðilinn í stjórnarsam-
starfinu, Miðflokkurinn, hefur 37
menn á þinginu þar sem 200 einstakl-
ingar sitja.
Samkvæmt skoðanakönnuninni
gæti fylgi jafnaðarmanna fallið niður
í 24,6% en þeir fengu 26,7% í
síðustu þingkosningum árið 1983.
Hinir stærstu flokkarnir, (halds-
flokkurinn og Miðflokkurinn, bæta
við sig örlitlu fylgi samkvæmt
könnuninni. íhaldsflokkurinn gæti
fengið rétt undir 24% atkvæða og
Miðflokkurinn rétt rúm 18% at-
kvæða.
Kalevi Sorsa forsætisráöherra
Finnlands: Stjórnarandstaða ekki
fráleitur mögulciki