Tíminn - 07.04.1987, Síða 13

Tíminn - 07.04.1987, Síða 13
Tíminn 13 Þriðjudagur 7. apríl 1987. ÚTLÖND Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretlands: Auknar vinsældir gætu þýtt kosningar Bretland: Kosningahugur í íhaldsmönnum Lundúnir-Rcutcr Niðurstöður tvcggju skoðana- kannana í Bretlandi um helgina sent sýndu að stuðningur við íhaldsflokk Margrétar Thatchers forsætisráð- herra hefur aukist, juku cnn inögu- leikann á að Thatcher muni efna til þingkosninga einhvern tímann nú á næstu mánuðum. Sovétför Thatchers virðist hafa aukið álit brcsku þjóðarinnar á henni og spáðu sumir um hclgina, þar á meðal David Owen leiðtogi jafnaðarmanna, að hún myndi jafn- vel efna til kosninga strax í næsta mánuði, aðrir töldu þó júní líklegri kosningamánuð. Niðurstöður nýjustu skoðana- könnunarinnar voru birtar í blaðinu Daily Express í gær og þar naut íhaldsflokkurinn stuðnings 39% að- spurðra. Bandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna fékk 30% og Verka- mannaflokkurinn, sem enn er talinn helsta hindrunin fyrir að Thatcher leiði ríkisstjórn íhaldsmanna í þriðja skiptið í röð, fékk 29% atkvæða í skoðanakönnuninni. Önnur skoðanakönnun sent blað- ið Sunday Times lét gcra sýndi að íhaldsflokkurinn var mcð 41% at- kvæða en hinir flokkarnir tveir báðir með 29%. Stjórnmálaskýrendur tclja að Thatcher vilji sjá flciri skoðanakann- anir sem bcnda til að íhaldsflokkur hennar fái yfir 40% atkvæða í kosn- ingum því í þingniannatölu gefur það flokknunt öruggan meirihluta. Vcrði slíkt upp á teningnum á næst- unni er líklcgt að forsætisráðhcrrann efni til kosninga innan tíðar í stað þess að bíða fram á haust eða frani á næsta ár. Njósnastarfsemin í bandaríska sendiráðinu í Moskvu: FLEIRISENDIRÁÐ ERU í RANNSÓKN Washington-Rcutcr Samkvæmt frétt bandaríska stór- blaðsins The Washington Post er það ekki aðeins sendiráð Bandaríkja- manna í Moskvu sem nú er rannsak- að vegna gruns um að þar hafi örygg- isreglur verið brotnar til að greiða fyrir njósnastarfsemi. Blaðið hafði nefnilega eftir tveimur þingmönnum að tíu önnur bandarísk sendiráð væru nú í rannsókn vegna gruns um að erlendir njósnarar gætu athafnað sig í þeim. Þingmennirnir tveir, Daniel Mica demókrati frá Flórída og Olympia Snowe repúblikani frá Maine, létu Washingtonpóstnum þessar upplýs- ingar í hendur þegar þeir komu til Moskvu til að rannsókna vegna ásak- ana um að landgönguliðar t' vörslu við sendiráðið hafi hleypt inn sov- éskum njósnurum að næturlagi. Tveir landgönguliðar hafa þegar verið handteknir, sakaðir um að hafa gert njósnurum mögulegt að athafna sig í sendiráðinu í skiptum fyrir að fá að njóta blíðu sov^skra kvenna. Mica og Snowe vildu þó ekki nefna hvaða sendiráð hér væri um að ræða í samtali sínu við stórblaðið. Starfsmenn sendiráðs Bandaríkja- manna í Moskvu starfa nú í anda fornmanna, skilaboð eru handskrif- uð og flutt á milli en enginn sími og elektrónísk tæki eru notuð. Það mun kosta um 20 milljónir dollara að hanna nýtt dulmál og setja upp ný tæki í stað þeirra sem talið er að Sov- étmenn hafi notfært sér við njósnir sínar. Félag síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi og Félag síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi kynna: FRUMSYNING I REYKJAVIK Ný heimildarkvikmynd um saltsíldariðnað íslendinga verður sýnd í Stjörnubíói miðvikudaginn 8. apríl kl. 17.30 og 19.00 Aðgangur ókeypis. SILFUR HAFSINS var frumsýnd á Höfn í Hornafirði, 22. febrúar s.l. og hefur síðan verið sýnd á öllum helstu söltunarstöðum landsins. Það þótti við hæfi að sýningar myndarinnar byrjuðu úti á landi, þar sem saltsíldin hefur gegnt svo mikilvægu hlutverki í gegnum tíðina og enduðu í Reykjavík. Heimildarkvikmyndin SILFUR HAFSINS fjallar um saltsíldariönaö íslendinga, bæði fyrr og nú. í upphafi myndarinnar er gerö örstutt grein fyrir áhrifum síldarinnar á sögu Evrópu en kjölfesta myndarinnar er í nútímanum, þar sem lýst er einu starfsári í þessari atvinnugrein. Inn í þá frásögn er síðan fléttað myndköflum úr síldarsögu okkar íslendinga. Handrit/klipping/ stjórn: Erlendur Sveinsson, Sig. Sverrir Pálsson. Þulir: Guöjón Einarsson, Róbert Arnfinnsson. Kvikmyndun: Sig. Sverrir Pálsson, Þórarinn Guönason. Öflun heimilda- og myndefnis. Erlendur Sveinsson. Framleiðsla: Lifandi myndir h/f fyrir Félag síldarsaltenda á Suöur- og Vesturlandi, Félag síldarsaltenda á Norður og Austurlandi BÆNDUR Imjudá ö? <33í> EZHI Þekkt og traust merki fyrir landbúnaðinn. Við hugsum til vorsins. - Úrval varahluta á lager. - Pantið tímanlega BUNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 og kaupfélögin

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.