Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. apríl 1987. Tíminn 9 VETTVANGUR lllllllllllllllll Páll Pétursson: Uppgjör hiá íhaldinu Loksins er að því komið, íhaldið er sprungið. Lengi hefur nrátt við því búast að þau stjórnmálasamtök liðuðust í sundur. Málefnaleg samstaða hefur um langan tíma ekki verið með hinum stríðandi flokksklíkum en hagsmunir klíku- foringjanna hafa verið þannig samanfléttaðir að til varanlegs klofnings hefur ekki komið fyrr en nú. Segja má að flokkurinn hafi hangið saman á vanköntunum. Margir lágu Geir Hallgrímssyni á hálsi fyrir það að hann væri ekki sá atkvæðamikli foringi sem forverar hans Ólafur og Bjarni, en sagan mun nú dæma Geir Hallgrímsson öðruvísi. Geir hefði oft getað verið miklu klaufskari og hik hans og varfærni hélt flokki hans saman. Honum tókst að vera formaður í meira en þrjú ár þar sem flokkur- inn var bæði í stjórn og stjórnar- andstöðu án þess að til endanlegs klofnings kæmi. Liðsmenn Gunn- ars Thoroddsens leituðu skjóls þegar foringi þeirra dró sig í hlé og fengu húsaskjól þó ekki væri um syndakvittun, hvað þá fyrirgefn- ingu að ræða. Frjálshyggjugaurar áferli Á síðustu stjórnarárum Geirs Hallgrímssonar riðluðust klíkurn- ar nokkuð. Til áhrifa ruddist hópur ungra manna sem hafði tileinkað sér viðhorf sem venjulegu fólki eru framandi. Lessir herrar hafa að lærifeðrum dellukarla eins og Fri- edman og Hayek. Kalla þeir lífs- viðhorf sitt „frjálshyggju" og gera þeir frelsishugtakinu skömm með þeirri nafngift. Frjálshyggjan þeirra er villimennska og mann- fjandsamleg í eðli sínu. Frjáls- hyggjumaðurinn selur ömmu sína, finnist kaupandi. Þessir frjáls- hyggjugaukar eru framgjarnir og telja sig réttborna til valda í Sjálf- stæðisflokknum og hafa náð undir sigýmsum lykilpóstum í flokknum. Við myndun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar töldu þessir herrar sig sniðgengna. Hinir gömlu refir í þingflokknum urðu leikseigari við ráðherrakjör. Gömlu refirnir höfðu samið sig áfram til sigurs við kosningu í þingflokknum. Það sem vakti mestu undrun við þetta ráðherra- kjör var það að í ráðherrahópnum var Albert Guðmundsson. Þangað var hann ekki kominn vegna þess að þingflokkurinn bæri til hans meira traust en annarra manna sakir gáfna hans eða annarra hæfi- leika. Hann var þarna kominn vegna þess að hann hafði gert kröfu um ráðherradóm í krafti þess að hann hafði skilvirka próf- kjörsvél í Reykjavík. Ekki nóg með það að þingflokk- ur sjálfstæðismanna veldi Albert ráðherra. Ráðherragengi sjálf- stæðismanna skipti sjálft með sér verkum og þeir gerðu sér lítið fyrir og fengu Albert Fjármálaráðu- neytið. Þetta gat ekki farið öðruvísi en illa. Geir Hallgrímsson gaf eftir for- mennskuna í Sjálfstæðisflokknum og Þorsteinn Pálsson var settur í það embætti. Ekki var það sjálf- sögð ráðstöfun en átti að friða frjálshyggjuliðið. Stóll handa Steina Þorsteinn undi sér ekki utan ríkisstjórnar og veitti hverjum ráð- herranum eftir annað tilræði án þess að ná undan þeim stól handa sér. Geir Hallgrímsson lét að lokum undan og hætti stjórnmálaþátt- töku. Það var lýðum ljóst að ráð- herrar sjálfstæðismanna væru ekki á réttri hillu í embættum sínum og varð það að ráði að þeir skiptu um stól. Albert varð að láta stólinn sinn undir Þorstein og fara í Iðnað- arráðuneytið. Albert lá vel við höggi og hafði ekki verið neinn „súper" fjármálaráðherra eins og auðvelt er að rifja upp. Þó er Þorsteinn að gera hann góðan. Albert hafði vissan skilning á því að ríkissjóð mætti ekki reka með sívaxandi halla. Rétt er að hafa það í huga að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa allan tímann þekkt Albert Guðmundsson, þeir hafa vitað um tengsl hans við Hafskip. Þeir vissu vel að þeir höfðu kosið hann í bankaráð Útvegsbankans, þeir höfðu tekið eftir því að Svavar Gestsson skipaði Albert formann bankaráðs Útvegsbankans. Þeir vissu um fyrirtæki Albcrts og starfsemi þess. Það fór ekki einu sinni framhjá þeim að Albert varð sextugur og fór til Nissa. Blaðamannafundur í Alþingishúsinu Það kom mér á óvart þess vegna, þegar Þorsteinn Pálsson boðaði til blaðamannafundarins fræga í Al- þingishúsinu. Tilefni fundarins gerði þessa tímasetningu vafasama. Þorsteinn hafði haft gögn málsins undir hönd- um um tíma, en velur þá stund til áhlaupsins þegar Albert er crlend- is. Þá var herstjórnarlistin slík að fundurinn er boðaður strax að loknum þingslitum, beðið er með fundinn þar til öruggt er að ckki verði um málið umræður á Alþingi. Framboðsfrestur úti eftir viku og lítil umsvif til sérframboðs. Þá er haft svo mikið við að framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins Kjartan Gunnarsson er látinn koma innan úr Valhöll til að sitja blaðamanna- fundinn. Viðhöfnin var slík og orðaval Þorsteins að nú var ljóst að alvara var á ferðum. Þetta var ekki bara máttlaust og misráðið tilræði. Nú átti aftaka að fara fram, nú átti náðarskotið að ríða af. Viðbrögð Alberts komu mér ekki á óvart. Það er alveg sama hvað Albert hefði hent, honum mun alltaf finnast hann sjálfur saklaus. Hirðin hans vissi líka e.t.v. um karla sem framið höfðu skattsvik jafnvond eða verri. Maskínan bilaði ekki. Liðinu var hóað saman í Þórskaffi og þar hyllti það „sinn mann" og Albert tókst að gera sig að píslarvætti. Þarna urðu þáttaskil og Þor- steinn fór að draga í land. Hug- mynd hans um að Albert hætti í ríkisstjórninni en héldi áfram að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykja- vík varð til í þeim vandræðagangi. Það er auðvitað lofsvert að Þor- steinn skuli hlífa okkur framsókn- armönnum við því að bera heilan mánuð enn ábyrgð á ríkisstjórn þar sem situr maður sem hefur lent í klandri. Við kunnum að meta þann siðferðisþroska og tillitsemi. Þorsteinn Pálsson: Langar til að leika lítinn guð. Þorstein langar til þess að leika lítinn guð í Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna kom hann fljúgandi heim frá París í vetur og æddi upp í ræðustól á Alþingi án þess að vita neitt hvernig mál stóðu, og lítillækka ráðherra sína Matthías Bjarna- son og Matthías Mathi- esen með því að lýsa frati á gerðir þeirra í kjaradeilu sjómanna. HalldórÁsgrímsson og Steingrímur Her- mannsson voru lang- drægt búnir að leysa sjómannadeiluna þeg- ar Þorsteinn kom með sitt asnaspark. Albert Guðmundsson: Létt- geggjaður „Onkel Joakim". Þannig klandurkarl getur hinsveg- ar hentað prýðilega sem foringi þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík næstu fjögur ár og sem fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Það var alveg rökrétt hja Þorsteini að hrekja Albert úr ríkisstjórninni og láta hann halda áfram að leiða íhaldslistann í Reykjavík, þótt upphaflega hafi hann hugsað sér annað. Vasaútgáfa af Guði Þorstein langar til þess að leiká lítinn guð í Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna kom hann fljúgandi heim frá París í vetur og æddi upp í ræðustól á Alþingi án þess að vita neitt hvernig mál stóðu, og lítil- lækka ráðherra sína Matthías Bjarnason og Matthías Mathiesen með því að lýsa frati á gerðir þeirra í kjaradeilu sjómanna. Halldór Ásgrímsson og Steingrímur Her- mannsson voru langdrægt búnir að leysa sjómannadeiluna þegar Þor- steinn kom með sitt asnaspark og hefði verið skynsamlegra hjá Þor- steini að spyrjast fyrir um það hvernig mál stæðu áöur en hann rauk í ræðustólinn. Sami komplex varð þess vald- andi að Þorsteinn upplýsti í blöð- um að hann mundi ákveða sjálfur hverjir yrðu ráðherrar Sjálfstæðis- flokksinsnæst. „Mennirnirþenkja, Guð ræður" segir máltækið. Þor- steinn missti út úr sér í viðtali við Stöð 2, að hann vildi ekki Albert í næstu ríkisstjórn. Þetta kom mér ekki á óvart og sjálfsagt engum sem þekkir málavexti. Ofboðsleg ögrun Þessi yfirlýsing Þorsteins fór fyrir brjóstið á Albert og hirðinni hans. Hroðalegt yrði nú til þess að vita ef vitsmunir, réttsýni og siðferðis- þroski Alberts Guðmundssonar yrðu ekki notaðir til hins ýtrasta á næsta kjörtímabili í þágu þjóðar- innar, mcð setu í ríkisstjórn. Þess vegna er Borgaraflokkurinn orðinn til, þess vegna hlýtur Borg- araflokkurinn fylgi nú um sinn. Albert og hans menn létu ekki þar við sitja að stofna flokk og bjóða fram um land allt á nokkrum klukkutímum. Þeirskrifuðu nokk- ur slagorð á blað sem þeir höfðu tínt saman úr ýmsum áttum og kalla stefnuskrá. Það er býsna skondin lesning. Albert Guðmundsson er að mörgu leyti vænsti karl, greiðvik- inn og hlýlegur. Hann er talsvert upptekinn af sjálfum sér og þegar hann gerir glappaskot þá eru þau fyrirgefin eins og hann væri einhver léttgeggjaður „Onkel Joakim". Eðlilegt er að slíkur maður eigi vinahóp en að rnínu mati er tæp- lega ástæða til þess að stofna utan um hann fjöldaflokk. Varðandi siðferðið þá ber á það að líta að það er ekki gott að stinga í eigin vasa afsláttargreiðslum á flutningi sem ÁTVR á nteð réttu enda greiddi ÁTVR flutningskostnað- inn. Þegar svo stóð á var tæplega hægt að búast við því að Albert stórkaupmaður færi að láta Albert fjármálaráðherra hrifsa til sín hluta af feng sínum sem skatt. Hér er ef til vill komin skýringin á því hvers vegna Albert vildi endilcga verða forseti. Hvað ferðakostnað áhrærir þá er að mínu mati óþarfi að láta ríkissjóð og Hafskip borga sömu ferðina. Jóni Sólnes var lagt það til lasts að ljósrita símareikninga og fá þannig sama reikning tvíborg- aðan. Sjálfsagt setja stuðnings- menn Borgaraflokksins þetta ekki fyrir sig og líta á „sinn mann" eins og þann gamla léttgeggjaða „Onk- el Joakim" og fyrirgefa eins og jafnan áður. „Það er ekkert ljótt að vera fátækur - en það er ekki mikill heiður heldur," sagði Fiðlar- inn á þakinu. Ég er sammála því fólki sem þyrpist nú undir fána Alberts Guðmundssonar að „frjálshyggj- an" er hræðileg og gegn henni verður að berjast. Spurningin er hins vegar hvort það er rétta að- ferðin til þess að brjóta hana á bak aftur að ætla Albert Guðmunds- syni að gera það? Ég held ekki. Einar J. Gíslason sendir frá.sér sunnudagsboðskap í Morgunblað- inu þann 12. apríl, undir fyrirsögn- inni „ Að veikja Sjálfstæðisflokkinn væri slys“. Þar erum við vinirnir sammála, en ég verð þó að harma að greinar- höfundur skuli ekki fylgjast betur með atburðum líðandi stundar, því „slysið" er skeð. Sjálfstæðis- flokkurinn sem við báðir töldum okkur tilheyra hefur orðið fyrir slæmu slysi, sem felst í yfirtöku Ný-frjálshyggjumanna á flokknum. Þessvegna hefur nýr flokkur séð dagsins ljós, sem hefur stefnuskrá mannúðar og mildi að leiðarljósi, og líkist meira stefnu Sjálfstæðisflokksins eins og hún var, fyrir innreið Ný-frjálshyggj- unnar í „flokk allra stétta“. Borg- araflokkurinn hefur mjög fastmót- aða stefnu í varnarmálum. Albert Guömundsson: VINISVARAÐ Borgaraflokkurinn styður aðild íslands að NATO, varnarbanda- lagi vestrænna þjóða. Borgaraflokkurinn vill styrkja það bandalag. Borgaraflokkurinn vill auka ör- yggi fólksins í landinu í góðu samstarfi við varnarliðið. Borgaraflokkurinn á enga samleið með Alþýðubandalag- inu í varnarmálum. * Innan raða frambjóðenda Borg- araflokksins eru menn sem eru forvígismenn Varins lands. Borgaraflokkurinn hefur dreift yfir 25 þúsund eintökum af sér- prentaðri stefnuskrá sinni um land allt, og nýlega er lokið við prentun í 20 þúsund eintökum til viðbótar, sem eru í dreifingu, og mun ég sjá til þess að Einar J. Gíslason fái eintak, svo hann geti sjálfur dæmt stefnuskrá Borgaraflokksins, því svo vel er sá maður af skaparanum gerður, að á engan vill hann bera ósannindi. Hafa skal það fyrir satt, sem sannara reynist. Útdráttur úr stefnuskrá Borg- araflokksins: * Borgaraflokkurinn er sprottinn úr jarðvegi íslenskra borgara. * Borgaraflokkurinn mun leggja áherslu á samstarf fjöldans til átaka í velferðarmálum íslensku þjóðarinnar og gæta reisnar hennar í samskiptum við aðrar þjóðir. * Borgaraflokkurinn er flokkur fólksins. * Borgaraflokkurinn setur ein- staklinginn í öndvegi og virðir frelsi hans til skoðana og at- hafna. * Borgaraflokkurinn mun vinna af tillitsemi að mannúðarmálum og virða mannlegar tilfinningar. * Borgaraflokkurinn mun reynast sverð og skjöldur hinna sjúku, öldruðu og annarra þeirra sem í vanda eru staddir. * Borgaraflokkurinn býður fram til þjónustu við landsmenn alla. Með virðingu. Albert Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.