Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 20
HBBBBHBKHHnMBHHBSHBaHBHBKS V, * \ , ENDURSKOÐUN RIKISREKSTRARINS Aukum sjálfstæði og ábyrgð ríkisstofnana Kjósum Guðmund G. Þórarinsson á þing ■ 1917 / KJ 1987 ÁRA MMH—— i /. Tímiim fyrirkjóst Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Þorsteinn hættir að út- hluta lánum -20 lánum að upphæð 8,2 milljónir úthlutað í fyrra Síðan 1981 hafa fjármálaráðherr- ar afgreitt samtals 118 lán miðað við hámarkslán til einstaklinga og fyrir- tækja úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins samkvæmt sérstakri heimild frá stjórn sjóðsins. Hlutfall það af ráðstöfunarfé sjóðsins sem fjármála- ráðherrar hafa ráðstafað hefur verið nokkuð breytilegt á þessum árum eða frá 0,3% eða 400 þúsund kr. 1981 upp í 3,3% eða 10 milljón kr. árið 1985. Heildarupphæð lána sem fjármálaráðherrar hafa veitt 1981- 1986 eru tæpar 32,5 milljón krónur. Árið 1986 var 20 lánum að upphæð 8,2 tnilljónir úthlutað með þessum hætti úr sjóðnum. Fjármálaráðherrar hafa haft sjálf- dæmi um það hverjum þeir veita þessi lán, enda hafa þau á hverjum tíma verið með sömu kjörum að því1 er varðar lánstíma, vexti og aðra skilmála og gilt hafa á almennum lánum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins til sjóðfélaga. Núverandi fjármálaráðherra ákvað í lok síðasta árs að leita ekki eftir frekari heimildum til ráðstöfun- ar á lánum úr lífeyrissjóðnum en þá þegar höfðu verið ákvörðuð. Nöfn lántakenda verða ekki birt. Upphaf þessara lánveitinga má rekja til þess að árið 1952 óskaði þáverarvdi fjármálaráðherra eftir því við stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins að sjóðurinn ráðstafaði ákveðnum hluta af ráðstöfunarfé sínu til útlána samkvæmt nánari ákvörðun fjármálaráðherra. Stjórn sjóðsins ákvað þá að jafngildi 20% af útlánafjárhæð sjóðsins til fast- eignaveðlána félli í hlut ráðherra til ráðstöfunar. Samkomulagið hefur síðan verið í gildi og hlutur ráðherra á árabilinu 1952 til 1980 verið frá 5% til 20%. _BG Hjálparsveit í hrakningum Bikarmeistarar krýndir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra afhenti Njarðvíkingum bikarinn eftirsótta í bikarkeppni Körfuknattleikssambands ísiands á föstudag, eftir að Njarðvík hafði borið sigurorð af Valsmönnum. Njarðvíkingar tóku því vei að forsætisráðherra skyldi afhenda þeim bikarinn enda á hann marga stuðningsmenn í liðinu. Steingrímur óskaði þeim til hamingju með sigurinn og virtist vera mjög ánægður með að fá bikarinn í kjördæmi sitt. Tímamynd pjetur. Fjórir menn úr Hjálparsveitum skáta í Reykjavík höfðust við í snjóhúsi fram eftir kvöldi í gær á Langjökli. Höfðu þeir lent í nokkr- um hrakningum ásamt sex öðrum félögum sínum um heJgirm Gg voru ItTigsi áf sambandslausir við um- heiminn. Mennirnir tíu lögðu af stað á föstudagskvöld á þremur vélsleðum og ætluðu norður yfir Langjökul. Tveir sleðar fóru fram af hengju um hádegi á laugardag þegar leiðangurs- menn voru staddir skammt frá skálanum Kirkjubóli í Fjallkirkju NA til á jöklinum. Engan sakaði og báðir sleðarnir voru gangfærir. Skiptu menn þá með sér liði og héldu sex af stað fótgangandi í skálann en fjórir urðu eftir og freist- uðu þess að ná sleðunum upp. Veður versnaði mjög á þessum slóðum á laugardag og gerði blindan byl. Talstöðvarsamband slitnaði við mennina og náðist það ekki fyrr en í gærmorgun. Var líðan þeirra góð enda vel búnir. Höfðu þeir reist sér snjóhús. Bíða átti þar til veður lægði í gær eftir því að fara á snjóbíl til mannanna sem höfðu tekið þá ákvörðun að halda kyrru fyrir eftir að þeir höfðu farið fram af annarri hengju. Búist var við því að snjóbíll- inn yrði kominn til mannanna um miðnætti í gær. VERTU MEDI SPENNANDILEIK Á K0SNINGANÓTT Á kosninganótt stendur mikið til hjá Stöð 2. Auk þess að vera með beinar útsendingar frá talningastöðum, líflegar fréttir og vinsælustu skemmtikrafta landsins í beinni útsendingu, verðum við með æsilega verðlaunagetraun þar sem allir geta verið með. Fylgstu með kosningasjónvarpi Stöðvar 2, þar verður mögnuð spenna. VERÐLAUNAGETRAUN ST0ÐVAR 2 1GLÆSIBIFREID T0Y0TA CELICIA LIFTBACK 2.0GT AD VERÐMÆTI680 ÞUSUND. 2SÓLARLANDAFERÐIR MEÐÚTSÝN. 8 FERÐIR TIL HAMB0RGAR FYRIR TV0 MEÐ ARNARFLUGI. Leikurinn er mjög einfaldur. Með því að fylla út getraunaseðilinn og senda hann í tíma til Stöðvar 2, ertu orðin(n) þátttakandi. Með jöfnu millibili á kosninganótt er dregið úr þeim seðlum sem borist hafa. Komi nafn þitt upp verður hringt til þín í beinni útsendingu og þú spurð(ur) spumingar sem er tengd atburða- rás kvöldsins , auglýsingu eða-öðrum dág- skrárliðum. Svarirðu rétt, hefurðu unnið til verðlauna og ert hugsanlega glæsivagni ríkari. & Æ oO WJrv //*. % > * /// Vestfirðir: KjðfSijðrn skipuð að nýju Ný kjörstjórn hefur verið skip- uð á Vestfjörðum eftir að 4 meðlimir hennar sögðu af sér í mótmælaskyni við heimild Borg- araflokksins til að bjóða fram framboðslista í kjördæminu. 3 þessara 4 voru aðalmenn, en 1 var varamaður. Varamenn fyrir þá 3 hafa tekið sæti í stjórninni og nýir varamenn hafa verið skipaðir. Það flokkast undir borgara- skyldu að sitja í kjörstjórn, en þeir 4 aðilar sem sögðu sig úr nefndinni skrifuðu forseta Al- þingis og báðust lausnar sem þeim var veitt. Hin nýja kjör- stjórn hefur þegar fundað og ástandið á Vestfjörðum er því orðið eðlilegt að nýju. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.