Tíminn - 10.03.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.03.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 10. mars 1987 Norðurland vestra: Borða helmingi minna af lyfjum en Reykvíkingar! Lyfjakostnaður á hvern íbúa hefur verið nær helmingi lægri að meðaltali á Norðurlandi vestan- verðu og raunar nokkrum öðrum stöðum á landinu heldur en í Reykjavík og annarsstaðar þar sem hann er hvað hæstur. Ef lyfj akostn- aður á hvern íbúa hefði verið sá sami árið 1985 og hann var í Skagafirði hefði það sparað Sjúkrasamlagi Reykjavíkur um 203 milljónir króna það ár, en lyfjakostnaður þess var þá um 357 millj. króna. Þessi hlutföll komu fram í skýrslum Tryggingastofnun- ar ríkisins bæði árið 1984 og 1985. Árið 1985 var lyfjakostnaður Ástæðan ókunn Sjúkrasamlags Reykjavíkur tæpar 4 þús. krónur á hvern borgarbúa, nánast sá sami á Ólafsfirði og litlu lægri í Stranda- og Rangárvalla- sýslum. f nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur var hann mun lægri eða frá 2.800 til 3. þús. kr. á íbúa. Á sama tíma var kostnaðurinn aðeins um 1.700 kr. á íbúa í Skagafirði og um og innan við 2.200 kr. í Húnavatnssýslum báð- um og á Sauðárkróki. Af öðrum stöðum sem skáru sig úr í lægri kantinum má nefna tæplega 1.800 kr. á hvern Bolvíking og um 2.300 kr. á íbúa á ísafirði og Norðfirði. Eru Húnvetningar og Skagfirðing- ar t.d. svona miklu hraustari en Reykvíkingar, Ólafsfirðingar og fleiri? Eru læknar á hinum ýmsu stöðum misjafnlega fúsir til að gefa lyf við öllum sköpuðum hlutum? Hafa sumir læknar fremur í huga en aðrir að ávísa á ódýr lyf en dýr ef þau gera sama gagn? Er mismun- ur milli staða hvað fólk er fljótt að leita læknis ef það fær kvefpest eða önnur ónot sem oftast læknast af sjálfu sér og lyf eru jafnvel gagns- laus við? Einhlíta skýringu á þess- um mikla mun á lyfjakostnaði milli staða kunna yfirmenn heilbrigðis- mála ekki. -HEI sS^rS^H'veiai íanns eld' 2%t Leikfélag Menntaskólans að Laugarvatni reiðubúið að takast á við Reykja- víkursögur Ástu. Rífandi fjör í Menntaskólanum að Laugarvatni: Reykjavíkursögur Astu sýndar á sviði í ML Félagslíf f Menntaskólanum að Laugarvatni er mjög öflugt og óvíst er að íþróttir séu stundaðar í jafn ríkum mæli í nokkrum öðrum skóla. Til dæmis léku 4. bekkingar blak samfleytt í 30 klukkustundir í fjár- öflunarskyni, svo stúdentar komist til Túnis í vor. Bridge kunna allir nemendur í ML og hafa unnið bridgemót fram- haldsskóla sl. 5 ár. Karlaveldið hefur farið flatt einnig að Laugarvatni, en í febrúar settist Auður Perla Svans- dóttir í hæsæti nemendafélagsins og er kölluð Stallari. Langþráð íþróttahús verður loks vígt á laugardag nk. Verður þá mikið um dýrðir, en sama dag verður 34. árshátíð Menntaskólans haldin með pompi og pragt, bumbum og básúnum. Eftir vígslu íþróttahússins setjast nemendur og gestir þeirra að mikilli veislu, sem lýkur með sýningu Leikfélags ML á Reykjavíkursögum Ástu Sigurðardóttur í leikgerð Helgu Bachmann. Leikstjóri er G. Margrét Óskarsdóttir og leikarar eru fjölmargir nemendur í skólan- um. Mikil vinna liggur að baki sýning- unni og hefur nótt verið lögð við nýtan dag. Búningar frá 6. áratugn- um höfðu verið grafnir upp úr hirsl- um foreldra, afa og amma,frænkna eða vina. „Ekki má gleyma ómetan- legri greiðasemi leikfélaganna á Self- ossi og á Hvolsvelli og þá er ótalinn hlutur lögreglunnar á þessum stöð- um vegna búninganna,“ segj a hressir leikendur í ML. þj Harmoníkusnillingurinn Lars Ek leikur um helgina Sænski harmoníkusnillingurinn Lars Ek, sem hefur unnið sér heims- frægð fyrir leik sinn, er væntanlegur til Islands til að halda tónleika á laugardag. Lars Ek hefur tvívegis komið til landsins áður og svo sem margir listamenn aðrir fengið áhuga á landi og þjóð. Hann heldur eina tónleika í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ á laugardag nk. klukkan 16.00. Hann er allur á léttu nótunum og leikur tónlist eftir sjálfan sig auk Pietro Frosini, Ragnar Sundqvist, Nisse Lund o.fl. Með honum leika Þorsteinn Þorsteinsson á gítar og Þórður Högnason á bassa. Lofað er léttum og fjörlegum harmoníkutón- Ieikum. Hveitimyllan hf. í júní mun nýtt fyrirtæki Hveiti- myllan hf. væntanlega hefja starf- semi. Er þetta fyrirtæki, eins og nafnið gefur til kynna, hveitimylla þar sem malað verður korn fyrir innanlandsmarkað. Fyrirtækið er í eigu Fóðurblöndunnar hf. sem á 50% hlutafjár, danska fyrirtækisins Valsemóllen og sænska fyrirtækisins Finax Forselling. Að sögn Gunnars Jóhannssonar hjá Fóðurblöndunni mun þetta nýja fyrirtæki geta boðið hveiti á samkeppnisfæru verði við innflutninginn og þar að auki betri þjónustu. Kornið verður flutt inn eftir þörfum viðskiptavina og er gert ráð fyrir að hægt verði að vera með þrjá mismunandi flokka af hveiti. Auk hveitisins kemur hýðið af korn- inu og verður það aðallega notað til skepnufóðurs, en einnig í bakstur. Þó ekki verði um að ræða veruleg- ar verðlækkanir á þessum kornvör- um má þó benda á það að þetta fyrirtæki kemur til með að spara verulegan gjaldeyri þar sem stór hluti vinnuslukostnaðar verður inn- lendur. Gert er ráð fyrir að þetta skapi 10-12 ný störf og innlend orka verður notuð við vinnsluna. RR Ferðamálaráðstefnan ’87 Ferðamálaráðstefnan 1987 verður haldin á Hótel Sögu dagana 26.-27. mars næstkomandi. Fulltrúar allra þingflokka munu flytja stutt ávörp þar sem þeir munu skýra stefnu og afstöðu viðkomandi stjórnmála- flokks til uppbyggingar ferðaþjón- ustu sem atvinnugreinar á íslandi. Megin viðfangsefni ráðstefnunnar verða landkynningarmál og um- hverfis- og náttúruverndarmál. Flutt verða framsöguerindi um þessa málaflokka, en að þeim loknum er gert ráð fyrir að ráðstefnugestirskipi sér í tvo vinnuhópa sem skili svo tillögum og verða þær svo ræddar seinni hluta föstudagsins 27. mars. Ferðamálaráðstefnan er opin öllu áhugafólki um ferðamál og umhverf- is- og náttúruverndarmál. Þátttöku ber að tilkynna til Ferðamálaráðs íslands, Laugavegi 3 í Reykjavík. Ráðstefnur þessar hafa verið haldnar nánast á ári hverju undan- farin 15-20 ár og var síðasta ráð- stefna haldin í Vestmannaeyjum 1985.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.