Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987-87. TBL. 71. ÁRG. Hrun byrjað hjá Albert Skoðanakönnun DV, sem birtist í gær, tekur af öll tvímæli um að kaflaskil hafa orðið í þeirri miklu sókn Borgaraflokksins, sem staðið hefur nær óslitið síðan Albert Guðmundsson ákvað að fara í framboð, og boða til framboðs stuðningsmanna sinna um allt land. í síðustu skoðanakönnun DV í marsmánuði náði Borgaraflokkurinn 17,1% at- kvæða en hefur nú ekki nema 11,7%. Þetta er mikil breyting á ekki lengri tíma, og bendir raunar til þess að hrunið sé byrjað. Vitna menn í því sambandi til fyrri framboða, sem sýndu mikið fylgi í byrjun, en féilu síðan um langan veg. Samkvæmt könnun DV hefur Albert nú 11 þingsæti. Framsóknarflokkurinn kemur heldur skár út úr þessari skoðanakönnun. En hún og aðrar kannanir, sem birtar hafa verið um þessa helgi, sýna að flokkurinn stendur hvergi nógu vel, og sýnu ver en Ijóst var af niðurstöðum síðustu kosninga. T.d. er forsætisráðherra enn í fallhættu í Reykjaneskjör- dæmi og í Reykjavík leikur vafi á því að Guðmundur G. Þórarinsson nái kosningu. bls.5 Leifsstöð: Skermað fyrir óunnið verk í dag verður boðið til veislu í nýju flugstöðinni í Keflavík og er áætlað að hana sitji um tvö þúsund manns. Þessi nýja flugstöð gjörbreytir aðstöðu fyrir ferðafólk, sem á leið um Keflavík, og leysir bæði innlenda og erlenda ferða- menn undan þeirri kvöð að þurfa að fara í gegnum herstöð til að koma að eða frá landinu. Þá fær starfsfólk Flug- leiða og annað starfsfólk stórbætta vinnuaðstöðu, sem er af því góða. Óbreytt stendur að Leifsstöð er enn ekki fullbúin til notkunar af því þeir bráðlátu í stjórnkerfinu vildu láta opna fyrir gestum áður en verkinu var lokið. í gær rembdust þessir menn við að ni ' I ■HMHi m YAMAHA Vélsleðar og fjórhjól BÚNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVIK SIMI 38900 KRUMMI „Albert verð ur að fara vörnina. “ — S SAMBANDSFÓÐUR 3 £ b Lamella <T Úrvais parkeí frá Finnlandi $ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR KRÓKHÁLSI 7 SÍMAR: 67 28 88 og 82033 telja Tímanum trú um að ekki væri verið að þjófstarta flugstöðinni. En við getum sagt þeim, viti þeir það ekki, að nokkur hluti er skermaður af fyrir gestum svo þeir þurfi ekki að horfa upp á hálfunnið verk, og enn er óljóst hvernig eldsneyti verður látið á flugvél- ar á hlöðum stöðvarinnar. Það skaðar svo ekki að geta þess, að á utanríkis- ráðherraárum sínum gerði Einar heit- inn Ágústsson þá samninga við stjórn Bandaríkjanna sem gerðu stöð þessa mögulega. Sjá bls. 3 Launareikningur Tékkareikningur fyrir einstaklinga Vextir af innstœðu upp að kr. 12.000 4% Vextir af innstæðu umfram kr. 12.000 10% Vextir reiknast af stöðu reikningsins eins og hún er á hverjum degi. BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI Við kjósum gegn upplausn og sundrungu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.