Tíminn - 10.03.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.03.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. mars 1987 Tíminn 3 Úrslitin tilkynnt. MR-ingar, fjær í salnum, sem steini lostnir, en stuðnings- menn FG spretta á fætur. Á minni myndinni er sigurliðið: (f.v.) Sigurður Örn Bemhöft, Tryggvi Guðmundur Árnason, Stefán Gunnarsson, liðsstjóri, og Sigmar Guðmundsson. Tímamyndir Pjetur Úrslit mælskukeppni framhaldsskólanna á íslandi: Góðærið í utanlandsferðum: UM 30% FLEIRI TIL ÚTLANDA ÍFYRRA Ferðamönnum frá Norðurlöndum fjölg- að um 139% átveim árum Góðærið sýnist hafa gert rúmlega 2.500 fleiri fslendingum kleift að bregða sér út fyrir landsteinana fyrstu tvo mánuði þessa árs en sömu mánuði í fyrra, sem þó var metár. Um 11 þúsund íslendingar skiluðu sér heim erlendis frá þessa tvo fyrstu mánuði 1987, sem er um 30% fjölg- un milli ára og um 40% fjölgun miðað við 1985. Mælskumenn FG urðu M0RFÍS meistarar Einræðisseggirnir unnu á lýðræðinu. Úrslit í Mælsku- og rökræðu- keppni framhaldsskólanna á íslandi fóru fram í Háskólabíói á föstudags- kvöldið og lauk með sigri Fjöl- brautaskólans í Garðabæ á Mennta- skólanum í Reykjavík. Rás 2 og Útrás voru með beinar útsendingar af keppnisstað. MR keppti til úrslita í þriðja sinn og hefur alltaf áður haft sigur. Það var þvf mikið í húfi að þessu sinni, því að menntskælingar gátu unnið hinn veglega VISA bikar til eignar. Lið MR hefur um langt skeið verið óvinnandi. Áhorfendur voru nokkuð á annað þúsund talsins. Lið FG lagði til að einræði yrði tekið upp í stað lýðræðis á íslandi. Keppnin var hnífjöfn og aldrei mátti á milli sjá hvort liðið hefði betur. Enda kom á daginn að af rúmlega 2700 heildarstigum gefnum munaði aðeins 8 stigum á liðum. Frír dómar- ar úr svokölluðu Oddadómararáði, sem skipað er mælskudómurum með stúdentspróf, dæmdu úrslitakeppn- ina og sigraði FG hjá tveimur dóm- urum af þremur. MR var hinsvegar með fleiri heildarstig. Ræðumaður kvöldsins var kjörinn Illugi Gunn- arsson, síðasti ræðumaður í liði MR, en þann titil hefur hann nú hlotið fjórum sinnum alls. Dómarar voru Jónas Fr. Jónsson, Helga Eiríksdóttir og Guðmundur Valsson. Jónas Fr. sagðist tala fyrir munn allra dómara, þegar hann tilkynnti úrslitin, að þeir hefðu aldrei dæmt svo jafna keppni áður. Aðeins var 35 stiga munur á stigahæsta ræðumanni keppninnar og þeim stigalægsta. I sigurliðinu sátu Stefán Gunnars- son, Sigurður Örn Bernhöft, Tryggvi Guðmundur Árnason og Sigmar Guðmundsson. í liði MR voru, auk Illuga, Birgir Ármansson, Auðunn Atlason og Sveinn Valfells. Þar sem lið FG hafði hlotið fleiri stig á tveimur dómblöðum af þremur kom til kasta hinnar margumdeildu 2:1 reglu og MR varð að sjá á eftir bikarnum inn í Garðabæ. Höfðu margir á orði að kyndugt væri, að einræðisseggirnir hefðu sigrað á lýðræðisreglunni. ES Komum útlendinga hingað til lands fjölgaði einnig um 30% milli ára, en þeir voru nú tæplega 8.500 þessa tvo fyrstu mánuði. Fjölgun frá 1985 er um 58%. Mest er áberandi hvað ferða- mönnum frá hinum Norðurlöndun- um hefur fjölgað. í febrúar 1985 voru Norðurlandabúar hér t.d. 783 en nú í febrúar 1.868, sem þýðir 139% fjölgun á tveim árum. Banda- ríkjamenn eru að vanda flestir mið- að við einstakar þjóðir, • 1.1272, en það er hins vegar „aðeins" 34% fjöglun fra 1985. Um 83% allra erlendra ferðamanna frá áramótum komu frá Norðurlöndum, Banda- ríkjunum og Bretlandi. -HEI Fundirforystumanna Framsóknarflokksins Frelsi með félagslegri ábyrgð Vestmannaeyjar - á Skansinum 8. mars kl. 15.30 Húsavík - Hótel Húsavík 9. mars kl. 21.00 Akranes - Hótel Akranes 10. mars kl. 21.00 Sauðárkrókur - Naustinu 15. mars kl. 14.00 Hvammstangi - Vertshúsinu 14. mars kl. 14.00 ísafjörður - Félagsh. Hnífsdal 19. mars kl. 20.30 Grindavík - Festi 23. mars kl. 21.00 Keflavík - Stapi 25. mars kl. 21.00 Fundir verða haldnir með forystumönnum Framsóknarflokksins á eftirtöldum stöðum: Njálsbúð - Rangárvallas. Keflavík - Stapi Hólmavík - Félagsheimili Vopnafjörður - Félagsheimili Patreksfjörður - Félagsheimili Reyðarfjörður - Félagsiundur Borgarnes - Hótel Borgarnes Akureyri - KEA Grindavík - Festi 7. mars kl. 11. mars kl. 14. mars kl. 19. mars kl. 23. mars kl. 25. mars kl. 28. mars kl. 2. apríl kl. 5. apríl kl. 14.00 21.00 14.00 21.00 21.00 21.00 14.00 20.30 15.00 TíB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.