Tíminn - 17.03.1987, Síða 4

Tíminn - 17.03.1987, Síða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 17. mars 1987 Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar bjargaöi níu skipbrotsmönnum: Snör handtök urðu til mannbjargar í hildarleik „Við höfðum örlítið loftrúm þegar sjór reið yfir,“ segir bátsverji Það var klukkan 7.(K) á laugar- dagsmorguninn að Slysavarnafélag Islands sendi út boð um að bátur væri í hafsnauð norður af Dritvík á Snæfellsnesi. Barðinn GK 475 frij Sandgerði hafði siglt í strand og barðist utan í klettana, [tar sem hann hafði skorðast fastur, meðan sjór gekk yfir hann af offorsi. Brotsjór sem reið yfir skipið hamlaði að björgunarmenn í landi gætu nokkuð aðhafst, þótt aðeins væru fáeinir metrar út í bátinn, enda urðu þeir ekki varir lífsmarks í fyrstu. Skipinu hallaði á stjórnborða og sjór steypt- ist í gegn um stýrishúsið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vett- vang laust eftir klukkan 8.00 og komu menn þar um borð auga á skipbrotsmenn, sem höfðust við inni í kortaklefa Barðans og reyndu að vekja athygli á sér. Þeir voru níu talsins og tókst þyrlumönnum að koma til þeirra tógvír og draga hvern á fætur öðrum úr bátnum. Búist var við að báturinn myndi liðast í sundur á hverri stundu. öldumar lægðar með olíu Fréttaritara Tímans, sem tók þátt í björguninni með björgunarsveit- inni Björg, segist svo frá, að á leið á strandstað hafi verið haft talstöðvar- samband við aðra báta, sem lágu úti fyrir slysstað. Þeir höfðu myndað einfalda röð og dældu olíu í sjóinn til að lægja öldurnar sem riðu yfir Barðann. „Báðu þeir okkur að flýta okkur sem mest við gátum, þar sem þeim sýndistaðskipbrotsmenn lægju í klettunum fyrir ofan strandaða bátinn. Það reyndust seinna vera lóðabelgirogstakkarenekki menn. Um borð í einum þessara báta var bátverji mjög kunnugurþessusvæði, sem leiðbeindi björgunarsveitum á strandstað. Það varð til þess að sparaðist mikilvægur tírni." Aðeins örlítið loftrúm Björgunarsveitin kom á slysstað þegar vantaði stundarfjórðung í átta og var ekkert lífsmark að sjá úr landi. Hófst þá mikil leit í klettunum í kring. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom skömmu síðar á vettvang og það var ekki fyrr, sem varð vart manna um borð í Barðanum. Hvert ólagið á fætur öðru færði skipið í kaf, svo aðeins möstur sáust. Barðinn GK 475 í fjörunni um miðjan sunnudag. Þurfti að sæta lagi við að koma vír til skipbrotsmanna og draga þá út um dyrnar að kortaklefanum. Þar Armbandsúr eins skipbrots- mannanna, sem skilið var eftir við neyðarsendinn í kortaklefanum. Eigandinn getur vitjað þess á Tíman- um. (Tímamynd: Pjetur) Borgarstarfsmenn sömdu: Meirihluti enn með ófrá- gengna samninga -byrjunartaxtar hækka um 16% „Miðað við þá stöðu að það er komið tvo og hálfan mánuð inn á samningstímann og ekki liggur ann- að fyrir en að bætast í hrúguna inni hjá sáttasemjara, þá er ég tiltölulega sáttur við samninginn," sagði Har- aldur Hannesson, formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar í samtali við Tímann í gær, en SFR undirskrifaði kjarasamning með borgaryfirvöldum aðfaranótt sunnu- dags. Verður samningurinn ræddur inn- an félaganna og síðan borinn undir atkvæði á félagsfundi seinna í vik- unni. Sagði Haraldur að þeir mætu þennan samning til 8-10% launa- hækkunar í heildina. Hins vegar hækka byrjunartaxtar allra félaga innan SFR um 16% og verða lág- markslaun nú 26.613 kr. Það sem er athyglisvert við samn- inginn er að aðeins er gengið frá nýrri röðun í launaflokka fyrir sjúkraliða, fóstrur, strætisvagna- stjóra og gæslukonur, en fyrir meiri- hluta félagsmanna SFR, eða um 2000 manns þarf að semja um röðun í launaflokka og er gefinn tími til þess fram til 15. júní. Launaflokka- uppstokkun sú sem er nú frágengin er að sögn Haraldar metin til 6% hækkunar og bætast síðan við 2% áfangahækkanir. Þannig reiknað hækka laun ofangreindra hópa um tæplega 25%. Sagði Haraldur að fyrir þau félög sem eiga eftir að semja um launa- flokkabreytingar væri „okkar eigin ákvörðun hvort samningurinn gildi aftur fyrir sig eða ekki. Það fer eftir hvernig semst um röðunina.“ Gildistími samningsins er frá 1. febrúar til 1. mars 1989, og er samið um sömu fyrirvara um launabreyt- ingar vegna verðbólgu og gilda í ASÍ-samningunum. Engin uppsagn- arákvæði eru í samningunum, en Haraldur sagði að á móti kæmi ákvæði um sérstaka kjaranefnd, skipaða tveimur mönnum frá hvor- um aðila og oddamanni frá ríkissáttasemjara. Á nefndin að taka mið af, komi til almennra og veru- lega launahækkana f kjarasamning- um opinberra starfsmanna eða kjarasamningum á almennum mark- aði, og leiðrétta laun innan SFR í samræmi við þá þróun. Sjúkraliðar, fóstrur og meina- tæknar hafa sagt upp störfum frá og með 1. apríl, og mun skýrast í vikunni hvort gerðir kjarasamningar verði til að þessir hópar dragi upp- sagnir sínar til baka. - phh Ný þyrla er brýn nauðsyn Páll Halldórsson, flugstjóri þyrlunnar við björgunarafrekið, segir að Landhelgisgæslan eigi ekki þá þyrlu sem þeir helst kysu. „Það sem okkur vantar virkilega er þyrla með afísingarbúnaði, sambærileg við svokallaða Super Puma þyrlu. Fleiri en hún koma þó til greina, en ein slík kostar á við þrjár sem við nú notum.“ Páli tók þó skýrt fram að sú þyrla sem gæslan á, er stórkost- legt björgunartæki og hefur stað- ið sig með mestu prýði. Hún hefur nær alltaf verið til taks og ekki bilað. „En rétt er það, að hún tekur of fáa menn. Til dæmis eru yfir tíu manns á vertfðarbátum. Við gerum okkur grein fyrir því, að við getum engan veginn tekið þá um borð alla í einu. Ef við setjum upp dæmið með Barða annars staðar, að hann sé að sökkva á reginhafi, yrðum við að hætta björgun í miðjum klíðum og eigum jafnvel eftir klukkustundar flug með menn í land, til að skila þeim af okkur. Aðstæður voru hentugar í þetta sinn. En hvar sætum við, ef svo hefði ekki verið?“ þj höfðust skipbrotsmennirnir níu við og stóðu í sjó að mitti. „Við höfðum aðeins örlítið loftrúm í herberginu þegar sjórinn reið yfir,“ er haft eftir einum skipverja. Verulega var farið að draga af mönnum, en líkamshiti skipstjórans var kominn niður í 32 gráður. Tókst að ná fimm mönnum upp í fyrstu atrennu, en vegna smæðar þyrlunnar varð að skila þeim fyrst í land, þar sem beið þeirra læknir Landhelgisgæslunnar, og fara aðra ferð út í Barðann til að sækja þá sem eftir urðu. „Ólýsanleg tilfinning“ „Þökk sé aðstæðum þarna. kom smæð þyrlunnar ekki að sök að þessu sinni,“ sagði Páll Halldórsson, flugstjóri þyrlunnar, í samtali við Tímann eftir björgunarafrekið. „Það er ólýsanleg tilfinning sem greip okkur um borð í þyrlunni þegar okkur tókst að bjarga allri skipshöfninni." Hlúð var að skipbrotsmönnum { bílum í landi, en þyrlan flutti skip- (Tímamynd: Sigurður Ingólfur Sigurösson) stjórann með sér á Borgarspítalann í Reykjavík. Hann var þó fljótur að ná sér og er kominn heim til sín. Aðrir voru fluttir í heilsugæsluhúsið í Ólafsvík. Flestirvoru klæðalitlir og því kaldir. „Það tók um þrjá stundarfjórð- unga að bjarga áhöfninni. Frammist- aða áhafnar þyrlu Landhelgisgæsl- unnar er til mikils sóma. Snör handtök, fullkomið öryggi og ná- kvæmni varð til þess að allir úr áhöfn Barða GK 475 komust lífs af úr þessum hildarleik," sagði fréttaritari Tímans, Sigurður Snæfell Sigurðs- son. Björgunarmenn fóru um borð Sigurður Snæfell fór út í strandaða skipið ásamt varaformanni Bjargar, Þór Aðalsteinssyni, um leið og fallið hafði út. Stýrishúsið var illa útleikið. Nánast allt hafði hreinsast úr brúnni en á borði í kortageymslunni lá neyðartalstöð og neyðarblys, sem fært var í land. Einnig fannst úrið, sem meðfylgjandi mynd er af, og getur eigandinn vitjað um það hjá Tímanum, þar sem það nú er niður komið. Unnið er að því að bjarga úr skipinu því sem bjargað verður áður en það brotnar í klettunum. Auk Páls Halldórssonar, flug- stjóra, voru í áhöfn þyrlunnar Her- mann Sigurðsson, flugmaður, Sigurður Steinar Ketilsson, stýri- maður, Kristján Þ. Jónsson, sigmað- ur, og Guðmundur Björnsson, læknir. Ekki er Ijóst hvað olli strandinu en sjópróf munu hefjast hjá bæjar- fógetanum í Keflavík í dag. þj Bandaríkjamarkaður: 8 tonn af kjöti út í næstu viku lceland Seafood gerist innflytjandi fyrir Búvörudeild SIS til að byrja með í næstu viku mun Búvörudeild Sambandsins senda 8 tonn af dilka- kjöti með skipi til Bandaríkjanna. Um helmingur kjötsins eða um 4 tonn er í heilum skrokkum, en hinum helmingnum er pakkað í neytendapakkningar. Allt kjötið er flokkað sem Dl-fyrsti flokkur dilkakjöts. Innflytjandi kjötsins er fisksölu- fyrirtæki Sambandsins, Iceland Seafood Corporation en J.J. Kelly mun athuga um sölu á kjötinu. Iceland Seafood mun sjá um inn- flutningsmál fyrir Búvörudeild fyrst um sinn og einnig athuga áhuga annarra umboðssölufyrir- tækja á íslensku kjöti. Hingað til hefur ekki fundist annar innflytjandi fyrir íslenska kjötið, en aftur á móti mun J.J. Kelly taka þetta kjöt í umboðssölu. Til að minnka milliliðakostnað í framtíðinni væri hagstætt ef kaup- andi kjöts gerðist innflytjandi þess líka og munu Kelly og Búvörudeild reyna að finna slíkan aðila á næst- unni og hafa samstarf um það að eirihverju leyti. Magnús G. Friðgeirsson sagði aðspurður að sá hluti kjötsins sem væri í heilum skrokkum myndi að öllum líkindum verða úrbeinaður af þeim aðilum sem kæmu til með að hafa áhuga á kjötinu, en engin kjötvinnslustöð á íslandi hefur heimild til að úrbeina kjöt fyrir Bandaríkjamarkað. „Núna er í gangi úrbeiningatil- raun í Bandaríkjunum fyrir heila skrokka og þess vegna sendum við út kjöt í heilum skrokkum. Menn skoða hvaða nýtingartölur koma út úr íslenska kjötinu í samanburði við annað kjöt. Kelly bíður eftir því að vita hvað kemur út úr þessari könnun og mun í framhaldi af henni reyna fyrir sér á stór- mörkuðum á sínu umboðssölu- svæði. Ef fýsilegt reyndist að fara með kjötið inn á veitingahúsakeðj- ur eða eitthvað slíkt, þá þarf að skoða það og er reyndar verið að skoða hvort einhver kjötvinnslu- aðili í Bandaríkjunum gæti tekið það að sér“, sagði Magnús. ABS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.