Tíminn - 10.03.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.03.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminnj Þriðjudagur 10. mars 1987 Tímarit Máls og menningar Fyrsta hefti þessa árs af Tímariti Máls og menningar var að koma inn á borðið hjá mér. Að vanda flytur heftið bæði þjóðfélagslegt og bók- menntalegt efni, sem haganlega er blandað saman af ritstjóranum, Silju Aðalsteinsdóttur. Sérmál þessa heftis er um fjöl- miðla, og er um það fjallað í fjórum greinum. Höfundar eru Einar Örn Benediktsson, Stefán Jón Hafstein, Nicholas Garnham og Þorbjörn Broddason. Það stendur núna yfir mikil fjöl- miðlabylting hér hjá okkur, og af þeim sökum er meir en tímabært að taka málefni úr þeirri átt til um- fjöllunar. Þó verð ég að segja að innihaldið í þessum fjórum greinum gerði tæplega að vekja verulega sterkan áhuga hjá mér. Ástæðan er kannski að þar er fyrst og fremst fengist við hina svo nefndu ljósvaka- fjölmiðla, sem út af fyrir sig er skiljanlegt núna rétt í kjölfarið á nýju útvarpslögunum. En fjölmiðlun er margt fleira, til dæmis dagblöð og tímarit, sem gegna geysistóru hlut- verki á íslenska fjölmiðlamarkaðn- um. Þó voru þarna gagnlegar athuga- semdir í greininni eftir Nicholas Garnham, um það sem hann nefnir almenning og snýst um stöðu ríkis- fjölmiðlanna sem vettvangs fyrir alla borgarana til að koma skoðunum sínum á framfæri. Það er alls ekki fráleitt að hér hjá okkur sé orðin þörf á umræðu um það hvort ríkisút- varpið eigi í enn ríkara mæli að verða opið fyrir skoðunum og sjón- armiðum almennings, og sem slíkt meiri lýðræðislegur og skoðanamót- andi umræðuvettvangur en það er í dag. Þó er að því gætandi að í dagblöðunum hér á íslandi fer fram mjög mikil slík umræða, og hefur raunar farið áberandi vaxandi hin seinni ár. Af bókmenntaefni er þarna af ýmsu að taka. Ég nefni sérstaklega Ijóð eftir Sigurð Pálsson sem heitir Höfundur Laxdælu og er forvitni- legt. Einar Kárason ritar þarna ádrepu sem m.a. snýst um þýðingar íslenskra bókmenntaverka á heim- stungurnar og ég hef þegar vikið að hér í blaðinu. Þá er þarna þýdd saga sem heitir Hassanturninn og felur í sér býsna vel gerðar og myndrænar lýsingar á ferðafólki og umhverfi suður í Marokkó. Boðberi súrreal- isma á íslandi, Sjón, á þarna tvær ljóðaþýðingar, og töluvert vel hnit- miðuð smásaga er þarna eftir Agúst Sverrisson. Nokkrir ritdómar eru þarna að vanda, og af hinu klassískara efni má nefna minningargrein um Snorra Hjartarson eftir Þorleif Hauksson. Þeirrar ættar er líka fyrri hluti grein- ar eftir Peter Hallberg, þar sem hann tekur fyrir það efni hvernig Halldór Laxness endar skáldsögur sínar. Vissulega forvitnilegt viðfangsefni, en þó virðist mér að Hallberg hafi stundum tekið á af meiri fræðimannlegri snerpu í fyrri skrifum sínum um Halldór en hér. Þetta hefti fjallar að stórum hluta til um fjölmiðla, sem vekur vitaskuld einnig til umhugsunar um stöðu Tímaritsins sjálfs á tslenska tíma- ritamarkaðnum. Eins og menn vita ráða þar nú ferðinni stór, skrautleg og litprentuð tímarit, þar sem mikið fer fyrir áberandi uppslætti, glansi, litmyndum og öðrum flottheitum. Tímarit Máls og menningar í höndum Silju Aðalsteinsdóttur er algjör andstæða þessa, og má raunar í dag teljast helsta vígi happasællar íhaldssemi á íslenska tfmarita- markaðnum. Það er ekki fræðilegt tímarit, en þó nálægt því. í því er blandað saman þjóðfélagsumræðu, skáldskap og bókmenntaumfjöllun. Og allt þetta efni er miðað við þarfir venjulegra greindra íslendinga sem hafa áhuga á því einu saman að lesa, og sem þola jafnvel nokkuð þung- melta texta. í seinni tíð hefur mér líka virst að sú harðpólitíska vinstri afstaða, sem lengi vel einkenndi Tímaritið, hafi verið þar á undanhaldi. í þessu hefti er aukheldur fyrst og fremst á ferð- inni umræða sem er hæfilega róttæk til að mega teljast stefna fram á við, en þó ekki beint byltingarkennd. Og pólitískur málstaður Alþýðubanda- lagsins er þarna ekki lengur settur berlega á oddinn. Þessi þróun er af hinu góða. Á tímum sívaxandi auglýsingaglamurs er notalegt fyrir menn að eiga slíkt afdrep til að halla sér í þegar glymj- andinn ætlar að æra þá. - esig Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri TMM. Vonarljós Jörð, litli hnöttur minn! Hví ert þú svona einmana á göngu þinni í geimnum meðal allra bræðra þinna og systra? Hví tekur þú ekki þátt í samsöng þeirra hnatta, sem svífa fagnandi um hinn víða geim? Hví ert þú svo döpur? Hví gengur þú svo hljóð á braut þinni? Heyrir þú ei systurstjörnur þínar kalla til þín uppörvandi? Hlustar þú ekki á boðskap þeirra? Heyrir þú ei, að þær bjóða þér samfylgd? Þær vilja veita þér af orku sinni. Þær vilja, að þú takir þátt í gleðisöng himnanna. Þær vilja rétta þér styrkjandi hönd. Finnur þú ei hina ástríku strauma, sem systur þínar senda þér? Finnur þú ei, að þær hryggjast vegna þinnar hryggðar? Hvað er það, sem gerir þig dapra? Hafa einhverjir skuggar byrgt þér sýn til stjarnanna björtu, systra þinna? Getur þú ekki tekið á móti þeim ástríku geislum, sem til þín berast? Þú ert fögur ásýndum, litla stjarn- an mín. Fjöllin þín glitra í geislum sólar þinnar, gróður þekur stór svæði af yfirborði þínu, dýr lifa milljónum saman á löndum þínum og í djúpum hafanna. Hví ert þú þá svo döpur, þrátt fyrir allt sem þig má prýða? Mannkyn átt þú, föngulegt og vel af guði gert. Það hefur aukist og margfaldast í tímanna rás. Það hefur öðlast nokkra vitsmuni og er nú farið að stjórna lífríkinu á yfirborði þínu. En hefur því tekist að stjórna því skynsamlega? Hefur því tekist að vernda og varðveita lífverur þínar? Leitast það við að fegra og bæta hugsunarhátt sinn og auka sam- kennd sína með öllu sem lifir? Hefur það veitt viðtöku þeim lífmagns- „Samsöngur hnattanna" er eitt af því sem skáld og listamenn allra alda hafa skynjað og sungið um. Hér er að sjálfsögðu um að ræða sambönd þroskaðra mannkynja á ýmsum hnöttum þar sem iífsstefnan er allsráðandi. Myndin sýnir sólnagrúa í nágrenni sólkerfis okkar. straumum, sem lengra komin mannkyn annarra stjarna beina til barna þinna? Því miður verður víst að svara flestum þessum spurningum neit- andi. Skilja má, hversvegna þú, Jörð Opið bréf til menntamálaráðherra Eftir borgarstjórnarkosningar sl. vor samþykkti borgarráð Reykjavík- ur að stofna svokallað skólamálaráð sem skyldi fjalla um þau verkefni sem skólaskrifstofu Reykjavíkur eru fal- in til úrlausnar o.fl. Ráð þetta skyldi starfa við hlið fræðsluráðs Reykjavíkur og sömu fulltrúar í báðum ráðunum. Þó er sá munur á, að fræðslustjórinn í Reykjavík situr fundi fræðsluráðs, skv. grunnskóla- lögum, en ekki fundi skólamálráðs og borgarráð setti eigin reglur um aðild kennarafulltrúa að skólamálar- áði en um aðild kennara að fræðslu- ráði eru ákvæði í grunnskólalögum. Lögmenn borgarinnar rökstuddu stofnun þessa nýja ráðs með því að vitna í 58. grein sveitarstjórnarlaga, þar sem sveitarfélögum er gefið tækifæri til að sameina nefndir, þrátt fyrir að þarna sé um nýja nefnd að ræða og engar nefndir lagðar niður í staðinn. Kennarafélag Reykjavíkur mót- mælti strax 4. grein samþykktar fyrir skólamálaráðið sem fjallar um aðild kennara að ráðinu og einnig benti félagið á að ýmislegt í samþykktinni bryti í bága við lög um skólahald í landinu. Borgarstjórn sáekki ástæðu til að endurskoða samþykkt fyrir skólamálaráð Reykjavíkur, svo að Kennarafélag Reykjavíkur vísaði málinu til úrskurðar félagsmálaráðu- neytisins. Nú hefur félagið fengið bréf frá félagsmálaráðuneytinu og fylgir því álitsgerð frá ráðgjafarþjónustu Lagastofnunar Háskóla íslands. í bréfinu og álitsgerðinni kemur m.a. fram að ekki var um sameiningu nefnda að ræða þegar skólamálaráð var stofnað. En hefði svo verið, ættu kennarar og fræðslustjóri að njóta þar allra sömu réttinda og þeir nutu í fræðsluráði. Einnig kemur fram að borgarstjórn Reykjavíkur var heim- ilt að stofna skólamálaráð, en ráðinu er ekki heimilt að afgreiða þau verkefni sem fræðsluráði ber að afgreiða skv. grunnskólalögum. Nú er ljóst að borgarstjórn Reykjavíkur ætlar sér ekki að taka tillit til álitsgerðar Lagastofnunar Háskóla Islands og bréfs félagsmála- ráðherra. í samþykktum borgarráðs kemur fram að engin ástæða sé til breytinga á störfum skólamálaráðs Reykjavíkurborgar. Stjórn Kenn- arafélags Reykjavíkur vill því benda á að augljóst er að mjög mörg verkefni skólamálaráðs, allt frá stofn- un þess, eru verkefni sem fræðslu- ráði eru ætluð skv. grunnskólalög- um. Sem dæmi má nefna að skóla- málaráð hefur fjallað um allar um- sóknir um kennarastöður við grunn- skóla Reykjavíkur frá því í júlí 1986. Kennarar eiga fulltrúa í fræðsluráði Reykjavíkur og hafa þeir þar málfrelsi og tillögurétt. Það er því með öllu óþolandi ástand að skólamálaráð skuli hafa yfirtekið flestöll verkefni fræðsluráðs og þar með útilokað bæði kennarafulltrúa og fræðslustjóra frá umræðum um skólamál í borginni. Stjórn Kennarafélags Reykjavík- ur beinir eftirfarandi spurningum til Sverris Hermannssonar mennta- málaráðherra: 1. Telur menntamálaráðherra að niðurstöður bréfs félagsmála- ráðuneytis og álitsgerðar ráðgjaf- arþjónustu Lagastofnunar Há- skóla íslands séu réttmætar? 2. Telur menntamálaráðherra að skólamálaráð Reykjavíkurborg- ar hafi átt að fjalla um umsóknir um kennarastöður við grunn- skóla Reykjavíkur? 3. Ætlar menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að fræðsluráð Reykjavíkur fái aftur lögbundin verkefni sín? Ef svo er, hvernig verður því þá fylgt eftir? Virðingarfyllst f.h. stjórnar KFR Sigrún Ágústsdóttir formaður, mín, ert svo einmana og döpur, á göngu þinni um hinn víða geim. Það er vegna þess, að mannkyn þitt hefur brugðist hlutverki sínu og er nú að fara fram hjá því marki, sem því var sett, við upphaf sköpunar þess og þróunar. Haltu samt áfram að vona, fagra Jörð mín. Einhver af börnum þínum munu þegar hafa skilið hvert horfir og hvað gera þarf til að breyta um stefnu. Ef til vill er þar upphaf þess, að æðri orkugeislan nái tökum á lífríki þínu, svo þú getir á ný tekið þátt í gleðisöng annarra lífstjarna, systra þinna, þeirra sem nú svífa fagnandi og sigrandi um hinn víða algreim. Þá yrðir þú hlutgeng, svo sem til var stefnt í öndverðu, í samsöng hnattanna og í alsambandi lífsins. Ingvar Agnarsson. 1 Berðu ekki við tímaleysi í umferðinni. Þaö ert ýcí sem situr undir stýri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.