Tíminn - 07.04.1987, Page 9
Þriðjudagur 7. apríl 1987.
Tíminn 9
VETTVANGUR
Halldór Kristjánsson:
Þegar kjósa skal
Þegar menn ganga til kosninga
er eðlilegt að hver kjósandi reyni
að meta hverjar líkur eru til þess
að atkvæði hans hafi jákvæð áhrif
á þjóðlíf og þjóðarbúskap komandi
ára.
Þess vegna spyrja menn: Hvað
þarf nú helst að laga? Eða er
kannski allt í svo góðu lagi að öllu
sé óhætt og engu að kvíða?
Ógætileg skuldasöfnun
Að mínu viti er það alvarlegast
að við eyðum meiru en aflað er og
söfnum skuldum þrátt fyrir góðæri
bæði um aflabrögð og viðskiptaár-
ferði.
Ríkissjóðurinn er rekinn með
verulegum halla, en hitt er þó
alvarlegra að viðskiptabúskapur
þjóðarinnar í heild er neikvæður.
Á kostnað ríkissjóðs
Við höfum mjög dáðst að því að
í tíð ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar voru gerðir hófsamir
launasamningar. Það má kalla ný-
mæli í sögunni. Því er ekki að neita
að undir forustu Ásmundar Stef-
ánssonar hafa kaupgjaldsmálin
verið tekin nokkuð öðrum tökum
en löngum áður.
Hins vegar er það galli á gjöf
Njarðar að málin voru leyst á
kostnað ríkissjóðs að mestu. Og
þar gerðust skrítnir hlutir frá sjón-
armiði láglaunamanna svo sem það
að tollum var létt af bílum. Bílainn-
flutningur varð líka meiri en dæmi
eru til og á það sjálfsagt sinn hlut í
því að viðskiptajöfnuður er nei-
kvæður og skuldum safnað.
Samur Sjálfstæðisflokk-
ur eftir kosningar
Það éru að vísu ekki sjáanleg
rök til þess að þingflokkur sjálf-
stæðismanna verði eitthvað veru-
lega breyttur eftir þessar kosning-
ar. Ungu ntennirnir sem lögðu
flokknum lífsreglurnar um niður-
skurð félagslegra framlaga um árið
verða sennilega ekki mikils megn-
andi. Formaður þeirra fellur vænt-
anlega á Norðurlandi vestra þrátt
fyrir loforð hans um verulegan
liðsauka til framleiðslustarfa þegar
ríkið hafi losað sig við stofnanir og
fyrirtæki svo sem Póst og síma og
ÁTVR rétt eins og ekki þurfi fólk
til að vinna við einkafyrirtækin. Og
þeir sem vilja frjálsan innflutning
allra landbúnaðarafurða munu
heldur ekki verða fjölmennir í
þingflokknum.
Hitt er rétt að kjósendur horfist
í augu við þessi stefnumál sem
vaða uppi í Sjálfstæðisflokknum
og eflaust munu reyna að hafa
áhrif á stefnu hans og störf.
Sjálfstæðisflokkurinn leitar nú
kjörfylgis klofinn undir tveimur
nöfnum. Það fer auðvitað eftir
kjörfylginu hversu marga menn
hann fær í heild en enginn þarf að
halda að Albert Guðmundsson,
Júlíus Sólnes og Óli Guðbjartsson
séu nýir menn þó að þeir nefni sig
Borgaraflokk. Auðvitað eru þeir
óbreyttir þó að þeir leiti nú eftir
uppreisn vegna þess að þeini finnst
þeir hafi verið vanmetnir í flokkn-
um og metnaði þeirra stefnt hærra
en auðið var að ná.
Það er að vissu leyti maklegt því að
þingmenn hans hafa unnið vel.
Hitt væri þó dapurlegt ef framboð
Kvennalistans yrði nú til að
fella þrjár konur annarra flokka
frá þingmennsku án þess að bæta
við sig nema í mesta lagi broti úr
einu sæti. Takmarkið er þó öðru
fremur að fjölga konum á þingi,
svo að „reynsluheimur kvenna"
móti löggjafarstarfið.
Óráðin gáta
Það er örðugt að vita hvers vænta
má af Alþýðuflokknum eftir þessar
kosningar. Formaðurinn hefur
ekki reynst sérstakur staðfestu-
maður og ýmislegt hefur hann sagt
nokkuð glannalega. Það er út a'f
fyrir sig ekki traustvekjandi. Nú
segir hann að flokkur sinn sé
jafnvægiðogfestan í þjóðfélaginu.
Sárar minningar
Alþýðubandalagið vill margt vel
gera og ýmsum framsóknarmönn-
um er ljúft að hugsa sér samstarf
við það. Hins vegar er það stað-
reynd að efnahagsmálin fóru úr
böndunum hjá ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsens og þótti mörgum sem
of lengi hefði verið reynt að ná
samstöðu sem ekki tókst.
Fækkun eða fjölgun
Kvennalista er spáð góðu gengi.
Abyrgðarlausustu
yfirboðin
Svokailaður Flokkur mannsins
eignar sér eitthvað sem hann kallar
manngildisstefnu. Ekki er fyllilega
ljóst í hverju sú stefna birtist en í
ritum Péturs hefur verið lögð
áhersla á jákvæð viðhorf og hlýja
hugsun og er það lítil nýlunda þar
sem það er a.m.k. jafngamalt
Kristindóminum.
f kosningaplaggi býður Flokkur
mannsins lögbundin lágmarkslaun
sem taka mið af framfærslukostn-
aði, afnám tekjuskatts, lausn á
húsnæðisvandanum, ókeypis heil-
brigðisþjónustu og þar með tann-
lækningar, betri og meiri dagvist-
un, bctra skólakerfi, ellilífeyri og
örorkubætur aldrei lægri en lág-
markslaun. Jafnframt þessu á að
banna halla á fjárlögum ríkisins,
(ekki á ríkisreikningi) og lækka
erlendar skuldir. Og svo er það „að
hætt verði að bruðla með fé okkar
af hálfu hins opinbera".
Hér er svo hraustlega lofað að
fáir munu trúa. Þó er þetta e.t.v.
nokkur prófsteinn á auðtryggni
kjósenda. Eða barnaskap. Þessu
er svo fylgt eftir með gífuryrðum
um óheiðarleika og sviksenti allra
hinna. Hér eru á ferð „síöustu tíma
heilagir".
Misráðið framboð
og tækifæri kjósenda
Svo er það Þjóðarflokkurinn.
Hann er að nokkru byggður á
samtökum unt jafnrétti landshluta.
Þau ætluðu sér, og ætla enn, að
beita áhrifum sínum við alla
flokka. Klofningsmenn þeir sem
að flokksmyndun og framboðum
standa þoldu ekki við, og gera sér
sjálfsagt vonir um þingsæti. Þau
hafa löngum freistað framgjarnra
manna.
Nú eru í kjöri þingmenn sem
hafa unnið þessum samtökum og
jafnvel flutt fruntvarp unt nýja
stjórnarskrá fyrir þau. Það sýnist
vera næsta grimmilegt að láta hinn
nýja flokk bjóða fram móti slíkum
manni og erfitt að finna niálcfnaleg
rök fyrir því. Hér virðist baráttu-
gleðin hafa leitt menn helst til langt
og svipt þá ntálefnalegu raunsæi.
Fjöldi mála í þessu landi scm
öðrunt, er ekki flokkslegur. Við
skulum nefna kirkjumál og bind-
indi. Talað hefur verið um að
stofna kristilegan flokk og sérstakt
framboð bindindismanna. Því hef-
ur líka verið hreyft að öryrkjar
byðu fram sérstaklega.
Eflaust eru fleiri hóparsem gætu
. komið á eftir. En nú er tímabært
að menn hugsi alvarlega um það
hvort ráðlegt sé að leysa þetta allt
upp í minni og minni brot. Þegar
til alvörunnar kemur þurfunt við
stjórnhæfan meirihluta. Metnaðar-
fullir nienn og nietorðasjúkir verða
að treysta á annað en sífelld sér-
framboð. Þar ættu kjósendur al-
mennt að veita þeim nauðsynlega
leiðbeiningu. Og til þess eru nú
ærin tækifæri og skiptir nokkru að
þau séu notuð svo lærdómur verði
af dreginn í næstu kosningum og
framvegis.
Það breytir engu
Mestar líkur eru til þess að
'framboð nýju flokkanna séu von-
laus og þau atkvæði sem þeir
kunna að fá falli dauð. Einhverjir
kjósa þá sennilega til þess að
mótmæla öllu öðru og víst eru þeir
frjálsir að því. Hinir munu þó fleiri
sem þrátt fyrir allt vilja hafa áhrif
á skipun þingsins.
En jafnvel þó að þessir nýju
flokkar kæmu á þing með 2 eða 3
menn hver myndi það litlu breyta
og trúlega engu. Hverju hefur það
breytt að Bandalag jafnaðarmanna
átti 4 þingmenn eftir síðustu kosn-
ingar? Svari þeir sem kunna.
Framsóknarflokknum
er trúandi
Gamall framsóknarmaður sér
enga ástæðu til að hvika í fylgi við
flokk sinn eins og sakir standa.
Öðru nær.
Enginn flokkur hefur dugað bet-
ur í baráttunni við verðbólguna.
Enginn flokkur er meiri dreifbýl-
isflokkur, en það er hinn rnesti
háski fyrir Reykjavík og nágrenni
ef dreifbýlið svokallað heldur ekki
sínum hlut í mannfjölgun og bú-
setu.
Framsóknarflokkurinn hefur
farsæla fiskveiðistefnu og hefur
tekið með raunsæi á málurn land-
búnaðarins. Það skiptir því miklu
að áhrif Framsóknarflokksins veröi
sem mest eftir kosningar, hvort
sent hann verður stjórnarflokkur
eða ekki og með hverjunt hann
vinnur.
Framsóknarflokkurinn svíkst
ekki að kjósendum með óábyrgu
gaspri um aukna þjónustu ríkisins
og lækkun skatta jafnframt.
Honum er trúandi.
Þess á hann að njóta.
Ég vænti þess að hann verði
látinn njóta þess.
Kristinn Snæland:
Okurvextir ríkisins
Talsvert hefur verið rætt og ritað
um okur og okurvexti að undan-
förnu. Furðu hljótt hefur þó verið
um mesta okrarann, ríkið eða stjórn-
völd enda erfitt um vik að koma
lögum yfir það lið sem telst „ríkið“
eða stjórnvöld, sumsé alþingismenn,
ráðherra eða aðra embættismenn
sem ráðskast með hagsmuni almenn-
ings. Vegna tregðulögmáls lýðræðis-
legra kosninga og vegna þess að
stjórnmálamenn vísa alltaf ábyrgð á
vondum málum á aðra, t.d. seðla-
bankastjórn þá nær almenningur
sjaldnast rétti sínum, nema með
byltingu. Bylting þarf ekki að vera
blóðug en dæmin sanna að alþingis-
menn telja jafnvel að vel útilátið
kjaftshögg geti verið innlegg í
málum. Núverandi okurvaxtastefna
er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Vel
útilátið kjaftshögg í komandi kosn-
ingum kæmi því vissulega til greina.
Ábyrgðin
Ekki fer á milli mála að upphafið
og meginábyrgðina að núverandi
okurvöxtum í þjóðfélaginu má rekja
til Alþýðuflokksins. Við erum
reyndar litlu bættari fyrir það. Allir
stjórnmálaflokkar sem setið hafa í
ríkisstjórnum síðan okurvextirnir
V
Ekkiferámilli málaaö
upphafið og megin-
ábyrgðina að núver-
andi okurvöxtum í
þjóðfélaginu má rekja
til Alþýðuflokksins.
Ábyrgðin virðist vera
allra stjórnmálaflokk-
anna (fjórflokkanna)
og þá fer að vandast
um kjaftshöggið.
'VJ
voru teknir upp, eru sporgöngu-
menn krata og meðábyrgir, ekki síst
Framsóknarflokkurinn. Framsókn-
armenn hafa líklega þumbast við
gegn háum vöxtum allan þennan
tíma, en því miður gersamlega án
árangurs og útkoman eftir því. Nú
virðist nokkuð sama hvert fyrirtæki,
rekstur eða verksmiðja menn vilja
stofna til, þegar frá upphafi er rekst-
urinn sagður dauðadæmdur og ástæð-
an sögð of mikill fjármagnskostn-
aður eða eins og almenningur segir
til sjávar og sveita, okurvextirnir eru
að drepa niður allt atvinnulíf í
landinu. Ábyrgðin virðist vera allra
stjórnmálaflokkanna (fjórflokk-
anna) og þá fer að vandast um
kjaftshöggið.
Orðaleikur
Ef einhver stjórnmálamaður
skyldi glepjast til að lesa þennan
pistil þá vil ég taka fram að sá
orðaleikur að tala um vexti annars-
vegar og verðbætur hinsvegar, eins
og það sé ekki sami hluturinn, er
ekki á mínu færi. Ef lán hækkar um
91,6 prósent á ári, þar af 7% vextir
en 84,6% verðbætur, þa’ ér það lán
með okurvöxtum, hverju nafni sem
þeir eru kallaðir. Ég veit reyndar að
taki ég 10.000 kr. lán í eitt ár og
endurgreiði það með 19,160 þá munu
stjórnmálamenn kalla 9160 krónurn-
ar fjármagnskostnað og þar skilur
milli stjómmálamanna og almenn-
ings. Almenningur kallar 9160 krón-
urnar okurvexti. Við slíka okurvexti
býr almenningur núna með sfn við-
kvæmustu lán, húsnæðislánin.
Okurdæmi
Kaup á 82 fermetra íbúð í verka-
mannabústað fjármagnaði sjómaður
árið 1982 með venjulegu verka-
mannabústaða-láni og með lífeyris-
sjóðsláni. Þannig fjármagnaði sjó-
maðurinn íbúðarkaupin að fullu.
Árið 1982 voru lánin að upphæð "
samtals 556.400,00. Nú nákvæmlega
5 árum síðar eru lánin orðin að
upphæð samtals kr. 2.548,834,00.
Þessi ógnvænlega þróun er ekki
vegna vaxtanna, þeir eru smámunir,
það eru verðbæturnar á lánunum
sem valda. Eins og áður sagði skiptir
greiðandann engu máli hvað vextirn-
ir eru kallaðir. Hér er um okurvexti
að ræða og þeir eru ákvarðaðir undir
stjórn og á ábyrgð ríkisstjórna hvers
tíma.
Okurvextirnir sem hafa verið
lagðir á sjómanninn þessi fimm ár
nema að meðaltali 91,6 prósentum á
ári.
Því má svo bæta við að söluverð
íbúðarinnar (brunabótamat) er kr.
2.486.918,00 sem þýðir að eftir fimm
ára „eign“ og niðurgreiðslur lána
stæði sjómaðurinn eftir slyppur og
snauður og skuldaði meira að segja
61,916 krónur vegna íbúðarinnar.
Þakkir þeim sem þakka ber. íslensk-
ir stjórnmálamenn bera ábyrgð á
91,6 prósent ársvöxtum á húsnæðis-
lánum láglaunafólksins í landinu. Er
nokkur hissa þó talað sé vel útilátið
kjaftshögg?