Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 14. apríl 1987. Matvæla- og næringarráðgjöfin: Nýtt fyrirtæki í gæðaeftirliti - úttekt á búnaði, þrifum og umgengni Matvæla- og næringarráðgjöfin cr fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita þeim aðilum sem standa að matvæla- framleiðslu og matvælainnflutningi þjónustu og ráðgjöf. Þetta felur m.a. í sér að skipuleggja og koma á fót gæðaeftirliti með framleiðslu, sölu og dreifingu matvæla. Gæðaeft- irlit felur m.a. í sér úttekt á búnaði, þrifum vlnnslurása, persónulegu hreinlæti starfsfólks og almennri um- gengni í matvælafyrirtækjum. í lok slíkrar úttektar er skrifuð nákvæm skýrsla til forráðamanna fyrirtækj- anna er þessi atriði varðar. Auk þessa eru gerðar tillögur um skipu- lagningu innra og ytra gæðaeftirlits. Fyrirtækið mun standa fyrir nám- skeiðum fyrir starfsfólk og forráða- menn fyrirtækja, sem hafa það að markmiði að auka þekkingu þessara aðila á atriðum cr varða hollustu, hreinlæti og gæði við meðhöndlun og framlciðslu matvæla. Fyrirtækið getur veitt upplýsingar um þau lög og reglugerðir er gilda hér á landi og erlendis um fram- leiðslu, dreifingu og sölu matvæla. Með stofnun þessa fyrirtækis vonast aðstandendur til þess að geta veitt fyrirtækjum sérfræðiþjónustu án þess að hljótist mikill kostnaður, sem óhjákvæmilega á sér stað við fastráðningu sérhæfðra aðila. Eigendur fyrirtækisins, þau Gunn- ar Kristinsson og Soffía Vala Trygg- Gunnar Kristinsson, framkvæmda- stjóri Matvæla- og næringarráðgjaf- arinnar. vadóttir, bæði matvælafræðingar, hafa mikla reynslu í matvælaeftirliti, matvælarannsóknum og matvæla- ráðgjöf. Menntun þeirra er m.a. á sviði matvæiagerlafræði, matvæla- efnafræði, næringarfræði, heilbrigð- iseftirlits og fiskeldis. Aðsetur fyrirtækisins er að Fiska- kvísl 26, og fastur viðtalstími er á núðvikudögum og föstudögum milli 13 og 16 í síma 673035. -SÓL lceland Review: Þjóðsöguráþrem- ur tungumálum Iceland Review hefur gefið út úrval íslenskra þjóðsagna á ensku, þýsku og frönsku. Sögunum er skipt í kafla samkvæmt eðli og efni sagn- anna eftir því hvort sögurnar fjalla um álfa, drauga, tröll eða galdra- menn. í hverjum kafla er um tugur frásagna eða rúmlega fjörutíu þjóð- sögur alls í bókinni. Sögurnar eru myndskreyttar af Kjartani Guðjóns- syni listmálara. Hverri útgáfu fylgir inngangur þýðenda og aftast eru skýringar á ýmsum séríslenskum fyrirbærum. Sögurnar í ensku útgáfunni eru valdar og þýddar af hjónunum May og Hallberg Hallmundsson, Dr. Hu- bert Seelow valdi og þýddi sögurnar í þýsku útgáfunni og prófessor Régis Boyer þýddi úrval sitt fyrir frönsku útgáfuna. Þýðendurnir telja að með sögunum gefist útlendingum óvenju- legt tækifæri til þess að fá innsýn í íslenskt þjóðlíf fyrr á öldum. Bækurnar fást í bókabúðum og kosta 490 krónur. ABS Ferðamálaráð íslands: Þakkir til forsetans Ferðamálaráðstefnan ’87 var hald- in á vegum Ferðamálaráðs íslands á Hótel Sögu í lok síðasta mánaðar. upphafi ráðstefnunnar fluttu for- menn stjórnmálaflokkanna ávörp og lýstu stefnu viðkomandi flokks varð- andi uppbyggingu ferðaþjónustu á íslandi. í máli þeirra kom fram að atvinnugreinin nýtur vaxandi skiln- ings stjórnmálamanna og muni á næstu árum verða einn þýðingar- mesti atvinnuvegur þjóðarinnar. í lok ráðstefnunnar var Markúsi Erni Antonssyni, útvarpsstjóra fyrir hönd Ríkisútvarpsins, afhenturFjöl- miðlabikar Ferðamálaráðs fyrir árið 1986. Hlaut það verðlaunin fyrir mikla og góða umfjöllun í sjónvarpi og hljóðvarpi um ferðamál. Ráðstefnan samþykkti að senda forseta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, sérstakar þakkir fyrir hennar ómetanlegu störf að kynn- ingu íslands erlendis. þj Við kynningu á nýráðnum framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar. Frá vinstri: Sr. Þorbjörn Hl. Arnason, Sigríður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæindastjóri og Haraldur Ölafsson. (Tímamynd: Bjami). Nýr framkvæmdastjóri Hjálparstofnunarinnar: Páskasöfnun til handa 300 munaðarleysingjum Biður þjóðina um brautargengi á ný Hjálparstofnun kirkjunnar er nú að hefja störf að nýju, eftir áfall hennar. í kjölfar þess urðu stjórn- arbreytingar og einnig reglubreyt- ingar, sem gera ráð fyrir mjög miklu eftirliti og upplýsingastreymi um störf stofnunarinnar. „Við verðum sem opin bók,“ sagði sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, einn nýkjörinna stjórnarmanna hennar. Allt starfslið sagði upp störfum, svo ráða mætti að nýju í stöðurnar, - allt til að berja í trúnaðarbresti milli Hjálparstofnunarinnar og þjóðarinnar. Fyrir nokkru var Sig- ríður Guðmundsdóttir, hjúkrun- arfræðingur, ráðinn framkvæmda- stjóri. Hún hefur starfað að mál- efnum stofnunarinnar í þróunar- löndunum og veit hvar skórinn kreppir. „Hún hefur starfað úti á akrinum, svo maður taki hátíðlega til orða,“ sagði Haraldur Ólafsson, stjórnarmaður. „Sigríður gerir sér grein fyrir þýðingu Hjálparstofn- unar kirkjunnar og veit hvar neyð- in er mest. Hún hefur vit á að koma til aðstoðar þar sem þess er veru- lega þörf.“ Stefna stofnunarinnar nú er að söfnunarfé renni beint til hjálpar- starfsins, eins og unnt er, en minnst til reksturs. Fyrsta verkefni hennar, þegar hún tekur aftur til starfa, sagði Sigríður, er Páska- söfnunin, sem fram fer í samvinnu við presta og söfnuði um allt land. Þessi söfnun hefst fyrst á Akranesi í dag með því að prestur, ferming- arbörn hans og Lionsfélagar ganga í hús og safna fé, til uppbyggingar munaðarleysingjahælis fyrir tæp 300 börn í Eþíópíu, sem fjárstoð frá íslandi bjargaði frá hungurb- ana. „Hjálparstofnunin hefur gert skuldbindingu við Eþíópiu sem við viljum standa við. Við lofuðum að styðja bygginguna með 9 milljón- um króna. Við höfum ekki sent nema 1,5 milljónir," sagði sr. Sól- veig Lára Guðmundsdóttir, vara- maður í stjórn. Sr. Þorbjörn Hlynur sagði: „Við verðum að standa við skuldbind- ingar okkar. Þegar hin íslenska þjóð getur glaðst yfir björgun mannslífs, vegur líf 300 munaðar- lausra barna í Eþíópiu þungt með sama miði. Þetta er það sem við viljum benda á. Tekjustofnar stofnunarinnar eru mjög ótryggir. Við biðjum þjóðina um brautargengi á ný. Við erum að byrja á nýjan leik.“ þj. 3 af 4 forkólfum nýju útvarpsstöðvarinnar sem enn hefur ekki hlotið nafn. Þetta eru að sjálfsögðu þeir Gunnlaugur Helgason, sem sést hér í beinni útsendingu frá Lækjartorgi, Þorgeir Ástvaldsson, og svo loksins einn eigandi sem ekki kemur til með að láta mjög mikið í sér heyra í útvarpinu, en þó, maður á aldrci að segja aldrei. Enginn annar en Ólafur Laufdal, hér í hópi annarra stjarna. Nýja útvarpsstöðin: Verdur hún með hefðbundnu sniði? Hin nýja útvarpsstöð sem Hljóð- varp stendur á bak við, mun hefja útsendingar sínar í lok maímánaðar. Eins og alþjóð veit eru það þeir Ólafur Laufdal, Jón Axel Olafsson, Gunnlaugur Helgason og Þorgeir Ástvaldsson sem eru eigendur þess- arar nýju stöðvar. Að sögn Gunnlaugs Helgasonar, eins eiganda og starfsmanns Hljóðvarps, sóttu hátt í 300 manns um starf við stöðina, ýmist um stöðu dagskrárgerðarfólks, fréttamanna, tæknimanna og fleiri störf sem fylgja útvarpsstöð. Það eitt að 300 manns sæki um þegar stöðin auglýsti aðeins 1 sinni, segir sitt um áhuga íslend- inga á að starfa við fjölmiðla. Gunn- laugur sagði ennfremur, að 10 - 20 manns kæmu til með að starfa að dagskránni þegar hún tæki til starfa. Starfsfólkið yrði ráðið í þessum mánuði og þar með hefði starfsfólkið heilan mánuð til að undirbúa sig fyrir útsendingar. Samkeppni er í gangi um nafn á nýju útvarpsstöðinni, og nú þegar hafa borist fjölmargar tillögur sem allar eru teknar til athugunar. í verðlaun fyrir verðlaunanafnið er helgarferð fyrir 2 til London og það eru eigendur og ráðgjafar Hljóð- varps sem koma til með að velja nafnið. Stöðinni hefur verið úthlutað senditíðni, en það kemur ekki í ljós strax hver hún verður. Styrkur stöðvarinnar verður ekki lítill, a.m.k. ekki minni en gengurog gerist hjá RUV og öðrum útvarps- stöðvum. Það er hægt að segja um þessa verðandi útvarpsstöð að hún kemur til með að boða nýja stefnu í útvarps- málum íslendinga. Nýr tónn verður gefinn. Ráða Rás 2 og Bylgjan við það? Það verður að koma í ljós. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.