Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.04.1987, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. apríl 1987. ^■■minning 111 Tíminn 15 Guðmundur Sveinsson Nú er skarð fyrir skildi. Guð- mundur Sveinsson frá Góustöðum hefur hætt afskiptum af málefnum ísfirðinga, eftir langan og farsælan starfsferil. Það var ekki margt sem honum var óviðkomandi og hann lét verkin tala. Og þótt hann kveddi okkur ekki, samferðamenn sína, áður en hann hélt til fyrirheitna landsins, þá munu vörðurnar, sem hann hlóð í heimabyggð sinni, standa um ókomin ár og minna okkur á hann. Félagsmál og framfar- ir í krafti hugsjóna og samtakamátt- ar gætu hafa verið einkunnarorð hans. Hann var sérstakur maður, sem margir munu minnast. Útför hans fer fram í ísafjarðarkirkju í dag. Guðmundur Sveinsson var fæddur 9. apríl árið 1913 og varð því 74 ára daginn sem hann lést, á Landakots- spítala í Reykjavík. Hann var mikill samvinnumaður og framsóknarmað- ur og hafði m.a. ætlað sér að vera kominn heim af spítalanum fyrir kosningarnar 25. apríl n.k., til að leggja flokksmönnum sfnum lið. En nú kemur hann til með að vekja athygli með fjarveru sinni og við söknum hans mjög. Það yrði of langt mál að fjalla um þau fjölmörgu viðfangsefni, sem Guð- mundur tók sér fyrir hendur um ævina, enda skortir mig þekkingu til slíks. Ég mun hér minnast hans sem bæjarfulltrúa í bæjarstjórn ísafjarð- ar, enda áttum við á þeim vettvangi langt og ánægjulegt samstarf. í bæjarstjórnarkosningum 31. janúar 1954 var Guttormur Sigur- björnsson, skattstjóri, kjörinn bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Á lista framsóknarmanna var margt ágætra manna og þar á meðal Guð- mundur Sveinsson. Guðmundur sat fyrsta fund sinn í bæjarstjórninni 5. desember árið 1956 og var frá þeim tíma, meira og minna, viðloðandi bæjarstjórnina á ísafirði. Hann var samt ekki kjörinn aðalfulltrúi fyrr en árið 1974, enda virtist það honum ekki metnaðarmál að standa í sviðs- ljósinu. Frá 1974 til ársins 1986 var hann þó í eldlínu ísfirskra bæjarmála og komst ekki hjá því að sviðsljósin beindust að honum. Árið 1982 var Guðmundur kjörinn formaður bæjarráðs og árið 1984 varð hann forseti bæjarstjórnar. Báðum þess- um störfum gegndi Guðmundur með mikilli prýði og af sérstakri sam- viskusemi. Atvinnumálin voru Guðmundi Sveinssyni ávallt efst í huga, enda hafði hann kynnst atvinnuleysi og hörmungum þess. Hann var því ávallt vakandi fyrir nýjum möguleik- um á sviði atvinnulífsins og greiddi götu þeirra, sem feta vildu ótroðnar slóðir á því sviði. Ég minnist samtala okkar um atvinnumálin þar sem hann ræddi framfarir á sviði útgerðar ogfiskvinnslu, rafeindaiðnað, tækni- nýjungar í netagerð, loðdýrarækt og fiskeldi, svo dæmi séu tekin. Augu hans leiftruðu og það var ljóst, að hugur fylgdi máli. Hann skynjaði nauðsyn þess að atvinnulífið stæði með blóma. Jafnframt var hann harður málsvari undirstöðugrein- anna, sem tilvera íslendinga byggð- ist á að hans dómi, landbúnaðar og sjávarútvegs. Þessar greinar voru grunnurinn að sjálfstæði þjóðarinnar og því bar mönnum að standa vörð um þær. En það var fleira, sem Guðmund- ur Sveinsson lét sig varða. Hann var málsvari aldraðra og æskufólks. Þannig vann hann um árabil að framfaramálum aldraðra og var m.a. í byggingarnefnd Hlífar, íbúða aldr- aðra. Heilbrigðismálin voru honum jafnan hugleikin og er miður að honum auðnast ekki að sjá nýja sjúkrahúsið tekið formlega í notkun. Ög þá eru það æskulýðsmálin. frá Góustöðum Ég var vanur að brosa nú í seinni tíð, þegar Guðmundur lýsti því með sannfæringarkrafti að þetta verkefn- ið eða hitt þyrftum við að leysa með sjálfboðavinnu. Ef fjöldinn hefði hugsað eins og Guðmundur, talað eins og hann og ekki látið sitja við orðin tóm, þá hefði ekki verið ástæða til að brosa. En því miður eru breyttir tímar, frá því að Guðmund- ur beitti sér fyrir uppbyggingu skíða- aðstöðunnar á Seljalandsdal. Selja- landsdalurinn verður um aldur og ævi tengdur nafni hans, svo mjög fórnaði hann tíma sínum og kröftum fyrir það viðfangsefni og hvatti aðra til dáða. Nú er Dalurinn paradís skíðamanna, með skíðaskála, lyftum, troðurum og öðrum tækjum, sem nútíminn krefst. Það var þó ljóst, að Guðmundur taldi þörf á frekari uppbyggingu á Dalnum og er því hér með komið á framfæri. Eitt síðasta afrekið á sviði æskulýðsmála, sem Guðmundi auðnaðist að ná fram, var æskulýðs- miðstöð í l.O.G.T. húsinu á ísafirði. Hann hafði barist fyrir þvf að þetta hús fengist til slíkrar starfsemi og hann var vissulega glaður þegar „Sponsið" var opnað við hátíðlega athöfn. Guðmundur Sveinsson*ar maður víðlesin, átti gott bókasafn og þyrsti eftir fróðleik. Hann hugði til fortíðar og vildi varðveita fornar minjar. Hann sat í húsfriðunarnefnd Isa- fjarðar, sem hefur það verkefni að varðveita og endurbæta gömlu húsin í Neðstakaupstað. Elsta húsið þar er frá árinu 1734 og er elsta hús á íslandi, að því er ég best veit. Það var Guðmundi mikil ánægja að sýna gestum gömlu húsin og segja sögu þeirra, sérstaklega erlendum gestum, sem hann tók á móti í nafni bæjarstjórnar ísafjarðar. Hann var líka duglegur við að afla fjár til viðgerðar á húsunum og nú síðast sagði hann mér, að Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, hefði lofað sér einni milljón úr sjóði, sem ráðuneytið hefur yfir að ráða, til uppsetningar sjóminjasafns í Turnhúsinu. „Já, hann kemur með milljón, hann Halldór, þegar hann heldur fundinn í Hnífsdal,“ sagði hann og hló við. Slíkur var áhuginn og krafturinn. Sögufélag ísfirðinga átti líka hug hans, hann var þar í stjórn og mælti fyrir fjárveitingum í bæjarstjórninni til að kosta útgáfu Sögu ísafjarðar. Nú eru komin út tvö bindi, sem allir aðstandendur ritsins geta verið stoltir af. Þá var það skógræktin. Guðmund- ur hafði trú á skógrækt á íslandi og sat í stjórn Skógræktarfélags ísa- fjarðar. um árabil. Hann taldi þörf á að hugsa betur um Simsons garðinn í Tungudal og vildi láta byggja þar lítið hús í líkingu við það sem var á tímum Simsons. Hann ætlaði reynd- ar sjálfur að byggja þetta hús, en verður nú að treysta því að aðrir haldi á hamrinum fyrir hann. Norrænu vinabæjartengslin voru Guðmundi Sveinssyni stórt áhuga- mál alla tíð. Hann hafði unun af því að rækta þessi tengsl við vinabæi okkar ísfirðinga í Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi. Og nú sfðar í Færeyjum og Grænlandi. Færeyingar og Grænlendingar stóðu afskaplega nærri hjarta hans. Hann hafði sérstakar taugar til þess- ara næstu nágranna okkar í austri og vestri og vildi sýna þeim vináttu og sóma. Til marks um þetta má nefna, að þegar hingað komu fulltrúar frá Skála í Færeyjum fyrir tveimur árum, sótti Guðmundur þá til Seyð- isfjarðar og fylgdi þeim hingað til ísafjarðar og hafði sérstaka ánægju af að sýna þeim landið á leiðinni hingað vestur. Hann hafði miklar mætur á Færeyingum og taldi okkur geta margt af þeim lært á fjölmörg- um sviðum. Þá voru Grænlendingar ekki síður ofarlega í huga hans. Hann átti stærsta þáttinn í því að koma á vinabæjatengslum við Nanortalik á suðurodda Grænlands. Hann fór þangað og kynntist hinum erfiðu aðstæðum. Og þegar heim kom hugsaði hann mikið um, á hvern veg við ísfirðingar og íslendingar al- mennt gætum aðstoðað Grænlend- inga í ýmsum málum. Og því var fylgt eftir. Fyrir hans tilstilli kom til ísafjarðar hópur ungmenna, til að afla sér þekkingar á sviði fiskveiða, fiskvinnslu og þjónustugreina við sjávarútveginn. Á meðan á dvöl þessara ungmenna stóð var Guð- mundur nánast faðir þeirra og móðir. Hann leysti úr hvers konar vanda og lagði sig allan fram um að grænlensku ungmennin mættu læra sem flest, gagnlegt og gott af okkur íslendingum. Ég minnist kvöldverð- ar, sem Guðmundur hélt Grænlend- ingunum, áður en þeir héldu heim. Það fór ekki milli mála, hvern hug þessir vinir okkar í vestri báru til „gamla mannsins". Við sögðum oft í gamni, að hann væri grænlenskur konsúll og honum virtist líka það vel. Hann brást reiður við, þegar íslensk stjórnvöld settu bann við því að grænlensk skip mættu athafna sig í íslenskum höfnum s.l. haust, taldi það lítilmannlegt og ekki til þess fallið að efla skilning á milli þjóð- anna. Hann var heill í sínum skoðun- um. Ég hef hér reynt að draga fram nokkra þætti, sem varpa ljósi á störf Guðmundar Sveinssonar frá Góu- stöðum í bæjarstjórn ísafjarðar. Þættirnir eru stuttir og fáir og gefa aðeins innsýn í einn kafla af mörgum í lífi hans. Með Guðmundi Sveins- syni er genginn einn mætasti ísfirð- ingur okkar tíma, sannur og heiðar- legur, en umfram allt mannlegur. Einn af félögum ungmennahreyfing- arinnar, sem ávallt var hugsjónum sínum trúr en jafnframt móttækileg- ur fyrir nýjum straumum, er efla mættu íslenskt mannlíf. Það er skarð fyrir skildi, því hann og við höfðum ætlað okkur að vinna áfram saman að ýmsum velferðarmálum ísfirð- inga. Ég votta eiginkonu Guðmundar Sveinssonar, Bjarneyju Ólafsdóttur, börnum hans og öðrum ástvinum samúð, um leið og ég þakka honum samfylgdina sem var Iærdómsrík og mannbætandi. Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarritari. Siw örtáar sekúndur á iiM~ ' öíy"is skyni yujJFBHW, |||f Kosningaskrifstofur M” Framsóknarflokksins Reykjavík Flokksskrifstofan; Nóatúni 21, sími 91- 24480. Framkvæmdastjóri Sigurður Geirdal. Kjördæmisskrifstofan; Nóatúni 21, sími 91-689275, 91-689680, 91-689681, 91- 689685. Skrifstofan er opin frá 10.00- 22.00 virka daga og 13.00-18.00 um helgar. Kosningastjóri er Eiríkur Valsson, símí 689275. Sigrún Sturludóttir i sama síma. IBreiðholt, Þarabakka 3. Simar 77920 og 77942. Starfsm. Ólafur A. 'Jónsson Opið kl. 17.00-22.00 og 14.00-18.00 um helgar. Reykjanes Kjördæmisskrifstofan; Hamraborg 5, Kópavogi, sími 91-41590. Kosningastjóri, Hermann Sveinbjörnsson. Kópavogur; Hamraborg 5, símar: 91- 40225 og 40226. Opið hús öll þriðjudags- kvöld. Kosningastióri: Sigurjón Valdimarsson. Hafnarfjörour; Hverfisgata 25, sími í 91- 51819 og 54714, opin frá 14:00-19:00. Kosningastjóri: Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Seltjarnarnes; Eiðistorgi 17, sími 611730 og 611731. Opið kl. 16:00-18:00. Kosningastjóri: Ágúst Jónsson. Svæðisskrifstofa Suðurnesja; Austurgata 26, Keflavík, sími: 92-1070 og 92-4572. Opin virka daga kl. 14:20-22:00. og um helgar kl. 14:00-18:00. Kosningastjóri: Óskar Guðjónsson. Garðabær; Goðatún 2, sími 91-46000, opin frá kl. 17:00. Kosningastjóri: Ólöf Úlfarsdóttir. Mosfellssveit; Ás við Vesturlandsveg. Opið virka daga kl. 17:00-20:00, laugard. 10:00-17:00 og sunnud. 13:00-17:00. Sími 666056. Kosningastjóri: Bragi B. Steingrímsson. Vesturland Borgarnes; Brákarbraut 1, sími 93-7633- 7568. Opin virka daga kl. 10.00-19.00. Kosningastj.: Sigrún D. Eliasd. Akranes; Sunnubraut 21. Opin virka daga kl. 13.00-19.00 og 20.30-22.00. Sími 93-2050 og 93-3192. Kosninga- stjóri er Valgeir Guðmundsson Vestfiröir ísafjörður; Hafnerstræti 8, sími 94-3690 Opin virka daga kl. 10:00 - 18:00 Kosningastjóri: Geir Sigurösson < Siglufjöröur; Aðalgata 14, Jónasson. Norðurland vestra Kjördæmisskrifstofan; Suðurgötu 3, Sauðárkróki, sími 95-5374. Opin virka daga kl. 13:00-17:00. Kosningastjóri: Stef- án Logi Haraldsson. Blönduós; Hótel Blönduós, sími 95-4094. Opin virka daga kl. 16:00-18:00. Kosn- ingastjóri: Valdimar Guðmannsson. Hvammstangi; Hvammstangabraut 35.' Sími 95-1733. Kosningastjóri: Helgi Ólafss. sími 96-71932. Kosningastjóri: Guðmundur’ Norðurland eystra Akureyri; Hafnarstræti 90 sími 96-21180. Opin virka daga kl. 9:00-22:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Kosningastjóri: Sigurður Haraldsson. Húsavík; kosningastjóri er Sigurgeir Aðal- geirsson. Opin laugardaga kl. 13:00-16:00 og mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00-19:00. Austurland Egilsstaðir; Lyngás 1, simi 97-1584. Opin virka daga kl. 9:00-17:00. Kosningastjóri: Skúli Oddsson. Höfn; Skólabrú 1, simi 81415. Opin alla virka daga frá kl. 20-22 og frá kl. 16-19 alla aðra daga nema föstudaginn langa og páskadag. Þá daga verður skrifstofan lokuð. Seyðisfjörður; Austurvegi 5, Simi 2444, opin á kvöldin. Kosningastjórar: Jóhann Hansson, Björn Ólafsson. Suðurland Selfoss; Eyrarvegur 15, sími 99-2547 og 99-2221. Opin alla daga kl. 8.00-19.00 og á kvöldin. Kosningastjóri: Kristján Einarsson. Hvolsvöllur; Hvolsvegi 32, sími 99-8711. Kosningastjóri Erlingur Ólafsson. Opið kvöld og helgar. Vík; KS Hótel, Víkurbraut 24a, sími 99- 7405. Kosningastjóri Málfríður Eggerts- dóttir. Opið kvöld og helgar. Vestmannaeyjar; Framsóknarhúsinu, Kirkjuvegi 19, sími 98-2331. Opið frá kl. 16 til kl. 19 og kvöld og helgar. Þorlákshöfn, Unubakka 10-12 sími 99-3930. Opið kl.’l 0-11 og á kvöldin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.