Tíminn - 10.03.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.03.1987, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 10. mars 1987 llllllllllllllllllllllllllll MINNING lllllll Tíminn 11 Tómas Sigurgeirsson Dáinn 17. febr. 1987 f fyrrasumar kvaddi ég Tómas Sigurgeirsson mág minn á Reyk- hólahlaði. Þá voru liðin 60 ár síðan ég hafði fyrst heilsað honum á Mið- húsahlaði. Það var í fyrsta sinn sem við sáumst, og þó hafði hann áður átt úrskurðarvaldið að því að ég flutti í Reykhólasveitina á ný, svo einkennileg eru atvikin. Þórarinn Árnason fyrri maður systur minnar hafði haft á leigu og ábyrgð jörð og bú á Hólum í Hjalta- dal í þrjú ár. Þá áraði ekki vel fyrir stórbýli. Hann hugðist því breyta til og tók á leigu jörðina Brimnes, ekki langt frá Hólum. Þetta var þokkaleg jörð, en einhvern veginn kunni ég ekki við að flytjast þangað eftir að hafa verið Hólamaður í þrjú ár. Þetta sama vor tók ég kennarapróf og hugðist ráða mig til starfa sunnan- lands og af því tilefni að selja skjóttan hest em ég átti. Tómas sem verið hafði í Hólaskóla um veturinn, veiktist og varð að hlífa sér frá vinnu og varð það úr að hann færi með Þórarni og Steinunni að Brimnesi. Ég fékk þær fregnir af honum að hann væri hinn mætasti maður og varð það úr að ég gaf honum kost á að kaupa Skjóna, og voru í raun afgerð kaup. En nú kom það til að Þórarinn gal fengið Miðhús í Reyk- hólasveit til ábúðar og ákvað að taka því boði, þá breyttust mín viðhorf. Ég hafði áður verið eitt ár í Reyk- hólasveitinni og tekið ástfóstri við þessa fallegu byggð, en þó gat ég ekki hugsað mér að vera á sama bæ og Skjóni í eign annars manns, til þess vorum við Skjóni of miklir vinir. En þá var það að Tómas leysti málin. Hann gaf eftir kaupin á Skjóna. Það voru, að ég hygg, hvorki fyrstu eða síðustu vandamál- in, sem Tómas leysti. Sem betur fór náði Tómas fullri heilsu og varð svo vinnumaður áfram í Miðhúsum, því oftast eru næg verkefni á eyjajörð, eða svo var þá meðan eyjar og hlunnindi voru nytjuð. Mín dvöl lengdist þarna einnig, en þó var ég aðeins sumarmaður, þar eð ég réðist strax til kennslu í sveitinni og varð það því vetrarstarfið. Tómas gerðist strax hinn röskasti maður þar sem saman fór bæði orka og verklagni. T.d. fór það svo að dalamaðurinn, eða réttara sagt heiðabúinn gerðist fljótt ráðamaður í sjósókn, því hvorttveggja var að heilsa Þórarins stóð völtum fæti og auk þess var hann mikill atfylgismaður um ýmis sveitarmálefni, m.a. að tryggja læknissetu á Reykhólum. En það var jafnt um bústörfin, sem önnur mál er Tómasi var trúað fyrir, að adrei brást trúnaðurinn og ætla ég þó ekki að gera lítið úr hlut systur minnar við forsögn í búnaði. í nokkur sumur unnum við Tómas saman að bústörfum, en hvergi komst ég til jafns við hann nema ef vera kynni sem sláttumaður. Þetta voru ánægjuleg ár þó sennilega hafi þau reynt meir á orku manna en bústörf gera nú, einkum eyjanytj- arnar. Og minnisstæð verður mér gamla stofan, þar sem við sváfum á þessum árum, sennilega viðhafnar- stofa Páls bónda, föður Gests Páls- sonar. Síðari árin, eftir að Tómas gerðist áhrifamaður í sveitarmálefn- um, eru mér síður kunn, en koma í hug tvær setningar úr gullaldarritum okkar, önnur þessi: „Aldrei níddist hann á neinu því sem honum var trúað fyrir“, en hin: „Betri eru Hálfdán heitin þín, en handsöi ann- arra rnanna." Tómas var runninn upp úr þeirri byggð, sem telja má vöggu samvinnuhreyfingarinnar og sem fyrst varð til að brjóta á sér í átökum við erlent eða hálferlent peninga- vald. Sú orrusta hefði í fyrstu mátt sýnast töpuð. Annars vegar gróið vald að auði, reynslu og þekkingu, hins vegar fátækir og fákunnandi bændur, en það sem sköpum skipti var að þeir síðar-nefndu áttu hugsjón að berjast fyrir. Það hefur aldrei verið hægt að sigra hugsjón, meðan hinn gullklyfjaði asni hefur ekki komist inn um borgarhliðin. Tómas var alltaf samvinnumaður af hugsjón, og þó að hann hafi sennilega verið búinn að gefa flest önnur umsvif á bátinn, þá hygg ég að hann hafi lengstaf fylgst með málum Kaupfélags Króksfjarðar. Af fregn- um sem heyrst hafa af deilum nokk- urra félagssamtaka, þá hygg ég að nokkrir af sonum hins unga lýðveldis mundu telja að líf hans hafi verið tímaskekkja, en mættum við þá biðja um fleiri, sem lifa í tíma- skekkju. Þakka þér fyrir 60 ára samfylgd mágur, og ætli það líði svo langur tími þar til við tökumst í hendur á nýju bæjarhlaði. Hjörtur Hjálmarsson Bjarni Vilhjálmsson Fæddur 12. júní 1915 Dáinn 2. mars 1987 Kveðja frá Þjóðskjalasafni íslands. Bjarni Vilhjálmsson fyrrverandi þjóðskjalavörður var Austfirðingur að ætt, fæddur á Nesi í Norðfirði 12. júní árið 1915, var hann á 72. aldursári er hann lést. Hann lagði stund á íslensk fræði og lauk cand. mag. prófi frá Háskóla íslands árið 1936. Bjarni Vilhjálmsson stundaði kennslu framan af starfsævinni og lengst af í Kennaraskólanum. Auk þess sinnti hann blaðamennsku og umfangsmiklum útgáfustörfum. Hann gegndi í tæpa tvo áratugi formennsku í erilsömustu nefnd skólakerfisins, landsprófsnefnd, og var lengi ritari Hugvísindadeildar Vísindasjóðs. Árið 1958 varð Bjarni skjalavörð- ur í Þjóðskjalasafni. Var starfsvett- vangur hans þar einkum skjalasöfn amtmanna og stiftamtmanns, og voru þau verk öll unnin af stakri vandvirkni. Bjarni Vilhjálmsson var skipaður þjóðskjalavörður árið 1968 og gegndi því embætti uns hann lét af störfum samkvæmt eigin ósk fyrir aldurs sakir 1. desember 1984. Hann lét hefja nýja ritröð, sem nefnist Heimildaútgáfa Þjóðskjala- safns, og komu út undir stjórn hans tvö bindi. Hið fyrra árið 1979: Bréf Þorláks biskups Skúlasonar, sem Bjarni vann að ásamt Júníusi Krist- inssyni og Jóni Þ. Þór, en hið síðara 1983, Prestastefnudómar og bréfa- bók Gísla biskups Þorlákssonar, sem hann gaf út ásamt Júníusi Kristins- syni. Ég kynntist Bjarna Vilhjálmssyni ekki náið en af stuttum kynnum var ljóst að þar fór hæglátur öðlingsmað- ur, sem vel kunni að sjá bjartar hliðar á mönnum og málefnum. Eftir að Bjarni Vilhjálmsson hafði látið af embætti var hann tíður gestur í Þjóðskjalasafni og sinnti hugðarefnum sínum. Urðu þau ár alltof fá, sem hann naut til þeirra mála eftir að embættisferli hans lauk. Ég þakka Bjarna Vilhjálmssyni góð kynni og flyt ekkju hans og börnum samúðarkveðjur starfsfólks Þjóðskjalasafns íslands. Ólafur Ásgeirsson Ég var búinn að þekkja Bjarna Vilhjálmsson lengi, og nægilega vel vorum við kunnugir til þess að fréttin um fráfall hans kom illa við mig. Þó er þetta leiðin okkar allra að lyktum. Mér er Bjarni Vilhjálmsson þjóð- skjalavörður minnisstæðastur fyrir það einstæða jafnlyndi, blandað góðlátlegri kímnigáfu, sem hann sýndi jafnan. Við áttum margvísleg samskipti eins og gengur. Meðal annars leitaði ég oft til hans á Þjóðskjalasafni og aldrei öðru vísi *en með góðum árangri. Hann var fróður, glöggur og fundvís á heimild- ir. Mér er líka minnisstætt að fyrir nokkrum árum vorum við samferða í rútu frá Stykkishólmi til Reykjavík- ur. Það var skemmtileg ferð; við ræddum fræðileg og söguleg efni alla leiðina, og varð aldrei lát á. Sem fræðimaður var Bjarni vand- virkur og nákvæmur. Hann gaf tölu- vert út af gömlum ritum, og fékkst dálítið við fræðirannsóknir. Til dæmis má nefna stóru útgáfuna af Þjóðsögum Jóns Árnasonar, vís- indalegt afrek sem hann átti veruleg- an hlut í. Ég skal að öðru leyti ekki telja fræðistörf hans upp hér, en hitt fór aldrei á milli mála að nákvæmni hans var slík að hann hefði þurft að gera af slíku töluvert meira en honum vannst tími til. Handtaka hans sér víða góðan stað í íslenskum fræðum, og þau voru traust. Eysteinn Sigurðsson. Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minn- ingargreinum í blaðinu, er bentá, aðþærþurfaað berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Mjólkurfélag Reykjavíkur Orðsending til félagsmanna Aðalfundir Félagsdeilda M.R. fyrir árið 1986 verða haldnir sem hér segir: Reykjavíkur-, Bessastaða-, Garða- og Hafnarfjarðardeildir Fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30 í skrifstofu félagsins Laugavegi 164. Kjósardeild Föstudaginn 13. mars kl. 14.00 í félagsheimilinu Félagsgarði. Vatnsleysustrandar-, Gerða og Miðnesdeildir Laugardaginn 14. mars kl. 14.00 í Iðnsveinafé- lagshúsinu Tjarnargötu 7, Keflavík. Suðurlandsdeild Mánudaginn 16. mars kl. 14.00 að Inghóli, Selfossi. Innri-Akraness-, Skilamanna-, Hvalfjarðar- strandar-, Leirár- og Melasveitardeildir Þriðjudaginn 17. mars kl. 14.00 í félagsheimilinu Fannahlíð. Mosfells- og Kjalarnessdeildir Miðvikudaginn 18. mars kl. 15.00 í félagsheimil- inu Hlégarði, Mosfellssveit. Aðalfundur félagsráðs verður haldinn laugardaginn 28. mars að Hótel Sögu og hefst kl. 11.00 fyrir hádegi. Stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur. Heildarvinningsupphæð: 9.469.551 1. vinningur var kr. 6.001.306,- og skiptist hann á milli 17 vinningshafa, kr., 353.018,- á mann. 2. vinningur var kr. 1.042.800,- og skiptist hann á 632 vinningshafa, kr. 1.650,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.425.445,- og skiptist á 11.605 vinningshafa, sem fá 209 krónur hver. Uppl. sími: 685111 IP Kjörskrá Kjörskrá til alþingiskosninga, er fram eiga að fara 25. apríl nk. liggur frammi almenningi til sýnis á Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, alla virka daga frá 13. mars til 9. apríl nk., þó ekki á laugardögum. Kjörskrárkærur skulu hafa borist skrifstofu borgar- stjóra eigi síðar en 6. apríl nk. Menn eru hvattir til að kynna sér, hvort nafn þeirra er á kjörskránni. Reykjavík 10. mars 1987 Borgarstjórinn í Reykjavík Atvinna Ráðskonu vantar á sveitaheimili í Eyjafirði 1. apríl eða sem fyrst. Allt frítt, góð laun. Upplýsingar í síma 96-22236. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Spennum beltin ALLTAF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.